Fréttablaðið - 12.03.2015, Síða 8

Fréttablaðið - 12.03.2015, Síða 8
12. mars 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 LITHÁEN Í gær fagnaði Litháen 25 ára sjálfstæði sínu en Ísland var fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstæði Litháen. Í tilefni af því verður for- seti Íslands viðstaddur hátíðarhöld í Litháen. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dalia Grybaus- kaite, forseti Litháen, héldu sameigin- legan blaðamannafund í Vilníus í gær. Í erindi sínu sagði Grybauskaite að Ísland væri fyrirmynd hvað varð- aði hugrekki, virðingu fyrir frelsi og samstöðu með öðrum smáríkjum. Ólafur tók í svipaðan streng og lagði mikla áherslu á samstöðu og sam- vinnu smáríkja. Á fundinum nýttu forsetarnir tæki- færið til að ræða ástandið í Úkraínu, samstarf ríkjanna innan Atlantshafs- bandalagsins og á samstarfsvettvangi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Grybauskaite sagði að fordæmið sem Íslendingar settu fyrir 25 árum væri innblástur fyrir Litháen til að hjálpa Úkraínumönnum að byggja upp eigin þjóð á ný. Jafnframt sagði hún brýnt að standa saman gegn oki Rússa sem væri ógn við alla Evrópu. - srs Forseti Íslands var viðstaddur 25 ára sjálfstæðisafmæli Litháen í gær: Hugrekki Íslands gott fordæmi FORSETAR OG FRÚ Litháen fagnar 25 ára sjálfstæði. ROBERTAS DACKUS VINNUMARKAÐUR Sveitarfélögin gera ráð fyrir því að launahækk- anir verði fremur hófstilltar fram til ársins 2018 ef marka má fjárhagsáætlanir þeirra. Heildar- afkoma þeirra mun einnig batna hægt og bítandi á næstu fjórum árum. Heildartekjur sveitar- félaganna munu vaxa úr rúmum 240 milljörðum króna á þessu ári í um 270 milljarða árið 2018. Þetta kemur fram í fréttabréfi hag- og upplýsingasviðs Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, um niðurstöður úr fjárhagsáætlunum sveitar félaga landsins. Samkvæmt fjárhagsáætlun- um sveitarfélaganna sést að þau telja skatttekjur vaxa milli ára á tímabilinu. Skatttekjurnar munu hækka um 25 milljarða króna á þessu fjögurra ára tímabili. Á sama tíma og stjórnendur sveitarfélaga telja hag sveitar- félaganna batna munu fjár- festingar þeirra lækka úr 18 milljörðum á þessu ári í um 12 milljarða árið 2018. - sa Samband sveitarfélaga hefur farið yfir þriggja ára fjárhagsáætlanir: Spá hóflegum launahækkunum VÖXTUR Heildartekjur sveitarfélaga hækka um tugi milljarða á næstu árum ef marka má fjárhagsáætlanir þeirra til ársins 2018. STJÓRNSÝSLA Umboðsmaður Alþing- is hefur enn ekki svarað kvörtun Heiðars Más Guðjónssonar fjár- festis, sem hann sendi embættinu árið 2010. „Hann hefur lofað því vel á þriðja ár að svar komi í næstu viku svo ég veit ekki hvað ég á að halda lengur,“ segir Heiðar Már. Heiðar Már kvartaði til umboðs- manns Alþingis í nóvembermánuði árið 2010 sökum þess að eignar- haldsfélag Seðlabanka Íslands hefði ekki staðið nægilega vel að málum varðandi sölu ríkisins á Sjóvá. Ursus, félag í eigu Heiðars Más, hefði boðið tæplega ellefu milljarða króna í félagið en að hans sögn hefði honum verið ýtt út úr söluferlinu. Síðar var Sjóvá selt öðrum aðil- um fyrir lægri upphæð en Ursus bauð. „Þetta mál snýr að sölu á eigum ríkisins. Þar buðum við tæpa ellefu milljarða króna. Félagið er síðan selt fyrir um 9,3 milljarða. Tjón skattgreiðenda er því mikið. Eins og hlutirnir hafa þróast er mitt tjón um þrír milljarðar króna,“ segir Heiðar Már. Tryggvi