Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.12.1993, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 16.12.1993, Blaðsíða 14
Fímmtudagurinn 16. desember 1993 BÆKUR Áfram verður haldið með bókakynninguna en okkur hefur borist fjöldi ísl- Bnskra bóka til kynningar x blaðinu. Við viljum þakka útgefendum fyrir snörp og góð viðbrögð. ✓ A landinu bláa Hörpuútgáfan hefur sent frá sér nýja bók: „Á landinu bláa“ - smá- sögur og þættir, úrval, eftir Jónas Amason. Bókin er gefin út í tilefni af 70 ára afmæli Jónasar sl. sumar, en fáir íslenskir höfundar hafa notið mejri vinsælda en hann. A kápu bókarinnar segir m.a.: „Ef til vill verður flestum minnisstæðust skopvísi Jónasar. Hlý kímni hans er tragikomísk - grátbrosleg - oftar í ætt við gáska og kæti en kaldhæðni. Þessi jafnvægislist á þeim örmjóa streng, sem tengir sorg og gleði, glæðir marga frásögnina lífi sem líklegt er að fölni seint. I þessari bók cr að finna marga bestu þætti Jónasar Ámasonar. Hér er m.a. „Skrín“, ein snjallasta smásagan í samanlögðum bókmenntun okkar - og er þá mikið sagt. Hér er á ferðinni bók sem margir munu fagna. Olafur Haukur Ámason bjó bókina til prentunar og ritar for- mála um höfundinn og skáldskap hans. Kápumynd er eftir Kjartan Guðjónsson listmálara. „Á landinu bláa“ er 290 bls. Alagaeldur Almenna bókafélagið hefur gefið út nýja bók eftir Aðalstcin Ásberg Sigurðsson, Álagaeld. Það er bannað að hrqfla við Skiphólnum því þá brennur bærinn í Litluvík. Oðinn og Logi 'tieillast af sögu Kobba gamla um fjársjóð og skip víkingsins sem grafið var i Skiphólinn. En vom á- lögin ennþá virk? Refsar hinn forni víkingur með eldi þeim sem grafa í hólinn? Drengimir hefja leit að fjár- sjóðnum og dragast um leið inn í spennandi atburðarás þar sem þeir kljást ekki eingöngu við dularfull á- lög heldur einnig hættulegan albrotamann. Álagaeldur er skemmtileg og spennandi saga fyrir böm á aldrinum 8-13 ára. Aðalsteinn Asberg Sigurösson er vel þekktur tónlistarmaður, texta- höfundur og ljóðskáld. Álagaeldur er þriðja bamabók Aðalsteins Ásberg sem Almenna bókafélagið gefur út. Hinar fyrri, Glerfjallið og verðlauna- sagan Dvergasteinn, hlutu mjög góðar viðtökur og lof gagnrýnenda. Bókin er um 140 síður og kostar 1.490 kr. EINAR MÁR GUÐMUNDSSON Englar alheimsins Almenna bókafélagið hefur gefið út nýja skáldsögu eftir Einar Má Guð- mundsson sem hlotið hefur nafnið, Englar alheimsins fjallar um ævi og endalok manns sem lendir í hrem- mingum geðveikinnar. Aðal- persónan, Páll, segir sögu sína frá vöggu til grafar; þegar sakleysi æsku- áranna lýkur fellur skuggi geðveikinnar á líf hans og fjölskyldu hans. Dregin er upp mynd af bemsku Páls og lýst hcimi þeirra sem dæmdir eru til einveru og afskiptaleysis. Hugarástandi Páls er lýst af mikilli næmni og inn í sögu hans fléttast sögur og örlög margra þeirra sem á vegi hans verða. Angurværar til- finningar og harður veruleikinn mætast í frásögn og stíl. Einar Már Guðmundsson er í hópi fremstu rithöfunda þjóðarinnar og hafa verk hans verið þýdd yfir á fjöl- mörg tungumál. Englar alheimsins er um 220 bls. og kostar 2.980 kr. Barnið mitt barnið Almenna bókalélagið hefur gefið út skáldsöguna Bamið mitt bamið, eftir Illuga Jökulsson. Heimurinn í hnotskum, að vísu ekki allur, heldur einkum sá hluti hans sem býr við ó- frið, fátækt, hungur, mcngun, grimmd, andlegan fáránleik. Ollu þessu þjappar höfundurinn saman á Islandi - á svæði frá Reykjavík austur að Vík í Mýrdal. Og á þetta horfa skilningsvana og í vandræðalegu úr- ræðaleysi þeir sem vilja leggja eitthvað af mörkum til að draga úr þessu hryggilega ástandi. Vcnjulegur maður í Reykjavík verður vitni að voðalegum atburði - glæp sem á sér ekki sinn líka á þeim slóðum. Hann einsetur sér að fá skýringar á þessum glæp og leggur af stað í leit að sökudólginum. Sú leit ber hann um Suðurlandsundirlcndið, undir Eyja- fjöll og austur til Víkur í Mýrdal. Það ferðalag verður þess háttar að þaó á ekki heldur sinn líka. Efni verksins er risavaxið og meö ólíkindum að höfundi skuli takast að koma því fyrir í þessari stuttu en mjög áhrifamiklu skáldsögu. Höfundurinn er