Fréttablaðið - 18.10.2014, Page 22

Fréttablaðið - 18.10.2014, Page 22
Leiksýningin Karitas var frumsýnd í gærkvöldi í Þjóðleikhúsinu. Sýning-in er byggð á bók Krist-ínar Marju Baldurs-dóttur og Ólafur Egill Egilsson skrifaði leikgerðina í samvinnu við Símon Birgisson. Tveimur dögum fyrir frumsýn- ingu voru þau full tilhlökkunar að sjá sýninguna en viðurkenndu þó að þau muni líklega sitja í saln- um í fullkominni angist, að fylgj- ast með öðrum listamönnum með sköpun þeirra í höndunum. Kristín Marja segir að það reyni á hana að sjá verkið í hönd- um annarra, jafnvel þótt það sé í höndum fremstu listamanna þjóð- arinnar. „Það er erfiðara með þetta verk en önnur því sagan er aðeins tengd mér. Ég er mjög stolt af því að Þjóðleikhúsið taki verkið til sýningar og ég vona að móðir mín, ömmur og langömm- ur séu líka stoltar en þær stíga nú allar dansinn á hvítum himni. Þótt bókin sé einber skáldskapur og persónur allar fæddar í mínum huga eru þó þarna myndir sem ég sótti í reynslu þeirra eða sögur sem þær sögðu mér,“ segir Krist- ín og bætir við að hún hafi ekk- ert komið að uppsetningunni en hafi þó sett eitt skilyrði. „Ég vildi að Ólafur Egill skrifaði handrit- ið. Ég vissi að ef einhver gæti náð kjarnanum í sögunni þá væri það hann.“ Kristín Marja nær oft djúp- um tengslum við persónur sínar og því hlýtur að vera erfitt að sleppa af þeim tökunum. „Ég hef hugsað mikið um þetta og held að með því að verkið fái nýtt form komist bókmenntirnar með sínum persónum til fleiri, til dæmis til fólks sem almennt les ekki, en hefur ánægju af leik- húsi. Tökum sem dæmi Budden- brooks eftir Thomas Mann. Ég hef lesið þessa bók þrisvar en það var ekki fyrr en ég sá verk- ið á sviði í leikhúsi í Þýskalandi í vetur sem ég áttaði mig á kjarna verksins. Bókin er 800 blaðsíð- ur en handritshöfundi tókst að koma þessu til skila með tveggja tíma flutningi. Ég hef fylgst með handriti Ólafs á öllum stigum og veit því að hann fann kjarnann og kemur honum til skila.“ Ólafur skýtur inn í að kjarn- inn sé líka góður. „Bókin sog- aði mig til sín eins og aðra les- endur.“ En hver er þessi kjarni? „Meginkjarni verksins er, eins og ég upplifi það, að fólk verði að fylgja köllun sinni, hver svo sem hún er, og það geti útheimt fórnir af ýmsum toga. Sagan gerist vissulega á öðrum tíma en mér finnst hún þó, eins sorg- legt og það er, skírskota til okkar tíma. Þarna er kona sem velur að „krota“ umfram það að standa í barnauppeldi eða fá sér almennilega vinnu eins og það heitir. Það er þungur kross að bera og enn í dag hallar ákaf- lega á konur í þessum efnum. Kona sem velur starfsframa umfram börn er dæmd á annan hátt en karlmaður sem gerir það.“ Kristín Marja grípur orðið og segir þessa togstreitu vera erf- iða. „Þetta eru tvö sterkustu öflin í sálu mannsins. Ástin og listin. Ástin og draumarnir. Þegar slík öfl mætast þá gneist- ar á milli.“ Kristín Marja og Ólafur Egill eru í sömu sporum. Þau hafa unnið sinn hlut í verkinu og hafa nú sleppt af því tökunum til leik- hússins. Ólafur segir það algjöra grundvallarreglu að geta gefið verkið frá sér. „Þó það sé gert í angist. Það er alltaf ákveð- in angist í skapandi ferli. Ang- ist, draumar og fullt af vinnu sem vonandi gerir sig þegar allt kemur saman. Á milli leiktext- ans í handritinu eru mínar hug- myndir um sviðsetningu, leiklýs- ingar, en ég veit að lögmálið er að yfirleitt er þeim hugmyndum kollvarpað – sem betur fer. Það er farsælast að sviðið fái að taka yfir og að ferðalagið sem leik- hópurinn og leikstjórinn leggja upp í sé á þeirra forsendum. Þá blómstrar allt.