Gunnarsson, umboðs- maður Alþingis, segir rétt að málið hafi dregist en von sé á að svar berist fljótlega. „Þegar málið kemur hingað inn á borð er því ekki lokið af hálfu stjórnvalda en það er skilyrði þess að umboðsmaður geti fjallað um kvörtun. Það var síðan niðurstaða ríkissaksóknara árið 2012 að rannsókn hinna meintu brota skyldi hætt og þá var ekki tilefni til þess að umboðsmaður skoðaði þau atvik. Hins vegar vörp- uðu atvik sem fram komu í þessari kvörtun ljósi á ýmis almenn atriði svo sem um birtingu á reglum Seðlabankans á sínum tíma og fyrir komulag ákveðinna atriða í starfi bankans og í lögum um þessi mál. Það hefur legið fyrir um nokk- urn tíma að þessu máli yrði lokið af minni hálfu sem frumkvæðismáli um þessi almennu atriði. Ég hafði vonast til þess að þessu máli væri lokið nú en annir við afgreiðslu á kvörtunum hafa leitt til þess að það hefur ekki tekist,“ segir Tryggvi. Umboðsmaður Alþingis hefur ítrekað tjáð Alþingi að auka þurfi fjárveitingar til embættis- ins ef stofnunin eigi að geta sinnt öllum þeim verkefnum sem hún á að sinna. Í júní á síðasta ári benti Heiðar Már á að enn hefði ekkert svar bor- ist frá umboðsmanni. „Ég inni hann eftir svörum opinberlega síðastliðið sumar. Þá var lofað bót og betrun. Síðan hefur ekkert gerst og ég bíð áfram. Þessi kvörtun mín snýr að íslenskri stjórnsýslu. Svo virðist sem einstakir embættismenn hafi hugsanlega látið persónulega skoð- un á mönnum ráða ferðinni frekar en hvað lögin segja,“ segir Heiðar Már. sveinn@frettabladid.is Ekki svarað fjögurra ára gamalli kvörtun Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir bíður enn svars umboðsmanns Alþingis vegna kvörtunar sem hann sendi embættinu árið 2010. Segir tjón sitt vegna málsins vera um þrjá milljarða króna. Vildi kaupa Sjóvá en aðrir keyptu á mun lægra verði. SEÐLABANKINN Eignarhaldsfélag Seðlabanka Íslands seldi öðrum fjár- festum Sjóvár fyrir um 1,6 milljarði minna en Ursus vildi kaupa félagið á. Að mati Heiðars Más hafa skatt- greiðendur orðið af þeirri upphæð. TRYGGVI GUNNARSSON HEIÐAR MÁR GUÐJÓNSSON FORD C-MAX TITANIUM Nýskr. 07/13, ekinn 22 þús. km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 2.990 þús. Rnr. 142746. HYUNDAI iX35 COMFORT Nýskr. 11/13, ekinn 11 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 4.990 þús. Rnr. 120575. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is DACIA DUSTER 4x4 Nýskr. 07/13, ekinn 90 þús. km. dísil, beinskiptur. Rnr. 142458. SUZUKI GRAND VITARA Nýskr. 06/11, ekinn 56 þús km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 3.690 þús. Rnr. 102377. NISSAN NAVARA SE Nýskr. 07/09, ekinn 155 þús km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.880 þús. Rnr. 282370. HYUNDAI i30 COMFORT Nýskr. 04/12, ekinn 36 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.990 þús. Rnr. 142621. RENAULT MEGANE SP TOURER Nýskr. 06/13, ekinn 55 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.990 þús. Rnr. 142531. Frábært verð! 2.780 þús. GOTT ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA Skoðaðu úrvalið á bilaland.is ALLT AÐ 90% FJÁRMÖGNUN TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! 1 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :0 5 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 4 1 C -5 8 C 0 1 4 1 C -5 7 8 4 1 4 1 C -5 6 4 8 1 4 1 C -5 5 0 C 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.