Fréttablaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 48
FÓLK|HELGIN ● MÁLÞING Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing undir yfirskrift- inni „Lof og last um Ísland og Íslendinga á átjándu og nítj- ándu öld,“ í fyrirlestrarsal á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðunni. Flutt verða fjögur erindi. Sumarliði R. Ísleifsson, doktor í sagnfræði, flytur erindið Sið- lausir villimenn eða menntaðir fræðaþulir? Ímyndir Íslands á 18. öld. Kristín Bragadóttir, doktors- nemi í sagnfræði, heldur töluna Ljós og litir í norðrinu: Willard Fiske á Íslandi 1879. Már Jónsson, prófessor í sagn- fræði, flytur erindið Sannleiks- korn í Íslandslýsingu Johanns Andersons frá 1746. Að lokum flytur Baldur Haf- stað, doktor í íslenskum bók- menntum, erindið Konrad Maur er: jákvæður gagnrýn- andi. Allir eru velkomnir og boðið verður upp á veitingar í hléi. LOF OG LAST UM ÍSLAND Bræðurnir Guðni Líndal og Ævar Þór Benediktssynir gáfu báðir nýlega út barnabækur og ætla að bjóða landsmönnum í einstakt útgáfuhóf í bókabúðinni Eymundsson í Kringlunni í dag milli kl. 14 og 15. Guðni Lín- dal sendir frá sér bókina Ótrúleg ævintýri afa – Leitin að Blóðey, sem nýlega hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin og Ævar Þór sendir frá sér bókina Þín eigin þjóðsaga sem nú trónir á toppi barna- bókalista Forlagsins. Báðir voru þeir miklir bókaormar sem börn að eigin sögn og byrjuðu snemma að semja ýmsar sögur heima í sveit- inni. Guðni segir áhugann líklega hafa sprottið af því að þurfa að hafa ofan af fyrir sjálfum sér. „Sjónvarp og bækur voru virkilega heillandi fyrir okkur og ég ákvað mjög snemma að ég myndi vilja vinna við eitthvað tengt skapandi miðlum.“ Ævar bætir við að foreldrar þeirra hafi alltaf verið duglegir að gauka að þeim bókum og segja þeim sög- ur. „Þegar ég var 17 ára kynntist ég Þorvaldi Þorsteinssyni rithöfundi og listamanni og eftir langt og gott spjall spurði hann mig hvort mér hefði einhvern tímann dottið í hug að skrifa. Það kveikti á höfundinum í mér fyrir alvöru og síðan þá hef ég eiginlega ekki stoppað.“ Í bók Ævars ræður lesandinn sjálfur hvað gerist með því að fletta fram og til baka og ákveða hvað söguhetjan gerir. „Ég flétta heim íslensku þjóðsagn- anna í bók- ina vegna þess að þar ertu með kvikindi og karakt- era sem allir þekkja. Þetta er heimur sem er stórhættu- legur sem er bæði spennandi fyrir lesandann og höfundinn.“ Hann segir að mörgum krökkum finnist bækur ekki lengur spenn- andi og þetta form sé einstakt tækifæri til að kveikja áhuga þeirra aftur. „Hvern hefur ekki langað til að glíma við Lagarfljótsorminn eða fylgjast með uppvakningum rísa úr gröf sinni? Þarna ertu með íslensku jólasveinana eins og þeir gerast verstir og stórhættulegar íslenskar hafmeyjur. Þú ræður hvort þú ætlar að hjálpa þeim eða jafnvel skemma fyrir þeim.“ Bók Guðna segir hins vegar frá afa sem sest við rúmstokkinn hjá barnabarninu sem neitar að fara að sofa. „Hann ákveður að deila með barninu þessari „sönnu“ sögu frá yngri árum sínum þegar hann barðist við dreka og óvættir til að finna ömmu. Sagan er mjög lifandi því barnið er sífellt að grípa inn í og spyrja spurn- inga og þá þarf afi að haga frásögninni eftir því. Pabbi okkar var alltaf duglegur að segja okkur systkinunum sögur þegar við vorum lítil. Flestar voru þær búnar til á staðnum og fylgdu ekki hefðbundn- um reglum í sagnagerð. Þetta blundaði í mér í rúma tvo áratugi þar til ég ákvað loksins að prufa mig áfram með þennan sagnastíl.“ Bræðurnir munu lesa upp úr bókum sínum í dag auk þess sem boðið verður upp á þjóðlegar veitingar; harðfisk, piparkökur, flat- brauð með hangikjöti og malt og appelsín. Fyrstu þrír afarnir sem koma og heilsa upp á Guðna fá fría bók og fyrstu þrír sem koma í lopa- peysu fá fría bók frá Ævari. „Svo verður boðið upp á happdrætti þar sem bækurnar verða í verðlaun þannig að þetta verður mikið stuð og bara gaman. Við hvetjum alla til að mæta, það er ekkert víst að þetta gerist aftur.“ DREKAR, UPPVAKNINGAR OG STÓRHÆTTULEGIR HEIMAR FORLAGIÐ KYNNIR Bræðurnir Guðni Líndal og Ævar Þór halda sameiginlegt útgáfuhóf í Eymundsson í Kringlunni í dag. SKAPANDI BRÆÐUR Ævar Þór og Guðni Líndal halda sameiginlegt útgáfuhóf í dag. MYND/ÚR EINKASAFNI Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur HNLFÍ setur málþingið. Ávarp: Gunnlaugur K. Jónsson, forseti NLFÍ. Fundarstjóri: Haraldur Erlendsson, forstjóri og yfirlæknir á Heilsustofnun NLFÍ. Berum ábyrgð á eigin heilsu Hvítt hveiti Skaðvaldur og næringarlaus orkugjafi? Náttúrulækningafélag Íslands efnir til málþings á Icelandair hótel Reykjavík Natura, Þingsal 1, þriðjudaginn 21. október 2014 kl. 19:30. • Er hvítt hveiti ofnæmisvaldur? • Er glúten slæmt fyrir meltinguna? • Hvernig er hvítt hveiti unnið? • Hver er munur á spelti og hveiti? • Lífrænt korn eða hefðbundið? Er hveiti bara hveiti? Hvað segir meltingin? Sigurjón Vilbergsson, lyflæknir og meltingasérfræðingur. Að vera eða vera ekki óþolandi hveiti, það er spurningin Dr. Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor og yfirlæknir, ónæmisfræðideild LSH. Glútenóþol, hveitiofnæmi, Seliak og glútenóþolssamtök Íslands Ösp Viðarsdóttir, næringarþerapisti og Birna Óskarsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Lífrænn bakstur Sigfús Guðfinnsson, bakarameistari, Brauðhúsinu Grímsbæ. Reynslusaga Þorleifur Einar Pétursson, flugmaður. Hveitilaus matargerð Sólveig Eiríksdóttir, GLÓ. Pallborðsumræður Allir velkomnir. Aðgangseyrir 2.000 kr. Frítt fyrir félagsmenn. Sigurjón Vilbergsson Björn Rúnar Lúðvíksson Birna Óskarsdóttir Ösp Viðarsdóttir Sigfús Guðfinnsson Þorleifur E. Pétursson Haraldur Erlendsson Sólveig Eiríksdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.