Skessuhorn


Skessuhorn - 11.06.2008, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 11.06.2008, Blaðsíða 23
23 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ Sam starfs að il ar á samt hluta af kepp end um á fyrsta móti TSH mótar að ar inn ar. Dag ur hinna villtu blóma og Land bún að ar safn Ís lands efna til blóma göngu næst kom andi sunnu­ dag, 15. júní. Göngu stjóri og fræð­ ari verð ur Björn Þor steins son pró­ fess or við LbhÍ en hann er afar fróð ur um gróð ur og nátt úru lands­ ins. Gang an tek ur um tvær klukku­ stund ir um grund ir Hvann eyr ar og er mæt ing við Hvann eyr ar kirkju klukk an 10. At hygli er vak in á því að vera rétt skó að ur fyr ir út haga­ göngu. mm Thai nudd stofa sem um ára bil var starf rækt á Skóla vörðu stíg 10 í Reykja vík er nú kom in á Vest ur­ göt u 89 á Akra nesi. Reynd ar er tæ­ lenska nudd kon an Joom Jamkong Kang Kham enn þá með stof una heima hjá sér en stefn an er að opna aft ur sjálf stæða stofu með tíð og tíma. Joom hef ur á samt manni sín um Helga Þór ar ins syni stað ið í barn­ eign um síð ustu þrjú árin en er að byrja í nudd inu á nýj an leik. Um er að ræða hefð bund ið tæ lenskt nudd með til heyr andi orku­ og blóð­ flæði. Orku punkta nudd seg ir Joom að sé sér tak lega gott fyr ir fólk sem er í stressi og erf iðri vinnu. Þess má geta að eins og þeir sem þekkja til aust ur lensks nudds vita þá er það oft á tíð um ekk ert síð ur fram kvæmt með fót um en hönd um, til að fá dýpt ina sem mesta í nudd ið. þá Ný smíð aðri eft ir mynd Stað ar­ skekt unn ar svoköll uðu var síð ast­ lið inn laug ar dag siglt til reynslu. Þokka leg ur byr var þeg ar lagt var upp frá höfn inni á Stað á Reykja­ nesi. Smíði báts ins hef ur ver ið eitt af við fangs efn um Fé lags á huga manna um stofn un Báta safns Breiða fjarð­ ar á Reyk hól um og Skessu horn greindi frá í fyrra. Á vef Reyk hóla­ sveit ar seg ir að báts verj ar hafi ver­ ið þeir Hafliði Að al steins son skipa­ smíða meist ari og Egg ert Björns­ son, sem báð ir unnu að smíði báts­ ins á samt Að al steini Valdi mars­ syni skipa smið á Reyk hól um og nokkrum öðr um í á huga hópn um. Til fylgd ar út á Breiða fjörð inn var Að al steinn Valdi mars son á mót or­ báti sín um Haf dísi og kom í hans hlut að bjarga þeim fé lög um úr sjón um eft ir að þeir hvolfdu bátn­ um. „Okk ur gekk þokka lega að rifja upp hand tök in en það er al veg ljóst að við þurf um mikla æf ingu til að ná góð um ár angri,“ seg ir Hafliði Að al steins son á Reyk hóla vefn­ um. „Við sigld um fram og aft ur og próf uð um okk ur á fram að hag ræða segl un um eft ir vindi en gekk ekki nógu vel að venda. Það end aði með því að við hvolfd um bátn um.“ Frá því er sagt að fyr ir mynd nýja báts ins er fjög urra manna far sem heit ir Björg réttu nafni, en hef ur jafn an geng ið und ir nafn inu Stað­ ar skekt an, kennd við Stað á Reykja­ nesi. Þann bát smíð uðu þeir Ó laf ur Berg sveins son skipa smið ur í Hval­ látr um og Gísli son ur hans á önd­ verðri síð ustu öld. Gísli átti bát­ inn og fór með hann upp að Stað á Reykja nesi, þar sem hann gerð ist ráðs mað ur hjá pró fast in um. Morg­ un einn haust ið 1925 lagði Gísli upp frá Stað einn á báti sín um í góðu veðri, sem brátt sner ist í út­ synn ings hryðj ur, og ætl aði norð­ ur yfir Þorska fjörð. Bát inn rak litlu síð ar mann laus an við lend ing una á Stað. „Það eru sjór inn og lungna­ bólg an sem drepa okk ur frænd­ ur,“ sagði Ó laf ur skipa smið ur fað­ ir hans, sem þarna missti þriðja son sinn í sjó inn. Nýja Stað ar skekt an er að mestu smíð uð úr reka viði af Strönd um, líkt og al mennt var í báta smíði Breið firð inga á fyrri tíð. All ir mátt­ ar við ir, bönd, kjöl ur og stefni eru úr reka viði, svo og hluti af byrð­ ingn um. mm Í byrj un mán að ar ins tók Sig­ rún Ó lafs dótt ir við stöðu í þrótta­ og æsku lýðs full trúa Snæ fells bæj­ ar af Sig urði Gísla syni, sem hverf­ ur til ann arra starfa. Sig rún seg ir í sam tali við Skessu horn nýja starf­ ið leggj ast vel í sig og að hún hafi feng ið mjög já kvæð við brögð, sem væri hvetj andi. Sig rún hef ur ver ið kenn ari í Grunn skóla Snæ fells bæj­ ar í þrett án ár. ,,Ég kem þó til með að sakna kenn ara starfs ins,“ seg­ ir Sig rún en bæt ir við að hún muni á fram vinna með kenn ur um í nýja starf inu. Sig rún seg ist þessa dag ana vera að setja sig inn í starf ið og af mörgu sé að taka. ,,Ég legg á herslu á að auka sam vinnu milli fé lags mið stöðv anna á Snæ fells nesi og það er margt hægt að gera, til dæm is að auka fræðslu­ efni.