Fréttablaðið - 04.10.2014, Blaðsíða 90
4. október 2014 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 54TÍMAMÓT
Hjartans þakkir til allra þeirra
sem sýndu okkur samúð og vináttu við
andlát og útför okkar ástkæru
GUÐNÝJAR GUÐMUNDSDÓTTUR
Suðureyri við Súgandafjörð.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
bráðadeildar Fjórðungssjúkrahússins á
Ísafirði fyrir góða umönnun og hlýju.
Sigurvin Magnússon og aðrir aðstandendur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
MARÍA BJÖRNSDÓTTIR
Lindargötu 57, Reykjavík,
lést á Droplaugarstöðum miðvikudaginn
17. september. Útförin hefur farið fram
í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum
auðsýnda samúð og hlýhug.
Marsibil Harðardóttir Elfar H. Þorvaldsson
Guðmundur Harðarson Kristín Snorradóttir
Erla Harðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Inger Steinsson
Inger Rós Ólafsdóttir
ÚTFARARÞJÓNUSTA
athofn@athof in. s - Akralandi 1 - 108 Reykjavík
Innilegar þakkir til allra þeirra
sem sýndu okkur samúð, hlýhug
og vináttu við andlát og útför
HARALDAR ARNAR SIGURÐSSONAR
klæðskerameistara.
Haukur Már Haraldsson
Erla Sigurbergsdóttir
Þóra Haraldsdóttir
Sigurður Haraldsson
Haraldur Örn Haraldsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
Móðursystir okkar,
SÓLRÚN HANNIBALSDÓTTIR
lést á Grund fimmtudaginn 25. september.
Jarðarförin fer fram frá Neskirkju
þriðjudaginn 7. október kl. 13.00.
Fyrir hönd annarra systkinabarna,
Elva, Bára, Lilja og Aðalheiður Steinsdætur,
Guðrún Jónsdóttir
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi,
STEFÁN STEINAR STEFÁNSSON
lést á Landspítalanum 29. september sl.
Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu,
föstudaginn 10. október kl. 13.00.
Ingvar Stefánsson Guðrún Björk Bjarnadóttir
Brynhildur Gígja og Hugrún Freyja
„Þetta líf er bara eins og hraðlest,“
segir Guðrún Helgadóttir, um að í ár
verða fjörutíu ár liðin frá því að fyrsta
bók hennar kom út, um tvíburabræð-
urna Jón Odd og Jón Bjarna. „Ég skrif-
aði að vísu bók þegar ég var þrettán
ára og sýndi hana útgefanda en hún
kom nú aldrei út,“ segir Guðrún.
Í tilefni af þessum tímamótum verð-
ur sýning haldin til heiðurs Guðrúnu
í Borgarbókasafninu við Tryggva-
götu. Sýningin verður opnuð með sér-
stakri hátíðardagskrá á safninu klukk-
an þrjú á sunnudaginn. Þar munu Ari
Eldjárn, Katrín Jakobsdóttir og Silja
Aðalsteinsdóttir meðal annarra halda
tölu yfir gestum safnsins auk þess að
tónlist sem samin var við Ástarsögu úr
fjöllunum verður flutt.
Sýningin verður uppi allan október
á safninu. Þar verður að finna teikn-
ingar úr bókum Guðrúnar og fleygar
tilvitnanir í bækur hennar. Þá verður
brúðan Páll Vilhjálmsson á staðnum
auk þess sem hægt verður að lesa bréf
sem Astrid Lindgren sendi Guðrúnu.
Guðrún segir bræðurna smám
saman hafa orðið til í kollinum á
henni. „Þetta var saga sem ég fór að
segja börnunum mínum. Aðeins örfáir
höfundar skrifuðu af einhverri alvöru
fyrir börn á þessum tíma og nægir
þar að nefna Jennu Jensdóttur og
Stefán Jónsson. En obbinn af þessum
bókakosti sem maður sótti á bókasöfn-
in handa börnunum var fremur óvand-
aður,“ segir hún.
