Fréttablaðið - 12.03.2015, Page 54
12. mars 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 42
BAKÞANKAR
Frosta
Logasonar
Rokkkóngur Íslands og ein vinsælasta þungarokksveit lands-
ins um árabil komu saman síðustu helgi á tónleikum í Hörpu.
Bubbi Morthens er ánægður með útkomuna og segir tón-
leikana hafa verið sögulega. „Þessir tónleikar voru galdur og
af öllum mínum ferli set ég þessa tónleika í topp fjóra.“
Á tónleikunum voru spiluð lög af plötunni Geislavirkir
með Utangarðsmönnum, sem kom út árið 1980. Meðal laga
á plötunni eru Hiroshima og Kyrrlátt kvöld við fjörðinn.
Einnig voru lög af plötunni Lily Marlene spiluð sem hljóm-
sveitin Das Kapital gaf út, og má þar nefna lögin Blindsker
og Leyndarmál frægðarinnar.
„Dimma tók þessi lög og setti þau í þannig búning að þau
öðluðust nýtt líf – það má segja að lögin hafi farið að heiman
í fullorðinsfötum. Bæði kvöldin voru í einu orði sagt mögnuð
og þetta er ein af mínum stóru stundum í rokkinu,“ segir
Bubbi um upplifun sína af tónleikunum.
Einn af
hápunktum
ferilsins
Síðustu helgi stilltu Bubbi Morthens og
Dimma saman strengi sína í Eldborg og
fl uttu lög Utangarðsmanna og Das Kapital.
Á SVIÐINU
Bubbi ásamt
meðlimum
þungarokk-
sveitarinnar
Dimmu í
Eldborgar-
salnum í
Hörpu. Hér
sýnir Ingó
Geirdal
gítarleikari
snilldartakta.
FRÉTTABLAÐIÐ/
PJETUR
FERSKUR Bubbi Morthens lék á als
oddi á tónleikunum, fullur af krafti og
naut sín í botn. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
BRÆÐUR Á TÓNLEIKUM Hafsteinn, Egill og Sigurjón
Magnússynir voru á tónleikunum ásamt Kristbjörgu og
skemmtu sér vel. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Ósjaldan lendi ég í því að fólk vilji ræða við mig um Guð. Mér þykir það ekkert
leiðinlegt. Ég kemst hins vegar ekki hjá því
að greina oft mikil vonbrigði hjá viðmæl-
endum mínum með samskiptin og virð-
ast þeir yfirleitt frekar ófullnægðir þegar
spjall okkar tekur enda.
OFT byrja þessir aðilar samræðurnar á því
að vilja undirstrika skynsemi sína og segja
mér að þeir trúi sjálfir ekki á einhvern Guð
á himnum, í hásæti með sítt hvítt skegg.
Þeir séu nú ekki svo vitlausir. En þeir hins
vegar viti vel að einhver kraftur sé þarna
úti. Án þess að vilja útskýra það eitthvað
nánar.
ÞEGAR ég segist ekki deila þess-
ari skoðun er ég oft sakaður um
þröngsýni og mér bent á að það sé
sjálfum mér óhollt að sýna lífinu
ekki meiri auðmýkt en þetta. Að líf mitt
gæti verið miklu innihaldsríkara og jafn-
vel betra í alla staði ef ég mundi láta af
þessum dæmalausa hroka. Þegar ég reyni
að útskýra að fyrir mig persónulega sé
ákveðinn ómöguleiki í þessu er mér oft
bent á frábæra afsláttarleið.
ÉG þurfi nefnilega ekkert endilega að trúa
á guð. Ég þurfi bara að vera til í að reyna
það, þá muni líf mitt strax verða auðveld-
ara. Ég eigi bara að hætta að pæla í því
hvort Guð sé til eða ekki til.
STAÐREYNDIN er hins vegar sú að ég
hugsa aldrei um þetta. Ekki nokkurn tíma.
Ég veit í alvöru ekki hversu mörg ár eru
síðan hugmyndin hvarflaði síðast að mér að
hugsanlega gæti verið til einhver guð þarna
úti. Ég veit að það er aðeins styttra síðan en
þegar hugmyndin um tilvist jólasveinsins
var mér enn óljós. En það er alltént mjög
langt síðan.
ÉG hef enn ekki séð neitt sem bendir til þess
að Guð, jólasveinninn, tannálfar og annað
huldufólk séu að leynast þarna úti fyrir
öllum öðrum en þeim sem á það vilja trúa.
ÞETTA þýðir þó ekki að ég sé algerlega sið-
blindur og trúlaus. Ég trúi nefnilega eins og
svo margir svokallaðir trúleysingjar meðal
annars á mannréttindi, mannúð, þekkingu,
dugnað, þrautseigju, heiðarleika, samstöðu,
sanngirni, umburðarlyndi og reyndar
margt fleira. Það virkar fínt fyrir mig.
