Fréttablaðið - 18.10.2014, Síða 82

Fréttablaðið - 18.10.2014, Síða 82
18. október 2014 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 50TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug, samúð og vináttu við andlát og útför EINARS VALS BJARNASONAR læknis. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Lundi. Fyrir hönd aðstandenda, Else Bjarnason Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÓLÖF ÓLAFSDÓTTIR Tröllakór 1, Kópavogi, lést mánudaginn 13. október síðastliðinn á Landspítalanum í Fossvogi. Jarðsungið verður frá Digraneskirkju miðvikudaginn 22. október kl. 13.00. Guðlaug S. Björnsdóttir Þór Magnússon Guðjón Björnsson Friðrika A. Sigvaldadóttir barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát móður minnar, ömmu og langömmu okkar, HALLDÓRU Ó. SIGURÐARDÓTTUR (DÓDÓ) áður til heimilis að Hamarsbraut 10, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sólvangs fyrir alúð og umhyggju. Sigríður Jústa Jónsdóttir Jón Eyvindur Bjarnason Guðrún Bjarnadóttir Þórður Sturluson Jökull Guðmundsson Harpa Kolbeinsdóttir Jón Trausti Guðmundsson Selma Þórsdóttir María, Sigríður, Logi, Auður, Valgerður og Emilía Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir og systir, ELÍN BIRNA HARÐARDÓTTIR lést á Landspítalanum miðvikudaginn 15. október. Útförin verður auglýst síðar. Adolf Ársæll Gunnsteinsson Björn Kristinn Adolfsson Guðrún Númadóttir Jóhann Karl Adolfsson Bjarney Lára Sævarsdóttir Júlía Lind Jóhannsdóttir Halldóra K. Guðjónsdóttir Katrín Ú. Harðardóttir Guðni B. Guðnason G. Svafa Harðardóttir Þórhallur G. Harðarson Brynja B. Rögnvaldsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu, langömmu og langalangömmu, BJARGAR ÁRNADÓTTUR Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Hlévangs, Keflavík, fyrir einstaklega góða umönnun, hlýju og alúð. Guð blessi ykkur öll. Jórunn Jónasdóttir Árni Jónasson Birna Kolbrún Margeirsdóttir Guðmundur Jónasson Ína Dórothea Jónsdóttir Friðrik Árnason og fjölskyldur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, OTTÓ GÍSLASON Seljahlíð, heimili aldraðra, áður Heiðnabergi 12, lést á Vífilsstöðum laugardaginn 11. október. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 23. október kl. 13.00. Þórður Gísli Ottósson Ingibjörg Ottósdóttir Guðjón Hreiðar Árnason Anna Karólína Ottósdóttir barnabörn og barnabarnabörn. MERKISATBURÐIR 1906 Sjö hús brenna á Akureyri og um áttatíu manns missa heimili sín. 1913 Ljósahátíð er haldin á Seyðisfirði þegar rafveitan er vígð og rafljós kveikt í fyrsta sinn. 1918 Þýskur kafbátur sökkvir togaranum Nirði suðvestur af St. Kilda. Tólf manna áhöfn kemst í báta og er bjargað. 1954 Einar Jónsson myndhöggvari andast áttræður að aldri. 1968 John Lennon og Yoko Ono eru handtekin fyrir að hafa eitur lyf undir höndum. 1989 Leiðtogi Austur-Þýskalands, Erich Honecker, er neyddur til að segja af sér. Á þessum degi árið 1980 heimsótti Elísabet Englandsdrottning Páfagarð í Róm á Ítalíu. Jóhannes Páll páfi annar bauð hana og eiginmann hennar, Filippus prins, hjartanlega velkomin. Drottningin var klædd í síða svarta kápu samkvæmt reglum Vatíkansins. Blásið var í lúðra meðan hin konunglega fylking gekk hægt inn í Klemensarsalinn en páfinn tók á móti konungshjónunum við innganginn að einkabókasafni sínu. Páfinn afhenti drottningunni afrit