Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.12.1993, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 16.12.1993, Blaðsíða 8
Fimmtudagurinn 16. desember 1993 8 Virðisaukaskattur á farþegaflutninga innanlands: 15 milljóna aukaskattur á Vestmannaeyinga -Þar af er hlutur íþróttahreyfingarinnar 1350 þúsund °g segja talsmenn hennar að þetta sé skref í þá átt að rústa starfsemi hennar úti á landsbyggðinni. Ef 14% virðisaukaskattur á far- þcgaflutninga innanlands vcrður settur á um áramót hækkar heildarkostnaður við það að komast á milli lands og Eyja um 15 milljónir króna á ári. Er þá bæði átt við farþcgaflutninga í lofti og með Herjólfi. l>ar af er hlutur íþróttahreyfingarinnar um ein og hálf milljón króna. Þessi skatt- lagning hefur rcttilega verið kallaður átthagaskattur og leggst því harðar á fólk eftir því sem lengra er farið frá Reykjavík. Að því leyti standa Vestmannaeyingar betur að vígi en margir íbúar landsbyggðarinnar en á móti kemur að cngir eru eins háðir fólksflutningum og Eyjamcnn af skiljanlegum ástæðum. Talsverð átök eru um málið á Alþingi og voru stjómarandstöóu- þingmenn sem blaðið ræddi við alfarið á móti. Ami Johnsen (D) segist hafa lagst gegn virðisauka- skatti á flug en hann eigi við ramman reip að draga og erfitt verði fyrir sig að draga sig út úr ef stjómar- flokkamir samþykkja skattinn. 8-10% hækkun Ekki liggur Ijóst fyrir hvað far- gjöld með flugi og Herjólfi muni hækka með tilkomu 14% virðisauka- skatts en þeir sem blaðið ræddi við telja flestir aö hún verði á bilinu 8% til 10% og er þá tekið tillit til inn- skatts. Sé miðað við að hækkunin verði 9%, verður hækkunin, eftir því sem blaðið kcmst næst, um 15 milljónir króna. Farþcgar með flugi þurfa að greiða um 10 milljónir umfram það sem þeir greiddu á þessu ári og farþegar með Herjólfi um 5 milljónir. Auk þessa greiða Eyjamenn umtalsverðar upphæðir í vsk. af vöruflutningum og sem dæmi má nefna að á næsta ári gerir Herjólfur hf. ráð fyrir að innhcimta 15,3 milljónir í vsk. af farþega- og vörufiutningum. Iþróttahreyfingin hcfur ályktað gegn virðisaukaskattinum og þar segir m.a. að ferðakostnaður hennar skipti milljónum á ári hverju. „Upptaka virðisaukaskatts á flugfar- gjöld á því eftir að valda henni miklum útgjaldaauka. Nú á tímum samdráttar í tekjuöflun hennar eins og annarra landsmanna, er því alveg augljóst að þessi nýi skattur kemur til með að bitna á því mikla æsku- lýðsstarfi sem íþróttafélögin rækja. Samciginlegur fundur íþrótta- hreyfingarinnar í Vestmannaeyjum mótmælir harðlega upptöku þessa skatts á llugfargjöld og tclur þctta nánast aðför að sér, og skref í þá átt að leggja í rúst íþróttastarf á lands- byggðinni," segir í niðurlagi bréfs- ins. Ljóst er að um umtalsvcrðar upp- Áætlað er að Herjólfur hf. greiði 15,3 milljónir í virðisaukaskatt af farþcga og vöruflutningum á næsta ári. \NDiFLUC Þeir sem fcrðast með flugi milli lands og Eyja greiða um 10 milljónir aukalcga fyrir fargjöld sín vegna virðisaukaskattsins. hæðir verður að ræða fyrir íþrótta- hreyfinguna, því á árinu 1992 greiddi hún um 15 milljónir króna í ferðakostnað og 9% hækkun vegna vsk. þýðir um 1,3 milljón króna hækkun á næsta ári. fiokkurinn hefur sent frá sér ályktun þar sem þessu er harðlega mótmælt," sagði Margrét. „Hvar á að draga mörkin?