“ Sleppa tökunum á verkinu Kristín Marja Baldursdóttir, höfundur bókarinnar Karitas, og Ólafur Egill Egilsson, höfundur leik- gerðar eftir bókinni, segja hluta af sköpunarferlinu vera að sleppa tökunum á verkinu og færa það í hendur annarra listamanna. Þau viðurkenna þó bæði að það sé gert í fullkominni angist. FRÉTTABLAÐ IÐ /ERN IR HÖFUNDUR SKÁLD- SÖGU OG HÖFUNDUR LEIKGERÐAR Ólafur Egill Egilsson og Kristín Marja Baldursdóttir komu við á æfingu tveimur dögum fyrir frumsýningu en hafa annars haldið sér sem mest til hlés. KARITAS Brynhil- dur Guðjónsdóttir í hlutverki sínu. Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@365.is Á SÝNINGUNA GRÁSKALA sem lýkur nú um helgina í Gallerí Þoku. Á sýningunni má sjá einfalt vídeóverk eftir listamann- inn Curver þar sem hann klæðir sig í föt sem spanna allan gráskalann frá hvítum til svarts og aftur til baka. Á SILKIDRANGA nýjustu plötu hljómsveitarinnar Samaris, sem greinarhöf- undur tímaritsins Time sagði vera „fullkomna til að búa til stemningu í sunnudagsbrönsi eða bíltúr síðla nætur“. Á vefsíðu tímaritsins voru lesendur hvattir til að kynna sér sveitina og tíu aðrar hljómsveitir víða úr heiminum. ÆVINTÝRAFERÐ FAKÍRS- INS SEM FESTIST INN Í IKEA SKÁP fyrstu bók Romain Puértola. Söguhetjan er indverskur fakír sem leggur upp í ferð til Parísar með falsaðan hundrað evra seðil upp á vasann í því skyni að kaupa naglarúm á tilboði í IKEA og selja það hæstbjóðanda þegar heim er komið. ÓSKALÖG ÞJÓÐARINNAR á RÚV í kvöld klukkan 19.40, nýjan íslenskan skemmtiþátt þar sem þjóðin fær tækifæri til að velja og heyra óskalögin sín. Steinunn Þórðardóttir, sminka og jógakennari Mjölnissýning á Borgríki 2 Ég verð að kenna jóga í Mjölni á morgun og um kvöldið ætla ég í bíó á sérstaka Mjölnissýningu á Borgríki 2, en hún var einmitt frumsýnd í fyrradag. Ég er reyndar búin að sjá hana, sérstaka við- hafnarsýningu fyrir aðstandendur myndarinnar. Þá skoðaði ég bara vinnuna mína en ég sá um smink í myndinni. Svo ég hlakka til að sjá hana aftur og njóta myndarinnar. Það er farsælast að sviðið fái að taka yfir og að ferðalagið sem leikhópur- inn og leikstjórinn leggja upp í sé á þeirra forsend- um. Þá blómstrar allt. Ólafur Egill Egilsson Ævar Þór Benediktsson, leikari og rithöfundur Fagnar útgáfu með bróður Ég er með útgáfuboð fyrir nýju bókina mína sem heitir Þín eigin þjóðsaga í dag. Ég held það með bróður mínum sem var að vinna Íslensku barna- bókaverðlaunin í vikunni. Við ákváðum því að skella saman í partí. Svo á sunnudaginn ætla ég að leyfa mér að sofa út. Ása Dýradóttir, bassaleikari Mammúts Fer á Northern Wave kvikmyndahátíðina Ég ætla að fara á Northern Wave-kvikmyndahátíðina á Grundarfirði. Ég mun vera alveg fram á sunnudagsmorg- un. Sunnudagurinn fer síðan í að skipuleggja komandi viku á Stofunni, ásamt því sem stefnt er á að semja nýja og þunga tóna með Mammút. Hrönn Marinósdóttir, framkvæmdastjóri RIFF Rólegheit eft ir vinnutörn Ég ætla aðallega að vera í róleg- heitum eftir mikla vinnutörn. Kannski rölti ég með í bæinn með dætrunum í dag og við kíkjum inn á söfn og fáum okkur ís. Í kvöld er fjölskyldunni boðið í mat til vinafólks og á morgun á miðdóttirin afmæli og þá verður veisla hér heima. HELGIN 18. október 2014 LAUGARDAGUR FARÐU HLUSTAÐU LESTU HORFÐU...
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.