“ Starf Sig rún ar er fjöl breytt og krefj andi, auk fé lags mið stöðv ar­ inn ar Af dreps sér hún um í þrótta­ hús ið og sund laug ina. Hún skipu­ legg ur vakt ir og sér um manna for­ ráð á þess um stöð um. „ Þessa dag­ anna er ég svo að skipu leggja dag­ skrá fyr ir 17. júní,“ seg ir hún. Sig­ rún seg ist vona að hún fái að njóta sín í nýju starfi og hún hlakk ar til að taka þátt í þeim spenn andi verk efn­ um, sem framund an eru. af Leyn ir fær styrkt ar að ila fyr ir barna- og ung linga móta röð Sam starfs samn ing ur golf klúbbs­ ins Leyn is á Akra nesi og Tré smiðju Snorra Hjalta son ar var und ir rit að­ ur í lið inni viku. Samn ing ur inn lít­ ur að upp bygg ingu barna­ og ung­ linga starfs Leyn is og þá sér stak­ lega að barna­ og ung linga móta röð í þess um ald urs flokk um. Samn ing­ ur inn er til fjög urra ára. Við stadd ir við und ir rit un voru Snorri Hjalta­ son og Ó laf ur Páll Snorra son hjá TSH og frá Leyni þeir Gylfi Sig­ urðs son fram kvæmda stjóri, Eg ill Guð munds son úr barna­og ung­ linga nefnd og Karl Ómar Karls son golf þjálf ari Leyn is. Móta röð in mun bera heit ið „TSH móta röð in“ og sam anstend­ ur af fimm mót um í sum ar. Að sögn Karls Ómars Karls son ar er þetta rausn ar leg ur stuðn ing ur frá TSH og bæt ir við að þessi mót séu góð fyr ir ung lið ana því á þeim læri þeir að leika eft ir við ur kennd um regl um á gólf mót um. Einnig sé þetta tæki­ færi fyr ir börn in að læra hvern ig golf mót fara fram auk þess að kynn­ ast þeim sið um og fram komu sem ætl ast er til af golf ur um. Í móta röð­ inni verð ur keppt í tveim ur for gjaf­ ar flokk um í ung linga flokki. Í litlu­ deild inni er eng in for gjöf, en skipt er nið ur eft ir aldri. Krakk arn ir fá að leika á Garða velli að hluta til en einnig á Mikka mús vell in um, barna velli Leyn is. Ung ling arn­ ir leika á hvít um teig um á Garða­ velli. Karl seg ir það mjög skemmti­ leg og góð reynsla fyr ir börn in að fá að leika á „full orð ins vell in um.“ Oft ver ið betri Blaða mað ur rakst á tvo kepp­ end ur í Litlu deild inni þar sem þeir sátu að snæð ingi eft ir mót ið. Þeir heita Bene dikt Rún ar Her manns­ son og Mik a el Máni Stein ars son. Þeir eru báð ir reynslu bolt ar í golf­ inu en Bene dikt hef ur ver ið að spila golf frá 2006 og Mik a el hef ur ver­ ið að spila síð an 2005. Þeir sögðu báð ir að það væri gam an að keppa en voru hvor ug ir nógu á nægð­ ir með eig in frammi stöðu. „Það er nátt úru lega lang skemmti leg ast að keppa þeg ar geng ur vel,“ seg­ ir Bene dikt og Mik a el tek ur und­ ir það og seg ist van ur því að standa sig mun bet ur en í dag. En þetta var nú þeirra fyrsta mót í sum ar og því ekki nema von að menn séu svo lít­ ið ryðg að ir. Þeir fé lag ar voru samt ekk ert að svekkja sig á ár angrin um held ur nutu blíð unn ar og verð laun­ anna sem voru Prins Póló og App­ el sín. hög Bene dikt Rún ar Her manns son (t.h.) og Mik a el Máni Stein ars son léku á fyrsta TSH mót inu í sum ar. Skekt unni hvolfdi í reynslu sigl ing unni Bátn um siglt af stað frá Stað. Ljósm. reykholar.is Joom Jamkong Kang Kham að störf um. Thai nudd stof an kom in á Akra nes Nýr í þrótta- og æsku- lýðs full trúi í Snæ fells bæ Sig rún Ó lafs dótt ir. Dag ur hinna villtu blóma Björn Þor steins son í sam bæri legri blóma göngu sl. sum ar á Degi hinna villtu blóma.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.