Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.12.1993, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 16.12.1993, Blaðsíða 17
Fimmtudagurinn 16. desember 1993 Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar: Heildartekjur rúmir 3 milljarðar -Tekjur jukust um 50%, en þrátt fyrir það nam tapið 342,5 milljónum á síðasta ári sem er tilkomið vegna gengisbreytinga. Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar hf. var haldinn á laugardaginn og þar kom fram að heildartekjur á síðasta reikningsári, frá 1. septem- ber 1992 til 31. ágúst sl., voru 3.055 milljónir króna en voru 2.109 milljónir árið á undan. Tekju- aukningin er 49% á milli áranna þegar 55 milljóna greiðsla úr Verð- jöfnunarsjóði er tekin með. Tapið nam 342,5 milljónum sem skrifast að mestu á gengistap sem allt var gjaldfært á árinu. Þetta kom fram í ræðu Sighvatar Bjamasonar, framkvæmdastjóra, á fundinum. Jafnframt kom fram hjá Sighvati að rekstrartekjur að frá- dregnum afla eigin skipa námu 2.582 milljónum en voru 1.690 milljónir árinu á undan. Er aukningin 58% að frátöldum greiðslum úr Verð- jöfnunarsjóði. Rekstrargjöld hækk- uóu úr 1.472 milljónum í 2.172 milljónir á milli áranna, eða um 47%. Sagði Sighvatur að þetta sýndi batn- andi rekstur. Hjá Vinnslustöðinni störfuðu að jafnaði 380 manns en voru 520 þegar mest var. Eldur í Andvara Sl. föstudag um kl. þrjú var slökkviliðið kallað um borð í Andvara VE sem lá við Skipa- lyftuna. Kviknað hafði í einangrun út frá neistum við logsuðu þegar verið var að setja upp skutrennuloka. Mikill reykur myndaðist en starfsmenn Skipalyftunnar höfðu að mestu slökkt eldinn þegar slökkviliðið kom á vettvang. Að sögn lögreglu var tjón óverulegt og mesta mildi að ekki skyldi fara verr. Tjón var óverulegt þcgar eldur kviknaði í Andvara á föstudaginn, Föstudagskvöld Diskótek fyrir 16 ára. Aðganseyrir kr. 500. Það verður villt stuð, sannkallað próflokastuð. Nú mæta allir. Föstudags- og laugardagskvöld: Hljómsveitin Dans á rósum sem hefur slegið í gegn heldur uppi góðri stemmningu allt kvöldið. íslenskur ángórufatnaður Undiifót, sokkar, hlífðar- og heilsufatnaður úrfínull. Fœst í apótekinu Erill hjá lögreglu: Stöðvaði hópslagsmál Mikill crill var hjá lögreglu um síðustu helgi, sérstaklega að- faranótt sunnudags. Virðist sem Eyjamenn hafi verið sér- lega duglcgir við jólaglöggið en einnig voru unglingar að fagna próflokum og hafði lögreglan mest afskipti af þeim í miðbæn- um. Um kl. 04:25 var lögreglunni tilkynnt um hópslagsmál á Strandveginum við Klett. Lög- reglan skarst í leikinn og stöðvaði slagsmálin. Fyrr um nóttina hafði lögreglan stöðvað ökumann, grunaðan um ölvun vió akstur, sem er 26. stúturinn á þessu ári. í síðustu viku sáu starfsmenn Sparisjóðsins að eldur hafði kviknað í aðventukransi í há- deginu í hannyrðaversluninni Zikk Zakk sem er beint á móti Sparisjóðnum í Bárugötunni. Eigandi Zikk Zakk sem var í mat var ræstur út og tókst að slökkva í aðventukransinum áður en frekara tjón hlytist af. Lögreglan hefur verið meó klippumar á lofti síðustu vikuna og klippt af um 40 bifreiðum vegna þess að bíleigendur hafa trassað endurskoðun eða ekki borgað bifreiðagjöldin. Lög- reglan mun halda áfram aðgerðum sínum á næstunni þannig að öllum er ráðlagt að borga gjöldin hið