Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.12.1993, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 16.12.1993, Blaðsíða 1
Leitiö ekki langt yfir skammt. Allar byggingavörur á einum stað. BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYJA Garðavegi 15 - sfmi 11151 þar sem fagmennirnir versla. 20. árgangur Vestmannaeyjum 16. desember 1993 50. tölublað Sfmi: 98 - 13310 Myndriti: 98- 11293 Verd: 10O kr. Jólablaðið kemur út á þriðjudaginn Jólablað FRÉITA kemut út n.k. ÞRtÐJUDAG, 21. desember. Btadió veröur sprengfullt aö vanda af fjölbreyttu og fróðlegu efni. M.a. má nefna annálinn, viðtal við Jón l.óds, hin sérstæða knattspyrnuvertíð gosárið 1973 er rifjtið upp þegar ÍBV lck heimateíkina í Njarðvík, viðtöl við nýstúdema, jólaviötöl viö börn ásamt ýmislegu ööru. 1 linar ótnissandi jólakveðjur og auglvsingar verða á sínurn staö og þurfa þær að bcrast í síöasta lagi n.k. SUNNUDAGSKVÖLD.7 " .............................. þvi er um að gera að hafa sambarid i sima 1331 0. Myndsendirinn er 1 1293. Samkeppni í flugeldasölunni? Knattspyrnuráð ÍBV er að ihuga þcssa dagana hvort þeir ætli að fara út í flugeldasölu fyrir þessi áramót og fara þannig í samkeppni við Björgunarfélag Vestmanna- eyja. Björgunarfélagið gerði skriflegan samning við Knattspymufélagið Tý í fyrra og munnlegur samningur hefur verið í gildi við íþróttafélagið Þór í nokkur ár um að Björgunarfélagið fái óskipt að sitja að flugeldasölunni sem fjáröflun í Eyjum. Ef knattspymu- ráðið fer út í flugeldasölu gæti málið reynst þó nokkuð flókió því ráðið starfar sem sjálfstæð eining innan íþróttabandalags Vestmannaeyja þótt það séu Þór og Týr sem myndi bandalagið. Knattspymuráðið telur sig engan veginn bundið af samningum Týs og Þórs en björgunarfélagsmenn líta öómm augum á málió. „Þetta hefur verið rætt á fundi hjá okkur. Við viljum skoða þetta mál nánar í rólegheitum áður en vió tökum einhverja ákvörðun. Þetta skýrist á næstu dögum,“ sagði. Jóhannes Ólafsson, formaður knatt- spymuráðs IBV. Jóhann Heiðmundsson, formaöur Björgunarfélags Vm. sagðist ekki trúa því að óreyndu að knattspymu- ráðið færi inn á einu fjáröflunarleið félagsins þrátt fyrir samkomulag við íþróttahreyfinguna um annað. Reyndar væri samkeppnin ekki enn orðin staðreynd og því vildi hann ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Kveikt á jólatrénu á Stakkó Síðdegis á sunnudaginn var kveikt á jólatrénu á Stakkagerðistúni við hátíðlega athöfn. Mikið fjölmenni var við at- höfnina enda var veður mjög gott. Lúðrasveit Vestmannaeyja lék nokkur jólalög við undir stjórn Stefáns Sigurjónssonar. Bragi I. Ólafsson,forseti bœjarstjórnar, flutti ávarp og prestarnir, séra Jóna Hrönn Bolladóttir og Bjarni Karlsson fluttu hugvekju. Jóla- sveinar litu við og dönsuðu með krökkunum í kringum jólatréð. Sjómenn boða verkfall frá áramótum: Atvinnulífið stöðvast að mestu -ef samningar takast ekki fyrir 1. janúar. 1000 manns án atvinnu? Kokkar gefa juppskriftina aðj I • r | . «|l • I jolasteikmm -Sjá bls. 6-7. i_____....