Fréttablaðið - 11.03.2015, Page 42
11. mars 2015 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 26
FÓTBOLTI Sölvi Geir Ottesen, lands-
liðsmiðvörður í fótbolta, spil-
aði sinn fyrsta leik fyrir Jiangsu
Guoxin-Sainty í kínversku úrvals-
deildinni í fótbolta á laugardaginn
þegar liðið tapaði, 2-1, á útivelli
gegn Shanghai SIPG.
Sölvi gekk óvænt í raðir kínverska
liðsins frá FC Ural í Rússlandi
þar sem hann átti hálft ár eftir
af samningi. Víkingurinn var í
æfingaferð með Ural-liðinu þegar
þetta kom upp.
„Ég var á Kýpur þegar ég heyrði
af áhuga Kínverjanna. Þetta gerð-
ist mjög hratt. Ég fékk góðan
samning og vegna þess, auk fjár-
málaástandsins í Rússlandi, var
ég tilbúinn til að fara eitthvað
annað,“ segir Sölvi Geir í viðtali
við Fréttablaðið.
„Mér þótti virkilega spenn-
andi að fara til Kína. Það er fínt
að fara úr rússnesku í kínversku,“
segir hann og hlær. „Ég á ekki
mikið eftir af atvinnumannaferl-
inum sem er allt í lagi. En það er
um að gera að upplifa hitt og þetta
núna og eiga sem flestar og bestar
minningar eftir ferilinn.“
Aldrei með í umræðunni
Sölvi upplifði ýmislegt nýtt við
Úralfjöllin í Rússlandi. Aðspurð-
ur hvort það sé ekki kúltúrsjokk að
færa sig enn austar á landakortinu
svarar hann: „Ég á erfitt með að
átta mig á hvað þetta þýðir.“
Hann segir líf fótboltamanns-
ins einfaldlega svipað hvar sem
hann drepur niður fæti. „Þetta er
auð vitað öðruvísi, en fótboltinn og
allt í kringum hann er svipað og
annars staðar. Ég fer á æfingar,
fer svo heim og geri eitthvað til að
drepa tímann. Fólkið lítur öðru-
vísi út og maturinn er öðruvísi en
annars er þetta alltaf sami pakk-
inn hvort sem þú ert í Danmörku,
Rússlandi eða Kína.“
Miðvörðurinn viðurkennir að erf-
iðast sé að skilja ekki neitt í neinu.
„Félagslega hliðin var önnur í Dan-
mörku. Þar gat maður allavega
talað tungumálið og reytt af sér
brandara og tekið þátt í umræðunni.
Í Rússlandi og Kína veit maður ekk-
ert hvað er að gerast fyrr en túlkur-
inn mætir. Þetta er reyndar aðeins
öðruvísi hérna því ég er með Viðar
með mér og get haft gaman af
honum,“ segir Sölvi Geir.
Fær ekki ökuréttindi
Jiangsu Guoxin-Sainty keypti ekki
einn Íslending heldur tvo. Liðið
fékk til sín framherjann Viðar
Örn Kjartansson frá Vålerenga og
Sölvi segir þá félagana vera mikið
saman.
„Hann heimtar að spila helvítis
Creed-lagið sem hann söng inn á
plötu hjá Vålerenga trekk í trekk.
Ég er orðinn frekar þreyttur á
því,“ segir Sölvi léttur.
„Við erum mikið saman. Við
hittumst auðvitað á æfingum og
svo vorum við herbergisfélagar í
þriggja daga ferð til Sjanghæ um
daginn. Hann er samt með konuna
sína hérna úti.“
Þeir félagarnir búa í um 20 mín-
útna göngufæri hvor frá öðrum.
Aðeins tekur um fimm mínútur að
keyra en það er ekkert rosalega
líklegt að þeir setjist undir stýri á
meðan á dvöl þeirra stendur.
„Maður þarf að læra hluta af
kínversku til að fá ökuréttindi
hérna. Það þýðir ekkert að sýna
bara íslenska ökuskírteinið hérna.
Við erum alltaf sóttir á æfingar og
keyrðir heim,“ segir Sölvi.
Kínverjarnir góðir
Gæði fótboltans í Kína og kín-
versku leikmannanna hefur
komið Sölva skemmtilega á óvart.
„Þeir eru mjög sprækir en vantar
kannski smá meiri fótboltaskiln-
ing, sérstaklega í varnarleiknum.
