Fréttablaðið - 18.10.2014, Side 4

Fréttablaðið - 18.10.2014, Side 4
18. október 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 1 milljarð tæpan greiddi Hvalur í arð til eigenda félagsins í fyrra. Eigendur voru 110 í sept- emberlok 2013. 9 þúsund hafa smitast af ebóluveirunni. Yfir 4.500 þeirra eru látnir, upplýsir Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unin. 745 krónur er upphæðin sem gert er ráð fyrir að það kosti að fæða hvern einstakling á dag í frumvarpi fjármála- ráðherra um breytingar á virðisaukaskatti. 11.10.2014 ➜ 17.10.2014 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is 9.800 er áætlað að ferðir Icelandair verði á næsta ári. Fyrir fimm árum voru þær 4.900. 1 prósenti er varið til beinna forvarna utan heilsugæslunnar af þeim tæplega 70 milljörðum sem varið er til heilbrigðiskerfisins á Íslandi á ári. 70 til 80 prósent kostnaðar í kerfinu eru vegna lífsstíls- tengdra sjúkdóma. 10,1 MILLJARÐI nam kortavelta útlendinga hér á landi í september síðastliðnum. 280 farþega og 5 einkabíla tekur nýja Breiðafjarðarferjan Baldur. Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá VÍÐA HVASST Í DAG Norðaustan og austan 10-18 m/s á dag og rigning en þurrt að mestu vestanlands. Lægir um tíma á morgun en víða einhver úrkoma og gengur í fremur stífa suðvestlæga átt síðdegis. 6° 8 m/s 6° 7 m/s 8° 6 m/s 10° 15 m/s Hæg A-átt en SV síðdegis. Gengur í norðátt seint. Gildistími korta er um hádegi 20° 28° 10° 23° 19° 9° 21° 15° 15° 27° 20° 28° 28° 29° 23° 17° 14° 19° 10° 11 m/s 9° 17 m/s 7° 8 m/s 7° 12 m/s 5° 5 m/s 4° 6 m/s 2° 10 m/s 7° 7° 3° 5° 8° 7° 6° 5° 4° 4° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur MÁNUDAGUR Á MORGUN MENNTAMÁL Það er byggðamál að styðja við og styrkja starfsemi fjöl- brauta- og menntaskóla úti á landi, segja stjórnmálamenn og undir það tekur skólafólk úti á landi. Með því móti fái fleiri háskólamenntað- ir störf á landsbyggðinni. Fólk sem hefur hætt í skóla á unglingsaldri hefur komist í nám í sinni heimabyggð hafi það á annað borð hug á að afla sér menntunar. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, verði það að lögum, á að neita fólki sem orðið er 25 ára um skólavist í framhaldsskólum og það kemur illa við marga litla skóla á lands- byggðinni, svo sem Menntaskólann á Egilsstöðum, Menntaskólann á Tröllaskaga og Fjölbrautaskóla Snæfellsness. „Ég var að vona að við gætum haldið áfram að byggja áfram upp og leyft skólanum að stækka og þróast. Fólk hefur viljað flytja hingað til að stunda nám því skól- inn hefur þótt góður. Nú er hins vegar verið að skjóta okkur niður,“ segir Lára Stefánsdóttir, skóla- meistari Menntaskólans á Trölla- skaga, sem hefur höfuðstöðvar í Ólafsfirði. Hún segir að verði fjárlaga- frumvarpið samþykkt í þeirri mynd sem það liggi fyrir og 25 ára og eldri fái ekki aðgang að fram- haldsskólunum verði hún að vísa 40 til 60 nemendum úr skólanum. Þetta sé allt fullorðið fólk sem sé að reyna að verða sér úti um stúd- entspróf. „Ég veit hins vegar ekki hvort mér er heimilt samkvæmt lögum að vísa þessu fólki frá. Það er búið að bjóða það velkomið í skólann og svo stendur skólinn ekki við sitt, það þarf að athuga vel stöðu þessa hóps,“ segir Lára. Önnur áhrif segir hún þau að það muni draga úr námsframboði fyrir yngri nemendur, auk þess að um leið og kennsla minnki verði að fækka kennurum við skólann. Illugi Gunnarsson menntamála- ráðherra hefur sagt að það séu aðrar menntunarleiðir fyrir 25 ára og eldri en fara í framhaldsskóla. Vissulega er það rétt. Þar má til að mynda nefna Mími, eina af ell- efu símenntunarstöðvum landsins. Þar er hægt að ljúka nógu mörgum einingum á