Fréttablaðið - 04.10.2014, Side 40

Fréttablaðið - 04.10.2014, Side 40
4. október 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN BÆKUR | 40 BÆKUR ★★★ ★★ Náðarstund Hannah Kent ÞÝÐING: JÓN ST. KRISTJÁNSSON JPV-ÚTGÁFA Sagan af síðustu aftöku Íslandssögunnar, þegar Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson voru tekin af lífi fyrir tvö morð í Vatnsdals- hólum veturinn 1830, hefur orðið upp- spretta frásagna og listaverka af ýmsu tagi. Margir af flinkustu sagnaþáttahöfundum íslenskra bókmennta á 19. og 20. öld skrif- uðu sögu morðingjanna og fórn- arlamba þeirra, gerð hefur verið kvikmynd eftir sögu Agnesar og ekki má gleyma mögnuðu rokk- lagi Bubba Morthens sem er lík- lega helsta ástæða þess að margir yngri Íslendingar þekkja söguna. Nú síðast hafa fræðimenn lagst yfir gögn málsins að nýju og dreg- ið fram nýjar hliðar þess, hliðar sem eru ekki að öllu leyti í sam- ræmi við þær sögur sem fólk þekk- ir af morðunum á Illugastöðum, aðdraganda þeirra og eftirmálum. Náðarstund, ný skáldsaga eftir Hönnuh Kent, kom út áður en þessar upplýsingar komu fram og sagan sem þar er sögð er að flestu eða öllu leyti í samræmi við eldri frásagnir. Kent er ástr- alskur rithöfundur sem dvaldi sem skiptinemi á Sauðárkróki á unglings árum og heillaðist af sögu Agnesar. Náðarstund er fyrsta skáldsaga hennar og hefur farið sigurför um heiminn. Hún er nú komin út í íslenskri þýðingu Jóns St. Kristjánssonar. Þýðing Jóns er mjög góð, hún þræðir einstigið milli nútímamáls og málfars sögu- tímans vel, bæði í orðfæri persón- anna, frásögninni sjálfri og þeim skjölum og bréfum sem koma við sögu. Ramminn um söguna er dvöl Agnesar á bænum Kornsá, þar sem hún dvelur í varðhaldi síðustu mánuðina fyrir aftöku, hjá hrepp- stjóranum Jóni, konu hans og tveimur dætrum. Heimilisfólk er tortryggið í garð Agnesar í fyrstu en bregst ólíkt við veru hennar þegar á líður, þetta á ekki síst við um dæturnar tvær en á milli Agnesar og eiginkon- unnar, Margrétar, mynd- ast samband sem nálgast vináttu. Önnur aðalpersóna sög- unnar er aðstoðarprest- urinn Þorvarður Jónsson sem kallaður er Tóti. Hann er ungur, nýskriðinn úr skóla þegar Agnes óskar eftir því að hann verði sálusorgari hennar þann tíma sem hún er í varðhaldi að Kornsá. Stór hluti frásagnar- innar felst í samtölum Agnesar og Tóta þar sem hún rekur atburðina á Illugastöðum. Lýsingar sögunnar á ævi Agnesar, æsku, veru hennar í ýmsum vistum og lífi hennar með Natani og Sigríði á Illugastöðum eru oft magnaðar og samtöl þeirra séra Þorvarðar í þröngri baðstof- unni þar sem aðrir heimilismenn hljóta að heyra til þeirra eru eftir- minnileg. Það er á hinn bóginn stundum erfitt fyrir lesandann að gera greinarmun á þessum sam- tölum og innri eintölum Agnesar, hún rifjar líka upp ævi sína fyrir sjálfri sér. Þarna birtist helsti galli sögunnar, aðrar persónur en Agnes verða veikar og tengsl þeirra við hana eru ekki gerð upp. Séra Tóti er fremur litlítil persóna og hverfur úr sögunni lengi vel og systurnar á Kornsá sömuleiðis. Agnes sjálf er á hinn bóginn eftirminnileg persóna í meðför- um Hönnuh Kent og lýsing henn- ar ber söguna uppi. Þótt samúð- in með henni í sögunni sé augljós er ekki dregin fjöður yfir það að hún er sek, sagan er vel skrifuð og mynd hennar af samtíma Agnesar, hörmulegum aðstæðum og nötur- legum örlögum er eftirminnileg. Jón Yngvi Jóhannsson NIÐURSTAÐA: Vönduð söguleg skáldsaga um eitt frægasta morðmál Íslandssögunnar, lýsing aðalpersón- unnar ber söguna uppi. „Bændur stundu, stór er syndin …“ HANNAH KENT „Sagan er vel skrifuð og mynd hennar af samtíma Agnes- ar, hörmulegum aðstæðum og nöturlegum örlögum er eftirminnileg.