landskunnur sem rit- höfundur, blaðamaður og útvarpsmaður. Eftir hann liggja all- margarbækur, m.a. tvær bamabækur, ljóðabókin Hjartablóð og hörpu- strengir og skáldsagan Fógetavald. Bamið mitt bamið kostar 2.680 kr. Víöir Sigurðsson ISLENSK KNATTSPYRNA1993 íslensk knattspyrna 1993 Skjaldborg hclur gefið út bókina íslcnsk knattspyrna 1993 eftir Víði Sigurðsson íþróttafréttamann. Hún er þrcttánda bókin í samnefndum bóka- ilokki sem hóf göngu sína árið 1981. Hún er 160 bls. í stóru broti, skreytt 219 myndum, þaraf 30 litmyndum af liðiim og einstaklingum. í bókinni er að finna tæmandi yfir- lit yfir knattspyrnuna á Islandi á árinu 1993. Henni er skipt niður í kafla þar sem fjallað er ítarlega um hverja deild fyrir sig, mest um I. deild og minna eftir því sem neðar drcgur. I þeim er að finna umsagnir um leiki og nákvæma tölfræði yfir hvern ein- stakan leikmann. Einnig er að finna ýmsan annan fróðleik um lið og leik- menn. Sérstakir kaflar eru um yngri flokkana, bikarkeppni, landsleiki, Evrópulciki og atvinnumennina og þá er haldið áfram að rifja upp atburði liðinna ára. Að þessu sinni er fjallað um árin l974og 1975. Þá eru í bókinni viðtöl við Sigurð Jónsson, Þórð Guðjónsson og Ásgeir Elíasson og fjalla um þrjá gamal- kunna leikmcnn sem hafa lagt skóna á hilluna. Helnauð Fróði hf. hcfur gefið út bókina Hel- nauð eftir Eirík S. Eiríksson. Er þetta hans fyrsta bók. I bókinni eru níu þættir um ein- stæða hrakninga, sem ' íslenskir sjómenn hafa lent í og um frækileg björgunarafrek við ísland þar sem björgunarmenn lögðu jafnvel líf sitt í sölumar til þess að koma nauð- stöddum mönnum til hjálpar. Tveir þættir bókarinnar fjalla um sjóslys og björgunarafrek sem tengj- ast Suðurlandi og Vestmannaeyjum. M.a. er sagt frá strandi togarans Pelagusar við Vestmannaeyjar 21. janúar 1982. Atburður þessi var mikil harmsaga. Mjög erfiðlega gekk að bjarga skipbrotsmönnunum úr togar- anum. Tveir belgískir sjómenn fórust og tveir íslenskir björgunarmenn létu lífið er þeir voru að freista þess að koma nauðstöddum skipverjum til bjargar. I öllum þáttum bókarinnar eru það menn, sem sjálfir voru þátttakendur í atburðunum, sem segja frá. Raddir dalsins Hörpuútgáfan hefur gefió út ljóða- bókina Raddir dalsins. Þessi ljóðabók sem nú kemur fyrir almenningssjónir hefur algjöra sérstöku því hér er að finna ljóð og vísur eftir átta systkini. Foreldrar þeirra, hjónin Helga Péturs- dóttir og Beinteinn Einarsson, voru bæði vel hagmælt. Það vakti snemma athygli að öll börnin hneigðust að skáldskap. Ljóðlist var í hávegum höfð á heimilinu, en skáldskapar- gáfan virðist hafa verið þeim eðlislæg. Bókin er 128 bls. Húsin og göturnar Almenna bókafélagið hefur gefiö út Ijóðabókina Húsin og götumar eftir Kristján Þórð Hrafnsson. Ljóðin í bókinni eru 37 talsins, ástarljóð. Höfundurinn, sem er fæddur 1968, er þegar þjóðkunnur fyrir Ijóð sín. Hann yrkir jöfnum höndum háttbundið og í frjálsu formi. Uppeldi til árangurs Almenna bókafélagið hefur gefið út bókina Uppeldri til árangurs eftir Áma Sigfússon, fjögurra bama föður, framkvæmdastjóra og stjómmála- manni. Hér er um að ræða fyrstu bókina um uppeldismál sem sérstak- lega er ætluð feðmm. Höfundur velur þessa leið því hann telur feður hafa verið of lausbeislaða við ábyrgö á uppeldi bama sinna. Efnið hentar þó engu að síður öllum sem vilja ná árangri í uppeldisstörfum. SPURT Finnst þér mikið um unglinga- vandamál í Vestmannaeyjum? Texti eg myndir: Siggi ug Örlygur á blaðanámskeiöi á Fréttum Erna Björk Hjaltadóttir: Ekki meira en annars staðar á landinu, því að unglingar eru besta fólk. Ingi Tómas Björnsson: Það er ekkert unglingavandamál í Eyjum. Það er bara að þeir haft nóg fyrir stafni. Ragnheiður Víglundsdóttir: Nei, það finnst mér ekki. Eg á ungling og hún er ekki með neitt unglingavandamál. Helga Vattnes: Nei, en mér finnst vanta meiri og betri aðstöðu fyrir unglinga þar sem þeir geta komið saman, spjallað og leikið sér, t.d. spilað og Ileira. Jóhann Ragnarsson: Nei, alls ekki. Eg verð ekki var við það þegar ég er að keyra taxann á nætumar og um helgar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.