Fréttablaðið - 11.03.2015, Side 20
| 4 11. mars 2015 | miðvikudagur
Eftirspurnin eftir atvinnuhús-
næði er að aukast, segir Garð-
ar Hannes Friðjónsson, forstjóri
fasteignafélagsins Eikar. Hann
segist hafa talið 80-85 þúsund
fermetra lausa haustið 2013.
„Við teljum það vera komið niður
í 65-70 þúsund núna einu og hálfu
ári síðar,“ segir Garðar. Þetta sé
vegna meiri mannfjölda, lækk-
andi atvinnuleysis og fl eira fólks
á atvinnualdri. Fólki sem þarf
atvinnuhúsnæði er því að fjölga.
Þegar ársreikningur Eikar
fyrir árið 2014 var kynntur kom
um leið fram að félagið yrði
skráð á markað. Eik fasteigna-
félag stefnir á að skrá hlutabréf
félagsins í Kauphöll í apríl, að
undangengnu útboði.
Garðar Hannes Friðjónsson,
forstjóri Eikar, hefur fylgt Eik
frá upphafi en félagið var stofn-
að árið 2002. „Á árunum 2003-
2006 óx félagið hratt með kaup-
um á eignum,“ segir Garðar og
bætir við að eftir það hafi félagið
hægt á vextinum þar sem það var
komin ákveðin stígandi í markað-
inn og verktakar farnir að sýna
þessum geira áhuga,“ segir Garð-
ar.
Árið 2011 komu nýir eigendur
að félaginu sem tóku ákvörðun
um að styrkja efnahag félagsins
og stækka með það að markmiði
að skrá félagið á hlutabréfamark-
að. Félagið endurfjármagnaði
allar skuldir sínar, meðal ann-
ars með því að gefa út skulda-
bréfafl okk skráðan í Kauphöll.
Félagið hélt áfram að byggjast
upp jafnt og þétt með kaupum á
einstaka eignum en á árinu 2013
var ákveðið að stækka félagið
allverulega með kaupum á fast-
eignafélaginu EF1 sem á Turn-
inn í Kópavogi og fasteignafélag-
inu Landfestum sem á mikið af
skrifstofuhúsnæði í Borgar-
túninu og Ármúlanum. „Það var
mikið ferli sem tók langan tíma
og lauk í raun ekki fyrr en um
mitt ár 2014. Í dag á félagið gott,
arðbært og vel staðsett safn fast-
eigna og því telur stjórn félags-
ins þetta vera rétta tímann til að
óska eftir skráningu í Kauphöll-
ina,“ segir Garðar Hannes í sam-
tali við Markaðinn.
Við kaupin á EF1 og Landfest-
um stækkaði efnahagsreikning-
ur Eikar úr 22-23 milljörðum í
um það bil 66 milljarða. Garðar
segir að félagið leggi nú áherslu
á arðsemi og þjónustu við hlut-
hafa, fremur en frekari stækk-
un. „Stjórn hefur sett sér arð-
greiðslustefnu um að greiða
árlega út arð sem nemur 35%
af handbæru fé frá rekstri . Það
skiptir máli að fjárfestar viti
hver markmið félagsins eru,“
segir Garðar. jonhakon@frettabladid.is
Þrefaldaðist að stærð
á fáeinum mánuðum
Fasteignafélagið Eik verður skráð á markað í apríl. Gríðarleg
breyting varð með kaupum félagsins á Landfestum og EF1. Frekari
stækkun er ekki markmið heldur arðgreiðslur til hluthafa.
MEÐ MIKLA REYNSLU Garðar Hannes Friðjónsson hefur starfað fyrir Eik allt frá árinu 2002. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Stjórn hefur
sett sér arð-
greiðslustefnu um
að greiða árlega út
arð sem nemur 35%
af handbæru fé frá
rekstri.
Hluthöfum í félögum sem skráð
eru í Kauphöll Íslands hefur
fækkað úr 7.000 að meðaltali í
árslok 2007 í 1.400 í árslok 2014.
Þá voru sex fyrirtæki með á milli
20 og 30 þúsund hluthafa í árs-
lok 2007 en hluthafar í því félagi
í Kauphöllinni, sem nú er með
fl esta hluthafa, eru þrjú þúsund.
Þetta kom fram í máli Magnus
Billing, forstjóra Kauphallarinnar
í Svíþjóð, á fundi um góða stjórn-
unarhætti í Háskóla Íslands í gær.
Magnus segir að til þess að
almenningur fjárfesti á ný í
hlutabréfum á Íslandi þurfi stofn-
anaumhverfi að vera sterkt og
traust til staðar.
Ein leið til að efl a traust sé að
fyrirtæki fylgi þeim reglum sem
settar hafa verið um góða stjórn-
arhætti af Viðskiptaráði, SA og
Kauphöllinni.
Einungis þrjú fyrirtæki sem
eru skráð í Kauphöllina hafa hlot-
ið vottun á því sviði. Páll Harðar-
son, forstjóri Kauphallarinnar á
Íslandi, segir að hann vilji gjarn-
an að fleiri fyrirtæki taki upp
vottunina. - ih
Traust nauðsynlegt til að almenningur kaupi hlutabréf á ný en hluthafar eru mun færri en fyrir hrun:
Fjöldi hluthafa úr 7.000 í 1.400
MAGNUS BILLING Forstjóri sænsku kaup-
hallar innar segir traust brýnt til þess að
Íslend ingar kaupi hlutabréf á ný.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
525 2080 // sala@valitor.is // www.valitor.is
Valitor býður upp á lausnir við móttöku greiðslukorta
á netinu, hvort sem er fyrir stærri vefverslanir eða minni.
Nú hefur opnast sá möguleiki að söluaðilar geta boðið
viðskiptavinum sínum að nota Visa Electron og Maestro
debetkort í vefviðskiptum.
Geta söluaðilar því boðið upp á greiðslur með bæði
debet- og kreditkortum í gegnum Greiðslusíðu og
Greiðslugátt Valitor.
1
0
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
4
1
7
-2
F
F
8
1
4
1
7
-2
E
B
C
1
4
1
7
-2
D
8
0
1
4
1
7
-2
C
4
4
2
8
0
X
4
0
0
6
A
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K