Fréttablaðið - 18.10.2014, Qupperneq 74
18. október 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 42
FLÆKJUSAGA
Illugi Jökulsson
bíður spenntur
eftir nýjustu
tíðindum frá
Gunung Pad-
ang en þar er
verið að grafa
eitthvað afar
óvænt upp
úr frum-
skógar-
moldinni.
lingsaldri, Svisslendinginn sem leitaðist við
að sanna að verur frá öðrum hnöttum hefðu
leikið lausum hala á Jörðinni fyrrum og hefðu
í þjóðsögum okkar orðið að máttugum guðum,
og ég skemmti mér líka löngu seinna alveg
ágætlega við að lesa eina eða tvær bækur eftir
Graham Hancock sem skrifaði bráðfjöruga
bók um háþróað menningarríki sem hann
fullyrðir að hafi verið á Suðurskautslandinu
fyrir tugþúsundum ára en svo horfið á undra-
skjótum tíma í ísinn eftir pólskipti – en þótt
þeir félagar skrifuðu líflegar bækur og settu
fram svo frumlegar kenningar að þær glöddu
nýjungagirnina og hina ævintýralegu hugsun,
þá vissi ég fullvel að þær voru og eru bara
bull. Enginn söguáhugamaður með sjálfs-
virðingu getur til dæmis tekið minnsta mark
á Hancock. Við þekkjum fortíðina og söguna
í stórum dráttum og héðan af mun ekkert
hagga alvarlega því sem við vitum. Ég les og
les en allur sá lestur eru ekki annað en mjúkar
pensilstrokur til að fylla upp í myndina sem
fyrir er, nýjar myndir verða ekki málaðar á
minni vakt.
Eða hvað? Er nú hið ótrúlega einmitt að ger-
ast? Nýtt og áður óþekkt menningarríki fund-
ið? Getur virkilega verið að nú þurfi menn að
fara að endurskrifa sögubækurnar?
Ekki náttúruleg hæð– heldur mannvirki
Nú víkur sögunni til Indónesíu, nánar til-
tekið á eyjuna Jövu. Í frumskóginum vestar-
lega á eyjunni er hæð ein og efst á hæðinni
nokkrir drangar sem bersýnilega hafa verið
höggnir til. Fyrir réttum hundrað árum var
athygli fræðimanna vakin á þessum stað og
drangarnir efst á hæðinni voru rannsakaðir
lauslega. Þeir reiknuðust vera um það bil þús-
und ára gamlir en þá hafði fyrir allnokkru
risið á Jövu fyrsta menningarríkið þar sem
verk- og byggingarkunnátta var nægilega
mikil að menn hefðu getað reist og höggv-
ið til slíka dranga. Innfæddir í skógunum í
kring sögðu fræðimönnum að þessi hæð héti
Gunung Padang sem þýðir „fjall birtunnar“
eða „fjall upplýsingarinnar“ og fullyrtu að
hún væri ekki náttúruleg, heldur mannvirki,
og hefði verið reist þegar þjóðsagnakóngur
einn gerði tilraun til að reisa sér höll á einum
degi. Fræðimenn sáu fljótlega ýmis merki
um framkvæmdir og mannvirki við hæðina,
upp á hana liggja til dæmis miklar tröppur
úr stórum steinum, en þeir töldu þó af og frá
að hinir innfæddu gætu haft rétt fyrir sér
um að öll hæðin væri eitt mannvirki, enda
er hún nærri 100 metrar á hæð og umfangs-
ÞURFUM VIÐ AÐ
HENDA SÖGUBÓKUNUM?
Brátt
varð ekki litið
framhjá aug-
ljósri hugmynd
sem varkárir
fræðimenn
reynt eftir
megni að
streitast gegn,
sem sé að
Gunung Pad-
ang væri í
rauninni stór
og myndar-
legur píramídi,
stallapíramídi
svokallaður, en
slík mannvirki
má finna um
veröld víða og
eru komin
aftan úr grárri
forneskju.
