Fréttablaðið - 18.10.2014, Side 28

Fréttablaðið - 18.10.2014, Side 28
18. október 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 28 Beið dóms í frelsi En ég var samt fangi og mátti ekkert fara eða gera. Í fjögur ár og átta mánuði var ég stanslaust í bið milli vonar og ótta. Ég fékk í raun ekkert andlegt svigrúm til þess að gera nokkurn skapaðan hlut. Ég var þakklátur fyrir að vera ekki í fangelsi en óttaðist líka hvað myndi verða. Annað tækifæri Ég jarðtengdist og sá hvernig ég hafði lifað síðustu ár. Þarna var ég við það að deyja og ég fékk annað tækifæri og ætla mér að nýta það vel. Mig langar að helga líf mitt því að hjálpa öðrum enda er ég virkilega þakklátur fyrir hvern dag. Smygltilraunin Á þessum tíma var ég stjórnlaus í neyslu. Þegar komið var til mín og mér sagt að ég ætti að fara þarna út þá hugsaði ég með mér að ég hefði ekkert val. Það var annaðhvort að axla ábyrgðina svona eða að eiga á hættu að mér yrði gert eitthvað eða fjölskyldu minni. Þessi gegndarlausa neysla hafði slökkt á öllum tengslum við sjálfan mig og mér var alveg sama hvað ég gerði. Ætli ég sé ekki bara fyrst og fremst þakklátur. Fyrir það að vera á lífi og að hafa fengið annað tækifæri til þess að lifa lífinu til fulls,“ segir Ragnar Erling Hermannsson sem í maí árið 2009, þá 24 ára gamall, var tekinn með tæplega sex kíló af kókaíni í farangri sínum á alþjóðaflugvell- inum í Recife í Brasilíu. Ragnar kom aftur til Íslands í lok síðasta árs og hefur frá þeim tíma tekið líf sitt í gegn; fór í lang- tímameðferð og er í dag á beinu brautinni. „Ég geri mér fullkom- lega grein fyrir því að það eru ekki allir jafn lánsamir og ég var,“ segir hann brosandi en á sama tíma örlít- ið alvarlegur þegar við sitjum yfir kaffibolla á Kjarvalsstöðum sól- ríkan en ögn kaldan haustviðris- dag. Fyrir fimm árum var hann staddur í Brasilíu og vissi ekki hver örlög sín yrðu. Þó hann hefði vonað að hann kæmist aftur til Íslands þá vissi hann í raun ekkert hvað biði sín. Átti sín góðu tímabil Mikið var fjallað um handtöku Ragnars í íslenskum fjölmiðlum sem og brasilískum. Hann hafði nokkru áður stigið sín fyrstu skref í sjónvarpi þegar hann var meðal keppenda í sjónvarpsþáttunum Leitin að strákunum þar sem tíu manns kepptu um að fá sinn eigin sjónvarpsþátt. Frá þrettán ára aldri var hann meira og minna í neyslu. Hann átti sín góðu tímabil en þau stóðu yfir- leitt stutt. „Ég náði samt sjaldn- ast að halda mér lengi á beinu brautinni. Sem barn og unglingur þá var ég aldrei sáttur við sjálf- an mig. Mér leið alltaf eins og ég væri einskis virði. Þegar ég kynnt- ist áfengi og eiturlyfjum þá fann ég frelsi. Síðan varð ég eldri og neysl- an ágerðist. Henni fylgdi líka mik- ill óheiðarleiki en kannski fyrst og fremst flótti frá raunveruleik- anum.“ Ætlaði að smygla frá Danmörku Á unglingsárum kom hann einnig út úr skápnum. „Eftir það kynntist ég líka dálítið nýjum heimi. Ég fór inn í ákveðinn glansheim þar sem allt snerist um að vera sem flott- astur og djammið var mikið.