“ „Byggðafjandsamleg“ „Ég tel ekki annað fært en að fallið verði frá þcssari skattheimtu því hún er byggðafjandsamleg. Skattar verða að vera með þeim hætti að þeir falli jafnt á alla en hér er verið að tala um að Vcstmannaeyingar og aðrir íbúar á landsbyggðinni verði að greiða sér- staklcga í ríkissjóð af flugiog öðrum fiutningum, sagði Guðni Ágústsson (B) alþingismaður í samtali við FRÉTTIR. Mér finnst að ef þcssi skattheimta fer í gegnum þingið sé ríkisstjómin að ganga fyrir björg hvað lands- byggðina varðar. Við framsóknar- menn höfum bent á aðrar leiðir, mun réttlátari," hélt Guðni áfram. Margrét Frímannsdóttir, alþing- ismaður Alþýðubandalagsins, tók í sama streng og sagði fráleitt að skatt- leggja landsbyggðina með þessum hætti. „Viröisaukaskattur á ferðalög innanlands samræmist cngan veginn stefnu ríkisstjómarinnar, sem kemur fram í hvítu bókinni, Velferð á varanlcgum grunni. Einnig bitnar þetta harkalcga á íþróttafélögum í Vestmannaeyjum pg annars staðar á landsbyggðinni. Á sama tíma cr verið að minnka framlög til íþrótta- hreyfingarinnar þrátt fyrir það mikla forvamarstarf sem hún vinnur. Þing- Árni Johnsen, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins telur að of mikið sé í lagt þegar því sé haldiö fram að far- gjöld hækki um 9%, með tilkomu virðisaukaskattsins. „Hækkunin gæti orðið 4% til 5%, en menn em ekki klárir á því ennþá. Það er engin spuming að þetta er kostnaðarauki en það er erfitt að skilgreina hvar á að draga mörkin og hvar á að stoppa. Á að fella niður vsk. af langferða- bílum, flugi eða ferjgrn," sagói Ámi og taldi að ríkisstjórrfin stæði frammi fyrirerfiðu máli. „Menn em að reyna að hala inn tekjur af þjónustu- gjöldum en þrátt fyrir þaö verður halli á ríkissjóði 13 milljarðar á næsta ári en tekjur 103 milljarðar. Ef ekki hefði verið bmgðist við fyrir þremur árum hefði hallinn orðið 50 milljarðar. Á hinn bóginn,. hef ég barist af hörku gegn skatti a innan- landsflugið og óskaði eftir sérstakri umræðu um það í þingflokknum. Veit ég ekki enn þá hvernig þeirri samningalotu lyktar. Ég muTi reyna hvað ég get en ég verð að sætta mig við niðurstöðuna hver sem hún verður. En við emm á blússandi ferð með mörg góð mál í Vestmanna- eyjum, t.d. Framhaldsskólann, vegagerð, höfnina, Háskóla Islands í Eyjurn og skattstofan verður áfram,“ sagði Ámi að lokum. Aðventuteiti í Veiðarfœragerðinni Gaui Manga, Biggi Gauja og Hallgrímur Þórðar buðu til teitis í Veiðar- færagcrðinni sinni á fóstudagskvöldið. Báðir eru miklir þjóðhátíðarmcnn og fannst því eðlilegt að hafa tcitið í anda Þjóðhátíðar. Útbjuggu þcir tjald- himin úr trollstykkjum og fyrir cndanum var nctariðill. I loftinu hékk skraut og langborð var eftir tjaldinu endilöngu. Strákunum á Valdimar Sveinssyni VE var boðið í teitið að þessu sinni og stóðu þeir fyrir alls konar leikjum og uppákomum og allir virtust skemmta sér hið besta. > Starfsmcnn Pósts og síma ásamt Sigurði Jónssyni stöðvarstjóra (annar frá hægri) við nýju stafrænu stöðina. Öll númer veröa stafræn í byrjun janúar I>essa dagana er að ljúka prófun- um á nýrri stafrænni stöð í Símstöðinni í Eyjum scm tekin verður í notkun á fyrstu dögum næsta árs. Með tilkomu hennar verða öll símanúmer í Vestmanna- eyjum stafræn scm þýðir aukna og bætta þjónustu fyrir símnotcndur. Kristján Pétursson, starfsmaður Pósts og síma, sagði í samtali við FRÉ'ITIR að hluti símnúmera í Eyjum hefði verið stafrænn og voru þau keyrð í gegnum litla stöð sem komið var fyrir í símstöðinni. „En í annarri viku janúar verða öll númer í Eyjum stafræn. Þá býðst notendum ýmis þjónusta sem aðeins er hægt að keyra í gegnum stafrænar stöðvar, eins og t.d. fiutning á símtölum, símafundi og fleira. Oll afgreiðsla er margfalt hraöari og hringir um leið og búið er að velja síðasta staf í númeri. Nýja stöðin er með 2300 númer og ef þarf að stækka hana tekur það ekki nema einn dag að bæta við 250 númerum," sagði Kristján. í gömlu stöðinni voru 2000 númer og fyllir hún sal sem er á milli 300 og 400 fermerrar en nýja stöðin tekur ekki nema 4 fermetra gólfpláss.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.