Ég gæti vel hafa minnst á það áður en þegar ég var strákur og fór að lesa mannkynssögu fannst mér stund-um að ég hefði fæðst of seint. Það væri búið að þefa upp allt hið helsta í fortíð okkar. Ég gæti því miður
ekki búist við því að verða einhvern tíma á
ævinni alveg þrumu lostinn, já, alveg stand-
andi hlessa og bit, yfir nýjum uppgötvunum
aftan úr einhverri grárri forneskju, allt í einu
kæmi eitthvað upp úr dúrnum sem kollvarp-
aði algjörlega fyrri vitneskju, allt í einu væri
grafið upp úr fáfarinni eyðimörk heilt menn-
ingarríki áður óþekkt, allt í einu væru allar
fjölfræðibækurnar mínar um mannkynssögu
úreltar og þyrfti að skrifa þær upp á nýtt.
Engum slíkum umbyltingum gæti ég búist
við, jafnvel ekki þótt það fyndist gamla bóka-
safnið í Alexandríu og reyndist hafa varðveist
heilt og óskemmt einhvers staðar, jafnvel þá
myndi öll hin nýja þekking ekki gera annað en
fylla út í þá mynd sem við höfum þegar gert
okkur af fortíðinni, ekkert alveg splunkunýtt
yrði að finna í því bókasafni því svo vönduð og
ítarleg væri mynd okkar af sögunni nú þegar.
Í þrá eftir hinu óþekkta, eftir nýjum bylt-
ingarkenndum uppgötvunum hef ég stund-
um látið eftir mér að lesa verulega frumleg-
ar útlistanir á sögu okkar og fortíð – ég las
Erich von Däniken mér til gamans á ung-
FJALL BIRTUNNAR Innfæddir í skógunum í kring sögðu fræðimönnum að þessi hæð héti Gunung Padang
sem þýðir „fjall birtunnar“ eða „fjall upplýsingarinnar“ og fullyrtu að hún væri ekki náttúruleg.
mikil sem því nemur. Og varð svo ekki af öllu
meiri rannsóknum við Gunung Padang í bili.
En svo leið og beið. Smátt og smátt fóru
menn að rífa upp og ryðja burt meira af
frumskógargróðrinum sem huldi hæðina
og æ fleiri ummerki um mannvirkjagerð
komu í ljós bæði á hæðinni sjálfri og í næsta
nágrenni. Og að fræðimönnum fór að læðast
grunur um að innfæddir kynnu að einhverju
leyti að hafa rétt fyrir sér, efst á hæðinni
hefðu kannski verið einhverjar steinbygg-
ingar sem seinna hefðu hulist jarðvegi og
gróðri. Þeir fræðimenn sem komu að líta á
Gunung Padang og djarfastir voru í ályktun-
um slógu því föstu að mannvirkin á hæðinni
gætu verið töluvert eldri en áður hafði verið
talið, jafnvel frá því 1500 til 2000 fyrir Krist.
Nokkur lög af byggingum
En nú kemur til sögunnar maður að nafni
Danny Natawadjaja. Hann er jarðfræðing-
ur og vann við jarðvísindastofnun Indónes-
íu þegar hann heillaðist af Gunung Padang.
Hann fór á staðinn og horfði í kringum sig
og hnusaði og potaði í jarðveginn og rann-
sakaði og mældi steindrangana sem birst
höfðu úr gróðurflækjunni, og svo brá hann
bor sínum oní svörðinn og sendi í rannsókn
sýnishorn af mold og grjóti sem borinn kom
með upp á yfirborðið. Og bráðabirgðaniður-
stöður hans gáfu nú æ betur til kynna að
oní jarðveginum efst á hæðinni væru vissu-
lega töluvert umfangsmeiri mannvirki en
áður hafði verið talið. Þarna virtust vera
nokkur lög af byggingum, hvert ofan á öðru,
og brátt varð ekki litið framhjá augljósri
hugmynd sem varkárir fræðimenn höfðu
reynt eftir megni að streitast gegn, sem sé
að Gunung Padang væri í rauninni stór og
myndarlegur píramídi, stalla píramídi svo-
kallaður, en slík mannvirki má finna um
veröld víða og eru komin aftan úr grárri
forneskju.
