Fréttablaðið - 04.10.2014, Blaðsíða 46
FÓLK|HELGIN
Við höfum náð umtalsverðum ár-angri á þessum árum en það er meira hægt að gera, það liggja
ótal tækifæri á þessu sviði,“ segir
Sunneva Hafsteinsdóttir, framkvæmda-
stjóri Handverks og hönnunar, sem
fagnar tuttugu ára starfsafmæli með
sýningu í Tjarnarsal Ráðhússins.
Sjálfseignarstofnunin Handverk og
hönnun var stofnuð árið 2007 og tók
við af samnefndu verkefni sem stofnað
var af forsætisráðuneytinu árið 1994.
Markmið hennar er að stuðla að efl-
ingu handverks, listiðnaðar og hönn-
unar á Íslandi.
„Handverk og hönnun stendur fyrir
stórri sýningu tvisvar á ári í Ráðhús-
inu þar sem handverksfólk og hönn-
uðir koma verkum sínum á framfæri.
Gæðanefnd velur inn á sýningarnar og
í henni situr fagfólk,“ útskýrir Sunneva.
„Einnig eru settar upp þemasýn-
ingar og gefið út fréttabréf til 1.200
aðila. Námskeið og fræðsla er einnig
stór hluti starfsins og við förum meðal
annars um allt land með fyrirlestra og
setjum upp sýningar. Það er mikilvægt
að tala ekki einungis um gæði heldur
sýna gæði og við sjáum að starfið er að
skila sér.“
Sýningin verður opnuð í dag klukk-
an 16 með ávarpi Illuga Gunnarssonar,
mennta- og menningarmálaráðherra. Á
henni eru valin verk sem hafa orðið til
í tengslum við sýningar Handverks og
hönnunar síðustu tuttugu ár. Elísabet
V. Ingvarsdóttir valdi muni á sýn-
inguna.
Sýningin mun standa til 9. október
og er opin alla daga frá kl. 12-18.
HANDVERK OG HÖNNUN 20 ÁRA
SÝNING Í RÁÐHÚSINU Sýning á völdum verkum verður opnuð í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag í tilefni tuttugu ára afmæl-
is Handverks og hönnunar. Mennta- og menningarmálaráðherra flytur ávarp við athöfnina. Sýningin stendur til 9. október.
HELGI BJÖRNSSON HELGA R. MOGENSEN
HELGA PÁLÍNA BRYNJÓLFSDÓTTIR ARNA GUNNARSDÓTTIR
Fáanlegt í fjölda apóteka m.a. Lyfja og Apótekið. Einnig í Heilsuhúsinu, Hagkaup,
Heimkaup, Fjarðarkaup, Heilsuver, Heilsulausn.is og Heilsuhornið Blómavali.