Siðblindur og trúlaus
„Mér þykir ótrúlega leiðinlegt
að það sé ekki verið að stofna
ný ríki og þjóðir daglega. Ég
væri til í að vinna við þetta,“
segir íslenskuneminn Atli
Jasonarson. Í frítíma sínum
hefur hann dundað sér við
að búa til fána fyrir alls
kyns ímyndaðar þjóðir og
aðstæður.
„Ég hafði mik-
inn áhuga á fánum
þegar ég var
yngri og hann
kviknaði aftur
þegar Quiz-
Up-leikurinn
kom út kom
út .“ Hann
byrjaði
a ð h a n n a
fána fyrir
alvöru fyrir
um þremur
vikum.
„ É g v a r
annars hugar og að velta
hollenska fánanum fyrir
mér. Af hverju er appels-
ínugulan, lit konungs-
fjölskyldunnar og lands-
liðsins, ekki að finna í
fánanum? Hvernig ætli
hann liti út ef Holland
væri hluti af Skandi-
navíu?“
Í kjölfarið bjó hann
fánann til og þá
varð ekki aftur
snúið. Á annan
tug fána hafa
litið dagsins
ljós og fleiri
eru í vinnslu.
Afrakstrinum
deilir Atli með
umheiminum í
myndaalbúmi
á Facebook
en hluta fán-
anna má sjá
hér til hliðar.
Vinir Atla, og fólk sem hann
rekst á á förnum vegi hefur verið
duglegt við að senda honum
beiðnir um mögulega fána sem
hægt væri að teikna upp. Þeir
muni líta dagsins ljós en fólk
verði að bíða rólegt eftir þeim.
„Ég óska í raun eftir fleiri ríkjum
og byltingum svo ég geti haft þetta
að atvinnu,“ segir Atli að lokum í
gríni. - jóe
Hannar þjóðfána fyrir ímynduð lönd og ríki
Ef Kóreuríkin myndu sameinast Ísrael í einu ríki, hvernig liti fáninn út? Háskólanemi hefur svarið við því.
HIÐ NÝJA KALMARSAMBAND Ef
Ísland, Finnland, Svíþjóð, Danmörk og
Noregur myndu sameinast.
SJÁLFSTÆÐAR Vilji Vestmannaeyingar
kljúfa sig frá Íslandi gætu þeir notað
þennan fána.
KÓREUÍSRAEL Ísrael, Norður-Kórea og
Suður-Kórea í einni sæng.
SÁ NÝJASTI Botsvana og Namibía
sameinuð sem Pokémon-nýlenda.
Leikarinn Ashton Kutcher lýsti
yfir óánægju sinni með skipti-
aðstöðu fyrir börn á Facebook-
síðu sinni. „Það er aldrei skipti-
aðstaða inni á karlaklósettum.
Fyrsta almenningssalernið sem
breytir þessu fær auglýsingu
frá mér á Facebook,“ skrifaði
Kutcher og merkti færsluna með
#BeTheChange. Hann á fimm
mánaða gamla dóttur, Wyatt, með
unnustu sinni Milu Kunis. Þau
hafa sagt frá því í fjölmiðlum að
þau ætli ekki að ráða barnfóstru
fyrir dóttur sína, líkt og vinsælt
er í Hollywood, heldur sinna upp-
eldinu sjálf.
Ósáttur við
skiptiaðstöðu
VILL BREYTINGU Kutcher er þreyttur á
að geta ekki skipt á dóttur sinni.
THE DUFF 5:50, 8
CHAPPIE 8, 10:30
STILL ALICE 5:50, 8
VEIÐIMENNIRNIR 10:10
HRÚTURINN HREINN 5:50
10:10
ÁLFABAKKA
AKUREYRI
EGILSHÖLL
KRINGLUNNI
KEFLAVÍK
siSAM
Nicole Kidman Colin Firth Mark Strong
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA
THE GRUMP KL. 5.30 - 8
CHAPPIE KL. 10.20
VEIÐIMENNIRNIR KL. 5.30
BIRDMAN KL. 8 - 10.30
ÖMURLEG BRÚÐKAUP KL. 5.30 - 8 - 10.20 - ÍSL TEXTI
THE DUFF KL. 3.30 - 5.45 - 8
CHAPPIE KL. 8 - 10.40
CHAPPIE LÚXUS KL. 5 - 8 -10.40
ANNIE KL. 5
HRÚTURINN HREINN KL. 3.30
FIFTY SHADES OF GREY KL. 10.20
KINGSMAN KL. 8 - 10.45
PADDINGTON KL. 5.45 - ÍSL TAL
20.000 MANNS
Wild tales 18.00
Óli prik 18.00
Whiplash 18.00
What we do in the shadows 20.00, 22.00
Blowfly park 20.20
The trip to Italy 20.00
Íslenska krónan 22.00
HAPPY HOUR Á
BARNUM 17-20
1
1
-0
3
-2
0
1
5
2
2
:0
5
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
4
1
C
-4
5
0
0
1
4
1
C
-4
3
C
4
1
4
1
C
-4
2
8
8
1
4
1
C
-4
1
4
C
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K