Fréttablaðið - 12.03.2015, Page 4

Fréttablaðið - 12.03.2015, Page 4
12. mars 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 24 farþegaþotur á eða leigir Icelandair til að þjónusta viðskiptavini sína. Þær voru 18 árið 2013. LEIÐRÉTT Ranglega var farið með föðurnafn ráðuneytisstjórans í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í undirfyrir- sögn í Markaðnum í gær. Hún heitir Sigríður Auður Arnar- dóttir, eins og fram kom í meginmáli textans. NEYTENDUR Verð á innfluttum vörum hefur ekki lækkað í samræmi við styrkingu íslensku krónunnar frá árinu 2010. Þetta má lesa úr skýrslu Samkeppniseftirlitsins um matvörumarkaðinn, sem kom út í fyrradag. Hagar eru með 48-49 prósenta markaðs- hlutdeild í dagvöru. Finnur Árnason, for- stjóri fyrirtækisins, segir fyrirtækið ekki hafa hækkað álagningu á þessum tíma. „Við erum að birta okkar álagningu fjór- um sinnum á ári, eitt fyrir tækja á þess- um markaði. Það kemur fram í opinberum gögnum okkar að yfir þetta tímabil þá hefur okkar álagning frekar verið að lækka en að hækka,“ segir Finnur. Finnur vísar í töflu í skýrslunni um framlegð verslunarinnar á árunum 2010 og 2014. „Þar kemur fram að vegið meðaltal er 20,2 prósent á báðum tímapunktum. Sem segir að ef það er ein- hver gengis bati umfram verðlag, þá er hann ekki í versluninni,“ segir Finnur. Hann vill engu svara um það hvort birgjar hafi hirt gengis- hagnaðinn. - jhh Forstjóri Haga segir að álagning fyrirtækisins á seldar vörur hafi ekki hækkað að undanförnu: Segir Haga ekki hagnast á gengisbreytingu FINNUR ÁRNASON Innlendar vörur frá inn- lendum framleiðendum Innlendar vörur frá tengdum fyrirtækjum Erlendar vörur frá innlendum heildsölum Erlendar vörur innfl uttar af verslanasamstæðum Vegið meðaltal 19,1% 17,1% 21,2% 24,6% 20,2% 19,2% 20,6% 20,4% 24,6% 20,2% 2010 2014 VEGIÐ MEÐALTAL FRAMLEGÐAR KJARAMÁL Aðildarfélög Starfs- greinasambandsins (SGS) kjósa um mögulegar verkfalls aðgerðir í rafrænum kosningum fyrir páska, segir Björn Snæbjörns- son, formaður SGS. Heimild til að boða aðgerðir segir hann liggja fyrir eftir árangurslausan samn- ingafund hjá Ríkissáttasemjara á þriðjudag. Björn segir að atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun verði sameigin- leg hjá öllum sextán félögunum sem að SGS standa. „Þetta á því að verða búið fyrir páska og svo verður boðað til verkfalls og það verður þá einhvern tímann eftir páska.“ „Þetta var svolítið snubbótt. Þeir neituðu bara að ræða við okkur um okkar kröfur,“ segir Björn um fund samninganefndar SGS við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins (SA) hjá Ríkis sáttasemjara á þriðjudag. „Við höfum talað um að lægsti taxti færi í 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Við erum til búin til að ræða hlutfallslega styttri samning, en markmiðið er að ná þessum tölum innan þriggja ára.“ Félagið hefði hins vegar verið til í að ræða aðrar tölur, mögulega 50 þúsund króna hækkun, í samningi sem þá næði kannski til eins og hálfs árs. SA hafi hins vegar bara hafnað kröfugerð sambandsins og þar standi málið. Í tilkynningu á vef SA er SGS sagt hafa hafnað stöðugleika og nálgun SA um að „halda áfram að byggja upp kaupmátt launa á grundvelli verðstöðugleika“. Í stað þess sé nálgun SGS að krefjast tuga prósenta launahækkana sem leiða muni til mikillar verðbólgu á skömmum tíma og stökkbreyta verðtryggðum skuldum heimila og fyrirtækja, hækka vexti og fella gengi krónunnar. Björn segir SGS ekkert gera með fullyrðingar SA. „Við erum Í verkfall stefnir eftir páska Til verkfalla gæti komið eftir viðræðuslit SGS og SA. Ótrúverðugt að fólk á lágmarkslaunum eigi að standa undir stöðugleikanum, segir formaður SGS. Aldrei þessu vant snúi kröfur ekki að ríkinu vegna svikinna loforða. VERKFALLSVÖRÐUR Mikið ber á milli í viðræðum Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins. Viðræðum var slitið í fyrradag og stefnir í átök. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA með 0,8 prósenta verðbólgu og kaupmáttar aukningu á sama tíma og fullt af hópum hafa fengið fínar launahækkanir.“ Björn segir ein- kennilegt að sumir geti hækkað og aðrir ekki. „Ég man ekki eftir því að rætt væri um að þjóðfélag- ið færi á hliðina ef læknar fengju kauphækkun. En svo er alltaf sami söngurinn ef fólkið sem er með taxta upp 200 þúsund krónur ætlar að fara fram á kauphækkun, 100 þúsund kall á þremur árum. Þá er eins og allir séu að flýja skerið.“ Björn spyr hvar sé ábyrgð þeirra hópa sem fengið hafi hækkanir umfram þau markmið sem lagt var upp með í kjarasamningum í fyrra. „Á almennt verkafólk bara að sitja eftir og lofa hinum að leika sér?“ Í nýrri grein sem Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og nefnd- armaður í Peningastefnunefnd Seðlabankans, skrifar í efnahags- ritið Vísbendingu, segir hann ríkið þurfa að koma að samningum á almennum markaði með einhverj- um hætti takist ekki að lægja öldur á vinnumarkaði. Björn segir ekkert hafa verið rætt við stjórnvöld í tengslum við nýja samninga. Það hafi verið venjan á árum áður, en núna hafi menn engan áhuga á því. „Ríkis- stjórnin lofaði ýmsu síðast og er búin að svíkja það þannig að menn hafa bara engan áhuga á að tala við stjórnvöld sem ekki standa við það sem þau lofa.“ olikr@frettabladid.is Menn hafa bara engan áhuga á að tala við stjórnvöld sem ekki standa við það sem þau lofa. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Á vef Starfsgreinasambandsins kemur fram að fulltrúar allra 16 aðildarfélaga sambandsins sem það fari með samningsumboð fyrir hafi einróma samþykkt viðræðuslit við Samtök atvinnu- lífsins. Félögin eru: AFL Starfs- greinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Stéttarfélagið Sam- staða, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Akraness, Verka- lýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Sand- gerðis, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verka- lýðsfélag Vestfirðinga og Verka- lýðsfélag Þórshafnar. ➜ Samþykktu viðræðu- slitin einróma STJÓRNSÝSLA Sigríður Lillý Bald- ursdóttir, forstjóri Trygginga- stofnunar, segir stofnunina stöðva bótagreiðslur að upphæð 100 milljónir króna á ári vegna svika. Snemma í mánuðinum úrskurðaði Persónuvernd að fyrirkomulag við móttöku nafn- lausra ábendinga stæðist ekki lög. Sigríður segir úrskurðinn hafa komið sér og öðrum starfs- mönnum í opna skjöldu. „Nafn- lausar ábendingar eru hluti af eftirlitsumhverfinu í nágranna- ríkjunum og þar er sams konar persónuverndarlöggjöf. Ég er viss um að við finnum á þessu flöt. Þetta kom okkur í opna skjöldu. Við töldum að þetta væri eins og vera bæri, að það væri sátt um aðferðir okkar.“ - kbg Mörg hundruð milljóna svik: Úrskurður kom forstjóra á óvart EKKI SÁTT UM VELFERÐARKERFIÐ Sigríður Lillý Baldursdóttir segir ekki sátt ríkja um velferðarkerfið sé það opið fyrir svikum. FRÉTTABLAÐIÐ/EINAR SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Stein- grímsson hlynur@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Uniq 4202 Glæsilega hannaður og vandaður sturtuklefi. Auðveldur í uppsettningu FRÁBÆR GÆÐI / GOTT VERÐ Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá HLÝNANDI Suðaustanátt í dag með hlýnandi veðri og rigningu um sunnan og vestanvert landið. Vestanstormur syðst á landinu í kvöld en á morgun gengur aftur í hvassa suðaustanátt með mikilli úrkomu og frekari hlýindum. -1° 5 m/s 0° 6 m/s 3° 9 m/s 6° 17 m/s 10-23 m/s síðdegis og annað kvöld, hvassast S- og V-til. 8-18 m/s. Gildistími korta er um hádegi 8° 29° 6° 13° 18° 5° 9° 6° 6° 21° 12° 24° 24° 13° 13° 7° 9° 11° 4° 15 m/s 4° 13 m/s 3° 9 m/s 2° 10 m/s 0° 4 m/s 2° 6 m/s -2° 7 m/s 5° 6° 2° 3° 6° 7° 6° 6° 3° 6° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur LAUGARDAGUR Á MORGUN 1 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :0 5 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 1 C -3 1 4 0 1 4 1 C -3 0 0 4 1 4 1 C -2 E C 8 1 4 1 C -2 D 8 C 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.