Fréttablaðið - 18.10.2014, Side 46

Fréttablaðið - 18.10.2014, Side 46
FÓLK|HELGIN Það er óvenju mikið að gera hjá Sölku Sól þessa dagana. „Jú, þetta hafa verið annasamir dagar og verða áfram,“ segir hún. „Á morgun langar mig að komast í að gera upp eldhúsið mitt en ég er nýflutt í eigin íbúð í miðbænum ásamt kærastanum, Albert Hall- dórssyni leiklistarnema. Ég fer í upptöku á sjónvarpsþættinum Óskalög þjóðarinnar í dag og verð síðan með útvarpsþáttinn minn, Hanastél,“ segir Salka. Hún er í mörgum hljómsveitum með ólíkum áherslum. „Við vorum að klára plötuna okkar í Amabadama en hún kemur út 6. nóvember. Það hefur verið mikil vinna í kringum hana og ég hlakka mikið til þegar hún kemur loks út. Um síðustu helgi dvöldum við í Hernámssetrinu í Hvalfirði og æfðum fyrir Air- waves. Yndislegur staður sem gefur manni mikinn kraft. Maður finnur orkuna læðast yfir sig. Hlustunarpartí verður þegar platan kemur út en síðan spilum við á sex stöðum á Airwaves. Ég kem reyndar fram á níu tónleik- um á hátíðinni ef ég tel Reykja- víkurdætur með og Rvk Sound- system sem er plötusnúðahópur sem leikur reggítónlist. BÆJARLISTAMAÐUR Í KÓPA- VOGI Auk þessa er Salka bæjarlista- maður í Kópavogi ásamt Tinnu Sverrisdóttur og Þuríði Blævi Jóhannsdóttur en þær skipa hljómsveitina Tazmaníu. Þær eru að fara í gang með námskeið í unglingabekkjum bæjarins. „Við ætlum að kenna ljóðagerð, ljóðlist, framkomu og rapp. Auk þess segjum við okkar sögu og hvernig hægt er að öðlast trú á sjálfan sig,“ útskýrir Salka. Salka Sól bjó í London í þrjú ár og lærði Actor Musicianship. „Það er leikaranám fyrir hljóð- færaleikara sem var bæði þrosk- andi og gefandi. Ég lærði margt í London, það er lærdómsríkt að búa í öðru landi. Ég saknaði samt Íslands og fann að ég var ekki tilbúin að hasla mér völl eða harka sem listamaður í Bret- landi,“ segir hún. „Lífið tók nýja en óvænta stefnu þegar ég kom heim. Ég hafði ekki mótað mér farveg en leyfði hlutunum að gerast. Það hefur alltaf blundað smávegis töffari í mér. Ég hafði til dæmis ekki hugsað mikið út í rapp en þegar vinkonur mínar tróðu upp á Bar 11 var ég staðráðin í að vera með næst. Við settumst niður og sömdum lag fyrir rapp- kvöld á Gauknum í desember en þá varð lagið Reykjavíkurdætur til,“ segir Salka Sól en lagið varð strax mjög vinsælt. Sömu sögu er að segja um lagið Hossa Hossa með Amabadama sem allir krakk- ar kunna að syngja. LEIKKONAN VAKNAÐI „Stelpurnar í Reykjavíkur- dætrum eru allar bæði skapandi og gefandi. Ég lít upp til þeirra allra. Við erum ólíkar en náum ótrúlega vel saman, enda fá allir að vera eins og þeir eru innan hópsins,“ segir Salka en þegar hún er spurð hvernig Amaba- dama hafi komið til, svarar hún: „Reykjavíkurdætur komu fram á árshátíð MH þar sem Amaba- dama var aðalnúmerið. Söng- kona hljómsveitarinnar var að hætta um það leyti. Ég var ekki alveg komin út úr skápnum sem söngkona á þessum tíma, engu að síður var ég allt í einu orðin söngkona í bandinu.