“ Hann segist sífellt hafa verið að reyna að vera annar en hann var en í raun og veru aldrei liðið vel, kannski komist næst því þegar hann var undir áhrifum. Um tvítugt jókst djammið og neyslan sem svo end- aði með því að hann ákvað vegna skulda sem hann hafði safnað að taka að sér að smygla eiturlyfjum frá Danmörku til Íslands. Þegar á hólminn var komið guggnaði hann og tapaði efnunum. Þegar hann kom aftur til Íslands eftir misheppnaða smyglferð var hann því kominn í skuld við þá sem áttu efnin og var gert að borga hana með því að fara til Brasilíu. „Á þessum tíma var ég stjórnlaus í neyslu. Þegar komið var til mín og mér sagt að ég ætti að fara þarna út þá hugsaði ég með mér að ég hefði ekkert val. Það var annað- hvort að axla ábyrgðina svona eða að eiga á hættu að mér yrði gert eitthvað eða fjölskyldu minni. Þessi gegndarlausa neysla hafði slökkt á öllum tengslum við sjálf- an mig og mér var alveg sama hvað ég gerði.“ Var dofinn Fyrst fór hann til Amsterdam þar sem hann var í um þrjár vikur áður en hann fór til Brasilíu þar sem hann var í aðrar þrjár vikur áður en hann var sendur í smyglferðina. Þegar hann lenti á flugvellinum í Recife þótti tollvörðum hann grun- samlegur. Hann var beðinn um að koma afsíðis þar sem tæplega sex kíló af kókaíni fundust vand- lega falin í tösku hans. „Það er svo skrýtið að þegar ég hugsa til baka þá finnst mér að vissu leyti eins og ég hafi ekki verið þarna. Ég var bara dofinn. Búinn á því andlega og líkamlega. Mig langaði bara að leggjast niður því ég var gjörsam- lega að niðurlotum kominn.“ Því næst var hann leiddur burt í járnum. „Ég var leiddur niður- lægður í gegnum allan flugvöllinn fyrir framan myndatökuvélar og aðra ferðamenn, guði sé lof að það voru ekki fleiri á ferð,“ segir Ragn- ar og hryllir sig við tilhugsunina. Óttaðist um líf sitt Eftir skýrslutökur var hann færð- ur í fangelsi. „Þarna gerði ég mér engan veginn grein fyrir því hversu alvarlega stöðu ég var kom- inn í.“ Í fangelsinu óttaðist hann svo sannarlega um líf sitt. Fyrst um sinn náði hann ekki sambandi við fjölskyldu sína og fyrsti Íslend- ingurinn sem hann talaði við eftir handtökuna var fréttamaður Stöðv- ar 2 sem hringdi í fangelsið og fékk að tala við hann. Ragnar bað fréttamanninn örvæntingarfullur um hjálp enda vissi hann ekkert hvað hann væri kominn úti í. Eftir að hafa dvalið fjóra mánuði í einu alræmdasta fangelsi Brasilíu fékk Ragnar að bíða dóms í frelsi. Þá hafði dómur á fyrsta dómsstigi kveðið á um fjögurra ára skilorðs- bundinn dóm en því var áfrýjað af ákæruvaldinu. Dómsstigin í Brasi- líu eru þrjú og á öðru dómsstigi fékk hann fjögurra ára fangelsis- dóm sem hann sjálfur áfrýjaði og fékk að bíða í frelsi eftir að hæsti- réttur dæmdi á því dómsstigi. Í stanslausri neyslu „Meðan ég beið dómskvaðningar þá fékk ég ekki atvinnuleyfi og mátti ekki fara úr landi. Þannig að fjölskylda mín fann kristið með- ferðarheimili þar sem mér var sýndur skilyrðislaus kærleikur og þolinmæði. Sem ég átti engan veginn skilið vegna þess að ég var í stanslausri neyslu meðan ég var úti. Alltaf tók presturinn sem rak heimilið mér opnum örmum kær- leikans, sama hvað ég hafði gert og í hvaða ástandi ég var. Þeir björguðu mér,“ segir hann. „Hefði ég verið annars staðar þá veit ég ekkert hvernig þetta hefði farið. Flestir hefðu hent mér út á götu og þá veit ég ekki hvort ég væri hér í dag.“ Þrátt fyrir að aðstaðan á með- ferðarheimilinu væri langtum betri en í fangelsinu þá var hún samt bágborin. „Það voru þrjú herbergi með kojum þar sem voru 10–17 saman í herbergi. Það voru ekki dýnur í öllum kojum en þær sem voru til staðar voru eldgamlar og örþunnar. Hreinlætisvörur voru líka af skornum skammti. Aðbún- aður þar var vægast sagt slæm- ur þar sem ekkert fjármagn er til staðar til að gera upp hluti og hafa mannsæmandi aðbúð þá níu mán- uði sem meðferðin tekur.