Fréttablaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 26
18. október 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26 Skáldsagan Englaryk, nýjasta saga Guðrúnar Evu Mínervudóttur, fjallar á yfirborðinu um fjölskyldu sem lendir í ógöngum þegar dóttirin á heimilinu hittir Jesú á ferðalagi á Spáni og verður heltekin af honum. Trú hennar sem slík er þó ekki það sem fer fyrir brjóstið á foreldrunum heldur það að hún skuli hafa þörf fyrir að deila henni með öllum sem á vegi hennar verða. Hvers vegna er það vandamál? „Fólki finnst bara óþægilegt þegar aðrir tala of mikið um trú sína. Trúarskoðanir eru tabú og kannski mega þær alveg vera það. Þegar fólk fer að gapa mjög mikið um guð og kærleikann þá er oft ekk- ert gott í uppsiglingu, það er svo auðvelt að nota trúarbrögð í illum tilgangi.“ Ert þú trúuð? „Já, ég get ekki þrætt fyrir það, en ég hef enga þörf fyrir að tala um það. Maður tengir trúarbrögð ósjálfrátt við geðbilun eða ofbeldi og yfirgang, þannig að maður vill ekki endilega skipa sér í lið þeirra sem básúna trú sína. Trú- arbrögðin eru stundum með undan- brögð þegar kemur að mannrétt- indum, til dæmis réttindum kvenna og samkynhneigðra og það er ólíð- andi. Engan afslátt af mannréttind- um, takk! Ég hef hins vegar alltaf verið trúuð, það er svona kórsöng- ur og þakklæti í hjartanu, kjölfesta sem ég myndi ekki vilja vera án.“ Sögusvið bókarinnar er Stykkis- hólmur þar sem Guðrún Eva bjó í eitt ár í rithöfundaíbúð Vatnasafns- ins. „Ég var fyrsti höfundurinn sem fékk að dvelja þar í kjallaran- um. Ástæðan fyrir að ég valdi þetta sögusvið var bara að þessi bær er svo fagur, svolítið eins og maður hafi gengið inn í gamlan tíma. Svo eru það auðvitað nunnurnar, hlut- skiptið sem þær velja sér er svo framandi og óeigingjarnt fram- lag þeirra vegur þungt í svona litlu samfélagi.“ Móðir Guðrúnar Evu bjó í Stykkis hólmi sem barn og gekk í leikskóla hjá nunnunum en Guðrún sjálf segist eiginlega vera alls stað- ar að af landinu. „Ég var alin upp hér og þar um landið, mamma er tónlistarkennari og það er mjög for- gengileg staða, alltaf verið að auka eða minnka kennsluna og segja fólki upp, þannig að við fluttum mikið milli staða.“ Eitthvað eitthvað Mínervudóttir Hvers vegna kennirðu þig við móður þína? „Ég kynntist ekki föður mínum almennilega fyrr en frekar seint, pabbi og mamma voru ekki saman og það var ekki fyrr en ég var sextán ára og vildi flytja til Reykjavíkur sem ég bauð mér í mjög langa heimsókn og flutti inn á hann. Við erum mjög lík og eftir að við kynntumst erum við mjög náin og eigum gott samband. Undir niðri hef ég greinilega verið eitt- hvað ósátt við það hvað hann hafði lítið samband við mig sem barn og þegar ég var þrettán ára hætti ég að skrifa Pálsdóttir undir skóla- verkefnin og fór að skrifa Mínervu- dóttir. Held reyndar líka að mér hafi bara fundist það flott, það var – og er – í mér dramatísk taug og þetta var óneitanlega dramatískara nafn. Þegar síðan kom að því að ég gæfi út mína fyrstu bók, tuttugu og tveggja ára, þurfti ég virkilega að velta því fyrir mér hvort nafnið ég ætti að nota. Korter í prentun sat ég á barnum með vinkonu minni og ræddi þetta fram og til baka þegar Helgi Hjörvar alþingismaður vatt sér að okkur og sagði: „Fyrirgefðu, ég komst ekki hjá því að heyra um hvað þið eruð að tala og vildi bara segja þér að í morgun hitti ég útgef- andann þinn og hann sagði mér að hann væri að fara að gefa út fyrstu bók ungrar skáldkonu. Ég man ekkert af því sem hann sagði um þig nema eitthvað eitthvað Mín- ervudóttir.