“ Salka hefur auk alls þessa Í MÉR BLUNDAR SMÁ TÖFFARI HÆFILEIKARÍK Salka Sól Eyfeld, leikkona og tónlistarmaður, hefur haft ótal margt á sinni könnu frá því hún kom heim frá námi í London fyrir rúmu ári. Þau eru ófá hlutverkin sem hún hefur tekið sér fyrir hendur á mismunandi listsviðum. ÁHUGAMÁLIÐ Salka hefur gaman af því að gera fígúrur í kaffið sitt, til dæmis Super Mario-bræður. MARGT SPENNANDI Það er ýmislegt að gerast hjá Sölku Sól, bæði á sviði leiklistar og tónlistar. MYND/ERNIR unnið við talsetningu barnaefnis. „Ég byrjaði á því fljótt eftir að ég kom heim. Meðal mynda sem ég hef talað inn á er Lego Movie og Planes,“ segir Salka sem er þessa dagana að leika í þáttum Steinda sem verða sýndir á Stöð 2. „Svo verð ég í þáttunum Ófærð undir leikstjórn Baltasar Kormáks en aðalhlutverkið er í höndum Ólafs Darra. Tökur á þeim þáttum hefjast í nóvember og ég hlakka mikið til. Það verður ótrúlega spennandi. Ég var eiginlega búin að taka ákvörðum um að leggja leikkonuna á hilluna og vera bara tónlistarmaður. Núna er leik- listaráhuginn að vakna hjá mér aftur,“ segir Salka Sól sem utan alls þessa vinnur í Popplandinu á RÚV alla virka daga. „Ég hef alltaf haft gríðarlegan áhuga á allri tónlist og finnst gaman að grúska í henni.“ RAPPAÐI FYRIR SIGMUND Salka Sól rappaði fyrir forsæt- isráðherra landsins í þætti Loga Bergmann í síðustu viku. Hún segist aldrei hafa verið feimin og þetta hafi verið skemmtileg upp- ákoma. „Ég fékk alveg frábær við- brögð eftir þáttinn.“ Hún á mörg áhugamál. „Ég elska kaffi og finnst ótrúlega gaman að gera myndir í það. Ég hef áhuga á alls kyns kaffiteg- undum og kaffikönnum. Ég safna líka hljóðfærum og á mikið safn hljóðfæra frá hinum ýmsu heims- álfum,“ segir þessa atorkusama listakona. Hún byrjaði ung að spila á píanó, síðan trompet og nú er hún að prófa sig áfram með klarinett. „Ég er dugleg að prófa þau hljóðfæri sem ég hef safnað að mér.“ ■ elin@365.is Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is Alþjóða heilsu Qigong félagið WORKSHOP Heldur kynningarnámskeið 24.-27. október 5 helstu ástæður þess að iðka qigong Qigong (borið fram “tsí-gong”) er yfir 5.000 ára gamalt æfingakerfi í heilsurækt þarsem saman fer qi, sem merkir “lífskraftur”, og gong, sem merkir “nákvæmar æfingar”. 1. Aukin vellíðan og lífsþróttur Minnkar blóðþrýsting, bætir hjarts- og æðastarfsemi, jafnar hjartsláttartíðni og minnkar kólesteról. 2. Dregur úr þrálátum sársauka Með hjálp sjónar og stjórn hugar og líkama getur þú dregið úr þrálátum sársauka frá liðagigt. 3. Betra blóðstreymi Með sérstökum öndunaræfingum getur þú aukið súrefnisflæði í líkamanum. 4. Dregur úr spennu Með því að minnka viðbrögð við spennuvekjandi álagi. Hjálpar gegn þráhyggu- og áráttuhegðun, þunglyndi og kvíða og persónuleikaeinkennum af A-gerð. 5. Byggir upp sjálfsvirðingu Með því að leyfa þér að líða vel og þægilega. Skráning í síma 553 8282 DREKINN WUSHU FÉLAG REYKJAVÍKUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.