Fréttablaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 14
11. mars 2015 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN HALLDÓR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is H vað ætli hafi vakað fyrir útgerðunum sem ákváðu að gefa einungis þingmönnum og þingmannsefnum Sjálf- stæðisflokksins peninga fyrir síðustu kosningar? Þeir sömu ákváðu að auki að styrkja nær eingöngu núverandi stjórnarflokka, Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Réð góðvilji í garð frambjóðendanna för? Óneitanlega vekur athygli að einungis þingmenn eða þingmannsefni Sjálfstæðisflokks fengu peninga frá útgerðarfyrirtækjum. Er það tilviljun, eða ekki? Og er það tilviljun að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur einn beitt sér gegn breytingum á lögum um stjórn fiskveiða, og hefur haft betur? Breytingar verða ekki gerðar, einmitt að kröfu þingflokksins. Hvorki hér né annars staðar á að fullyrða að útgerðin hafi með peningagjöfunum keypt sér frið- helgi, stuðning og haft þannig áhrif á störf þingmanna. Það var fréttastofa Ríkisút- varpsins sem tók saman upp- lýsingar um styrki útgerðarinnar í landinu til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna. Í úttektinni kom fram að nokkuð yfir 75 prósent af þeim peningum sem gefnir voru til stjórnmálaflokka fóru til núverandi stjórnarflokka. Í fréttinni sagði: „Þrjú fyrirtæki í sjávar- útvegi styrktu Samfylkinguna um 900.000 krónur samtals. Eitt fyrirtæki lét Pírata fá hundrað þúsund kall. Fjögur fyrirtæki styrktu Bjarta framtíð um 325.000 krónur og eitt fyrirtæki styrkti Vinstri græna um 250 þúsund krónur.“ Þetta er ekki mikið í samanburði við það sem stjórnarflokkarnir fengu. Framsóknarflokknum fékk gefnar 7,4 milljónir króna, eða 36,6 prósent heildarstuðnings fyrirtækjanna, Sjálfstæðisflokkurinn fékk rúmar sjö milljónir króna, eða tæp þrjátíu prósent af heildar- greiðslum sjávarútvegsfyrirtækja til stjórnmálaflokkanna fyrir kosningarnar vorið 2013. Eðlilega vakna efasemdir þegar fjársterk fyrirtæki, sem eiga mikið undir hvernig þingið og þingmenn starfa, veita peninga til valinna þingmanna og flokka. Í okkar litla hagkerfi, kunningjasam- félagi og fámenni getur mjög sterk staða fyrirtækja haft áhrif á það fólk sem er kjörið til að taka ákvarðanir. Ekki þarf alltaf peninga til. Útgerðin, drjúgur hluti hennar hið minnsta, hefur keypt mestan hluta Morgunblaðsins. Engin launung er með eignarhaldið, það er öllum ljóst. Hvort eigendur blaðsins hafa keypt það til að auðgast eða til að koma á framfæri eigin hagsmunum er annað mál. Þau sem efast um hlutleysi Morgunblaðsins geta hafnað blaðinu. Blaðið getur vissulega haft áhrif, en það hefur ekki vald. Öðru máli gegnir um þingmenn og stjórnmálaflokka. Þar er valdið. Erfitt er að benda á að þiggjendur peninganna hafi misbeitt valdi sínu í viðleitni sinni til að gera gefandanum til geðs. Það kemur ekki í veg fyrir að spurningar vakni. Höfðu peningagjafir útgerðarfyrir- tækja áhrif á afstöðu, til að mynda þingmanna Sjálfstæðisflokksins, þegar þeir beittu óformlegu neitunarvaldi sínu og komu þannig í veg fyrir að breytingar yrðu gerðar á lögum um stjórn fiskveiða? Breytingar sem gefendur peninganna lögðust gegn. Best er að trúa á það góða í manninum og að ekkert óeðlilegt eða óheiðarlegt hafi verið gert. Samt verður að spyrja, voru gjafirnar frjáls framlög eða fjárfestingar? Útgerðir gáfu þingmönnum og flokkum peninga: Frjáls framlög eða fjárfestingar? Sigurjón Magnús Egilsson sme@frettabladid.is Ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi er orð- inn stærsti gjaldeyrisskapandi atvinnu- vegur landsins. Um 80 prósent erlendra ferðamanna segjast koma til Íslands vegna einstæðrar náttúru landsins. Þar trónir efst ósnortið hálendið. Hálendi Íslands er því eitt og sér orðið ein af mikilvægustu tekjuskapandi auðlindum landsins, ásamt fiskistofnum og náttúru- legum orkugjöfum. Það segir sig sjálft að háspennumöstur og þjóðvegir passa illa inn í þessa hálendismynd og myndu rýra þá auðlind sem hálendið er. Hvað