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is FÆRT TIL BÓKAR EINS OG REYKJAVÍK Í tilefni Lestrar- hátíðar í Reykjavík er komið út nýtt smásagnasafn, Eins og Reykjavík, en í því eru 26 sögur eftir ólíka höfunda sem allar tengjast Reykjavík og valdar hafa verið af Þórarni Eldjárn. ! Barnabókin Dvergasteinn eftir Aðal- stein Ásberg Sigurðsson kom nýlega út á arabísku hjá forlaginu Al Khayyat Al-Saghir í Beirút í Líbanon. Mazen Maaruf þýddi bókina, en hann hefur á undan- förnum misserum verið ötull við að kynna íslenskar bók- menntir fyrir arab- ískum útgefendum og lesend- um. Dvergasteinn á arabísku Í dag frá klukkan 13 til 17 stendur Gerðuberg fyrir bókmenntanámskeiði fyrir lesendur bóka Jóns Kalmans Stefánssonar. Umfjöllunarefni nám- skeiðsins verða bækurnar Himnaríki og helvíti, Harmur englanna og Hjarta mannsins sem saman mynda þríleik- inn víðfræga. Námskeiðið er í höndum Inga Björns Guðnasonar bókmennta- fræðings. Námskeið um Jón Kalman Annað kvöld verður afhjúpað hverjir sömdu og þýddu sögurnar í þáttasafninu Styttri ferðum, sem út kom í vor í tímaritröðinni 1005. Listi yfir höfunda og þýðendur var raunar birtur í heftinu, en vísvitandi í rangri röð, og efnt til samkeppni um það hvaða texti tilheyrði hvaða höfundi. Uppátækið var tilraun í við- tökufræðum og hefur meðal annars leitt til þess að lítt kunnum höfundum hefur verið hampað en heims- þekktir höfundar hirtir af ritdómurum– algjörlega út frá textunum. Verðlaun í bókmenntagátunni verða afhent í nafnaveislu í Djúpinu, í kjallara Hornsins, annað kvöld klukkan 20. Þar koma enn fremur fram fimm af höfundum Styttri ferða og Jón Hallur Stefánsson frumflytur lag af þessu tilefni og réttu efnisyfirliti verður dreift til lesenda 1005. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis á þessa litlu textahátíð, sem er einn af viðburðum Lestrarhátíðar í október. Réttir höfundar afh júpaðir HVER SKRIFAÐI HVAÐ? Kristín Ómarsdóttir er einn höfundanna sem eiga sögu í Styttri ferðum. En hvaða sögu? FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Efnið er svolítið sprottið úr eigin ranni, en þetta er samt alls ekki sjálfsævisöguleg saga,“ segir Heiðrún Ólafsdóttir um skáld- sögu sína Leið sem komin er út hjá Sæmundi bókaútgáfu. „Við eigum öll einhverja sögu sem við felum kirfilega fyrir umheiminum. Við funkerum alveg, mætum í vinn- una og stöndum okkur, en oft býr eitthvað undir sem okkur gengur miserfiðlega að lifa með, þung- lyndi er nefnilega svo lúmskur fjandi.“ Söguhetja Leiðar, Signý, segir sögu sína í fyrstu persónu og strax á fyrstu síðunum verður ljóst að hún hefur ákveðið að stytta sér aldur. Ástæðurnar fyrir þeirri ákvörðun koma smátt og smátt í ljós í endurlitum hennar, en les- andinn fær samt ekki tilfinn- ingu fyrir því að hún sé þung- lynd. „Það er líka eitt af því sem ég vildi koma á framfæri,“ segir Heiðrún. „Maður heldur alltaf að fólk sem sviptir sig lífi geri það af einhverri einni rosalegri ástæðu. Signý er hins vegar raunsæis- manneskja og hefur bara komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé ekki þess virði.