Fréttablaðið - 18.10.2014, Side 32

Fréttablaðið - 18.10.2014, Side 32
18. október 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 Ég vil ekki berjast. Ég vil ekki drepa,“ segir Mustafa Abubakr, þrí-tugur Kúrdi sem hing-að er kominn til að óska eftir hæli. Hann er stoltur af því að vera frá Kúrdistan, landi sem er raunveru- legt en þó ekki til á landakorti sjálf- stæðra ríkja. „Auðvitað,“ svarar hann spurður hvort Kúrdar í Írak, Sýrlandi, Tyrklandi og Íran líti á sig sem eina heild, eina þjóð. „Þetta eru bræður mínir og syst- ur,“ segir hann um Kúrdana, sem vígasveitir Íslamska ríkisins hafa verið að drepa í Sýrlandi og Írak undanfarið. Mustafa segist ekki vita hvort foreldrar hans séu á lífi, það er ekki svo auðvelt að fá fréttir að heiman. Hann á ekki von á því að snúa nokkurn tímann aftur. „Nei, það væri of erfitt. Ég gæti það aldrei.“ Linnulaust stríð „Þetta stríð stóð yfir í átta ár. Tómar sprengjur og bardagar. Eftir það fór Saddam að ráðast á Kúrda, og það stóð yfir í þrjú ár. Fimm þúsund manns voru til dæmis drepnir í bænum Halabja.“ Þar er Mustafa að vísa til alræmdrar eiturefnaárásar þann 16. mars árið 1988 þegar eiturgas- hylkjum var varpað úr herþotum Saddams á bæinn Halabja, en þar búa nú nærri 120 þúsund manns. „Eftir þetta tímabil tekur Sadd- am upp á því að fara í stríð við Kúveit,“ heldur Mustafa áfram. Þetta var árið 1991, en þá var Mustafa sjö ára gamall. Síðan þegar Persaflóastríðinu lauk með ósigri Saddams hófu Kúrdar upp- reisn gegn honum. „Eftir það skánaði ástandið svo- lítið hjá okkur. En svo tóku Kúrd- ar að berjast innbyrðis. Þar áttu tveir hópar í stríði sín á milli. Svo þegar þeim átökum lauk þá skán- aði ástandið aftur um stund, en svo komu loks Bandaríkin og réðust inn í Írak. Þannig að ég spyr: Hvenær á þessu eiginlega að ljúka? Hve- nær hætta menn að berjast og kasta sprengjum? Hvenær fær fólk frið til að vera hamingjusamt?“ Hvað vilja þeir Kúrdum? Nú er það Íslamska ríkið, sem á þessu ári hefur sölsað undir sig stór svæði í Sýrlandi og Írak og herjar þaðan á Kúrdahéruðin í norður- hluta beggja landanna. „Enn er farið að varpa sprengj- um og drepa fólk. Sprengja, sprengja, sprengja. Það sem ég skil ekki er hvað þeir vilja okkur Kúrd- um eiginlega. Við höfum aldrei ráð- ist á aðrar þjóðir. Við höfum okkar eigin menningu og okkar eigið land. Við eigum okkar borgir og okkar tungumál. Við þurfum ekkert á því að halda að aðrir komi til að stjórna okkur. Hvers vegna kemur þetta fólk til okkar að drepa börnin okkar? Það er verið að leggja allt í rúst hjá okkur.“ Hann bendir á að Kúrdar hafi aldrei látið sér detta í hug að fara í stríð út af trúarbrögðum. Þeir hafa barist fyrir réttindum sínum, en trúin hafi aldrei blandast í þau átök. „Við erum Kúrdar. Við þurfum ekki þessi stríð. Þetta hefur alltaf bara snúist um peninga og olíu hvort sem er. Við verðum að stöðva þetta.