Fréttablaðið - 18.10.2014, Page 38

Fréttablaðið - 18.10.2014, Page 38
18. október 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN BÆKUR | 38 Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is FÆRT TIL BÓKAR ! Ég leit aftur upp og sá svolítið sem frysti blóðið í æðum mínum: Örfáum metrum ofar í götunni stóð furðulegur náungi og hallaði bakinu upp að skítugum hvítum sendiferðabíl. Úr andlitinu sköguðu há kinnbein og kónganef fyrir ofan örmjóan munn. Augun hurfu inn í botnlaust myrkur undir barðinu á stórum hatti svo það var engin leið að sjá hvert hann var að horfa. Maðurinn var klæddur í svart frá toppi til táar. Undan síðum frakka komu langir svartklæddir fótleggir sem stóðu á einhverju sem mér sýndist fyrst vera upphækkun en voru támjóir, svartir leðurskór á háum hælum. Upp við annan skóhælinn kúrði illilegt gráhvítt dýr sem minnti einna helst á hrúgu af skítugum vasaklútum. Ég veit að það hljómar eins og ömurleg klisja sem fólk hefur heyrt milljón sinnum áður, en það fyrsta sem mér datt í hug var að þarna væri kominn dauðinn sjálfur. Þið verðið að skilja að maðurinn með hattinn og hundinn hræddi mig meira en nokkuð annað hafði nokkurn tímann gert. Rigningin færðist í aukana og breyttist í úrhelli. Ég var orðinn blautur og kaldur. Samt þorði ég ekki að hreyfa mig úr stað af ótta við að mað- urinn með hundinn tæki eftir mér. Ég gjóaði augunum inn götuna í von um að sjá löggu eða bara einhverja hreyfingu. Þegar ég leit aftur í áttina að manninum var hann horfinn og hvíti sendiferðabíllinn með honum. Ég tók viðbragð og hljóp eins og fætur toguðu í átt að veggnum, stökk svo hratt yfir hann að í minningunni er eins og ég hafi hreinlega þotið í gegnum hann. Brot úr Manninum sem hataði börn Skáldsaga Eiríks Arnar Norð- dahl, Illska, sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2012, er komin út á sænsku, enda tilnefnd af Íslands hálfu til Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs. Dómar um bókina eru farnir að birtast í sænskum blöðum og eru gagnrýnendur nánast yfirkomnir af hrifningu. „Illska er stórfengleg skáldsaga … Hvað getum við gert með skáldskapinn í samtímanum eftir lestur Illsku? … Illska er skáldsaga sem er algjörlega sér á parti,“ segir Elisabeth Hjorth í dómi í Svenska Dagbladet og aðrir gagnrýnendur eru á sömu nótum. Svíar halda vart vatni yfi r Illsku EIRÍKUR ÖRN NORÐDAHL „Illska er skáldsaga sem er algjörlega sér á parti,“ segir Elisabeth Hjorth í dómi í Svenska Dagbladet. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Mikhail Shishkin, höfundur Skáldsögunnar Bréfabókar sem nýverið kom út í Neon, verður gestur Bjarts í Reykjavík í næstu viku. Bjartur, rússneskudeild Háskóla Ís- lands og Reykjavík Bókmenntaborg Unesco bjóða til fundar við skáldið á þriðjudaginn kemur, 21. október, klukkan fimm. Dagskrá og staðsetning nánar auglýst síðar. Shishkin í heimsókn Út er komin skáldsagan Út í vitann eftir Virginiu Woolf í þýðingu Herdísar Hreiðarsdóttur. Herdís þýddi To the Lighthouse í námi sínu í þýðingarfræði við HÍ undir leiðsögn Gauta Kristmannssonar og er Út í vitann fyrsta skáldsaga Virginiu Woolf sem kemur út á íslensku. Woolf á íslensku LJÓÐ Í NORÐ- AUSTURRÍKI Litla ljóðahá- tíðin í Norðaustur- ríki stendur yfir fram á sunnudag. Á annan tug skálda kemur fram á hátíðinni og haldnir verða átta viðburðir á Fljótsdalshéraði og í Eyjafirði. Þetta er glæpasaga fyrir alla aldurshópa upp úr tíu ára aldri. Ég er alltaf að reyna að skrifa bækur sem er ekki hægt að skil-greina og rugla þar með markaðsfræðingana,“ segir Þórar- inn Leifsson um bók sína Maður- inn sem hataði börn, sem markaðs- sett er sem barnabók. „Mér er að takast að rugla þá, ég sá í Máli og menningu áðan að þeir vissu ekkert hvar þeir ættu að setja bókina, fött- uðu ekki að þetta væri barnabók og stilltu henni upp á góðum stað. Ég var mjög ánægður með það.“ Meinarðu að barnabækur fái ekki sama sess og „alvöru“ bækur fyrir fullorðna? „Það getur verið, en ég hef ekki velt því mikið fyrir mér. Þær fá alltaf sess einhvers staðar á endanum. Ég kem úr myndlistinni og allar mínar bækur eru myndskreyttar, sem flestir líta á sem einkenni barnabóka, en ég vil breyta þeirri flokkun. Á endan- um snýst þetta bara um það hvort bókin er góð eða ekki.“ Horft inn í fiskabúrið Aðalpersóna sögunnar er spænski drengurinn Sylvek sem flytur til Reykjavíkur með ömmu sinni. Hvers vegna valdirðu að hafa inn- flytjanda í aðalhlutverki? „Það var til þess að fá sýn útlendingsins á Ísland og skoða það utan frá. Ég byggi þá reynslu pínulítið á sjálf- um mér þar sem ég ólst upp í Dan- mörku og kom heim rúmlega tíu ára. Þurfti að læra íslensku upp á nýtt, hálfbrenglaðist í hausnum og varð vandræðaunglingur upp úr því. Ég er eiginlega enn þá að vinna úr því.