Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.12.1993, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 16.12.1993, Blaðsíða 2
i Finnntudagurinn 16. desember 1993 ííí&SxSiíííííÖ&iSÍiSiíííí:!:!:!:;^^ Sigurgeir Scheving leíkstjóri: Fær lofsamlega dóma fyrir Þórshafnarrevíu -sem hann leikstýrði og samdi. 29 húsaleigustyrkir Fyrir bæjarráói á. mánudagínn lágu 29 gildar umsóknir um náms- og húsaleigustyrk. Sam- þykkt var að veita hverjum náms- manni kr. 13.500 í samræmi við fjárhagsáætlun 1993. Boðað til sameiginlcgs fundar Bæjarráð tók fyrir bréf frá Sjúkra- húsi og heílsugæslustiW Vest- mannaeyja þar sem óskað er eftir fundi með bæjarráði. Lagt var til að allir bæjar- fulltrúar mæti á fundinn og v.ar bæjarstjóra falið aó ræða við framkvæmdastjóra Sjúkrahúss og heilsugæslustöövar og finna heppilegan fundartíma. Sorpa undir Bœjarveitur Bæjarráð samþykkti á fundi sínum á mánudaginn að rekstur Sorpeyðingarstöðvarinnar veröi felldur undir rekstur Bæjarveitna og að stjóm þeirra fari með yfír- stjóm Sorpeyðingarstöðvarinnar. Breytingin tekur gildi frá I. janúar n.k. og þá verður stjóm Sorpcyðingarstöðva jafnframt lögð niöur. Prestastefna í Eyjum Ákveóið er að næsta prestastefna verði í Vestmannaeyjum dagana 6. til 9. júní á næsta ári. Er von á prestum alls staðar af á landinu því þeim er skylt að mæta á prestastefnu að sögn Hreiöars Stefánssonar, æskulýðsfuiltrúa Landakirkju. Gcrir hann ráö fyrir að allt að 120 prestar komi á prestastefnuna. Þaö hefur veriö ó- frávíkjanleg regla aö halda prestastefnur 3. þriðjudag 1 júní ár hvert en því var hnikað til að þessu sinni og er ástæðan Shell- mót Týs og Pæjumöt Þórs. Athugasemd í formála vió Vilhjálm Bjamason útibússtjóra í síðasta blaði er^sagt að hann hafi tekið viö af Olafi Helgasyni. Það er ekki rótt. Hann tók við af Halldóri Guðbjama- syni. Föstudaginn 3. desember sl. frum- sýndi Leikfélag iHjrshafnar revíu sem bcr nafnið, Já, það rcddast. Leikstjóri og höfundur er Eyja- maðurinn Sigurgcir Scheving. -1 Degi á Akureyri er farið mjög lof- samlegum orðum um revíuna og ckki annað að sjá en að Sigurgcir hafi slegið eftirminnilega í gcgn. Bæjarráð samþykkti á fundi sinum á mánudaginn að álagning útsvars og annarra gjalda, scm bærinn innheimtir, verði óbrcytt á árinu 1994. Um er að ræða fast- cignagjöld, aðstöðugjöld og sorphirðu- og sorpeyðingargjöld. Útsvarsprósentan verður áfram 6,7%, sem er sú sama og undan- farin ár og sagði Sigurður Einarsson, formaður bæjarráðs, að útsvar í Vestmannaeyjum sé mcð því lægsta í kaupstöðum landsins. Aðstöðugjald verður lagt á og er álagningarprósentan óbreytt. Að- stöðugjaldið er þó í nokkurri biðstöðu því á þessu árí var það fellt niður og em allar líkur á að svo verði einnig á næsta ári. Fyrir Alþingi liggur tillaga þar að lútandi. „Við leggjum að- stöðugjaldið á en cf tillagan verður samþykkt þá verður það ákveöið með lögum að útsvar skuli hækka upp í allt aó 9,2%. Samkvæmt frcttum verður lágmarksútsvar 8,4% og verður áfram stefnt að því hér að halda útsvari í lágmarki. Bæjarbúar Haukur Ágústsson, sem skemmti Eyjamönnum með blússöng á hvíta- sunnunni í ár og í fyrra, skrifar leikdóminn og hrósar Haukur bæði revíunni og frammistöðu leikaranna. Sögusviðið er Þórshöfn en einnig fá landsfeðumir sinn