Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.12.1993, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 16.12.1993, Blaðsíða 4
Pimmtudagurinn 16. desember 1993 NYFÆDDIR Yestmannaeyingar Svandís Unnur Sigurðardóttir, Ólöf Ásbjörnsdóttir, Inga Jóna Jónsdóttir og Katrín Magnúsdóttir úr kirkju- kórnum komu niður af svölunum í lok tónlcikana og sungu Hcims um ból ásamt kór og áheyrendum. sínu meó sóma. En þaö var kór Landakirkju sem mcst mæddi á og flutningur hans var í alla staói mjög góður. í lok tónleikanna flutti séra Bjami Karlsson nokkur orð og tendruð voru kertaljós sem allir gestir höfóu fengið við innganginn. Slökkt var á ljós- unum í kirkjunni og skapaðist mikil hátíðarstemmning af kertaljósunum, ekki síst þegar allir stóðu upp og sungu saman Heims um ból. Andi jólanna sveif yfir vötnunum og ef einhver var ekki kontinn í jólaskap fyrir tónleikana, þá var þetta staður og stund til þess. Þessi hátíðlega og fallega stund mun lengi lifa í minn- ingunni. Jólatónleikar Kirkjukórs Landa- kirkju eru árlegur og ómissandi viðburður í menningarlífi Eyjanna fyrir hver einustu jól. Þessir tónleikar voru mjög góðir líkt og endranær, þrátt fyrir að O, helga nótt hefði verið flutt tvisvar. Hins vegar er löngu kominn tími til að flytjendur fái að njóta þess að heyra áhorfendur klappa fyrir flutningnum en slíkt hel'ur ekki tíðkast hingað til. Það myndi gera tónleikana meira lifandi. Stjómandi kirkjukórs Landakirkju er Guðmundur H. Guðjónsson auk þess sem hann leikur á orgel. Eyjamaður vikunnar: Bjarni Karlssdn prestur Fratnundan cr mesti annatími ársins, ys og þys í jólaösinni, hátíð Ijóss og friðar. Prcstarnir sem þjóna okkur Iiyjamönnum hafa í mörg horn að iíta nú á aðventunni og ekki síst þegar jólahátíðin gengur I garð. Mjög öllugt og blómlegt starf er á vegum safnað- arins þar scm börnum og unglingum er sérstaklega gert hátt undir höfði. Þótt séra Bjarni Karlsson sé önnum kafinn þessa dagana gaf hann sér samt tíma til að svara nokkrum laufléttum spurningum og eins og hans er von og vísa er hann á léttu nótunum. Fullt nafn? Bjami Karlsson. Fæðingardagur og ár? 06.08/63. Fæðingarstaður? Reykjavík. Fjölskylduhagir? Kvæntur sr. Jónu Hrönn Boiladóttur, 3 böm, Andri 10 ára, Matthildur 5 ára og Bolli Már eins og hálfs. Bifreið? Mitsubishi L300 mínibus. Mcnntun og starF? Menntaskólinn í Hamrahlíð, stúdent '83. Embættis- próf í guöfræði frá Háskóla íslands 1990. Fyrri störF? Ræstitæknir fyrir Reykjavíkurborg til fjölda ára, aðstoóaræskulýðsfulltrúi þjóðkirkj- unná'r um tíma. Aóstoóarprestur vió Laugameskirkju í Reykjavík og prestur fanga um eins árs skeið. Heisti gaili? Ómannglöggur meó afbrigðúm. Er alltaf i vandræðum af þcim sökum. Helsti kostur? Liðtækur í heimilis- verkunum. Uppáhaidsmatur? Lundi á flugi. Versti matur? Brottflognir lundar og teiknaðar kartófiur. Uppáhaldstóniist? Nú, auóvitað hátíðartónlist sr. Bjama Þortcinsson- ar. Uppáhaidsíþröttamaður? Andri Bjamason í 6. flokki Þórs. Hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar mætur á? Hreiðari Stefáns- ssyni æskulýðsfulltrúa, hann er víst kominn á koppinn hjá ihaldinu. Hvert er eftirlætissjónvarpsefnið þitt? Dagskrárlok. Hvaða sjónvarpsefni flnnst þér leiðinlegast? Örlög og ástríður. Uppáhaldsleikari? Jóna Hrönn Bolladóttir. Uppáhalds bíóraynd? Pink Fioyd „The Wall“. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Hvaóa frístundum? Hvað metur þú mcst í fari annarra? Hreinskiptni. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óbein skilabtxj. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Bemskustöðvamar, Mosfellsdalurinn. Hvaða námsefni líkaði þér verst i skóla? Handavinnan átti ckki vió mig. Hvað myndir þú gera ef þú yrðir bæjarstjóri í einn dag? Beita mcr fyrir því að unglingar fái að taka virkan þátt í atvinnulífinu. - Engínn undirbúningur er betri fyrir lílið en að kunna að vinna eins og maóur. Uppáhalds félag sem þú hefur starfað með? Þriggjabamafeðra- félagið - leynifélag mitt og nokk- urra annarra. Hvaða persóna í sögunni heillar þig mest? Jónas í Hvalnum. Hvað ertu hræddastur við? Prestastefnu '94. Hún verður nefni- lega haldin í Eyjum. Þann 13. desember sl. eignuðust Helga Gísladóttir og Jarl Sigurgeirsson dreng. Hann vóg 12 merkur og var 50 sm. Ljósmóðir: Guðný Bjamadóttir. Stefán Jónasson verkstjóri hjá Bæjarveitum, Týrari og handboltafrik varð fertugur sl. fimmtudag. Á föstudaginn héldu félagar hans á Rcynistað honum heljarmikla afmælisvcislu og var myndin tckin við það tækifæri. Stefán cr þriðji frá vinstri. Hátíðlegir jólatónleikar kirkjukórs Landakirkju Þann 11. desember sl. eignuðust Þórlaug Steingrímsdóttir og Jón Einarsson stúlku. Hún vóg 12 merkur og var 50 sm. Ljósmóðir: Sólveig Hrönn Jónsdóttir. Þann 11. desember sl. eignuðust Hafdís Hannesdóttir og Jóhann Þór Jóhannsson dreng. Hann vóg 12 merkur og var 47 sm. Ljósmóðir: Björg Ingimundardóttir. Kirkjukór Landakirkju hélt sína árlcga jólatónleika í Landakirkju sl. sunnudagskvöld. Að venju voru þeir mjög vel sóttir og var gerður góður rómur að flutningi fiytjcnda. Efnisskráin var fjölbreytt en þemað var að sjálfsögðu sú gleði og hátíð- leiki sem fylgir jólunum. A efnisskránni voru lög eins og Hin fyrstu jól (Ingibjörg Þorbergs), Jesú þú ert vort jólaljós, I dag er fæddur frelsarinn, Aðfangadagskvöld (Björgvin Guðmundsson), Þeir hringdu klukkum, Ó helga nótt, Borgin helga og Heims um ból. Ungur Eyjastrákur, Jón Kristinn Snorrason lék einleik á trompet af mikilli snilld í fyrsta laginu, Fögnum. Vera Steinsen sem kennir við Tón- listarskólann, lék einleik á fiólu í Adagio og Allegro í F. fyrir fiðlu af Ólöf Ásbjörnsdóttir sópran söng cinsöng á tónleikunum. stakri prýði og Ólöf Asbjömsdóttir sópran var einsöngvari og skilaði

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.