“ Það er dálítið stór pakki sem Signý hefur á bakinu, hún elst upp við heimilisofbeldi, funkerar ekki í ástarsamböndum og er nýkomin úr brjóstnámi vegna krabbameins. Er það ekki dálítið stór pakki fyrir eina sögupersónu? „Ég velti því einmitt fyrir mér þegar ég var að skrifa söguna, en svona er nú bara lífið, ég þekki konur sem glíma við akkúrat þennan pakka,“ segir Heiðrún. „Þetta er líka sagan um barnið sem gleymdist að hugsa um á uppvaxtarárunum og ég held að það sé dálítið algengt hjá fólki af minni kynslóð. Við gengum sjálf- ala í einhverjum nýbyggingum í Breiðholtinu á meðan pabbi og mamma voru á fullu að vinna fyrir nýju íbúðinni. Þau hugsuðu auðvitað um okkur, en það var bara tíðarandinn að börn ættu að finna út úr lífinu sjálf og það getur haft alvarlegar afleiðing- ar. Afskiptaleysi getur nefnilega verið banvænt.“ Heiðrún þvertekur fyrir það að Signý endurspegli að nokkru leyti hana sjálfa. „Ég gæti verið konan sem verður fyrir ofbeldi af hendi maka síns, ég gæti verið barnið sem varð vitni að ofbeldinu eða ég gæti verið vinkona einhverr- ar sem hefur þessa reynslu. Það skiptir bara engu máli. Þessi saga er innlegg í umræðuna um sjálfs- víg og heimilisofbeldi og kannski enn þá frekar hvernig það sem við verðum fyrir í uppvextinum heldur áfram að grassera í okkur ef við gerum ekkert í því. Ég vil að sagan verði hvatning til að fólk þori að segja frá, hætti að byrgja slæma reynslu inni. Svo erum við svo misjafnlega gerð að sumir bara taka svona ákvarðanir og standa við þær þótt lífið reyni að sýna þeim að ákvörðunin sé ekk- ert endilega rétt. Ákveða bara að nú sé þetta orðið nóg og kveðja.“ Leið er fyrsta skáldsaga Heið- rúnar en hún hefur áður sent frá sér tvær ljóðabækur, Á milli okkar allt og Af hjaranum, sem tilnefnd var til Fjöruverðlaunanna í fyrra, hvers vegna valdi hún skáldsögu- formið til að segja þessa sögu? „Þetta efni bara kallaði á þetta form, ég get ekki útskýrt það öðru vísi,“ segir Heiðrún. „Það tók tölu- verðan tíma að finna réttu leiðina til að segja þessa sögu og elstu kaflar bókarinnar eru um tíu ára gamlir. Ég þurfti að taka nokkrar atrennur að henni til að finna réttu sögukonuna, það var alltaf á hreinu að það yrði að vera kona sem segði frá í fyrstu per sónu. Svo er maður svolítið smeykur um að þetta verði afgreitt sem einhver kellingabók, bara enn ein konan að segja sína sögu. Ég vona samt ekki og þeir sem hafa lesið bókina hafa verið mjög ánægðir, ég hef fengið mjög jákvæð viðbrögð frá lesendum þannig að ég er bara nokkuð keik.“ Afskiptaleysi getur verið banvænt Skáldsagan Leið eft ir Heiðrúnu Ólafsdóttur segir sögu konu sem hefur ákveðið að stytta sér aldur og undirbýr þann gjörning af kostgæfni. Heiðrún segist hugsa söguna sem innlegg í umræðuna um sjálfsvíg og heimilisofb eldi. HEIÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR „Ég gæti verið konan sem verður fyrir ofbeldi af hendi maka síns, ég gæti verið barnið sem varð vitni að ofbeldinu eða ég gæti verið vinkona einhverrar sem hefur þessa reynslu.” FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Maður heldur alltaf að fólk sem sviptir sig lífi geri það af einhverri einni rosalegri ástæðu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.