“ Ólíkir heimar Ragnar dvaldi þó þar lengur en sem meðferðartíma nemur. Sam- tals var hann þar í um fjögur ár meðan hann beið þess að úrskurðað yrði í máli hans. Þrátt fyrir að vera á meðferðarheimili harðnaði neysl- an sífellt. „Þarna leiddist ég út í að prófa krakk og var líka í mik- illi kannabisneyslu. Ég fór af með- ferðarheimilinu inn á milli og hélt til á alls konar stöðum. Bæði hjá góðu fólki en líka í dópgrenjum,“ segir hann og leggur áherslu á hversu ólíkur þessi heimur er þeim íslenska. „Ég bjó í fátækasta hluta Norðaustur-Brasilíu. Ég kynntist alls konar fólki; allt frá 10 barna einstæðri móður sem var krakksali yfir í vel setta enskukennara sem bjuggu í strandbæ.“ Stanslaus bið Hann segist hafa verið týndur á þessum tíma. Ánægður að vera utan múranna en á sama tíma var óvissan mikil og erfitt að bíða þess sem yrði. Hugsanlega myndi hann fá fangelsisdóm á þriðja dómsstigi. „Mér leið oft eins og ég væri fastur í eins konar paradís. Það var líka svo fallegt þarna og margt gott. En ég var samt fangi og mátti ekk- ert fara eða gera. Í fjögur ár og átta mánuði var ég stanslaust í bið milli vonar og ótta. Ég fékk í raun ekkert andlegt svigrúm til þess að gera nokkurn skapaðan hlut. Ég var þakklátur fyrir að vera ekki í fangelsi en óttaðist líka hvað myndi verða.“ Sendur heim af mannúðarástæðum Í ágúst 2013 veiktist Ragnar alvar- lega og var lagður inn á spítala nær dauða en lífi. „Ég var þar í rúma tvo mánuði. Mér leið hræðilega og var nokkuð viss um að þarna myndi ég deyja,“ segir hann. „Ég var fárveik- ur og var vart hugað líf. Fjölskylda mín fór þá á fullt að finna lögfræð- inga fyrir mig til þess að fá mig heim. Ég er henni ótrúlega þakk- látur fyrir það. Vegna þess hversu veikur ég var þá fékk ég að koma heim af mannúðarástæðum. Þeir í raun sendu mig heim til að leyfa mér að deyja hér.“ Ragnar fékk þó heilsuna aftur og er stálsleginn í dag. „Ég grét þegar ég komst um borð í vélina og var á leið til Íslands. Ég trúði þessu ekki.“ Í byrjun desember í fyrra kom hann aftur til landsins. „Meðan ég var á spítalanum úti mælti vinkona mín með því að ég færi í meðferð á Krýsuvík. Ég ákvað að gera það. Ég komst þar inn í janúar og þá hófst bati minn,“ segir Ragnar. Horfðist í augu við sjálfan sig „Ég var þar í meðferð í sex mánuði og þar hófst í fyrsta skipti eitthvað sem hægt er að kalla bata. Ég horfð- ist í augu við sjálfan mig, hvernig hlutirnir voru og á hvaða stað ég var. Afneitun fíkilsins fór að rjátlast af mér. Ég fékk loksins þann verk- færakassa lífsins sem ég hef alltaf þurft á að halda,“ segir Ragnar. „Ég jarðtengdist og sá hvernig ég hafði lifað síðustu ár. Þarna var ég við það að deyja og ég fékk annað tækifæri og ætla mér að nýta það vel. Mig langar að helga líf mitt því að hjálpa öðrum enda er ég virki- lega þakklátur fyrir hvern dag,“ segir hann. Þakklátur fyrir að vera á lífi Ragnar Erling Hermannsson var handtekinn árið 2009 í Brasilíu með tæplega sex kíló af kókaíni í fórum sínum. Ragnar bjó við erfiðar aðstæður í rúm fjögur ár úti meðan hann beið dóms. Lengst af bjó hann á meðferðarheimili en var þrátt fyrir það í mikilli neyslu. Nú hefur hann snúið lífi sínu við og vonast til þess að geta helgað það því að hjálpa öðrum. KOMINN HEIM Ragnar Erling er ánægður að vera kominn heim og vill helga líf sitt því að hjálpa öðrum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is Ég grét þegar ég komst um borð í vélina og var á leið til Íslands. Ég trúði þessu ekki.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.