____..j 1 Eyjainaðurinn Friðrik Sæ- björnsson sem iék með Stjörnunni 1 fyrra, hefur á- kveðið að ganga aftur til Uðs við ÍBV. Þetta eru mikil gieði- tíðindi fyrir Eyjarnenn því Friðrik er cinn öflugasti varnarinaður landsins. „Þctta var crtið ákvörðun því Stjaman er gott lió og ég tók mér góóan umhugsunarfrest.'En ég er Eyjamaður i húð og hár og líst vel á þetta hjá Snona þannig að cg á- kvað aó fara aftur í ÍBV,“ sagði Friðrík í samtali við Fréttir. Sjómannasamtökin hafa boðað verk- fall um allt land nema á Vestfjörðum. Ljóst er að ef til verkfalls kemur á það eftir að hafa gífurleg áhrif í Vest- mannaeyjum. Ljóst er að fljótlega eftir áramót mun allur flotinn stöð- vast og um leið fellur vinna niður í fiskvinnsluhúsunum. I Eyjum eru það þrjú félög sjó- manna, Jötunn, Vélstjórafélagið og skipstjóra og stýrimannafélagið Verðandi sem hafa boðað verkfall og em um 500 sjómenn innan þeirra vé- banda. Elías Bjömsson, formaður Jötuns, segir að stjóm og trúnaðarmannaráð félagsins hafi á aðalfundi félagsins, fyrr á þessu ári, aflað sér verkfalls- heimildar. I samráði við önnur félög innan Sjómannasambandsins, var á- kveðið að Sjómannasambandið fengi umboðið í hendur og fer þaö með stjómina í þeirri samningalotu sem nú er að hefjast. Kröfur sjómanna beinast bæði að útgerðannönnum og ríkisvaldinu. Það sem að útgerðanrrönnum snýr em ýmsir sérkjarasamningar og svo krefjast þeir þess að stjómvöld og út- gerðarmenn stöðvi í eitt skipti fyrir öll svokallað kvótabrask og aðallur fiskur sein landað er innanlands verði seldur á mörkuðum. Ef til verkfalls kemur bitnar það mjög fljótlega á fiskverkunarfólki og gæti svo farið að hátt í 1000 manns Verði án atvinnu í byrjun næsta árs. Stefán lagði fram tillögur sínar - um íþróttahreyfinguna í Eyjum. Stefán Konráðsson íþrótta- fræðingur, sem hefur gert úttekt á íþróttahreyfingunni í Eyjum á vegum I.S.I. að beiðni íþrótta- hreyfingarinnar, skilaði skýrslu sinni sl. sunnudag. Á sameigin- legum fundi með stjórnum Týs, Þórs, ÍBV og ráðanna kynnti hann niðurstöðurnar en þær eru trúnaðarmál enn sem komið er. Sólveg Adólfsdóttir, formaður IBV, vildi hvorki tjá sig um málið eóa staðfesta að fundurinn hefði verió haldinn. ÓlafurTýr Guðjónsson, for- maður Týs, staðfesti hins vegar í samtali við Fréttir að Stefán heföi komið til Eyja og skýrt íþrótta- hreyfingunni frá niðurstöðum sínum. Ólafur Týr sagði að nú myndu stjómir félaganna og IBV hvert í sinu lagi taka sér góðan tíma til að skoða niðurstöður Stefáns. Síðan myndu stjómimar hittast og ræða málin og í framhaldi af því yrði skýrsla Stefáns gerð opinber. Nú þyrftu félögin hins vegar næói til að fara yfir þessi mál. 15 milljóna i aukaskattur á | Eyjamenn? i -Sjá bls. 8. j r---------------—i | Astin | blómstrar í jsteinbítabúrinuí -Sjábls. 17. i 8 Óbreytt gjöld á næsta ári -Sjá bls. 2. TRYGGINGA MIÐSTÖÐIN HF. FJ0LSKYLDU- TRYGGING FASTEIGNA- TRYGGING Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR 0G SPRAUTUN: Flötum 20-Sími 11535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græöisbraut 1 -sími 13235 FAX13331 <» BRUAR BILIÐ Vetraráætlun Herjólfs 1993-1994 Alla virka daga Frá Vestmnnaeyjum: Kl. 08:15 Frá Þorlákshöfn: Kl. 12:30 Sunnudaga: Frá Vestmannaeyjum: Kl. 14:00 Frá Þorlákshöfn: Kl 18:00.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.