framhaldsskólastigi til þess að eiga möguleika á að komast í frumgreinadeild í Keili, Háskól- anum í Reykjavík og Háskólanum á Bifröst og þaðan í háskólanám. Hulda Ólafsdóttir, framkvæmda- stjóri Mímis símenntunar, segir að Mímir hafi mikla reynslu í að mennta fullorðið fólk og segir ekk- ert því til fyrirstöðu að taka við fleiri nemendum fáist til þess fjár- magn. „Við getum fjölgað nemendum en til þess þurfum við fjármagn frá hinu opinbera. Við höfum reynslu og þekkingu og erum viðurkennd fræðslustofnun. Faglega getum við gert þetta en við bætum ekki við okkur nemendum nema til komi aukið fjármagn,“ segir Hulda. Fólk sem fer í frumgreinadeildir getur lokið eins árs námi sem und- irbýr það fyrir háskólanám. Við háskólabrúna á Keili eru nú um 200 manns við nám, bæði á Ásbrú á Suðurnesjum og á Akur- eyri. „Auðvitað þarf fjármagn með hverjum nemenda, fáist það er ekk- ert því til fyrirstöðu að við getum tekið við mun fleiri nemendum en stunda nú nám hjá okkur. Við myndum gera viðeigandi ráðstaf- anir til þess að taka á móti fleirum ef á þyrfti að halda,“ segir Soffía Waag, forstöðumaður Háskólabrú- ar Keilis. johanna@frettabladid.is Verið að skjóta okkur niður Meistari Menntaskólans á Tröllaskaga segir að verið sé að skjóta skólann niður verði fjárlagafrumvarpið samþykkt. Forstöðumenn hjá Keili og Mími segja ekkert því til fyrirstöðu að fjölga nemendum komi peningar á móti. LÁRA STEFÁNSDÓTTIR HULDA ÓLAFSDÓTTIR AÐRAR LEIÐIR Verði fjárlagafrumvarpið samþykkt fá þeir sem orðnir eru 25 ára og eldri ekki inngöngu í framhaldsskóla. Þeir verða því að fara aðrar leiðir ætli þeir í háskólanám. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Innritunargjöld í framhalds- skóla eru um 13 þúsund krónur á önn. Námskeið hjá Mími eru mjög misdýr en Menntastoð, sem undirbýr fólk undir nám í frumgreinadeildum, er dýrust og kostar 81 þúsund krónur. Ef fólk er á vinnumarkaði greiða stéttarfélög oft helming eða meira af þeim kostnaði. Hvert námskeið á Háskólbrúnni hjá Keili kostar 37.500, flestir taka sex á önn. Önnin kostar því 225 þúsund krónur. Árið kostar því 450 þúsund krónur. ➜ Misdýrt nám MENNTAMÁL Tæplega 900 nemend- ur sem skráðir voru í nám í fram- haldsskólum í upphafi vorannar 2014 hættu námi án þess að ljúka prófum í lok annarinnar. Þetta kemur fram í skýrslu menntamála- ráðuneytisins um brotthvarf úr framhaldsskólum vorið 2014. Tæplega þrjátíu prósentum þess- ara nemenda var vísað úr skóla vegna brota á skólareglum, sem er algengasta ástæða brotthvarfs. Gert er ráð fyrir að um sé að ræða nemendur sem ekki stóðust viðmið um reglur er varða mætingar. Kristrún Birgisdóttir, sérfræð- ingur hjá ráðuneytinu, segir reglur skólanna þó ekki vera of strangar. Hún segir vandamálið liggja frekar í því að nemendur taki skólann og nám sitt ekki nægilega alvarlega. - esp Fjöldi nema hættir í námi: Taka námið ekki alvarlega SAMKEPPNISMÁL Sam keppnis eft ir- litið hef ur beint erindi til ríkissak- sóknara þar sem farið er fram á opinbera rannsókn á því hvaðan og hvernig trúnaðarupplýsingum um efni kæru Samkeppniseftirlitsins til embættis sérstaks saksóknara hafi komist til óháðra aðila. Er þar átt við umfjöllun Kastljóss um meint samráð Eimskips og Samskipa. Þetta kem ur fram í til kynn ingu frá Sam keppnis eft ir lit inu. „Um er að ræða kæru um ætluð brot til tek- inna starfs manna tveggja fyr ir- tækja á sam keppn is lög um. Er þetta gert í til efni af um fjöll un Kast ljóss um málið nú í vik unni.“ - vh Meintur leki trúnaðargagna: Fara fram á rannsókn SAMSKIP Explorer, flutningaskip sem var afhent Samskipum haustið 2006
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.