“ Hann kann svo sem engin ráð til að stöðva ofbeldið. Kúrdar hafa hins vegar farið fram á aðstoð frá umheiminum. Vígasveitir Íslamska ríkisins megi ekki fá að vaða uppi með voðaverk sín. Dauðinn sífellt nálægur Sjálfur segist hann vera svo hepp- inn að hafa aldrei þurft að taka þátt í hernaði. Hann hafi hins vegar horft upp á fólk deyja í stórum stíl, þar á meðal vini og ættingja. Dauð- inn sé sífellt nálægur og þannig hafi það verið alla ævina. Nokkur ár eru nú liðin frá því honum tókst að flýja land. Fyrst fór hann til Noregs en bíður nú afgreiðslu Útlendingastofnunar. Hann vill ekki kvarta þótt hælis- leitendur fái lítið fé til að lifa af, rétt um átta þúsund krónur á viku. „Já, það er allt í lagi. Það er bara eðlilegt fyrir einn mann,“ segir hann og brosir. Það er stutt í brosið hjá Mustafa, þótt hann hafi átt erf- iða ævi. Hann segir vini sína stund- um segja að hann brosi of mikið. „En ég get ekki annað. Ég verð að brosa.“ Hann er í sambandi við Kúrda sem búa hér á landi. Þeir eru á milli tíu og tuttugu, segir hann. „Það er gott að hittast og spjalla og elda mat saman. Það hjálpar.“ Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is MUSTAFA ABUBAKR Ólst upp í Kúrdahéruðum Íraks, þar sem hvert stríðið rak annað, og óskar nú eftir hæli hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÍRAK: HVERT STRÍÐIÐ Á FÆTUR ÖÐRU Kúrdar í Tyrklandi, Sýrlandi, Írak og Íran hafa lengi látið sig dreyma um að stofna sjálfstætt ríki, sem héti Kúrdistan. Alls búa 50 til 60 milljónir Kúrda þar á nokkuð samfelldu svæði sem nær yfir 100 til 150 þúsund ferkílómetra. Stjórnvöld ríkjanna fjögurra hafa aldrei léð máls á þessu, og oftar en ekki hafa réttindi Kúrda verið fótum troðin í öllum ríkjunum fjórum. Í norðanverðu Írak hefur sjálfstjórnarsvæði Kúrda samt haft nokkuð sterka stöðu á síðustu árum, ekki síst vegna veikleika stjórnarinnar í Bagdad. ➜ Leiðtogar vígasveita Íslamska ríkisins boða af miklum ákafa allsérstæða heimsendatrú, sem óspart hefur verið notuð til að laða að liðsmenn frá Vesturlöndum. Þar er vísað í forna spádóma úr helgiritum múslima um úr- slitaorrustu milli múslima og Rómverja, sem sögð er verða í bænum Dabik í Sýrlandi. ➜ Beri múslimar sigur úr býtum rís upp nýr og betri heimur, þar sem múslimar þurfa ekki lengur að sæta ofríki Vesturlanda heldur geti lifað upp frá því í sátt og samlyndi og um- fram allt í tandurhreinni trú. Í raun er þetta því ekki réttnefnd „heimsendatrú“ heldur frekar „heimsendurnýjunartrú“, rétt eins og hinar ýmsu útgáfur heimsendatrúar kristinna manna sem snúast flestar um einhvers konar endurnýjun heimsins. ➜ Dabik í Sýrlandi er smábær norður af Aleppo, ekki langt frá landamærum Tyrklands og ekki mjög langt frá Kúrdabænum Kobani, sem vígasveitirnar hafa herjað á af mikilli grimmd undanfarið. Í Dabik búa ekki nema þrjú þúsund manns og ekkert bendir til þess að þar sé yfirvofandi eitthvað sem kalla mætti úrslitaorrustu í þessu stríði, sem Íslamska ríkið stendur í. ➜ Dabik er einnig nafn á tímariti, sem Íslamska ríkið hefur gefið út á ensku til að vekja áhuga vígfúsra ungra manna á Vesturlöndum. Þetta er eins konar „glanstímarit“, þar sem birtar eru ljótar myndir af limlestum líkum með stóryrtum yfirlýsingum um hetjulega baráttu. Einnig er þar að finna fjölda greina um hugmyndafræði og stefnu samtakanna, sem eins og aðrir öfgasöfnuðir eru ekki í vandræðum með að