Hér eru samt rosalega hæfileika-
ríkir strákar sem kunna ýmislegt
fyrir sér,“ segir hann,
Aðspurður um fyrsta leikinn á
Sölvi erfitt með að trúa að hann
hafi tapast. Við byrjuðum ekki vel
og vorum að missa boltann mikið
til að byrja með. Það var smá
stress í mönnum. En seinni hluta
fyrri hálfleiks og allan seinni hálf-
leikinn vorum við með tökin á vell-
inum. Það var grátlegt að skora
ekki fleiri en eitt mark. Við áttum
það skilið.“
Klárar samninginn
Sölvi Geir varð 31 árs gamall
í byrjun árs. Vegna fjölskyldu-
aðstæðna þarf hann kannski að
binda enda á atvinnumannsferil-
inn fyrr en seinna. Það verður þó
ekki strax.
„Ég á nóg eftir. Ég er búinn að
vera rosalega góður í skrokknum
lengi núna og bakið verið í góðu
lagi síðan ég fór til Rússlands. Ég
hef sjaldan verið að spila jafn vel
en það er af öðrum ástæðum sem
ég kem heim fyrr ef svo verður. Ég
tel mig samt eiga nóg eftir,“ segir
Sölvi.
Hann gerði tveggja ára samning
við Sainty og ætlar að klára
þann samning. „Það er
markmiðið. Ég veit
svo ekkert um fram-
haldið eftir það. Þegar
þessi samningur klár-
ast kíkir maður bara
á hvernig landið ligg-
ur,“ segir Sölvi Geir
Ottesen. tomas@365.is
Ekki einfalt að fá ökuréttindi í Kína
Sölvi Geir Ottesen spilaði sinn fyrsta leik með Jiangsu Guoxin-Sainty í kínversku úrvalsdeildinni í fótbolta um síðustu helgi. Hann segist
sjaldan hafa verið betri og ætlar að klára tveggja ára samning hjá liðinu. Líður vel í bakinu og hefur verið meiðslafrír í nokkurn tíma.
LÍÐUR VEL Sölvi Geir hefur það gott í Kína og er að spila vel. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Íslenska landsliðið í fótbolta mætir Kasakstan í lok mánaðarins í mikil-
vægum leik í undankeppni EM 2016. Sölvi Geir hefur verið fastamaður í
landsliðshópnum í mörg ár og Viðar Örn Kjartansson komið inn á síðustu
mánuðum eftir að hann fór að blómstra í Noregi.
Sparkspekingar velta sér nú sumir hverjir upp úr því hvort þeir verði
valdir eftir að þeir fóru að spila í Kína eða hvort aðrir leikmenn verði
teknir inn í hópinn.
„Ég sé ekki af hverju við ættum að vera að gefa eftir
landsliðssæti með því að koma hingað. Kínverska deildin
er hörkugóð. Hér eru alveg frábærir framherjar þannig að
það verður allavega nóg að gera hjá mér,“ segir Sölvi Geir
sem viðurkennir að hann verði ekki sáttur verði hann ekki í
hópnum sem ferðast til Astana.
„Ég sé ekki neina ástæðu fyrir því að við verðum ekki
valdir. Ég held áfram að gera mitt allra besta og verð mög
svekktur verði ég ekki valinn í hópinn,“ segir Sölvi Geir.
Svekktur ef ég verð ekki valinn
HANDBOLTI „Hann hefur litið vel
út á æfingum og hefur ekki glat-
að neinu af leikskilningi sínum,“
segir Aron Kristjánsson, þjálf-
ari Danmerkurmeistara Kolding,
en félagið tilkynnti í gær að Ólaf-
ur Stefánsson muni spila með því
gegn Zagreb í 16-liða úrslitum
Meistaradeildarinnar.
Fyrri leikur liðanna fer fram í
Zagreb um næstu helgi og síðari
leikurinn er í Kaupmannahöfn
viku síðar.
Ólafur byrjaði að æfa með
félaginu í síðustu viku og gengi
það vel myndi hann spila. Það er
nú ljóst að hann mun gera það enda
hefur hann litið vel út á æfingum.