Staðan á barnabókamarkaði hafi
batnað til muna síðan þá. „Fólk sem
sinnir bókum, eins og kennarar, útgef-
endur og bókasafnsfræðingar, hafa
sýnt barnabókum vaxandi athygli
enda hefur miklu meira verið vandað
til barnabóka á síðustu áratugum.“
Guðrún segir sölu fyrstu bókar-
innar um Jón Odd og Jón Bjarna hafa
farið hægt af stað. „Hún seldist auð-
vitað afskaplega lítið fyrir þau jól en
svo gerðist það að hún fór að roksel-
jast eftir jól. Um vorið fékk ég síðan
barnabókaverðlaun Fræðsluráðs
Reykjavíkur sem var mér mikil hvatn-
ing.“
„Svo fór boltinn að rúlla.“ segir
Guðrún sem gefið hefur út 25 bækur
á ferlinum og hafa þær verið þýddar
verið þýddar á fjölmörg tungumál.
Guðrún segist alla tíð hafa reynt að
vanda sig við að skrifa bækur sem
bæði börn og fullorðnir hafa gaman af.
„Börn vita ekkert betra en að njóta ein-
hvers með hinum fullorðnu,“ segir hún.
Aðspurð hvað standi upp úr á síðustu
fjörutíu árum segir Guðrún: „Ég er nú
eiginlega sammála Silju Aðalsteins-
dóttur sem hefur oft sagt að bestu
bækurnar mínar séu þríleikurinn Sitji
guðs englar, Saman í hring og Sæng-
inni yfir minni. Ég get alveg tekið
undir það að ég er ánægð með þær
bækur, annars er erfitt að gera upp á
milli barnanna sinna.“ - ih
Jón Oddur og Jón Bjarni
halda upp á fertugsafmæli
Í ár verða fj örutíu ár síðan fyrsta bók Guðrúnar Helgadóttur, Jón Oddur og Jón Bjarni, kom út.
Í tilefni af því verður haldin sýning á Borgarbókasafninu við Tryggvagötu Guðrúnu til heiðurs.
VANDAÐRI Guðrún segir mun meira lagt í barnabækur nú en fyrir fjörutíu árum.
Fyrsta Opna bandaríska meistarmótið í
golfi var haldið á níu holu golfvelli við
Newport Country Club á Rhode Island
þann 4. október árið 1895. Ellefu kepp-
endur tóku þátt í mótinu. Þeir spiluðu
36 holur yfir daginn og fór Horace
Rawlins, tuttugu og eins árs gamall
Englendingur, með sigur af hólmi.
Rawlins fékk 150 dollara í verðlaunafé,
sem í dag að teknu tilliti til verðbólgu
er virði ríflega hálfrar milljónar króna.
Fyrstu árin höfðu Bretar mikla yfir-
burði á mótinu. Það var ekki fyrr en
árið 1911 sem Bandaríkjamaður fór
með sigur af hólmi í fyrsta sinn.
Mótið hefur verið haldið árlega
síðan að undanskildum stuttum hléum
þegar fyrri og seinni heimsstyrjaldirnar
stóðu sem hæst. Í dag er Opna banda-
ríska meistarmótið, eitt af fjórum
risamótum sem haldin eru ár hvert og
verðlaunaféð mun meira en það var
árið 1895. Martin Kaymer, sigurvegari
mótsins í ár, fékk 1,6 milljónir dollara
í verðlaunafé, tæplega 200 milljónir
íslenskra króna.
ÞETTA GERÐIST: 4. OKTÓBER 1895
Fyrsta Opna bandaríska meistaramótið
JÓN ODDUR OG JÓN BJARNI Þeir brölluðu nú ýmislegt, þessir.
MYND/ÚR KVIKMYND ÞRÁINN BERTELSSON