Fréttablaðið - 18.10.2014, Side 6

Fréttablaðið - 18.10.2014, Side 6
18. október 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 BRETLAND Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin WHO viðurkennir að hafa klúðrað fyrstu viðbrögðum vegna ebólufaraldursins í vestan- verðri Afríku. Heilbrigðisstarfs- fólk þar hafi engan veginn ráðið við verkefnið og upplýsingar hafi verið af skornum skammti. „Nærri allir sem tóku þátt í við- brögðum við faraldrinum brugð- ust að því leyti að þeir sáu ekki hvað var í vændum,“ sagði WHO í drögum að innra minnisblaði, sem fréttastofan AP hefur komið hönd- um yfir. Þar kemur fram að sérfræð- ingar hefðu átt að gera sér grein fyrir því frá upphafi að venjuleg- ar aðferðir við að halda smitfar- aldri í skefjum duga engan veginn á þessu svæði, þar sem heilbrigðis- kerfi er mjög vanburða og fólk fer hindrunarlítið yfir landamæri. Peter Piot, læknirinn sem ásamt öðrum uppgötvaði fyrst ebóluveir- una fyrir rúmlega fjórum áratug- um, tekur undir þetta og segir að WHO hafi brugðist alltof seint við. Einkum sé þar starfsfólki stofnun- arinnar í Afríku um að kenna. „Það er svæðisskrifstofan í Afr- íku sem stendur þarna í eldlín- unni,“ sagði hann. „Og þeir gerðu ekkert. Þessi skrifstofa er alls ekki hæf til verka.“ Samtökin Læknar án landa- mæra, sem í raun hafa gegnt lykil- hlutverki í baráttunni við faraldur- inn í Afríkuríkjunum, segja mikið vanta upp á að nægileg fjárfram- lög hafi borist til þess að hægt verði að koma ástandinu í viðráð- anlegt horf. Ákall um fjárframlög hafi til þessa ekki skilað nema tæplega 400 milljónum dala, en nærri milljón þurfi í heildina. Þá segir Christopher Stokes frá Læknum án landamæra, í við- tali við BBC, að það sé hreinlega fáránlegt að sjálfboðaliðar frá samtökunum hafi borið hitann og þungann af baráttunni við ebólu- faraldurinn í Afríkuríkjunum þremur sem verst hafa orðið úti. Góðar fréttir af ebólunni bár- ustu þó í gær þegar WHO lýsti því yfir að í Senegal hefði tekist að ráða niðurlögum veirunnar. Stofnunin hrósar stjórnvöldum í Senegal fyrir snögg og góð við- brögð eftir að maður greindist þar ebólusmitaður í lok ágúst. Hann hafði komið frá Gíneu, og fékk að snúa þangað aftur þann 18. sept- ember. Stjórnvöldum í Senegal tókst að koma í veg fyrir að fleiri smituðust þar. Í Nígeríu hafa 20 manns greinst með smit og eru átta þeirra látnir. Smituðum er enn að fjölga í Líb- eríu, Síerra Leóne og Gíneu, þar sem ástandið hefur verið verst. Alls hefur faraldurinn kostað meira en 4.500 manns lífið, en hátt í tíu þúsund hafa smitast frá upp- hafi faraldursins snemma á þessu ári. gudsteinn@frettabladid.is Fyrstu viðbrögð klúðruðust Ebólufaraldurinn fór úr böndunum í vestanverðri Afríku meðal annars vegna mistaka starfsfólks Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar. Læknar án landamæra segja enn vanta mikið upp á nauðsynlegt fjármagn. FRUMSTÆÐAR AÐSTÆÐUR Sjálfboðaliðar á vegum samtakanna Læknar án landa- mæra hafa borið hitann og þungann af aðgerðum gegn ebólu í vestanverðri Afríku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BÚNING- ARNIR BRENNDIR Hlífðarfötin, sem notuð eru meðan ebólusjúk- lingum er sinnt, eru ónothæf eftir notkun. FRÉTTABLAÐIÐ/AP PETER PIOT Læknirinn sem uppgötvaði ebóluveiruna sakar starfsfólk WHO í Afríku um að hafa brugðist. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Tæplega þrítugur karlmaður var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness til fjögurra mánaða fangelsisvistar. Maðurinn játaði skýlaust brot sín fyrir dómi en honum var gefið að sök að hafa keyrt bíl undir áhrifum fíkni- efna síðastliðið vor. Maðurinn játaði einnig að hafa stolið fjórum DVD-diskum og sælgætispoka úr verslun Hagkaups í Smára- lind og vínflösku úr Vínbúðinni við Dalveg. Hefur hann ítrekað gerst sekur um brot á fíkniefna- löggjöf og verið staðinn að akstri undir áhrifum fíkniefna. Hann hefur sex sinnum gengist undir lögreglustjóra sátt vegna þess og fjórum sinnum hlotið dóm. Auk fangelsisvistarinnar var hann í fimmta sinn sviptur ökurétt- indum ævilangt. Manninum var einnig gert að greiða 175 þúsund krónur í sakarkostnað, þar með talda þóknun skipaðs verjanda síns. - vh Síbrotamaður dæmdur: Missir prófið ævilangt aftur JÁTAÐI Maðurinn játaði skýlaust brot sín í Héraðsdómi Reykjaness. BORGARSTJÓRN Kostnaður vegna sérstaks stjórnkerfis- og lýð- ræðisráðs nemur tæpum fjór- um milljónum króna á þessu ári. Á næsta ári mun kostnaður- inn nema rúmum 18 milljónum króna. Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, mun veita ráðinu formennsku. Þetta kemur fram í svari Dags B. Eggertsson- ar, borgarstjóra Reykjavíkur, við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins frá því í ágúst. Í fyrir- spurninni var stofnun ráðsins gagnrýnd og það meðal annars sagt hafa óljós verkefni. Í svari borgarstjóra kemur fram að svo- kallaður „erindreki gagnsæis og samráðs“ muni starfa með stjórn- kerfis- og lýðræðisráði en hann tekur ekki til starfa fyrr en um áramót. - vh Lýðræðisráð tekur til starfa: Kostar fjórar milljónir á ári HALLDÓR AUÐAR SVANSSON Oddviti Pírata í Reykjavík. NOREGUR Tíundi hver prestur í Þrændalögum í Noregi, þar sem eru 135 sóknir, hefur hegðað sér ósæmilega í vinnunni, að því er greint er frá á vefnum vårtland.no. Prestarnir hafa verið sýnilega ölv- aðir við störf, sagt klúra brandara, verið í fatnaði sem ekki er við hæfi í umgengni við söfnuðinn og dæmi er um að prestur hafi greint frá trúnaðarsamtali í predikunarstól. Haft er eftir prófasti að prest- arnir séu ekki vandinn heldur lin- kind stjórnenda kirkjunnar. - ibs Könnun á prestum í Noregi: Ölvaðir og segja klúra brandara SAMFÉLAGSMÁL Landspítalinn hyggst ekki meina bænahópi, sem kemur saman fyrir framan kvenna- deildina til þess að biðja fyrir eydd- um fóstrum, að halda áfram iðju sinni. Páll Matthíasson, forstjóri Land- spítalans, segir spítalann vera á sautján stöðum í borginni og mikla umferð vera um byggingar hans. „Landspítali hefur ekki bolmagn til að fylgjast með einstaklingum sem fara um lóðir hans. Ekki hafa borist kvartanir vegna þessa til- tekna hóps né höfum við upplýs- ingar um að hann hafi haft áhrif á þá sem til okkar sækja þjónustu.“ Aðspurður hvort spítalinn myndi endurskoða afstöðu sína ef kvart- anir vegna hópsins berast segir Páll að það yrði skoðað eins og aðrar kvartanir. Fréttablaðið greindi frá því á miðvikudag að hópur fólks mætir vikulega fyrir framan kvennadeild Landspítalans til að biðja fyrir eyddum fóstrum og viðhorfsbreyt- ingu kvenna til fóstureyðinga. - hó Landspítalinn hyggst ekki banna bænahópnum að mótmæla á lóðinni: Fá að biðja við kvennadeild Á BÆN Bænahópurinn kemur saman vikulega fyrir framan kvennadeildina til að biðja fyrir eyddum fóstrum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SAMGÖNGUR Í upprunalegri fram- kvæmdaáætlun um gerð Vaðla- heiðarganga stóð til að nota um 200 tonn af sementi við alla ganga- gerðina. Nú hafa 40 prósent gang- anna verið grafin og þegar er búið að nota um tólf hundruð tonn af sementi. Valgeir Bergmann, fram- kvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir þó enn of snemmt að segja til um það hvort framkvæmdin muni fara fram úr áætlunum. „Eins og staðan er núna erum við innan fjárhagsáætlunar. Verkáætlun okkar inniheldur á þriðja hundrað útgjaldaliði. Sumir eru vel innan marka en aðrir, líkt og kaup á sem- enti, hafa farið fram úr áætlunum. Þó er þessi tiltekni liður afar lítill hluti af áætluðum heildarkostnaði við gangagerðina svo við höfum enn sem komið er ekki miklar áhyggjur.“ Fréttablað- ið hefur áður greint frá því að nú þurfa Vaðla- heiðargöng hf. að endursemja við lánardrottna sína vegna fyrir- hugaðrar seink- unar á opnun ganganna. Einnig er í bígerð endurnýjuð verkáætlun verktak- ans Ósafls. Til stóð að tveir bor- flokkar ynnu, hvor sínum megin Vaðlaheiðar. Vegna hita og raka í göngunum vestanmegin hefur starfseminni þar verið hætt um óákveðinn tíma. Tilboð Íslenskra aðalvertaka og Marti í gerð Vaðlaheiðarganga hljóðaði upp á um 8,8 milljarða króna. - sa Framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng munu taka lengri tíma en áætlað var í fyrstu vegna hita og raka: Sexfalt meira notað af sementi en áætlað var VAÐLAHEIÐARGÖNG Kostnaður hefur farið fram úr áætlun. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN VALGEIR BERGMANN ATVINNUMÁL Rannveig Gunn- arsdóttir, forstjóri Lyfjastofn- unar, lætur af störfum í febrú- ar næstkomandi að eigin ósk. Embættið verður auglýst laust til umsóknar innan skamms. Rannveig hefur verið forstjóri frá því stofnunin var sett á fót með lögum árið 2000. Verkefni Lyfjastofnunar eru tilgreind í lyfjalögum og heilbrigðisráð- herra skipar forstjóra Lyfja- stofnunar til fimm ára í senn samkvæmt lyfjalögum. - vh Lyfjastofnun í leit að forstjóra: Rannveig hætt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.