skammt af gríninu. „Revían er lipurlcga samansett. Textinn er vcl hnyttinn og hittir iðu- þurfa ekki að borga meira því við fáum við 80% til baka í gegnum staö- greiðsluna. Er mismunurinn tekinn af hlut ríkisins í staðgreióslunni," sagði Sigurður. Fasteignaskattur hækkar sem ncmur hækkun fasteignamats þann 1. desember s.l. en álagningarprósentan verður sú sama. Sorpeyöingargjald veröur krónur 5 þúsund á hverja íbúð og er það óbreytt og sorphirðu- og sorppokagjald verður 2 þúsund krónur á hverja íbúð. Gjalddagar eru tíu á fasteignagjöldunum og veittur verður 10% staðgreiðsluafsláttur ef greitt er fyrir 4. febrúar. Sorpbrennslu- og sorpeyðingar- gjaldi á fyrirtæki er skipt í sex flokka og borga þau frá 7 þúsund krónum upp í 112 þúsund. Bæjarráð samþykkti að fella niður fasteignagjöld ellilífeyrisþega, sem njóta tekjutryggingar, af eigin íbúð, sem þeir búa í. Ennfremur var samþykkt að fella niður fasteigna- skatt ellilífeyrisþega af eigin íbúð, sem þeir búa í, í hlutfalli við tekjur. Bæjarráð: Obreytt gjöld á næsta ári -Utsvarsprósentan verður áfram 6,7%, sem er sú lægsta á Iandinu. Sigurgeir Scheving. lega í mark allt til enda. Mikið er um gys bundið byggðarlaginu, en það fer þó ekki fyrir ofan garð og neðan hjá aðkomumanninum, nema í fáum til- fellum, svo fáum, að ekki skaðar eða skyggir á þá góðu skemmtan, sem revían er,“ segir Haukur m.a. um þetta verk Sigurgeirs. Eldspýtur KVENNADEILDAR Kvennadeild ÍBV í handbolta mun næstu daga ganga í hús og selja sína landsfrægu eldspýtustokka sem hafa þjónað mikilvægu hlutverki í jóla- undirbúningi heimilanna í Eyjum. Það er ósk stelpnanna aö bæjarbúar taki vel á móti þeim og verði sér þannig úti um eldfæri á einfaldan og ódýran máta. Ekki sent á faxi Hörður Jónsson, skipstjóri, einn þeirra sem létu í ljós skoðun sína á fundi sjómannasamtakanpa og vitnað var í í síðasta blaði vilt að eftirfarandi komi fram: Höröur segir að vel megi vera að rétt sé eftirhonum haft og hann hafi sagt að áhafnir á skipum isfélagsins fengju upplýsingar um fiskveró sendar á faxi. Þetta scgir hann ekki rétt því þcir fái fiskverðið á blaði sem sem þeim er afhent í landi. Það gerir Sigurður Einars- son, forstjóri, sjáifur og stundum heldur hann fundi með mann- skapnum þar sem hann útskýrir ástæöur verðbreytinga ef ein- hverjareru. Kvenfélagið Heimaey styrkir Gauju Á fundi í Kvenfélaginu Heimaey sem haldinn var 5. október sl. var ákveóiö að veita Guðfinnu Ólafs- dóttur, Gauju, og Erlendi Stef- ánssyni viöurkenningu fyrir gerö skrúógarðs á Eldfellshrauni. Viöurkenningin var í forrni peningjgjafar, að upphæð kr. 25.000 og sagói Gauja í samtali við FRÉTTIR að hún hefði oft orðið hissa um dagana en aldrei eins og þegar hún fékk fékk tíl- kynningu um gjöfina. „Pening- amir koma örugglega í góðar þarfir og eitthvað verður keypt sem prý'tt getur reítínn okkar á hrauninu. Svo vil ég koma á framfæri þakklæti til allra sem hafa stutt okkur á cinhvcm hátt. Kvenfélagið Heimaey stendur að ýmsum góðum málum, m.a. hafa konumar stutt Hraunbúóir og eins brottflutta Eyjanienn sem af ein- hverjum ástæðum hafa þurft á hjálp að halda," sagði Gauja. Afgreiðslutími Jólin verslana því nálgast óðfluga ög rýmka kaupntenn opnunartíma í verslunum. í kvöld, ftmmtudag, verður opið til kl. 20:00. Á laugardaginn verður síðan opiðtilkl. 