Fréttablaðið - 11.03.2015, Side 10

Fréttablaðið - 11.03.2015, Side 10
11. mars 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Umsóknarfrestur 1. apríl Æskulýðs- sjóður Mest seldu sendibílar Evrópu Gríðarsterk sendibílalína Ford Ford hefur hlotið titilinn Sendibíll ársins – International Van of the Year árin 2013 og 2014. Í áratugi hafa fyrirtæki sett traust sitt á styrk, virkni og áreiðanleika Ford Transit enda mest seldu sendibílar Evrópu síðustu 40 ár. Ford Transit Connect, EcoBoost bensín 100 hö. beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,6 l/100 km. CO2 losun 129 g/km. Verð með bensínvél frá 2.950.000 m/vsk. Ford Transit Connect, 1,6TDCi dísil 75 hö. beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,4 l/100 km. CO2 losun 115 g/km. Verð með dísilvél frá 3.210.000 m/vsk. Ford Transit Custom, 2,2TDCi dísil 100 hö., 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 6,9 l/100 km. CO2 losun 183 g/km. Verð frá 4.330.000 m/vsk. Ford Transit Van, 2,2TDCi dísil 125 hö. 6 gíra beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 7,3 l/100 km. CO2 losun 194 g/km. Verð frá 5.495.000 m/vsk. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 FORD TRANSIT CUSTOM FR Á FORD TRANSIT VAN FR Á FORD TRANSIT CONNECT FR Á 2.379.032 3.491.935 4.431.452 ford.is ÁN VSK KR. KR. KR. ÁN VSK Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16. Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga 12-16. ÁN VSK Kíktu í kaffi og spjall. Í sameiningu finnum við hagstæða fyrirtækjalausn fyrir þig. Brimborg er stærst í sölu atvinnubíla á Íslandi. Veldu traust umboð með einstöku þjónustu- framboði fyrir bíla- og tækjaflota. BRETLAND Philip Hammond, utan- ríkisráðherra Breta, segir nóg komið af þeirri gagnrýni á leyni- þjónustuna vegna njósnastarfsemi, sem Edward Snowden ljóstraði upp um. Nú sé kominn tími til að leyfa leyniþjónustunni að sinna störf- um sínum án þess að láta þessa umræðu trufla sig. Þetta sagði hann á breska þinginu í gær, þar sem rætt var meðal annars um aðgerðir til að hamla gegn því að breskir ríkis- borgarar gangi til liðs við hryðju- verkasamtök erlendis. Hammond boðaði frumvarp, sem hann ásamt David Cameron forsætisráðherra og Theresa May innanríkisráðherra mun leggja fram á næsta þingi, sem veitir leyniþjónustunni þær heimild- ir sem hún þarf á að halda. Jafn- framt eigi að tryggja skýrt eftir- lit með starfsemi hennar. Þar með eigi umræðunni um þessi mál að geta lokið. Undanfarið hefur mikil umræða verið í Bretlandi um ungt fólk, sem farið hefur til Sýrlands til að ganga þar til liðs við vígasveitir Íslamska ríkisins. Fullyrt hefur verið að böðullinn, sem myrt hefur gísla í Sýrlandi, sé breskur og heiti Mohammed Emwazi. Einnig hafa borist fréttir af þremur breskum unglingsstúlkum, sem farið hafi frá Bretlandi til Sýrlands í þeim tilgangi að giftast þar liðsmönnum Íslamska ríkisins. Innanríkismálanefnd breska þingsins kallaði til yfirheyrslu í gær feður stúlknanna þriggja. Einnig ræddi nefndin við Mark Rowley, sem er yfirmaður í lög- reglunni í London. Hann upplýsti þar að 87 manns, sem tilkynnt var um að hefðu horfið á síðasta ári, hafi að mati lögreglunnar líklega farið úr landi. Þar af séu 26 konur. Rowley segir lögregluna telja að stúlkurnar hafi fengið peninga til að kaupa sér farmiða með því að stela skartgripum frá fjölskyldum sínum. Hann sagði samt engar vís- bendingar enn hafa borist um að þær hafi tekið þátt í hryðjuverka- starfsemi. Snúi þær aftur til Bret- lands eigi þær enga málshöfðun yfir sér. Hammond notaði ræðu sína meðal annars til þess að beina spjótum sínum að þeim, sem hann segir hafa ýtt undir það að fólk gangi til liðs við hryðjuverkasam- tök. „Það fer ekkert á milli mála að ábyrgðin á hryðjuverkum er þeirra sem fremja þau. En mikil ábyrgð hvílir einnig á þeim sem verja þau,“ sagði hann gudsteinn@frettabladid.is Leyniþjónusta Breta fái að starfa í friði Utanríkisráðherra Breta segir nóg komið af gagnrýni á leyniþjónustuna. Nú eigi hún að fá að sinna störfum sínum í friði. Hann boðar frumvarp um auknar heim- ildir. Á breska þinginu voru umræður um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi. PHILIP HAMMOND Utanríkisráðherra Bretlands segir nóg komið af umræðu um uppljóstranir Snowdens. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA FRAKKLAND Franska lögreglan hyggst rannsaka þyrlu slysið í Arg- entínu, sem kostaði tíu manns lífið, sem manndráp. Átta hinna látnu voru Frakkar, þar af þrír frægir íþróttamenn. Slysið varð við upptökur á vin- sælum sjónvarpsþætti, Dropped, þar sem fylgst er með frægu fólki sem skilið er eftir úti í óbyggðum og þarf að bjarga sér sjálft. - gb Rannsaka þyrluslysið í Argentínu sem manndráp: Sorg í Frakklandi Á SLYSSTAÐ Þrír hinna látnu voru frægir franskir íþróttamenn. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 1 0 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 1 7 -1 2 5 8 1 4 1 7 -1 1 1 C 1 4 1 7 -0 F E 0 1 4 1 7 -0 E A 4 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.