Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.12.1993, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 16.12.1993, Blaðsíða 13
Fimmtudagurinn 16, desember 1993 Signiar Þór Sveinbjörnsson skrifar: Áfallahjálp Áfallahjálp, hvað er það? í erindi sem Sigríður K. Sverrisdóttir frá Lands- björgu flutti hér í Vestmannaeyjum í nóvember 1992 og fjallaði um áfalla- hjálp, skýrir hún hana þannig: „Skipta má áfallahjálp í tvo þætti, annars vegar sálræna skyndihjálp eins og við þekkjum hana frá skyndi- hjálpamámskeiðum, hins vegar úrvinnsla á sterkum tilfinningum hjálparaðila vegna erfiðra aðstæðna." Nú síðustu þrjú árin hafa verið miklar umræður um áfallahjálp hér á landi og þá aðallega um hjálp til handa því fólki sem stendur í eldlín- unni þegar slys verða, svo sem björgunaraðilum, lögreglu, læknum og hjúkrunarfólki. Eg eins og eflaust margir aðrir hélt að þetta fólk þyrfti ekki á slíkri aðstoð að halda, allavega ekki læknar og hjúkrunarfólk. En við nánari um- hugsun kemst maður að þeirri niðurstöóu, aó auðvitað er þetta fólk ekkert öðruvísi en við hin. Við ætlumst til þess að þessir aðilar séu sterkir, án þess að hugsa um að þetta er fólk, eins og við hin, eru mcó sömu tilfinningar. í blaðinu Ný Dögun sem gefið er út af Nýrri Dögun, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð í Reykjavík, er grein eftir Rúdolf Adolfsson geð- hjúkrunarfræðing, sem heitir áfallahjálp-stuðningur við hjálpar- aðila. í áðumefndri grcin er eftirfarandi að finna orðrétt: „Á síðustu árum hafa komið fram erlendar rannsóknir sem benda til þess að full þörf sé að sinna þessum málum, ekki síður hér á Islandi en erlendis. Sem dæmi mætti nefna rannsókn á björgunarmönnum sem tengdust slysinu þegar norska olíuborpallinum Alexander Kielland hvolfdi 1980 og rúmlega 100 manns fómst. í ljós kom að einu ári eftir slysið vom 5% þeirra enn í veikinda- fríi og 25% lýstu ýmis konar vanlíðan, sem ekki bar á fyrir slysið. Nefnd vom m.a. depurð, kvíði, fóm- leikatilfinning, óöryggi, ótti við ákveðna staði, er komu róti á hugsanir, og eða ótti við ákveðnar kringumstæður, svefntrufianir, ein- angmn eða sjálfsásakanir. Allt eru þetta hlutir sem menn þoldu misvel, eftir persónuleika hvers og eins, reynslu og þjálfun. Þaó þarf alls ekki svona viðamikið slys til að valda svipaðri vanlíðan hjá þeim, sem fást við hjálparstarf, og á það að sjálf- sögðu einnig við hér á landi. Umferóarslys, skipskaðar, fiugslys, leit að týndum einstaklingum og Sigmar Þór Sveinbjörnsson. „Eru nokkur dæmi þess að sjómenn sem eru nýkomnir úr alvarlegum sjóslysum eru eltir upp á sjúkra- hús til að ná af þeim skýrslu. Auðvitað er þetta misjafnt og lög- regla einungis að gera skyldu sína, en mér fínnst samt oft vanta meiri umhyggju fyrir líkamlegri og andlegri heilsu þessara óheppnu manna.“ vinnuslys eru dæmi um kringum- stæóur, sem oft valda djúpu sálrænu umróti hjá hjálparaðilum, áhorf- endum, aðstandendum, þolendum og gerendum." Síðan skýrir Rúdolf hvað erandleg skyndihjálp og segir: „Megininnihald hennar og þungamiðja er mann- þekking, líkamleg og andleg nálægð, hlýja og umhyggja. Því fyrr sem þessi hjálp berst, því betra.“ Mikil þörf hefur oft verió fyrir þess.a þjónustu hér í Vestmanna- eyjum og nægir þar að nefna hið hörmulega slys er belgíski togarinn Pelagus fórst hér í svokallaðri Presta- bót á nýja hrauninu 21. janúar 1982. Þar fórust fjórir, björgunarmaður og læknir, ásamt tveimur skipverjum af togaranum. Það er ekki nokkur vafi, að þama hefði þurft að hjálpa því fólki sem stóð í cldlínunni við björg- un þeirra sex rnanna sem bjargað var úr togaranum. Eg hef í mörg ár velt fyrir mér þeirri meðferð sem sjómenn fá þegar þeir hafa lent í sjóslysum. Það er oft á tíðum ekki tekið mikið tillit til þess að þessir menn eru að koma úr alvar- legum slysum og oft miklum mannraunum, þar sem þeir hafa horft upp á félaga sína berjast fyrir lífi sínu og ekkert getað gert þeim til bjargar. Eftir sjóslys fá aðstandendur hinna látnu sjómanna oft á tíðum hjálp frá læknum, prestum eða aðstandendum, það er að segja