réttlæta voðaverkin fyrir sjálfum sér. ➜ Íslamska ríkið fetar þarna í fótspor nokkurra annarra róttækra íslamistahreyfinga sem í orði segjast vilja endurreisa forna dýrð og snúa aftur til hreinleika trúarinnar en virðast í raun gera lítið annað en að drepa fólk og kúga. ➜ Hreinleikann og dýrðina hafa hreintrúarmús- limar sumir hverjir séð í hinu forna kalífaveldi múslima, en kalífar voru þeir leiðtogar nefndir sem upphaflega tóku við af Múhameð spá- manni. Síðar gerðu ráðamenn í Tyrkjaveldi tilkall til þessa titils, en með stofnun lýðveldis í Tyrklandi árið 1924 leið hið forna kalífaveldi múslima endanlega undir lok. ➜ Fyrr á árinu lýstu leiðtogar Íslamska ríkisins svo yfir stofnun kalífaveldis í Sýrlandi og Írak, og þykja taka harla stórt upp í sig með svo digurbarkalegum yfirlýsingum. Sérstæð heimsendatrú býr að baki voðaverkum Íslamska ríkisins í Sýrlandi og Írak Dauðinn ávallt verið nálægur Öfgasveitir Íslamska ríkisins hafa herjað á Kúrdahéruðin í Sýrlandi og Írak undanfarið. Mustafa Abubakr er landflótta Kúrdi sem svíður að fylgjast með fréttum af grimmdarverkunum. Hann ólst upp í Írak og hefur varla kynnst öðru um ævina en stanslausum stríðsátökum. Heimild: Bandaríkjaher og Associated Press © GRAPHIC NEWS ÍRANS Ý R L A N D LÍBANON JÓRDANÍA SÁDI-ARABÍA KÚVEIT ÍRAK TYRKLAND KúrdabyggðirÁ valdi Íslamska ríkisins Sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Írak Rakka Damaskus Haditha Amirli Tikrit Mosul Kirkuk Bagdad Tígris Efrat Ramadi Falludjah Basra Sindjar Arbil 100km Kobani Aleppo Deir Ezzor Hassakeh Tall Afar Mosulstíflan Íslamskt ríki og kúrdabyggðirnar Saddam Hussein nær völdum í Írak. 1979 Efnahagslegar refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna ásamt misvel- heppnuðum tilraunum til vopnaeftirlits. Refsiað- gerðirnar bitna hart á þjóðinni og eru taldar hafa kostað hundruð þúsunda manna lífið. 1991 - 2003 Borgarastríð meðal Kúrda í Írak, þar sem PUK og KDP takast á. 1994 - 1997 Írakar fá leyfi til að selja olíu í skiptum fyrir matvæli handa hungraðri þjóð. 1995 Saddam tekinn af lífi að loknum réttarhöld- um. 2006 Bandaríkjaher fer frá Írak. Eitthvað hafði dregið úr átökum í landinu, en það reyndist skamm- góður vermir. 2011 Sigurganga her- skárra íslamista í Írak hefst í janúar þegar þeir ná borg- unum Falludjah og Ramadi á sitt vald. Þeir sölsa undir sig æ stærra svæði þegar líður á árið. 2014 Stríð Íraks og Írans hefst og lýkur ekki fyrr en árið 1988. 1980 Íraksher hrekst frá Kúveit. 1991 Uppreisn íraskra Kúrda gegn veldi Saddams Hussein. Tvær annars andstæðar fylkingar Kúrda, PUK og KDP, standa þar saman. Fleiri hópar í Írak gera upp- reisn þetta sama ár. Hersveitir Saddams ráðast inn í Kúveit. Fyrra Persaflóastríðið hefst þegar Banda- ríkjaher kemur Kúveit til varnar. 1990 Menn á vegum Saddams gera eiturefnaárás á Kúrdabæinn Halabdjah. Þúsundir manna deyja. 1988 Refsiaðgerðum að mestu aflétt eftir að árásarþjóðirnar vinna sigur að nokkru. Bandaríkin, Bretar og fleiri þjóðir hefja Íraksstríðið og steypa Saddam Hussein fljótlega af stóli. 2003 ➜ Kúrdistan
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.