Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.12.1993, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 16.12.1993, Blaðsíða 19
Fimmtudagurinn desember 1993 Björgvin reif vöðva - og verður frá keppni í a.m.k. tvo mánuði. ÍBV varð fyrir gífurlegu áfalli á sunnudaginn gegn FH þegar fyrir- liði liðsins og burðarás, Björgvin I>ór Rúnarsson, sleit vöðva í kálfa í vinstri fæti. í versta falli gæti farið svo að Björgvin yrði frá keppni vel á þriðja mánuð. Björgvin var skorinn strax á mánudagsmorgun og verður tölu- verðan tíma að jafna sig. Hann hefur verið langbesti leikmaður liðsins í vetur og er lykilmaður í sóknar- leiknum. „Ég hafði fundið fyrir einhverju í löppinni í viku. Þegar ég var að stökkva upp í byrjun leiksins gegn FH fann ég að eitthvað var að. Þetta var kælt og ég kláraði leikinn. Ég var drifinn beint í uppskurð og nú skröltir Íþró tta-Fréttir Húsnúmerahappdrætti knattspyrnuráðs ÍBV Eins og undanfarin jól eiga bæjarbúar von á sölumönnum með hið vinsæla húsnúmerahappdrætti knattspymuráós ÍBV. Vinningar hafa aldrei verið veglegri, eða samtals að verömæti 400 þús. kr. Hverjum miða fylgir að venju eitthvert góðgæti. Tökum vel á móti sölumönnum nú sem ávallt. (Frétt frá ÍBV) Firmakeppnin í sundi Föstudagskvöldíö 3. desember var haldin firmakeppnin í sundi. Fjöldí fyrirtækja var með t keppninni að þessu sinni, eða um 40 fyrirtæki. Það fyrirtæki sem vann aó þessu sinni var Skósmíóastofa Stefáns og hlýtur hann bikar tíl cignar og hann mun líka gcyma farandbikar í eitt ár. 1. Skósmíðastofa Stefáns 67 sdg 2. Herjóifur 66 stig 3. 'Skipalyftan 63 stig 4-5. Ðala Rafn 62 stig 4-5. Eyjakjör 62 stig Við í sunddeild ÍBV viljum þakka öllum fyrirtækjum.sem studdu firma- keppnina. Sunddeild ÍBV Framherjar í 4. deildina Nú er búið aó leggja niður utandeildarkeppnina í knattspymu en þar hafa tvö Eyjalið leikið tvö sl. ár. Annað liðið, Framherjar, hafa þegar ákveðið að skrá sig í 4. deildina næsta sumar en allt bendir til þess að Smástundarmenn muni draga sig í hlé. Framherjar komu mjög á óvart sl. sumar og stóðu sig með prýði undir stjóm Hjalta Kristjánssonar. 1X2- Getiraunakeppni Týs/Þórs/Frétta JONNI TÓK HELGU! Biggi Blackbum-Man. City 1 Coventry-Oldham 1 Everton-Newcastle 2 Ipswich-Norwich X Leeds-Arsenal 1 Sheff. Wed.-West Ham 1 Swindon-Southampton X Tottenham-Liverpool 1 Wimbledon-Shcff. Utd. I Birmingham-Charlton 2 Bolton-Grimsby 1 Bristol C-Wolves I Sunderland-Derby 2 Síðast sló Jonni hana Helgu út^og hann ásamt Stíg er því kominn í undanúrslit. Nú mætast þeir Birgír Sveinsson t Tvistinum og Óðinn Sæ- bjömsson hraðsendill í Bónus. Hlutabréfakerfið klikkaði alveg í síóustu viku og kom enginn vinningur á þaó. Líklega verður pása fram yfir jól t hlutabréfakerfum vegna anna. Staða efstu liða í hópkeppninni breyttist lítið eftir helgina. Þorsk- hausamir eru enn efstir með 40 rétta en Veggfóður er í 2. sæti með 39 rétta. En vió hvetjum alla sem hafa áhuga á að tippa að mæta í Týsheimilió snemma á laugardögum og taka þátt í skemmtilegri tippstemmningu sem þar hefur myndast. Munið tippnúmer Týs og Þórs: 900 maður unt á hækjum. Bói Pálma er ekkert ánægður með sendilinn sinn núna og því varð atvinnumaðurinn og tengdasonurinn, Hlynur Stefánsson að hlaupa í skarðið fyrir mig,“ sagði Björgvin. „Þetta er gífurlegt áfall fyrir liðið, vió máttum alls ekki við þessu í þeim botnslag sem framundan er. En við verðum að þjappa okkur saman eftir þetta áfall og það er lán í óláni að það er þriggja vikna frí framundan sem við getum notað til að stilla saman strengi okkar að nýju. Nú verðum við að breyta áherslum í sóknarleiknum því við höfum enga örvhenta skyttu fyrir utan,“ sagði Sigbjöm Óskars- son, þjálfari ÍBV. Nýir happabúningar! IBV vígði nýja búninga í leiknum gcgn Fram á laugardaginn. I>eir eru hinir glæsilegustu, hvítir og rauðir að lit og reyndust sannkallaðir happabúningar strax í fyrsta leik. Gefcndur eru Gullborg VE, Glófaxi VE, Apótck Vestmannaeyja og Axel Ó. / IB V tók Fram í kennslustund Ef þið trúið því sjálfar stelpur að þið séuð með eitt besta kvennalið landsins, þá gctið þið farið alla lcið í vetur. Þið hafið svo sannarlega getuna til þess, þetta er bara spurn- ing um að þið trúið því sjálfar. Það er alveg óhætt að fullyrða