Fréttablaðið - 04.10.2014, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 04.10.2014, Blaðsíða 110
4. október 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 74SPORT MMA „Ég veit ekki alveg hvar ég er en ég verð góður á morgun,“ sagði John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, en hann stendur í ströngu þessa dagana. Um síðustu helgi var hann með Conor McGregor í Las Vegas og hann kom beint þaðan til Stokk- hólms til þess að fylgja Gunnari alla leið gegn Rick Story. Kav- anagh lenti þrjú um nóttina í Stokkhólmi og þurfti svo að vakna klukkan sex um morguninn. Nóg að gera. Story hentar Gunnari „Ég er gríðarlega spenntur enda er þetta í fyrsta skipti sem Gunni er í aðalbardaga. Story hentar Gunn- ari vel og ég er viss um að hann mun sýna að hann eigi skilið að berjast um titilinn,“ segir Kav- anagh en hann er orðinn einn heit- asti þjálfarinn í bransanum og fjöl- miðlamenn kepptust um að ná af honum tali. Þó svo Kavanagh hafi misst af hluta undirbúnings bardaga Gunn- ars og Story þá segir þjálfarinn það ekki koma að sök. „Gunni var með okkur á Írlandi og tók vel á því með Conor. Við erum að æfa allt árið en ekki bara að taka á því þegar bardagi nálg- ast. Það eru sjö ár síðan við byrj- uðum að vinna saman. Það hefur verið æft fyrir þennan stóra bar- daga í sjö ár. Undirbúningurinn var frábær og Gunni lítur hrika- lega vel út,“ segir Kavanagh en hann birti einmitt sjö ára gamla mynd af sér og Gunnari á Twitter á dögunum. „Hann lítur út fyrir að vera tólf ára á myndinni,“ segir hann og hlær við. Kannski aðeins ljótari Story hefur tapað fimm af síðustu níu bardögum sínum en allir vita þó hvað hann getur. Hversu góður er hann í dag að mati Kavanaghs? „Þetta er reyndur og harður strákur. Mér finnst hann hafa staðið í stað. Hann hefur ekki þróað sinn stíl eins og Gunnar hefur gert til að mynda. Það er mikill munur á Gunnari í dag og þegar hann keppti í UFC. Margir af þessum strákum taka ekki mikl- um framförum á fimm árum. Þeir eru kannski aðeins ljótari eftir alla bardagana,“ sagði Kavanagh og glotti. Gunnar sagði í viðtali í Frétta- blaðinu á dögunum að ný kynslóð væri að koma upp í UFC. Hann væri hluti af þeirri kynslóð rétt eins og Conor McGregor. Story væri það ekki. „Það er hárrétt hjá Gunnari. UFC er sífellt að þróast og nýir stílar að taka yfir. Það virðist verða mikil framför í íþróttinni á tveggja ára fresti. Story er til að mynda ekki jafn tæknilega sterk- ur og Gunni og þess vegna held ég að hann muni tapa bardaganum,“ sagði John Kavanagh að lokum. Mikið undir Bardagakvöldið hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsend- ingu á Stöð 2 Sport. Gunnar er ósigraður í fjórtán bardögum í MMA, þar af fjórum í UFC. Á skilið að keppa um titilinn Þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er gríðarlega ánægður með lærling sinn og spáir því að Gunnar muni rota Rick Story í kvöld. Kavanagh segir Gunnar geta gert tilkall til titilbardaga í náinni framtíð. HRESSIR John Kavanagh og Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, slá á létta strengi í Speglasalnum á Grand Hotel í Stokkhólmi þar sem fjölmiðladagurinn og opna æfingin fóru fram á fimmtudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/BJÖRN SIGURÐSSON Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is Frá Stokkhólmi ÚRSLITALEIKUR FH OG