18:00. A FIMMTUDEGI ✓ A aðventu Aðve'nta er sá tími sem ætlaður er til að bíða komu jóla og undirbúa hugarfarið fyrir þessa stórhátíð kristinna manna. Þó er sú líklega raunin á í flestum tilvikum að þessi tími ársins er sá sem veldur fólki hvað mestri streitu. Vinnuálag eykst um allan helming á ákveðnum starfsstéttum. Verslunarfólk vinnur mun meira 1 þessum mánuði en öðrum, handverksmenn sömuleiðis, öllum liggur einhver reiðinnar ósköp á að fá nýja eldhúsinnréttingu eða flísar á bað og allt þarf þetta að vera klárt fyrir 24. desember. Og sjálf heimilin fara ekki varhluta af hama- ganginum. Fyrir utan öll þau kynstur sem þarf að baka fyrir hver jól, er þaö innprentað í suma að stór- hreingemingar þurfi aó eiga sér stað í þessum mánuði og málningarvinna innanhúss á sömuleiðis að fara fram í desember. Skrifari hcfur aldrei almennilega skilið af hverju allar þessar stórframkvæmdir þurfa að eiga sér stað einmitt á þessum tíma. Honum finnst t.d. janúar eða febrúar miklu bctri til slíkra hluta, þá er t.d. miklu auðveldara að fá handverks- menn til starfa og þar að auki er ekki allt í fári þótt framkvæmdir dragist eitthvað á langinn. Þessi hama- gangur og læti í desember hafa ekki einungis áhrif á fullorðna, skrifari hefur tekið eftir því að nemendur hans eru talsvert órólegri cn venju- lega þessa síðustu daga, streitan virðist hrjá þá líka. Nýstárlegt jólaguðspjall Og fyrst talið barst að nemendum, þá tók skrifari þátt í bráðskemmti- legri uppákomu á dögunum. Séra Bjami hefur þann sið á aðventu að bjóða nemendum úr grunnskólunum í kirkju þar sem hann og Hreiðar æskulýðsfulltrúi eru með prógramm sem tengist aðventu og jólum í tali, tónum og myndum. Nú taldi skrifari að erfitt gæti verið að halda athygli ungra nemenda í nærfellt klukku- tíma um þetta efni en svo reyndist alls ekki vera. Presturinn okkar hefur einstakan frásagnarmáta og orðavalið er nútímalegt og auðskilið; sem sagt tungumál sem allir skilja. Enda hélt hann áheyrendahópnum hugfönghum allan tímann, þar á meðal þcini scm þetta ritar. Nú hefur skrifari margoft hlustað á jóla- guðspjallið og útleggingu af því en þama var farið inn á nýjar og forvitnilegar brautir sem sýnilega skiluðu árangri. Skrifari er líka á því að einhverjar frómar sálir myndu hneykslast yfir orðavali, svo sem því að hirðamir á Betlehemsvöllum hefðu haft skítalaun fyrir vinnu sína og eins hefur skrifari ekki fyrr heyrt talað um frelsarann í æsku sem “peyjann frá Nazaret.” En þama í kirkjunni var enginn sem hneyksl- aðist, þetta virtist öllum þykja hinn eðlilegasti hlutur sem það reyndar er. Ef til vill mætti gera meira að því að tala tæpitungulaust um hlutina eins og þama var. Séra Bjami og Hreiðar, hafió ágæta þökk fyrir skemmtilega samvemstund. í tilefni jóla Þetta er síðasti pistillinn sem skrif- ari sér um á þessu ári, hann hefur afráðið að hvíla lesendur á skrifum sínum í jólablaðinu. En hann vill nota tækifærið og óska lesendum FRETTA um land allt gleðilegra jóla og góðs komandi árs. I guðs friði. Sigurg. Jónsson SlAútfMÖA&lLL Harðar Ingvarssonar s: 11136 &bs: 985-22135 Ökukennsla Arnfinnur Friðriksson Strembugötu 29 Sími 12055 og 985-39067 Sími 11826.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.