þetta eftir að hafa séð ÍBV bursta Fram í Eyjum á laugardaginn, 24-12. ÍBV var í 4. sæti fyrir leikinn og Fram í 3. sæti en yfirburðir ÍBV voru „Synd að ná ekki öðru stiginu“ - sagði Sigbjörn þjálfari eftir naumt tap gegn FH. IBV tapaði naumlcga fyrir FH í 1. deildinni sl. sunnudag með 26 mörkum gegn 25. Sigur FH hékk á bláþræði því IBV spilaði mjög vel á köflum og börðust strákarnir hetjulegri haráttu. Ef til vill komu FH-ingar sigur- vissir í Ieikinn en það verður ekki tekið frá Eyjastrákunum að þeir íéku oft ljómandi vel. ÍBV spilaði að venju vömina mjög framarlega og þrátt fyrir að hún hafi hlotið tölu- verða gagnrýni virðist sem strákamir séu famir að ná ágætis tökum á henni. Alla vega kom hún FH í opna skjöldu en það var fallbyssan Hans Guðmundsson hjá FH sem reyndist ÍBV mjög erfiður. Jafntefli var í hálfleik en ÍBV átti góðan möguleika aö jafna metin í lokin þegar Haraldur Hannesson fiskaði knöttinn. Brotið var á honum en ekkert dæmt, FH náði knettinum og gerði út um leikinn. Guðfinnur Kristmannsson var einna bestur hjá IBV en Svavar Vignisson er óðum að komast í sitt besta form. „Þetta var þokkalegur leikur hjá okkur. Við spiluðum reyndar mjög vel á köflum og en það var algjör synd að við skyldum ekki ná a.m.k. einu stigi. En leikurinn reyndist okkur dýrkeyptur því Björgvin meiddist og því kemur til með að mæða mikið á ungu strákunum á morgun þegar við fáum Val í heim- sókn. Það verður erfitt en við ætlum að mæta dýróðir í leikinn, við höfum engu að tapa,“ sagði Sigbjöm. Mörk IBV: Guðfinnur Krist- mannsson 7, Björgvin Rúnarsson 5/1, Svanur Vignisson 4, Zoltan Belanyi 4/2, Amar Richardsson 2, Haraldur Hannesson 2 og Daði Páls- son 1. algjörir. Fram skoraði sitt fyrsta mark cftir 10 mínútna leik en þá var staðan 4-1. ÍBV hafði aðeins yfir9-4 í hálfleik en stelpumar höfðu brennt af hverju dauðafærinu á fætur öðm og markvörður Fram varði mjög vel. Vöm IBV lék stórkostlega á þessum kafia með Ingibjörgu og Stefaníu í essinu sínu. Allt var í molum hjá Fram og þær rifust meira að segja innbyrðis. I seinni hálfleik var um sömu yfir- burði að ræða. Fljótlega náðu þær tíu marka forystu og skomðu m.a. glæsi- legt sirkusmark sem ekki sést á hverjum degi í kvennahandboltanum. Þegar upp var staðið sigraði ÍBV með 12 marka mun, 24-12. Vöm IBV var frábær í fyrri hálfleik og Ingibjörg virðist loksins vera að komast í gang. Söm Guð- jónsdóttur vex ásmegin með hverjum leik og Vigdís var öfiug í markinu. Þess má gcta að ÍBV lék án Rögnu J. Friðriks og Helgu Kristjánsdóttur. Ragnar Hilmarsson, þjálfari ÍBV, var ánægður með leikinn. „Þetta cr allt á réttri leið. Þetta er gott, eitt það besta. Þær verða bara að trúa því sjálfar. Ef þær gera það er aldrei að vita hvað við náum langt í vetur.“ Það er ekki hægt annað cn að taka undirorð þjálfarans. ÍBV lék frábær- lega á köfium og þær eru til alls líklegar. En munurinn á bestu liðunum og hinum er að bestu liðin ofmetnast ekki þegar þeim er hrósað í hástert. Það verða IBV stelpumar einnig að hafa í huga. Mörk ÍBV: Ingibjörg Jónsdóttir 7, Andrea Atladóttir 6, Sara Guðjónsdóttir 5/4, Sara Ólafsdóttir 2, Katrín Harðardóttir 2, Judit Eztergal 2., í lokin er við hæfi að koma því á framfæri að það vom skammarlega fáir áhorfendur á leiknum á laug- ardaginn. Aðeins 16 þúsund krónur komu í kassann sem er hreint með ólíkindum því þama áttust við tvö af bestu kvennaliðum landsins og ÍBV er með eitt allrá skemmtilegasta liðið á landinu. Til þess að endar nái saman hjá kvennadeildinni þurfa stelpurnar að fá inn um 40 þúsund krónur í aðgangseyri á hvem heimaleik þannig að þær eiga langt í land með að ná því. Auk þess hlýtur það að virka mjög niðurdrepandi að vcra topplið á landsvísu en fá sárafáa áhorfendur. Eyjamenn, stöndum við bakið á þessu besta I. deildarliði Vestmannaeyinga. Firma-og hópakeppni í innanhúss- knattspyrnu Hin árlega innanhússkeppni í knattspyrnu verður haldin í Iþróttahúsinu milli jóla og nýárs. Keppnin veröur meö sama sniöi og undanfarin ár. Þátttaka tilkynnist til Lalla í síma 11754 eða Sigurjóns í síma 12574 fyrir 20. desember n.k. ÍBV Munið stórleikinn á morgun: ÍBV-Valur í íþróttahöllinni kl. 20:00. Hvernig reiðir IBV af án Björgvins?

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.