STJÖRNUNNAR fer fram klukkan 16.00 í dag en í gær var tilkynnt að uppselt væri á leikinn. Alls verða 6.450 áhorfendur á leiknum og ljóst að aðsóknarmet verður bætt á deildarleik í knattspyrnu hér á landi. Stjórn knattspyrnudeildar FH hefur hvatt áhorfendur til að koma sér tímanlega á völlinn eða að nota almenningssamgöngur, þar sem ljóst er að bílastæði verða af skornum skammti í grennd við völlinn. Umfjöllun Stöðvar 2 Sports hefst með upphitunarþætti klukkan 13.00 en hálftíma síðar hefst útsending frá leik Fram og Fylkis en inn í hana verður skotið inn mörkum úr öðrum leikjum. Tvöfaldur skammtur af Pepsi-mörkunum fer svo í loftið klukkan 21.15 þar sem bæði lokaumferðin og mótið allt verða gerð upp. 0DAGAR Í ÚRSLITALEIK OG MMA „Gunnar hefur verið að berjast lengi og við höldum að Gunnar eigi eftir að verða heimsmeistari einn daginn,“ segir Garry Cook, yfirmaður UFC í Evrópu, Asíu og Afríku, í sam- tali við Fréttablaðið. Margir muna kannski eftir honum úr enska boltanum þar sem hann var áður stjórnarformaður Manchester City sem leikur í úrvalsdeildinni. „Gunnar er sérstakur einstaklingur og berst eins og hann lifir lífinu. Hann byrjar rólega og maður veit aldrei hvað gerist síðan. Tæknilega er hann einn besti bardagamaður heims,“ segir Garry Cook sem heldur mikið upp á okkar mann, Gunnar. „Ég vildi að Gunnar myndi klífa styrkleikalistann hraðar en hann er á réttri leið. Hann er frábær strákur sem leggur mikið á sig.“ UFC hefur áhuga á því að koma til Íslands og halda hér alvöru bardaga- kvöld ef íþróttin verður leyfð hér á landi. „Við viljum að bestu mennirnir fái að keppa í sínu landi. Bestu kapp- arnir hrífa þjóðirnar með sér og vilja keppa heima hjá sér. Það væri auð- vitað frábært ef Gunnar gæti keppt um titil í Reykjavík. Við skoðum þetta að sjálfsögðu ef íþróttin verður leyfð á Íslandi.“ - hbg Gunnar verður heimsmeistari YFIRMAÐUR Garry Cook ræður öllu í UFC í Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/BJÖRN SIGURÐSSON FÓTBOLTI Það kom fátt á óvart ef nokkuð þegar Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, lands- liðsþjálfarar karla í fótbolta, til- kynntu hópinn sem mætir Lett- um og Hollendingum í næstu verkefnum liðsins í undankeppni EM 2016. Alfreð Finnbogason, framherji Real Sociedad, kemur inn eftir að hafa glímt við meiðsli síðast, á kostnað Hauks Heiðars Haukssonar, bakvarðar KR. „Það var frekar auðvelt að velja hópinn að þessu sinni. Fyrir utan Birki Má eru allir að spila mikið og standa sig vel. Svo eru nokkrir strákar þarna til vara sem við höfum verið að fylgjast með,“ sagði Lars Lagerbäck við Frétta- blaðið í Laugardalnum í gær. Jón Daði Böðvarsson verður með A-landsliðinu en ekki U21 árs liðinu sem mætir Dönum í mikilvægum umspilsleikjum um sæti á EM 2015. Það var aldrei neitt annað sem kom til greina hjá Svíanum en að Jón Daði yrði með A-liðinu eftir frammistöðu hans gegn Tyrkjum. „Við áttum gott spjall um þetta [við Eyjólf Sverrisson], en við reynum alltaf að tala mikið saman. Á meðan við teljum að leikmaður eigi möguleika á að byrja fyrir A-landsliðið þá geng- ur það fyrir jafnvel þó U21 árs liðið eigi fyrir höndum erfiða leiki og mikilvæga fyrir íslensk- an fótbolta,“ sagði Lars. - tom Ekkert mál að velja hópinn ÁKVEÐINN Lars Lagerbäck vildi ekki taka nýliða inn núna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.