snarasta. Gisting í Reykjavík Vel búnar íbúðir, 2ja og 3ja herbergja, aðstaða fyrir allt að 6 manns. Upplýsingar hjá Grími og Önnu í síma 91 - 32221 og Sigurði og Maríu í síma 91-79170. Hamingjusamir foreldrar í stcinbítahúrinu á Náttúrugripasafninu. Náttúrugripasafnið: Astin blómstar í steinbítabúrinu Hvíta steinbítshrygnan sem síðustu ár hefur dvalið á Náttúrugripa- safninu hrygndi á mánudaginn. Er það í fjórða skiptið sem hún hryggnir cn i aðeins einu sinni áður hefur hrygningin hcppnast. Kristján Egilsson, forstöðumaður, segir að ástarleikur hrygnunnar og hængs sem er með henni í búrinu hafi hafist um morguninn. Sagðist hann strax hafa séð að hverju stefndi og í fyllingu tímans, sex til sjö klukku- stundum eftir að ástarleiknum lauk, hrygndi sú hvíta myndarlegri hrúgu sem hún safnaði í klasa. Hringaði hún sig utan um klasann, þreytt en ánægð. Þetta er annað árió sem hrygnan og þessi hængur hafa deilt saman búri en það varð ekki ást við fyrstu sýn. I fyrra kærði karlinn sig ekkert um hana þegar kom að hrygningu og að henni lokinni réðist hann á hrognin. Nú eru skötuhjúin farin að skipt- ast á að gæta hrognanna. En með tímanum hafa tekist mcð þeim ágætar ástir og á mánudaginn blómstraði hún. Hængurinn sýndi hinni nýbökuóu móður mikla um- hyggju og þcgar Kristján mætti til vinnu á miðvikudaginn var hann tekinn við og hringaði sig utan um hrj'gnuna. Miðvikudaginn 8. descmbcr fór fram 2. umferð í Skákþingi Vcst- mannaeyja. Því miður vantaði Stefán sem átti að tefla við Ágúst Ómar, cn hann lá heima með pest. Sigurjón og Ægir tefldu þunga skák sem lyktaði með jafntefli. Þar mættust svo sannarlega stálin stinn. Og Sigmundur og Nabee tefldu saman og hafði Sigmundur betur. Sunnudaginn 12. desember fór fram 3. umferðin í Skákþingi Vest- mannaeyja og nú mættu allir til leiks en Stefán var nokkum veginn að ná sér eftir slæma Peking-pest. Tefldar voru tvær umferðir þennan dag til að dagskráin riðlaðist ekki of mikið. Skák frá því í 1. umferð milli Stefáns og Nabee var tefld og sigraði Stefán. Síðan tefldi Stcfán við Ægi en varð að láta í minni pokann eftir að hafa verió með þokkalega stöðu mest allan tímann. Lék hann af sér heilum manni rétt fyrir tímamörkin. Kannski var flensan að angra hann, hver veit? Ægir náði þama að vinna aðra skák- ina sína. Sigurjón tefldi við Sigmund bakarameistara og bakaði hann, cnda er hann að læra að baka sjálfur! Líka villast lærðir menn. Ágúst Ómar tefldi við Nabee og vann. Staðan er því sem hér segir eftir 3 umferðir: Ægir Ó. Hallgrímsson 2 og 1/2 v. Sigurjón Þorkelsson 2 og 1/2 v. Ágúst Ómar Einarsson 1 v. og ein frestuð. Sigmundur Andrésson I v. Stefán Gíslasori 1 v. og ein frestuð. Nabeeh Nami 0 v. Næsta umferð var tefld í gærkvöldi en úrslitin lágu ekki fyrir þegar blaóið fór í prentun. . Svo var þaó ekki mcira. Með skákkveðju. Stebbi Gilla. Maður kom með þetta fallega kertahús og sagði sínar farir ekki sléttar. Hafði hann kveikt á sprit- tkerti innan í húsinu. Veit hann ekki meir fyrr en byrjar að rjúka upp úr því, vaxið sauð og krau- maði og mátti litlu munaði að slys hlytist af. Vildi hann vara við svona kertahúsum. Ástæðuna fyrir þessu taldi hann vera að ekki bærist nóg loft að kertinu og því hitnaði húsið um of.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.