snertir virkjanir á hálendinu verðum við að vanda valið með tilliti til þeirra gríðarlegu hagsmuni sem eru í húfi. Möguleikarnir eru sem betur fer margir og fjölbreyttir og því ætti að vera hægt að komast að góðri niðurstöðu í þeim efnum án þess að því fylgi stöðugt römm pólitísk átök sem sundra þjóð- inni. Slík átök eru sóun á tíma og orku sem annars gæti farið í skynsamlega umræðu. Stjórnvöldum á hverjum tíma ber skylda til að setja þessi mál í forgang í samræmi við mikilvægi þeirra. Því miður höfum við alls ekki staðið okkur sem skyldi, þrátt fyrir að ríkisstjórn- in hafi haft forgöngu um að verja 400 milljónum króna til þessara mála í fyrra. Hvernig stendur á því að við horfum upp á vinsælustu ferðamannastaði drabb- ast smám saman niður vegna þess að uppbyggingu innviða og nauðsynlegu viðhaldi er ekki sinnt nógu vel? Auð- vitað munu vinsældir Íslands sem ferða- mannalands dvína hratt ef ekki verður tekið fast í taumana hér. Ég bið menn um að hafa í huga að fjár- magnið til þessara verkefna verður að koma einhvers staðar frá. Frá ferða- mönnum beint og rukkað inn á hverjum stað, með einum ferðamannapassa sem allir greiða, gistináttagjaldi, komugjöld- um ferðamanna eða beint af skattfé sem í sjálfu sér má réttlæta í ljósi þess hversu tekjusköpunin er mikil í greininni. Virkj- anakostir, vegir, raflínur og uppbygg- ing innviða á ferðamannastöðum; öll eru þessi mál hjá Alþingi einmitt nú og ég hvet okkur sem þar starfa til að rísa undir okkar ábyrgð. Við megum lítinn tíma missa. Hálendið er auðlind Andlitskrem fyrir þurra húð Fæst í apótekum · Engir parabenar · Engin ilmefni · Engin litarefni ➜ Möguleikarnir eru sem betur fer margir og fjölbreyttir og því ætti að vera hægt að komast að góðri niðurstöðu í þeim efnum án þess að því fylgi stöðugt römm pólitísk átök sem sundra þjóðinni. AUÐLINDIR Elín Hirst alþingismaður Peningum vel varið Kjarninn greindi frá því í gær að innanríkisráðuneytið hefði greitt 2,4 milljónir króna fyrir fjölmiðlaráðgjöf vegna lekamálsins. Markaðsstofan Argus gaf ráðin. Þeim peningum er sannarlega vel varið og raunar leitun að fumlausari og öruggari fjölmiðla- viðbrögðum en starfsfólk ráðuneytis- ins, með ráðherrann sjálfan í broddi fylkingar, sýndu í málinu umdeilda. Hvernig öllu var neitað sem hægt var að neita þar til blákaldar staðreyndir og óhrekjanlegar sannanir neyddu fram breyttar skýringar sem síðan voru oft og tíðum hraktar og aftur komu nýjar og breyttar skýringar. „Ekki sýna neina auð- mýkt fyrr en þú ert komin svo langt út í horn að herðablöðin nema við sitthvorn útvegginn,“ er líklega ráðleggingin sem Steingrímur Sævarr Ólafsson hjá Argus gaf Hönnu Birnu og öðrum í innanríkisráðuneytinu. Hver á að borga? Eftir stendur hins vegar sú spurning hvers vegna innanríkisráðuneytið þurfti að leita til einkafyrirtækis vegna fjölmiðlaráðgjafar í lekamálinu. Margir í ráðuneytinu eru þaulvanir fjölmiðlum og nægir að nefna þar aðstoðarmanninn fyrrverandi, Gísla Frey Valdórsson. Enn stærri spurning er hvort rétt sé að þóknun fyrir fjölmiðlaráðgjöf sé greidd af skattfé. Var ráðgjöfin sem Steingrímur Sævarr veitti greidd með hagsmuni skattgreiðenda í huga? Af hverju fjölmiðlaráðgjöf? Langstærsta spurningin er hins vegar sú af hverju í ósköpunum þurfti sér- staka fjölmiðlaráðgjöf í þessu máli yfirhöfuð. Hvers vegna mál tengd einum hælisleitanda urðu svo stór að kaupa þurfti sérstaka ráðgjöf. Hér eru ókeypis ráð sem hvaða ráðherrar sem er mega nýta sér: Segið satt og skil- merkilega frá. Ekki forðast fjölmiðla. Veitið aðgang að gögnum. Talið hreint út. Markaðsstofan Argus má líka eiga þessi ráð. Mögulega er hún komin með nýjan kúnna, en framkoma Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lögreglustjóra við fjölmiðla minnir á margan hápunktinn hjá innanríkisráðuneytinu á sínum tíma. kolbeinn@frettabladid.is 1 0 -0 3 -2 0 1 5 2 1 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 1 7 -0 D 6 8 1 4 1 7 -0 C 2 C 1 4 1 7 -0 A F 0 1 4 1 7 -0 9 B 4 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.