af handriti Dantes að Hinum guðdómlega gleðileik en fékk í staðinn bók um Windsor-kastala og tvær áritaðar myndir af drottningunni. Heimsókn drottningarinnar var álitin stórt skref í samskiptum ensku biskupa- kirkjunnar og kirkju rómversk-kaþólskra í Bretlandi. Tveimur árum síðar heimsótti Jóhannes Páll páfi drottninguna í Buckingham-höll á ferðalagi sínu um Bretland. Árið 2000 heimsótti drottningin Vatíkanið á ný til að halda upp á að tuttugu ár voru frá því að þau páfinn hittust fyrst. ÞETTA GERÐIST: 17. OKTÓBER 1980 Drottningin heimsækir páfann Listasafn Íslands fagnar 130 ára afmæli sínu um þessar mundir. Aðspurður segir Halldór Björn Run- ólfsson safnstjóri það vera dásam- legt að starfa þar. „Ég held að flest- um starfsmönnum hérna finnist mjög gaman að vinna hérna. Það má segja að það séu ákveðin forréttindi að fá að umgangast alla þessa list daglega,“ segir hann. Listasafn Íslands á merkasta safn íslenskra verka hér á landi eftir alla helstu myndlistarmenn þjóðarinnar. Safneignin er í dag um ellefu þúsund verk og rúmast því aðeins hluti henn- ar í núverandi salarkynnum safnsins. „Það verður að segjast eins og er að geymslur okkar eru löngu sprungnar. Málverkasafnið er allt í húsinu og tölu- vert af þessum gömlu verkum sem eru í gylltu römmunum eru ekki geymd á boðlegum stöðum,“ segir hann. „Þau eru ofan í kjallara safnsins og þar liggja rör nærri og svo er Tjörnin rétt hjá. Það þarf ekki annað en lítið flóð, þá er þetta í hættu. Við þurfum að stækka við okkur og við stólum á að við fáum úrlausn í þeim efnum mjög fljótlega.“ Safnið á sér að baki merka sögu en það var stofnað í Kaupmannahöfn árið 1884 af Birni Bjarnarsyni lögfræðingi og stórhuga listunnanda. Hann stóð sjálfur fyrir söfnun verk- anna í Kaupmannahöfn, fékk norræna málara til að gefa verk til safnsins og skipulagði fjársöfnun meðal Íslend- inga til að kosta innrömmun þeirra og flutning. Verk safnsins voru til sýnis í Alþingishúsinu frá 1885 til 1950 þegar það fluttist í safnahúsið við Suðurgötu sem það deildi með Þjóðminjasafni Íslands. Árið 1987 fluttist safnið að Fríkirkjuvegi 7. Aðalbygging safns- ins var reist sem íshús árið 1916 eftir uppdráttum Guðjóns Samúelssonar en nýbyggingin er verk Garðars Halldórs- sonar, húsameistara ríkisins. Afmælishátíð Listasafnsins heldur áfram í dag og á morgun frá klukk- an 11 til 17 og að sjálfsögðu eru allir boðnir velkomnir. Í nóvember verða svo opnaðar nýjar sýningar í safninu, efnt til málþings um framtíð þess og gefin út bók með völdum verkum úr safneigninni. Nánari fregnir má finna á Listasafn.is. freyr@frettabladid.is Ellefu þúsund verk í eigu Listasafnsins Listasafn Íslands sem fagnar 130 ára afmæli sínu á að baki merka sögu. Safnið á merk- asta safn íslenskra verka hér á landi eft ir helstu myndlistarmenn landsins. LISTASAFN ÍSLANDS Safnið á sér merka sögu. Það var stofnað árið 1884 af Birni Bjarnarsyni lögfræðingi. HALLDÓR BJÖRN RUNÓLFSSON ➜ Fleiri erlendir lista- menn en íslenskir Fleiri erlendir listamenn en ís- lenskir eiga verk á Listasafni Íslands. Ástæðan er sú að þegar safnið var stofnað voru engir íslenskir listamenn starfandi og því voru verk m.a. frá dönskum listamönnum keypt í safnið. Af þeim 11 þúsund verkum sem eru núna í eigu safnsins eru 1.100 erlend.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.