“ Þórarinn hefur síðan dvalið lang- dvölum erlendis og býr nú í Berlín, það skerpir væntanlega þá tilfinn- ingu að horfa inn í fiskabúrið Ísland utan frá. „Já, Ísland er mikið í tísku hjá útlendingum og ég var heilmikið að velta því fyrir mér hvernig þeir sjá það. Þeir hafa mjög rómantískar hugmyndir um okkur.“ Amma Sylveks virðist vera feiki- skemmtileg persóna. „Já, hún kynn- ist íslenskum sjóara úti í Barcelona og erfir hús eftir hann þannig að hún, Sylvek og systir hans flytja í Vesturbæ Reykjavíkur. Systir- in týnist fljótlega, síðan fara þessi hræðilegu morð á drengjum í gang og dularfullur leigjandi flytur inn í herbergi systurinnar. Hann lýsir því strax yfir að hann hati börn og þau gruna hann um að vera morðinginn sem er að afhausa tólf ára drengi út um alla Reykjavík.“ Ekki predikun Bókin hefur fengið þá umsögn að vera hárbeitt ádeila á íslenskt sam- félag, var það meðvitað? „Nei, ekki beint. Auðvitað tekur maður inn alls konar umræðu sem er í gangi, les öll rifrildin á fésbók og svo fram- vegis, og það síast smám saman inn í bókina. Það er ekki þannig að maður setjist niður og hugsi að maður ætli að skrifa bók um stöðu kvenna og barna á Íslandi. Það myndi eyðileggja söguna. Maður þarf helst að vera alveg utan við sig á meðan maður skrifar, þannig að sagan flæði eðlilega. Ekki setja fram skýrar skoðanir heldur spyrja margra spurninga. Þetta er alls engin predikun.“ Þótt Þórarinn neiti því að Mað- urinn sem hataði börn sé barnabók er hún engu að síður lesin þannig eins og síðustu bækur hans, hvers vegna valdi hann þá leið í skrifun- um? „Ég sveiflast á milli. Næsta bók verður sennilega fullorðinsbók, en hún verður samt líka myndskreytt. Mikil bók sem ég er rétt að byrja á. Ég hugsa það aldrei fyrirfram hvort ég sé að skrifa fyrir börn eða fullorðna. Ég kem úr þessum graf- íska heimi og tengi mest við graf- ískar nóvellur og myndasögur og allt í þeim heimi og ég verð alltaf að myndskreyta bækurnar til að finna mig í þeim.“ Þórarinn byrjaði ferilinn með myndasögum í blöðum í kringum 1990, hví hvarf hann af þeirri braut? „Þetta voru mjög súrrealískar sögur og eiginlega alveg abstrakt, enginn beinn söguþráður. Þannig byrjaði ég að skrifa texta sem tók svo smám saman yfir. Nú skrifa ég textann fyrst og myndskreyti síðan.“ Skilur ekki orðið klúr Aftur að flokkuninni barna- eða fullorðinsbækur. Þarf eitthvað að búa til slíka flokka? „Það er spurn- ing. Ég ólst upp við það að lesa bækur sem ég vissi ekkert að væru ætlaðar fullorðnum. Pabbi las Góða dátann Svejk fyrir mig þegar ég var átta, níu ára og ég hélt að það væri barnabók. Svo fór ég að sýna ömmu bókina og hún sagði að þessi bók væri alltof klúr fyrir börn. Ég Eiginlega enn þá að vinna úr vandræðaunglingnum Maðurinn sem hataði börn eftir Þórarin Leifsson er markaðssett sem glæpasaga fyrir börn. Hann segist þó aldrei hugsa um hvort hann sé að skrifa fyrir börn eða fullorðna og vill helst að sú flokkun verði lögð niður. ÞÓRARINN LEIFSSON „Ég kem úr þessum grafíska heimi og tengi mest við grafískar nóvellur og myndasögur og allt í þeim heimi og ég verð alltaf að mynd- skreyta bækurnar til að finna mig í þeim.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI vissi ekki hvað klúr þýddi, þurfti að fletta því upp en hef aldrei náð því almennilega hvað það orð þýðir. Ég hef haldið því síðan að hugsa ekkert um flokkun bóka, graðga bara öllu í mig og spýti því svo aftur út. Ég held að þessi flokkun sé hættuleg og er mjög hræddur við það sem þeir eru að gera með virðisaukaskatt- inn núna. Ekki bara það að þeir séu að hækka hann heldur að það eigi að nota hann til að flokka í sundur barnabækur og fullorðinsbækur, þannig að það er eiginlega verið að útrýma minni vinnustofu, eða reyna að útrýma mér sem rithöfundi. Mér finnst skrítið að það sé komin hér hægri stjórn sem hegðar sér eins og Stalínisti. En auðvitað vonar maður að þetta gangi ekki í gegn hjá þeim. Sennilega draga þeir þetta til baka og þá verðum við allir listamennirn- ir á fésbók mjálmandi af gleði yfir því hvað Illugi sé nú þrátt fyrir allt góður píanisti.“ Það er ekki þannig að maður setjist niður og hugsi að maður ætli að skrifa bók um stöðu kvenna og barna á Íslandi. Það myndi eyðileggja söguna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.