Fréttablaðið - 18.10.2014, Page 100

Fréttablaðið - 18.10.2014, Page 100
18. október 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 68 Það var um miðnætti í skuggalegu stræti í úthverfi Malagaborgar. Ég er að leiða aldraðan tengdaföður minn gegnum ljóslaust öngstrætið þegar maður birtist, svo ógæfu- legur að hann minnir helst á Mörtu Maríu í mannfræðirannsókn. Gamli karlinn er vel til hafður með fullt seðlaveski inná sér, drag- haltur einsog sjóræningi og ég illa að mér í átökum við uppdópaða. Það var því kannski að hlaupa á snærið hjá ógæfumanninum. Hjartað berst um í brjósti mér. ÉG verð þó að fá að útskýra hvað ég var að þvælast þarna með jarðyrkjubónda á níræðisaldri sem kann helst ekkert við sig á stöðum þar sem ekki er hægt að setja niður útsæði eða slá ólífur úr tré. Málið var að við vorum að koma af knattspyrnuleik en borgin fyllist af bullum og bílum við slík tækifæri svo ég varð að leggja bílnum langt frá leikvanginum og sóttist okkur ferðin að honum seint. ÞEGAR ógæfumaðurinn er kominn upp að okkur gríp ég um hönd gamla mannsins og greikka sporið. „Eigið þið ekki pening að gefa mér?“ mælir hann uppljómaður af ólyfjan. Hjartað í mér tekur kipp. Hann gæti hvað úr hverju herjað á þann gamla, rifið af honum jakkann eða jafnvel rotað hann. Og ég sem hef aldrei ráðist á mann. ALLT í einu spyr jarðyrkjubóndinn: „Þú ert ekki héðan, er það?“ „Nei, ég er kominn langt að,“ svarar beiningamaðurinn. „Já, mér fannst þú dökkur á hörundið,“ segir sá gamli sem er alveg laus við tepruskap kenndan við pólitíska rétthugsun. Svo setur hann upp samúðarsvip og spyr: „Og er enga vinnu að fá?“ Nei, nei, henni var ekki fyrir að fara. „Og hvar býrðu?“ spyr sá gamli. „Ég halla höfði undir brúnni hér fyrir neðan.“ Jarðyrkju- bóndinn verður þá illur á svip. „Þetta er ekki hægt. Sko, Rajoy sagðist ætla að bæta ástand- ið ef hann yrði kosinn og svo hefur hann ekk- ert gert. Bara ekki baun, þetta er hræðilegt.“ ÉG hvísla því að tengdó að fara að kveðja manninn en hann átti þá eftir að segja honum frá búháttum í gamla daga þegar bestíur, verkfæri og berar hendur voru látin vinna verkin. Þá var næga vinnu að hafa. EF hagur útigangsmannsins vænkar sendir hann tengdó örugglega jólakort um næstu jól. Með tengdó í skuggasundi BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar Hipphopptvíeykið Run the Jewels, taktsmiðurinn og rapp- arinn El-P og rapparinn Killer Mike, ætla að endurgera nýju plötuna sína RTJ2 með engu nema kattarhljóðum. Þeir kappar eru miklir húmor- istar og auglýstu á heimasíðu sinni í ár að þeir myndu bjóða upp á „Meow the Jewels“ pakk- ann fyrir 40.000 Bandaríkjadali eða um það bil fimm milljónir íslenskra króna. Því var einhver sniðugur aðdáandi sem stofnaði til hópsöfnunar á Kickstarter fyrir verkefninu. „Ertu virkilega að segja mér að ef ég safna 40.000 dölum, þá geti ég heyrt rappplötu sem er öll búin til með kattarhljóðum? ÁSKORUN TEKIÐ,“ segir á síð- unni. Söfnunin er nú komin langt yfir 40.000 dala markið en þegar þetta er ritað hefur 56.000 Bandaríkjadölum verið safn- að fyrir verkefninu, sem er for- dæmalaust í sögu rappsins. „Meow the Jewels er besta rök- semd gegn grasreykingum sem ég hef heyrt, af því að það er í alvörunni einhver sem ætlar að fjármagna þetta,“ sagði El-P á tónleikum í vikunni. Fjölmargir frægir tónlistar- menn munu taka þátt í verk- efninu og leggja dúóinu lið, t.d. söngkonan Zola Jesus sem spilaði á Airwaves í fyrra, Geoff Barrow úr Portishead og taktsmiðirnir goðsagnakenndu The Alchemist, Dan the Automator, Just Blaze og Bauuer. Söfnuðu fi mm milljónum til að gera rappplötu úr kattarhljóðum Hipphopptvíeykið Run the Jewels gefur út tvær útgáfur af sömu plötu, með og án kisuhljóða. HÚMORISTAR Killer Mike og El-P sýna sitt sanna eðli. BORGRÍKI 2 - LAUGARDAG 5:50, 8, 10:10 BORGRÍKI 2 - SUNNUDAG 3:45, 5:50, 8, 10:10 KASSATRÖLLIN 2D 1:45, 3:50, 5:50 KASSATRÖLLIN 3D 1:45 GONE GIRL 10 DRACULA UNTOLD 8, 10:20 WALK AMONG TOMBSTONES 5:40, 8 SMÁHEIMAR 2D 1:40, 3:40 -T.V., biovefurinn -EMPIRE ÍSL TAL ÍSL TAL Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. Sími: 553-20755% Allir borga barnaverð BORGRÍKI 2 KL. 5.45 - 8 - 10.10 BORGRÍKI 2 LÚXUS KL. 1 - 3.30 - 5.45 - 8 GONE GIRL KL. 4.45 - 8 - 10.30 GONE GIRL LÚXUS KL. 10.10 DRACULA KL. 10.45 THE EQUALIZER KL. 8 THE MAZE RUNNER KL. 5.30 - 8 KASSATRÖLLIN ÍSL TAL 2D KL.1 - 3.15 - 5.30 KASSATRÖLLIN 3D ÍSL TAL KL. 1 - 3.15 SMÁHEIMAR 2D KL. 1 - 3.15 AÐ TEMJA DREKANN SINN ÍSL TAL 2D KL. 1 BORGRÍKI KL.5.45 - 8 - 10.10 GONE GIRL KL. 5.45 - 9 THE EQUALIZER KL. 10.15 BOYHOOD KL. 9 PARÍS NORÐURSINS KL. 3.30 - 5.45 - 8 VONARSTRÆTI KL. 6 KASSATRÖLLIN ÍSL TAL 2D KL.3.30 KASSATRÖLLIN 3D ÍSL TAL KL 3.30 SMÁHEIMAR 2D KL. 3.30 - EMPIRE - TIME OUT -T.V., BIOVEFURINN BYGGÐ Á SAMNEFNDRI METSÖLUBÓK MYND SEM ENGIN MÁ MISSA AF! BRÁÐSKEMMTILEG M YND FYRIR ALLA F JÖLSKYLDUNA IL F I LL F L L KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK SPARBÍÓ ÁLFABAKKA EGILSHÖLL LEIKSTJÓRI TALSETNINGAR RÓSA GUÐNÝ FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR THE CONJURING THE FRIGHT FILE FRÁBÆR GRÍNMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA MEÐ STEVE CARELL ROBERT DOWNEY JR. ROBERT DUVALL NEW YORK OBSERVER TOTALFILM.COM ROBERT DOWNEY JR OG ROBERT DUVALL FARA Á KOSTUM Í FRÁBÆRRI MYND SEM KEMUR SKEMMTILEGA Á ÓVART Meow the Jewels er besta röksemd gegn grasreykingum sem ég hef heyrt. - El-P
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.