Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.10.2014, Qupperneq 108

Fréttablaðið - 04.10.2014, Qupperneq 108
4. október 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 72 BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar Sú mýta að norrænt fólk sé þögult og leiðinlegt lifir góðu lífi víða á Spáni. Óviljandi hef ég nú lagt mín lóð á vogar- skálarnar til þess að blása nýju lífi í hana hér í strandbænum Fuengirola, þangað sem ég er nýfluttur. ÞAÐ vildi þannig til að ég fór svo illa að ráði mínu að fá mér rótsterkan kaffisopa áður en ég fór í morgunskokkið nú um dag- inn. Ég var rétt kominn af stað þegar mér varð ljóst að kaffið tók svo hraustlega til í kroppnum að farið var að þrýsta á að kvöldverðinum frá deginum áður yrði fleygt út um óæðri endann. Ég hafði þó ekki trú á öðru en ég yrði ekki inntur um þetta óþarflega mikið meðan á skokkinu stæði. VIRTIST það ætla að ganga eftir þar til ég er kominn að strandbarnum þar sem ég sný við til að skokka heim. Þá var eins og dyraverðir í þörmum yrðu slakir, farnir að hugsa sem svo að nú værum við á heim- leið og því óþarfi að vera að þrengja óþarflega að kvöldverðinum. En það voru þó nokkrir kílómetrar enn í Gustavsberg. Þeir sem hafa reynt vita að það er óþægilegt að skokka við þessar aðstæður. Ég varð nú að sperra rasskinnar af miklu afli. Skokkið varð því að göngu- keppni og er ég nú meðvitaður um hvernig sú ólympíska íþróttagrein varð til. ÞETTA varð að þvílíkri píslargöngu að ég var aðframkominn er mig bar að blokkinni minni. Þegar ég er loks kominn í lyftuna þurfti nágranni minn endilega að skella sér inn með mér. Hjá honum voru það dyra- verðirnir í efra opinu sem virkuðu ekki því munnræpan stóð út úr honum og skipti engu þó ég væri hrelldur í framan líkt og sjóveikur krakki og síðan með höndina í rassinum svo ekki yrði úr hin óþægilegasta lífsreynsla fyrir okkur báða. ÞEGAR ég er loks kominn á mína hæð lýkur hann kjaftavaðli sínum með því að segja: „Ég heiti Juan, Gaman að kynnast þér.“ Svo réttir hann mér höndina. JÁ, mýtan um ókurteisa, þögula og bein- línis leiðinlega norræna fólkið lifir góðu lífi hér í Fuengirola. Alla vega á stigaganginum hjá mér. Hið leiðinlega norræna fólk Difret er eþíópísk mynd sem kom út á árinu og hefur farið sigur- för um kvikmyndahátíðir heims- ins enda kjörið efni fyrir kvik- myndahátíðir með áherslu á samfélagsmál. Leikkonan Angel- ina Jolie hefur líka vakið verð- skuldaða athygli á myndinni fyrir að vera einn framleiðenda hennar. Orðið „difret“ á amharísku þýðir bæði „hugrekki“ og „nauðgun“ en myndin fjallar um hefð sem kallast „telefa“ og hefur viðgengist í sveita- héruðum Eþíópíu í gegnum aldirnar. Samkvæmt hefðinni má karlmaður ræna ungri stúlku, nauðga henni og gera hana að eiginkonu sinni. Myndin er byggð á sannri sögu frá tíunda áratugnum. Hirut (Tizita Hagere) er 14 ára bóndadóttir sem sækir skóla og þráir fátt meira en að mennta sig. Á leiðinni heim úr skólanum er henni rænt sam- kvæmt telefa-hefðinni og nauðgað af tilvonandi „eiginmanni“ sínum. Þegar tækifæri gefst stelur hún riffli mannsins og flýr eftir að hafa myrt manninn. Hún fær lögfræði- aðstoð frá Meaza (Meron Getnet), ungum lögfræðingi í höfuðborginni Addis Ababa, sem þarft að berjast með kjafti og klóm gegn hinu rót- gróna feðraveldi. Þá er barátta Meözu og Hiruts í raun tvíþætt þar sem þær takast á bæði við hið opin- bera lagakerfi í landinu og síðan hið hefðbundna öldungaráð í þorpi Hirut, en Hirut á yfir höfði sér ann- aðhvort lífstíðardóm eða dauðarefs- ingu fyrir að hafa varið sig á þenn- an hátt. Difret er merkileg mynd sem vekur athygli á klikkuninni á bak við suma rótgróna siði og þá stað- reynd að reynsla Hirut er ekki einsdæmi í heiminum, þótt reynsla hennar hafi kannski breytt viðhorfi Eþíópíumanna til telefa og jafnvel breytt lagastöðu hefðarinnar í land- inu líka. - þij Barist við hefðirnar ★★★ ★ ★ Difret LEIKSTJÓRI: Zeresenay Mehari IMDB 7,1 VARÐI SIG Hirut myrti manninn sem rændi henni. MYND/SKJÁSKOT DRACULA KL. 5.45 - 8 - 10.15 DRACULA LÚXUS KL. 10.45 THE EQUALIZER KL. 5 - 8 - 10.45 THE EQUALIZER LÚXUS KL. 2 - 5 - 8 THE MAZE RUNNER KL. 5.30 - 8 - 10.30 LET́S BE COPS KL. 5.45 - 8 - 10.15 PÓSTURINN PÁLL ÍSL. TAL2D KL. 1 - 3 AÐ TEMJA DREKANN 2 ÍSL. TAL2D KL. 1 - 3.15 SMÁHEIMAR 2D KL. 1 - 3 SMÁHEIMAR 3D KL. 1 - 3* GONE GIRL FORSÝNING KL. 10.15* THE EQUALIZER KL. 6 - 10.15** PARÍS NORÐURSINS KL. 5.45 - 8 VONARSTRÆTI KL. 3 - 9 SMÁHEIMAR KL. 3.30 *AÐEINS LAUGARDAG **AÐEINS SUNNUDAG “TÖFF, BRENGLUÐ OG ÖGRANDI” - EMPIRE “HALDIÐ YKKUR FAST!” - TIME OUT DRACULA UNTOLD 6, 8, 10:20 6, 8, 10 GONE GIRL 10:20 SMÁHEIMAR 1:45, 3:50 1:45, 3:50 THE EQUALIZER 8, 10:40 8 WALK AMONG TOMBSTONES 5:45, 8, 10 5:45, 8, 10:40 MAZE RUNNER 2, 5 2, 5 PÓSTURINN PÁLL 2D 1:50, 3:50 1:50, 3:50 LAUGARÁSBÍÓ Laugardagur Sunnudagur FORSÝNING SUNNUDAG Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. www.laugarasbio.isSími: 553-20755% Miðasala og nánari upplýsingar KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SPARBÍÓ ÁLFABAKKA EGILSHÖLL LEIKSTJÓRI TALSETNINGAR RÓSA GUÐNÝ FRÁBÆR NÝ ÍSLENSK GAMANMYND VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR, MORGUNBLAÐIÐ EIRÍKUR JÓNSSON FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR THE CONJURING ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA THE FRIGHT FILE Allir borga barnaverð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.