“ Mér fannst þetta vera ábending frá örlögunum og slíkt stenst ég aldrei þannig að þar með var það ákveðið.“ Fyrsta skáldsagan innblásin af góðvild gamallar konu Fyrsta bók tuttugu og tveggja ára, varstu alltaf ákveðin í því að skrifa? „Nei, nei, ég var með alls konar hug- myndir, en þegar ég var átján ára á interrail-ferðalagi með vinkonu minni fékk ég innblástur að fyrstu skáldsögunni minni í Feneyjum. Þar varð ég snortin af góðvild gamall- ar konu sem aumkaði sig yfir okkur eftir að við höfðum gengið milli gististaða fram á kvöld, en hvergi verið pláss. Það bara gerðist eitt- hvað í höfðinu á mér og um leið og ég kom heim keypti ég notaða far- tölvu, settist niður og skrifaði skáld- sögu. Hún hefur reyndar aldrei komið út, en ég kláraði hana og það kom mér til að hugsa að kannski væri það þetta sem ég ætti að gera.“ Guðrún Eva segist hafa verið með hugann fullan af sögum frá því að hún man eftir sér, en hún hafi ekki tekið þær alvarlega eða fund- ist ástæða til að skrifa þær niður. „Ég reyndi stundum að skrifa niður það sem mig dreymdi og gera úr því sögu en það strandaði á færni minni til að láta atburði lifna við á blaðsíðunni. Það fór ekki framhjá mér, barninu, að þetta var ekki jafn óaðfinnanlegt hjá mér og hjá vönum höfundum. Það gat ég ekki sætt mig við. Einhverra hluta vegna datt mér sá möguleiki að verða rithöfundur ekkert í hug. Þegar ég var ungling- ur kom út bókin „Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón“ eftir Vigdísi Grímsdótt- ur. Ég er ekki frá því að með þeirri bók hafi eitthvað fjarlægt og lang- sótt eins og rithöfundarstarfið orðið nálægara og mannlegra. Bókin var auðvitað djörf og umdeild og Vigdís svo sterkur karakter og gaf mikið af sér.“ Eldingu lostin Eftir að ákvörðunin um að gerast rithöfundur var tekin og bækurn- ar fóru að koma hver af annarri bjó Guðrún Eva árum saman í miðbæ Reykjavíkur með tilheyrandi kaffi- húsa- og barsetum. Hún segist hafa trúað því að hún gæti aldrei aftur hugsað sér að búa úti á landi en fékk svo að búa í rithöfundaíbúðinni í Vatnasafninu í eitt ár og þangað heimsótti ástin hana. Kvikmynda- leikstjórinn Marteinn Þórsson kom inn í líf hennar, henni alveg að óvör- um. „Ég var búin að vera einhleyp dálítið lengi og sá ekki fyrir mér hvernig það ætti að gerast að ég yrði ástfangin. Fannst ég hafa hitt alla einhleypa menn í Reykjavík og þeir voru allir meira og minna skemmti- legir og myndarlegir, en það bara kviknaði ekki á neinu hjá mér. Svo kom Marteinn heim frá útlöndum, þar sem hann hafði búið í fjórtán ár, og árið 2006 hittumst við á Ölstof- unni þar sem hann sagði mér frá þeim draumi sínum að gera kvik- mynd eftir Yosoy. Ég óskaði honum bara góðs gengis með það og horfði hálfpartinn í gegnum hann. Ári síðar hringdi hann í mig og sagð- ist enn vera að hugsa um Yosoy, en gengi ekki vel að selja framleiðend- um hugmyndina. Ég bauð honum í Miðaldra er heimilislegt orð Guðrún Eva Mínervudóttir flúði sveitina í fússi sem unglingur og ætlaði aldrei til baka. Tuttugu árum síðar er hún orðin sultandi húsfreyja í Hveragerði, gift kona og móðir. Nýja skáldsagan hennar, Englaryk, kom út í vikunni og er ögrandi saga af samskiptum fjölskyldumeðlima. Sjálf segist Guðrún Eva taka því fagnandi að vera óðum að nálgast miðjan aldur. GUÐRÚN EVA „Trúarskoðanir eru tabú og kannski mega þær alveg vera það.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FJÖLSKYLDAN „Svo kom Marteinn heim frá útlöndum ...“ Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.