Fréttablaðið - 12.03.2015, Side 58

Fréttablaðið - 12.03.2015, Side 58
12. mars 2015 FIMMTUDAGUR| SPORT | 46 KÖRFUBOLTI 22. og síðasta umferð Dominos-deildar karla í körfubolta fer fram í kvöld. Átta lið hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni en fimm þeirra geta hoppað upp um sæti með hagstæðum úrslitum. Fréttablaðið veltir fyrir sér mögulegum útkomum eftir leiki kvöldsins. KR og Tindastóll verða í efstu tveimur sætunum og sæti níu til tólf eru klár. Það er samt sem áður mikil spenna í loftinu fyrir lokaumferðina þar sem sum lið geta tryggt sér heimavallarrétt í átta liða úrslitunum en önnur dottið alla leið niður í áttunda sæti sem myndi þýða afar erfiðar viðureignir á móti Íslands- og deildarmeisturum KR. Staðan er líklega einföldust hjá nágrönnunum úr Reykjanesbæ. Vinni Njarðvík og Keflavík nefnilega sinn leik þá eru þau örugg með þriðja (Njarðvík) og fjórða sætið (Keflavík) sama hvernig fer í öðrum leikjum. Hin liðin sem geta hækkað eða lækkað í töflunni þurfa hins vegar að treysta líka á önnur úrslit til að komast sem hæst. Fjórir af sex leikjum kvöldsins skipta máli fyrir lokastöðuna í deildinni eða allir nema leikur Skallagríms og Tinda- stóls í Borgarnesi og leikur Fjölnis og KR í Grafarvogi. Spennan verður því á Ás- völlum (Haukar-Keflavík), í Þorlákshöfn (Þór-Njarðvík), í Garðabæ (Stjarnan-ÍR) og í Stykkis hólmi (Snæfell-Grindavík). Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. Topplið KR og Tindastóll fylgjast samt örugglega með stöðu mála í öðrum íþróttahúsum. KR-ingar fá nefnilega þá að vita hvort mótherjinn verði Þór, Stjarnan eða Grindavík í átta liða og Stólarnir bíða spenntir eftir því hvort mótherjinn í fyrsta úrslitakeppnisleikn- um á Króknum í þrjú ár verði Keflavík, Stjarnan, Grindavík eða Þór. Hér á síðunni má sjá möguleika kvölds- ins, þó í einfaldari útgáfu því möguleik- arnir eru vissulega fleiri ef við eltum öll hugsanleg úrslit í lokaumferðinni. Strák- arnir á karfan.is skrifuðu skemmtilega grein um „32 ef“ en hér höfum við tekið saman bestu og verstu úrslitin fyrir liðin fimm sem eiga möguleika á því að fara upp eða niður í töflunni í leikjum kvöldsins. - óój Mjög margt getur breyst á lokakvöldinu í Dominos-deild karla GETA HÆKKAÐ SIG Í TÖFLUNNI J ustin Shouse hjá Stjörnunni reynir að komast framhjá Emil Barja í Haukum í leik liðanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ STAÐAN Í DEILDINNI FYRIR LOKAUMFERÐINA KR 21 19 2 2077-1734 38 Tindastóll 21 16 5 1979-1806 32 Njarðvík 21 13 8 1857-1763 26 Haukar 21 12 9 1868-1770 24 Keflavík 21 11 10 1791-1814 22 Stjarnan 21 11 10 1863-1862 22 Grindavík 21 11 10 1864-1842 22 Þór Þ. 21 10 11 1938-2000 20 Snæfell 21 8 13 1822-1879 16 ÍR 21 6 15 1762-1867 12 Fjölnir 21 5 16 1746-1956 10 Skallagrímur 21 4 17 1708-1982 8 Feitletruðu liðin hreyfast ekkert í kvöld. Á UPPLEIÐ EÐA NIÐURLEIÐ … NJARÐVÍK 3.-4. SÆTI BESTU ÚRSLITIN 3. SÆTI Sigur á Þór VERSTU ÚRSLITIN 4. SÆTI Tap á móti Þór Haukar vinna Keflavík HAUKAR 3.-6. SÆTI BESTU ÚRSLITIN 3. SÆTI Sigur á Keflavík Njarðvík tapar fyrir Þór VERSTU ÚRSLITIN 6. SÆTI Tap fyrir Keflavík með 7 stigum eða meira Stjarnan vinnur ÍR Grindavík tapar fyrir Snæfelli KEFLAVÍK 4.-7. SÆTI BESTU ÚRSLITIN 4. SÆTI Sigur á móti Haukum VERSTU ÚRSLITIN 7. SÆTI Tap á móti Haukum Grindavík og Stjarnan vinna sína leiki STJARNAN 5.-8. SÆTI BESTU ÚRSLITIN 5. SÆTI Sigur á móti ÍR Grindavík og Keflavík vinna bæði eða tapa bæði VERSTU ÚRSLITIN 8. SÆTI Tap á móti ÍR Þór vinnur Njarðvík Grindavík og Keflavík vinna sína leiki GRINDAVÍK 5.-8. SÆTI BESTU ÚRSLITIN 5. SÆTI Sigur á móti Snæfelli Keflavík og Stjarnan tapa sínum leikjum VERSTU ÚRSLITIN 8. SÆTI Tap á móti Snæfelli Þór vinnur Njarðvík Keflavík og Stjarnan vinna sína leiki ÞÓR ÞORL. 6.-8. SÆTI BESTU ÚRSLITIN 6. SÆTI Sigur á móti Njarðvík Grindavík og Stjarnan tapa sínum leikjum VERSTU ÚRSLITIN 8. SÆTI Tap á móti Njarðvík KVEÐUR Í KVÖLD Pálmi Freyr Sigur- geirsson spilar sinn síðasta leik á ferlinum í kvöld þegar Snæfell tekur á móti Grindavík í Stykkishólmi. Pálmi Freyr verður 37 ára gamall í haust en hann hefur leikið 331 deildarleik með Breiðabliki, Snæfelli og KR. Pálmi varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari, með KR 2007 og 2009 og svo með Snæfelli 2010 þar sem hann náði því að vinna titilinn með tveimur félögum tvö ár í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UNDANÚRSLIT ÍSLAND GOT TALENT HVERJIR KOMAST ÁFRAM? 365.is Sími 1817 SUNNUDAG KL. 19:10 Thelma Kajsdóttir 900 3006 Flowon 900 3001 Undir eins 900 3002 Alda Dís 900 3003 Fimmund 900 3004 Marcin Wisniewski 900 3005 Á sunnudagskvöld verður fyrsta beina útsendingin frá Talent-höllinni á Korputorgi þar sem sex fyrstu atriðin í Ísland Got Talent stíga á sviðið. Það er komið að símakosningunni sem þýðir að þú getur kosið þitt uppáhaldsatriði og átt kost því að vinna glæsilegan vinning. Ekki missa af Ísland Got Talent á sunnudagskvöld, því spennan magnast. SUNNUDAG KL. 19:10 BEIN ÚTSENDING ER HAFIN Á MIDI.IS MIÐASALAN Glæsilegir vinningar frá Sjónvarpsmiðstöðinni og LG 1 1 -0 3 -2 0 1 5 2 2 :0 5 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 4 1 C -5 3 D 0 1 4 1 C -5 2 9 4 1 4 1 C -5 1 5 8 1 4 1 C -5 0 1 C 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.