Nú. Þetta er nú alveg þokkalega merkilegt
í sjálfu sér. Enginn hafði áður haft minnstu
hugmynd um að þarna inni í frumskógum á
Jövu hefði verið við lýði svo háþróuð menn-
ing að þar hefðu menn haft tæknikunnáttu
til að reisa heilan píramída – hvað þá af
þessari stærð, en sé öll hæðin manngerð,
eins og margt bendir til, þá er sá píramídi
sem þar leynist um það bil tveir þriðju af
hæð stóra píramídans í Egiftalandi. Það er
að segja með þeim allra hæstu í heimi, 20
metrum hærri en Hallgrímskirkja svo ég
taki nærtækan samanburð.
Elstu mannvirkin 29.000 ára gömul
En þetta er þó ekki allt og sumt. Nú kemur
nefnilega að því sem gerir mig að minnsta
kosti verulega spenntan. Sá góði maður
Natawadjaja hefur nefnilega látið kolefn-
isgreina það sem komið hefur úr borun-
um hans oní svörðinn á Gunung Padang og
niðurstöðurnar eru vægast sagt óvæntar.
Fyrst kom upp úr dúrnum að leifarnar efst
úr píramídanum virtust vera frá því um
2500 árum fyrir Krist. Eða um nákvæm-
lega sama leyti og píramídarnir stóru voru
reistir í Egiftalandi. Það var nógu óvænt til
að allar bjöllur færu að klingja. En síðan
hafa æ fleiri aldursgreiningar frá Gunung
Padang orðið æ villtari. Og „smíði“ píra-
mídans sem þarna leynist greinilega undir
hefur færst æ lengra aftur í grámósku tím-
ans. Natawadjaja er djarfur maður og hug-
myndaríkur og hefur haft gaman af að koma
mönnum á óvart með niðurstöðum sínum en
jafnvel honum er þó farið að blöskra. Nýjustu
próf frá Gunung Padang benda nefnilega til
þess að elstu mannvirkin á hæðinni kunni að
vera 29.000 ára gömul! Og það er svo geggj-
að að það getur eiginlega ekki staðist. Fyrir
svo löngum tíma voru jafnvel hinir háþró-
uðu menn á jörðinni enn safnarar og veiði-
menn sem áttu engin verkfæri stórtækari
en steinaxir – héldum við! Og höfðu hvorki
færi né áhuga á að reisa nærri 100 metra háa
píramída. Allra síst það fólk sem á Jövu bjó.
Varkárir fræðimenn reyna að skýra nið-
urstöður Natawadjajas með því að súr efni
í eldfjallaöskunni á Jövu rugli aldursgrein-
ingarprófin og því sé lítið að marka þau, en
viðurkenna jafnframt að þarna sé eitthvað
á seyði sem ekki verði skýrt með venjuleg-
um ráðum og venjulegri sögu. Formlegur
fornleifauppgröftur í Gunung Padang hófst
í haust en var stöðvaður nú í byrjun október,
því það þykir ljóst að þarna niðri í moldinni
sé að finna eitthvað svo óvænt og furðulegt
að undirbúa verði uppgröftinn betur. Þegar
hann fer af stað á ný gætum við þurft að
henda gömlu sögubókunum okkar og skrifa
sögu mannkynsins upp á nýtt.
Ég játa að ég bíð spenntur. Ég lifi
kannski þrátt fyrir allt á tímum bylting-
arkenndra tíðinda. Það eina sem fær mig
til að efast um að eitthvað sé merkilegt við
Gunung Padang er hins vegar sú uggvæn-
lega staðreynd að Graham Hancock er víst
mættur á svæðið.
Borðapantanir: 552 1630 Hverfisgata 56 Opið: sun.-fim. 17:30-22:00 og fös.-lau. 17.30-23.00
Í október galdra kokkarnir f ram
eftirlætisrétti úr 20 ára reynslubrunni
Austur-Indía. Ekta indverskt afmæli í
j breyttum og glæsilegum veitingasalg ör
a verður m eiri veislan! - þett
m rétta hátíðarmatseðill: Fim
0 kr. 5.99 mán.-mið. og 6.990 kr. fim.-sun.
rvalin v ín m eð mat á 4.990 k r. Sé
g seiðandi afmæliskokteill á einum o
uggulegasta bar l andsins á 1.500 kr.h
Tryggðu þér sæti núna í s. 5 52 1630.
www.austurindia.is
BROT AF
ÞVÍ BESTA