Fréttablaðið - 18.10.2014, Síða 2

Fréttablaðið - 18.10.2014, Síða 2
18. október 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 SUNNUDAGUR Neyðarlán rétt ákvörðun Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fullyrðir að það hafi verið rétt ákvörðun að veita Kaupþingi neyðarlán. Útilokað er að birta viðtal hans og Davíðs Oddssonar, þáverandi bankastjóra. MÁNUDAGUR Matarkostnaður vanmetinn Bryndís Loftsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, setur fram efasemdir um forsendur fjárlagafrumvarpsins. ÞRIÐJUDAGUR Ísland taplaust í toppsæti Íslenska landsliðið vinnur sannfærandi sigur á stórliði Hollands á Laugardalsvelli. Sigur Íslands á Hollendingum Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann sögulegan sigur á Hollandi, 2-0, í þriðja leik liðsins í undankeppni EM 2016 á mánudag. Gylfi Sigurðsson skoraði bæði mörk liðsins og annað þeirra úr vítaspyrnu á tíundu mínútu leiksins. „Ég æfi þetta á hverjum degi þannig að þegar þetta gerist er maður pollrólegur,“ sagði Gylfi Þór un vítaspyrnuna og hrósaði um leið varnarleik Íslands. MIÐVIKUDAGUR Biðja fyrir fóstrum Hópur kaþólikka kemur saman fyrir framan kvennadeild Landspítalans og biður fyrir fóstrum sem er eytt og viðhorfsbreytingu til fóstureyðinga. FIMMTUDAGUR Skelfileg umgengni Svo illa er gengið um skála Ferðafélags Íslands að félagið íhugar að loka þeim að óbreyttu. FÖSTUDAGUR Ekkert veð fyrir 85 milljarða láni Hreiðar Már Sigurðsson fullyrðir að engin málskjöl hafi verið undirrituð þegar Kaupþing fékk frægt lán frá Seðlabanka Íslands 6. október 2008. LAUGARDAGUR Íslenska kvennalandsliðið í fim- leikum keppir til úrslita í „Fimleikahöllinni“ í dag. „Það er miklu meira stress sem fylgir því að horfa á í SKIPULAGSMÁL „Að okkar mati eru engin haldbær rök fyrir því að neita þessum framkvæmdum,“ segir Kristján Berg í Fiskikónginum, sem borgin hefur í annað sinn neitað um leyfi fyrir þaki yfir port við verslunina á Sogavegi 3. Ofangreind tilvitnun er úr greinar- gerð Kristjáns til borgarinnar. Þar rekur hann að miklar breytingar hafi orðið við Sogaveg 3 frá því húsið var byggt árið 1983; húsið hafi verið stækkað til austurs og vesturs, undir nýbyggingu sé kjallari og stórt port fyrir vörumóttöku sé nú við húsið. Það er einmitt yfir þetta port sem Kristján vill byggja. Ósk hans þar að lútandi var fyrst synjað af borgaryfir- völdum fyrir þremur mánuðum, meðal annars með vísan til nágranna sem höfðu áhyggjur af auknum umsvifum á staðn- um. „Að sjálfsögðu er mikið rask þegar verið er að byggja hús og þá sérstak- lega þegar versluninni hefur ekki verið lokað í eina einustu mínútu á meðan á öllu þessu stóð,“ rekur Kristján í nýju umsókninni og undirstrikar þar eftir- farandi: „Á meðan allt þjóðfélagið var á „hold“ þá var verið að stækka, byggja, breyta og bæta húsnæðið frá a til ö.“ Við þetta bætir Kristján að peningar vaxi ekki á trjánum. Allur kraftur og peningar eigandans hafi farið í að láta húsnæðið standast kröfur. „Skiljum við gremju einhvers ef það hefur verið sjónrænt drasl á lóð Sogavegar 3 út af bygging- arframkvæmdum,“ segir Kristján í greinargerðinni og tekur fram að allt sé nú komið í 100 prósent lag. Þá ítrekar Kristján að ekki standi til að auka umfang verslun- arinnar. „Fyrst og fremst er þessi umsókn um bygginguna yfir port- ið til þess fallin að gera þetta að fallegu húsi sem getur sómt sér vel fyrir borgarbúa og íbúa hverfisins ásamt eiganda fyrirtækisins,“ segir Kristján sem kveður fiskverslunina eiga að vera til fyrirmyndar. Þá minnir Kristján á að fyrir um þremur áratugum hafi Soga- vegur fengið verðlaun fyrir fallegustu fyrirtækja- lóðina. Stefnan nú sé að fá slík verðlaun á næstu tveimur til þremur árum. Embætti skipulagsfulltrúa segist lýsa ánægju með bættan frágang lóðar Fiski- kóngsins og umgengni um hana en synjar ósk Kristjáns. „Ekki er fallist á að framkomin séu rök fyrir breyttri afstöðu til umsóknarinnar enda hafa, eins og fram kemur í greinar- gerðinni, verið veitt nokkur leyfi fyrir þróun hússins á lóðinni undanfarin ár,“ segir