Fréttablaðið - 11.03.2015, Blaðsíða 46
11. mars 2015 MIÐVIKUDAGUR| LÍFIÐ | 30
Margrét GnarrAlexandra S. Nikulásdóttir
Fyrirbærið mittisþjálfi eða
Waist trainer er nýjasta æðið
í líkamsræktarheiminum úti í
heimi. Um er að ræða mittisbelti
sem minnir á korselett og er
krækt saman að framan.
Samkvæmt leiðbeiningum á
að nota beltið í tvo tíma á dag
til að byrja með og lengja svo
tímann eftir því hvað líkaminn
þolir. Dæmi eru þó um að stúlk-
ur hafi verið með beltið sam-
fleytt í 23 tíma og þá sofið með
það. Einnig á að vera gott að
nota beltið á æfingu til að veita
stuðning við bak. Ekki er mælt
með því að nota beltið ef við-
komandi stundar ekki líkams-
rækt.
Skiptar skoðanir eru um til-
gang beltisins, hvort hann sé
að veita stuðning við bak eða
hjálpa til við að ná réttri líkams-
stöðu. En eins og nafnið gefur
til kynna þá á beltið með tíman-
um að minnka mittismál og gefa
svokallaðan stundaglasvöxt með
því að slaka á oblique-vöðvum
eða hliðarkviðvöðvunum. Svo er
hægt að þrengja beltið eftir því
sem mittið minnkar.
Raunveruleikastjarnan Kim
Kardashian setti mynd af sér í
haust inn á samfélagsmiðilinn
Instagram þar sem hún lofaði
Waist trainer í hástert og sagði
það notkun hans að þakka að
hún væri með grennra mitti
núna. adda@frettabladid.is
Magabeltið sem á að
minnka mittismálið
Waist trainer eða mittisþjálfi hefur upp á síðkastið notið mikilla vinsælda hjá
stjörnum og líkamsræktarfólki erlendis. Nú virðist bólan vera komin til landsins.
Matarræðið mikilvægara
„Það er mikið verið að spyrja okkur
um þetta, hvort þetta virki,“ segir
Alexandra Sif Nikulásdóttir, fjar-
þjálfari hjá Betri árangri og fitness-
keppandi.
„Við erum öll ólík og ég tel að
mjótt mitti komi fyrst og fremst
frá náttúrunnar hendi. Auðvitað
er alltaf gott að hafa stuðning við
bakið á æfingum, en til þess eru til
öðruvísi belti, sem þú ert ekki með
alla æfinguna. Að mínu mati er
þetta kannski fullmikið til að nota á
heilli æfingu. Þú lítur út fyrir að vera
með grennra mitti þegar þú ert með
þetta á þér, en ég mæli heldur með
að hreinsa til í matar æðinu og æfa
samhliða því heldur en að treysta á
þetta.“
Vont fyrir jafnvægið
„Ég prófaði þetta sjálf í þrjár vikur
og notaði á æfingum. Ég var ekki að
þrengja þetta þannig,“ segir Margrét
Gnarr, fitness-keppandi og fjarþjálfari.
„Það sem þetta á að gera er að slaka
á hliðarkviðvöðvunum, þannig að þú
sért ekki að nota þá, og þess vegna
prófaði ég þetta. Þetta hentaði mér
ekki því mér fannst þetta hafa vond
áhrif á jafnvægið hjá mér, sem hliðar-
vöðvarnir hjálpa til með,“ segir Mar-
grét sem hætti notkun eftir þessar
þrjár vikur. Hún segist hafa heyrt
sögur af því að stelpur hér heima hafi
verið að þrengja beltið mikið í þeim
tilgangi að minnka mittið enn meira.
„Ég held að það sé ekki sniðugt að
þrengja þetta mikið, það getur haft
áhrif á líffæri og rifbein.“
www.betrabak.is Leggur grunn að góðum degi
Dýna og Fermingar-
Tegund Stærð Classic-botn tilboð
C&J Platinum 100x200 89.900 kr. 67.425 kr.
C&J Platinum 120x200 99.900 kr. 74.925 kr.
C&J Platinum 140x200 114.900 kr. 86.175 kr.
C&J Gold 90x200 96.900 kr. 72.675 kr.
C&J Gold 100x200 104.900 kr. 78.675 kr.
C&J Gold 120x200 119.900 kr. 89.925 kr.
C&J Gold 140x200 139.900 kr. 104.925 kr.
25%
FERMINGARAFSLÁTTUR
AF C&J HEILSURÚMUM
Frábært verð!
FERMINGAR-
TILBOÐ
AÐEINS KRÓNUR
89.925
FERMINGAR-
TILBOÐ
GOLD120X200
AÐEINS KRÓNUR
67.425
FERMINGAR-
TILBOÐ
PLATINIUM100X200
Heilsudýnan sem lætur
þér og þínum líða vel!
GAFL
SELDUR
SÉR
„Vatn, lýsi, nokkrar möndlur og
kaffi. Í þessari röð. Stundum egg.
Annars er morgunmatur ofmetið
dæmi sem Kellogg’s og Nestlé hafa
náð að ljúga að okkur að sé mikil-
vægasta máltíð dagsins.“
Steinþór Helgi Arnsteinsson, annar dómara
og spurningahöfunda í Gettu betur.
MORGUNMATURINN
Skartgripamerkið Kría og fata-
merkið Aftur senda frá sér ein-
stakan skartgrip fyrir Hönnunar-
Mars. Um er að ræða hálsmen og
á því hanga litlir gripir úr eldri
línum frá Kríu á handperlaðri silf-
urkeðju.
„Það er mikil hugsun á bak við
þetta hjá okkur. Pælingin er að
nota formin aftur og setja þau
saman á nýjan hátt,“ segir Jóhanna
Metúsalemsdóttir, hönnuður hjá
Kríu. Línan er öll steypt úr end-
urunnum málmi. „Aftur er þekkt
fyrir það að endurvinna fatnað
og ég er farin að vinna eingöngu
með endurunninn málm. Við Bára
Hólmgeirsdóttir hjá Aftur erum
góðar vinkonur og okkur hefur
lengi langað að hanna eitthvað
saman,“ segir hún.
Jóhanna segist eingöngu vinna
með endurunninn málm núna.
„Það er sífellt vinsælla í tísku-
bransanum að nota hann og mjög
margir skartgripasteyparar í New
York, þar sem ég bý, eru farnir að
nota slíkan málm.“
Hálsmenið verður framleitt í
takmörkuðu upplagi og kemur í
verslun Aftur á morgun klukkan
17, ásamt nýrri línu frá Kríu, Inc-
arnation. Menið verður svo til sölu
í Aftur yfir HönnunarMars.
- asi
Kría og Aft ur hanna saman skart
Af tilefni HönnunarMars hanna vinkonur endurvinnanlegt hálsmen saman.
KRÍA Nýja línan Incarnation verður
einnig til sýnis. MYND/ELÍSABET DAVÍÐS.
Það er mikil hugsun
á bak við þetta hjá okkur.
Pælingin er að nota
formin aftur og setja þau
saman á nýjan hátt.
1
0
-0
3
-2
0
1
5
2
1
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
4
1
7
-1
2
5
8
1
4
1
7
-1
1
1
C
1
4
1
7
-0
F
E
0
1
4
1
7
-0
E
A
4
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K