„Hreyfingarnar eru að koma og
hann var fljótur að komast inn í
spilið hjá okkur. Nú erum við að
koma öxlinni á honum í gang. Það
er ekkert rosalega mikið dýnamít í
öxlinni á honum núna en við erum
að ná því upp. Svo þegar hann
kemur í leik þá lætur hann frekar
vaða. Annars er Óli í flottu formi
og þetta lítur vel út. Hann hefur
haft mjög gaman af þessu og er
eins og barn að leika sér.“
Aron segir að ekki komi til
greina að Ólafur beri leik liðsins
uppi heldur mun hann leysa Svíann
Kim Andersson af hólmi en hann
er að spila þó svo hann sé ekki
alveg heill heilsu.
„Það væri frábært ef hann gæti
tekið tíu mínútur við og við. Hann
er reynslumikill og getur komið
inn með mörk og sendingar. Auð-
vitað ró og reynslu líka á erfiðum
útivelli,“ segir Aron en hann gæti
líka spilað með Ólaf og Andersson
saman.
„Kim hefur spilað á miðjunni
stundum í vetur og það gæti vel
farið svo að ég prófi það og þá
með Óla í skyttunni. Við þurfum
að vera á lífi eftir leikinn í Zagreb
og ég er bjartsýnn á að það takist
enda erum við með reynslumikið
lið.“ - hbg
Óli er eins og barn að leika sér
Ólafur Stefánsson mun spila með Kolding í Meistaradeildinni gegn Zagreb.
ÖLLU TJALDAÐ Aron segir Ólaf vera
kláran í slaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
ÖFLUGUR Damon Johnson í leik með Kefla-
víkurliðinu á móti KR á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
MIKILVÆGI DAMONS
JOHNSON FYRIR
KEFLAVÍKURLIÐIÐ:
DAMON Í SIGURLEIKJUM (8)*
Stig í leik 20,1
Skotnýting 50 prósent
Fráköst í leik 6,9
Stoðsendingar í leik 2,4
Framlag í leik 21,9
DAMON Í TAPLEIKJUM (7)*
Stig í leik 9,4
Skotnýting 29 prósent
Fráköst í leik 6,0
Stoðsendingar í leik 1,7
Framlag í leik 9,7
*Tölfræði úr Dominos-deildinni
KÖRFUBOLTI Damon Johnson hélt
upp á 41 árs afmælið sitt 1. mars
síðastliðinn en það er ekki hægt að
segja að afmælisdagurinn hafi hægt
eitthvað á elsta leikmanni Dominos-
deildarinnar.
Damon hefur farið fyrir tveimur
sigrum Keflavíkurliðsins síðan og
séð til þess að liðið er ekki aðeins
gulltryggt inn í úrslitakeppnina
heldur á enn þá möguleika á því að
vera með heimavallarrétt í átta liða
úrslitunum vinni Keflvíkingar Hauka í
lokaumferðinni á fimmtudaginn.
Mikilvægi Damons fyrir Keflavíkur-
liðið er gríðarlegt og það kemur ein-
staklega vel fram í tölfræðinni í vetur.
Damon hefur spilað 15 af 21 leik
Keflvíkinga í deildinni á tímabilinu
og er með 15,1 stig, 6,5 fráköst og
2,1 stoðsendingar að meðaltali á
27,4 mínútum.
Þetta er mjög flott tölfræði hjá
manni á fimmtugsaldri en það er
fylgnin milli góðra leikja hans og
sigurleikja Keflvíkinga sem er það
athyglisverðasta við framgöngu þessa
þrefalda Íslandsmeistara.
Keflavík hefur unnið átta leiki sem
hann hefur spilað og í þeim hefur
Damon skorað 20,1 stig að meðaltali
eða 10,7 stigum meira að meðal-
tali en í þeim sjö leikjum sem hafa
tapast með hann innanborðs.
Damon Johnson hefur skorað sextán
stig eða meira í níu leikjum í deild-
inni í vetur og Keflavíkurliðið hefur
unnið átta þeirra. Liðið er hins vegar
aðeins með 25 prósent sigurhlut-
fall í þeim tólf leikjum sem Damon
hefur annaðhvort ekki verið með eða
skorað fimmtán stig eða minna.
Damon glímdi við meiðsli um mitt
tímabil en virðist nú kominn á ný í
úrslitakeppnisform. - óój
41 árs en samt gríðarlega mikilvægur fyrir Kefl avíkurliðið
SPORT
1
0
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
4
1
7
-2
B
0
8
1
4
1
7
-2
9
C
C
1
4
1
7
-2
8
9
0
1
4
1
7
-2
7
5
4
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K