ef þeir leita eftir því. Mér segir svo hugur að þessi hjálp standi oftast of stutt yfir, ekki vegna þess að fólk vilji ekki hjálpa, heldur gerir fólkið sér ekki grein fyrir þörfinni og hin syrgjandi manneskja kann ekki við að biðja um hjálp heldur reynir að harka af sér. Hinir sem lifa slysið af, hafa hingað til ekki fengið hjálp þó þeir þurfi ekki síður á hcnni að halda. Þama kemur inn í málið hin svokallaða áfallahjálp, hún á að hjálpa þeim sem lenda í slysum, eða björgunarmönnunum sem tekið hafa þátt í erfiðum björgunaraðgerðum. Það hefur sýnt sig að full þörf er á hjálp til handa þessu fólki. Þegar sjóslys verða, hvort þau eru stór eða smá, þá er gangur mála þannig að sjómennimir em teknir svo fljótt sem auðið er, færðir til yfir- heyrslu og skýrslugerðar hjá lögreglu, þar sem þeir lýsa atburðarás og svara spumingum lögreglumanna, og svo oft fulltrúa Rannsóknar- nefndar sjóslysa. Á öðru stigi málsins eru sjó- mennimir látnir koma fyrir sjórétt þar sem þeir em aftur spurðir í þaula um slysiö og látnir lýsa því í smáatriðum. Þá er oft gefið í skyn að þeir hefðu nú getað framkvæmt hlutina öðmvísi. Eg hef lesið hundruð sjóprófa og verð að segja eins og er að mér finnst meö ólíkindum hvað mcnn komast langt í spumingum sem beinlínis niðurlægja sjómenn sem sitja fyrir rétti. Þá er ég ekki að tala um spumingar sem skipta máli í rannsókn slysa, heldur spumingar sem koma ekki málinu við. Engin stétt manna þarf jafn oft að gangast undir slíkar yfirheyrslur og sjómenn. Oft taka spyrjendur ekki nokkurt tillit til þess að þessir menn eru ekki í jafnvægi til að svara spumingum, svo vit sé í. Eru nokkur dæmi þcss að sjó- menn sem eru nýkomnir úr alvarlegum sjóslysum em eltir upp á sjúkrahús til að ná af þeim skýrslu. Áuðvitað er þetta misjafnt og lög- regla einungis að gera skyldu sína, en mér finnst samt oft vanta meiri um- hyggju fyrir líkamlegri og andlegri heilsu þessara óheppnu manna. Það hlýtur aó vera mikilvægt er menn koma til lögreglu vegna rannsóknar slysa, sem undantekningarlaust hafa mikil áhrif á viðkomandi, að þeir fái hlýlegt og vingjamlegt viðmót frá þeim aðilum sem að rannsókn vinna. Sem betur fer hefur lögreglan í Vest- mannaeyjum staðið þannig að málum. En einhvers staðar stendur, „aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Þetta ættu menn aó hafa í huga þegar alvarleg slys verða, hvort sem er á sjó eða landi. Sigmar Þór Sveinbjörnsson Höfundur er skipaeftirlitsmaður Séra Bjarni Karlsson segir börnum úr Barnaskólanum jólasöguna cinu og sönnu. Börnin heimsækja Landakirkju Ný styttist óðum í jólahátíðina og það cr mikið að gcra hjá börn- unum og prcstunum á jólaðvcnt- unni. Þessa dagana cru yngri krakkamir í grunnskólunum í jólaföndrinu og hafa þau komið í stríðum straumum á Fréttir/Eyjaprent til aö fá renninga. Einnig heimsækja fiestir bckkirnir Landakirkju þar sem presthjónin, séra Bjami Karlsson og séra Jóna Hrönn Bolladóttir, fara með jóla- söguna þegar Jesúbamið fæddist í Betlehem fyrir tæpum tvö þúsund árum. Fréttir litu við í Landakirkju í síóustu viku. Þar voru 1. bckkimir úr Barnaskólanum í hcimsókn. Þau hlýddu hugfangin á séra Bjarna scm notaði teikningar af myndvarpa til að gera frásögnina mcira lifandi. Einnig sungu þau nokkra jólasálma við undirleik Hreiðars Stefánssonar æskulýðsfulltrúa Landakirkju og fóru með bæn. Séra Bjami sagði að það væri sér- stakt ánægjuefni að fá bömin í heimsókn í Landakirkju fyrir jólin og kennararnir hefðu verið sérlcga dug- legir fyrir þessi jól að koma með bckkina í heimsókn, frá I. og upp í efri bekkina. Beðið fyrir pabba og mömmu og öllum hinum. Stúfur heimsótti krakkana á Sóla Það cr fastur siður á Sóla fyrir jólin að krökkunum cr boðið í jólavcislu. Að þcssu sinni var þeim boðið á Hertogann þar scm þau fcngu franskar, kók og flcira gott. En • rúsínan í pylsucnd- anum var þcgar stúfur birtist hcldur óvænt með gjafir handa öllum krökkunum og þá varð kátt í höliinni. Á myndinni er Stúfur með krökkunum við jólatrcð á Hcrtoganum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.