skipulagsfulltrúinn. gar@frettabladid.is Stefnir á verðlaunin fyrir fegurstu lóðina Þótt skipulagsfulltrúi segi umgengni hafa batnað mikið á lóð Fiskikóngsins á Sogavegi er aftur synjað um leyfi fyrir þaki yfir port. Eigandi Fiskikóngsins segir rökin ekki haldbær. Hann stefni að því að fá verðlaun fyrir fallegustu fyrirtækjalóðina. FISKIKÓNGURINN Svona var umhorfs við Fiskikónginn í sumar en nú hefur draslið verið fjarlægt og eigandinn stefnir að því að lóðin verði valin fegursta fyrirtækjalóð borgarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR KRISTJÁN BERG VIÐSKIPTI Það var skilanefnd Kaupþings sem staðfesti lána- samning vegna 500 milljón evra neyðarláns sem bankinn fékk frá Seðlabankanum daginn sem neyðarlögin voru sett. Þetta gerði nefndin eftir fall bankans. Kröfu- hafar Kaupþings hafa aldrei gert athugasemdir. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að gengið var frá láninu eftir símtal sem Davíð Oddsson seðlabankastjóri og Hreiðar Már Sigurðsson, for- stjóri Kaupþings, áttu snemma þann dag. Í grein sem Hreiðar skrifaði um málið fullyrti hann að Seðlabank- inn hefði ekki gengið frá lána- samningum og veðsetningu FIH- bankans fyrr en nokkrum dögum eftir að lánið var veitt. Seðlabank- inn vísaði þessu á bug í yfirlýs- ingu í gær. Í henni kemur fram að starfs- menn Seðlabankans hafi strax fullvissað sig um að veðið fyrir láninu stæði til reiðu. Lögmaður Kaupþings hafi gert hluthafaskrá í Danmörku viðvart um að Seðla- bankinn væri að taka veð í öllum hlutum FIH-bankans. „Veðgerningurinn var full- kláraður fyrir lok viðskiptadags og réttarvernd veðsins hafði þá verið að fullu tryggð. Stjórnend- ur Kaupþings undirrituðu gern- inginn fyrir lok viðskiptadags 6. október. Þannig að fullyrðingar um að ekki hafi verið gengið frá veðsetningu fyrr en einhverjum dögum síðar eru rangar,“ segir í yfirlýsingu Seðlabanka Íslands. Í skýrslu fjárlaganefndar um málið frá því í fyrra segir að lána- reglur Seðlabankans hafi verið verið brotnar þegar neyðar lánið var veitt. Í skýrslunni kemur fram að veðgerningurinn hafi verið kláraður sama dag og lánið var veitt en lánasamningurinn sjálfur hafi ekki verið undirritaður fyrr en seinna. En þótt veðið hafi verið undirritað í tæka tíð tryggði það ekki fullar endur heimtur. Ljóst er að tap ríkissjóðs af láninu er um 35 milljarðar króna. - aó Seðlabankinn segir ekki rétt að engin veð hafi verið fyrir neyðarláni: Skilanefndin staðfesti lánið DAVÍÐ ODDSSON HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON staðinn fyrir að vera inni á gólfinu. Maður er nefni- lega svo ósjálfbjarga að horfa á.“ SÍÐA 70 Íris Mist Magnúsdóttir fi mleikadrottning, sem fylgist með stelpunum úr stúkunni þar sem hún ákvað að hætta á síðasta ári. FRÉTTIR FIMM Í FRÉTTUM MATARSKATTUR OG MJÓLKURSAMSALAGLEÐIFRÉTTIN VIKAN 12.10.➜18.10.2014 BRYNDÍS LOFTSDÓTTIR , húsmóðir og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hrinti af stað mikilli umræðu um hækkun á matarskatti. Hún segist verja tveimur milljónum í mat á ári, um það bil helm- ingi meira en gert er ráð fyrir í virðis- aukaskattsfrumvarpinu. RAGNHEIÐUR ELÍN ÁRNADÓTTIR , ráðherra neytendamála, telur eðlilegt að samkeppnislög taki til allra atvinnugreina, þar með talið Mjólkursamsölunnar. Hún telur að einokunarstaða, án tilefnis, leiði til tjóns og sóunar. SALÓME GUNNARSDÓTTIR hefur verið önnum kafin frá því hún útskrifaðist sem leik- kona fyrir rúmu ári. Hún seg- ist fá útrás fyrir ævintýraþrá og spennu í gegnum listina. GUÐMUNDUR LÖVE, fram- kvæmdastjóri SÍBS, segir að af þeim tæplega 70 milljörðum sem varið er til heilbrigðis- kerfisins á Íslandi sé aðeins einu prósenti varið til beinna forvarna, sem sé miklu minna en hjá öðrum þjóðum. ➜ Bjarni Bendikts- son fj ármálaráðherra hefur staðið í ströngu við að útskýra hvernig ráðuneyti hans hafi fengið það út að fj ögurra manna fj ölskylda eyði tæpum þremur þúsund krónum í mat á dag. Skiljum við gremju einhvers ef það hefur verið sjónrænt drasl á lóð Sogavegar 3. Kristján Berg
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.