Skessuhorn


Skessuhorn - 26.10.2011, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 26.10.2011, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 26. OKTÓBER Staða skipulags- og byggingarfulltrúa laus til umsóknar Leitað er að öflugum og framsýnum leiðtoga til að samþætta og leiða þróttmikið starf. Starfslýsing - Megin viðfangsefni Skipulags- og byggingafulltrúi annast framkvæmd byggingareftirlits í sveitarfélaginu skv. ákvæðum skipulags- og mannvirkjalaga og samþykktum sveitarstjórnar hverju sinni. Stafssvið hans er á sviði; skipulags- og byggingamála og umhverfismála. Hann hefur yfirumsjón með eignasjóði og verklegum framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins. Starfssvið: Helstu faglegu málaflokkar og verkefni sem skipulags- og byggingafulltrúi ber ábygð á eru: Skipulags- og byggingarmál, framkvæmdir sveitarfélagsins, framkvæmdaeftirlit og framkvæmdaleyfi, ritun eignaskiptasamninga. Umsjón með veitukerfum, eftirlit með viðhaldi fasteigna eignasjóðs, umferðarmál og samgöngur, viðhaldi gatna og holræsa, húsafriðun og brunamál. Umhverfismál, fráveitumál, hreinlætismál, skráningu og viðhaldi vegna Fasteignaskrár Íslands og landupplýsingakerfis. Undirbúningur funda umhverfis- skipulags og náttúruverndarnefndar og ber ábyrgð á eftirfylgni og frágangi mála sem þar eru til umfjöllunar. Menntunar-og hæfniskröfur: Háskólamenntun á svið skipulags- og byggingarmála sbr. 8 gr. Mannvirkjalaga nr. 160/2010 • og 7. Gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Góð þekking á skipulags- bygginga og umhverfismálum.• Reynsla af stjórnun, rekstri og þróunarstarfi skilyrði.• Reynsla í áætlanagerð; ss fjárhags- verk- og kostnaðaráætlunum.• Metnaður, hugmyndaauðgi, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar.• Hæfni í mannlegum samskiptum, góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar.• Staðan er laus frá 1 jan 2012 Launakjör eru samkvæmt samningum stéttarfélaga við sveitarfélögin. Umsóknarfrestur er til og með 1. nóv nk. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar www.hvalfjardarsveit.is. Þar er fyllt út almenn atvinnuumsókn, umsókn þarf að fylgja greinargott yfirlit yfir nám og störf, meðmæli, upplýsingar um frumkvæði, rökstuðningur umsækjanda og annað það er málið varðar. Öllum umsóknum verður svarað Nánari upplýsingar: Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, sími 4338500 laufey@hvalfjardarsveit.is Sveitarstjóri Þátttakendur og dómarar f.v. voru: Sveinn Guðmundsson hreppstjóri í Mörk, Hákon Halldórsson skipstjóri á Hofteig, Magnús Guðmundsson, Efstabæ, Árni Böðvarsson frá Vogatungu í Leirársveit (ljósmyndari með meiru) og Júlíus Ólafsson frá Geldingaá í sömu sveit. Júlíus stendur í sundbuxum fyrir miðju myndar. Þar næst koma Oddur Sveinsson Akri, Ólafur Kristjánsson í Mýrarhúsum, Gísli Samúelsson í Deild, Stefán Ólafsson Bakkakoti, Ágúst Sigurðsson frá Geldingaá og Hervald Björnsson, kennari og sérstakur dómari í keppninni. Í tilefni af því að nú í október eru 100 ár liðin frá fyrstu sundkeppni sem haldin var á Akranesi ætla nokkrir sprækir sjóbaðsmenn og konur að synda í Lambhúsa- sundi fyrir neðan Bíóhöllina kl. 12 sunnudaginn 30. október og minnast þannig frumkvölanna sem á myndinni eru. 1911 - Í október í norðanroki. Myndin er af þeim sem munu hafa komið við sögu í fyrstu sundkeppni sem vitað er um á Akranesi. Hún fór fram í Lambhúsasundi haustið 1911 og var vegalengdin 50 metrar. Þátttakendur voru frá Ungmennafélagi Akraness og Ungmennafélaginu Hauki í Leirársveit. Sjósund í Lambhúsasundi Dag ana 21­23. októ ber fóru 24 fálka skát ar úr Skáta fé lag inu Ern in­ um ­ Æsku lýðs fé lagi Set bergs sókn­ ar í sveit ar úti legu sína sem var hald­ in á hin um forna þing stað Þing völl­ um í Helga fells sveit. Eft ir að hafa kom ið sér fyr ir og far ið í næt ur­ leik á föstu dags kvöld inu var hald ið í myrkr inu að Blót stein in um til að halda setn ingu úti leg unn ar. Það fór smá hroll ur um suma við Blót stein­ inn en allt slíkt hvarf sem dögg fyr­ ir sólu þeg ar inn var kom ið og rjúk­ andi heitt skátakakó og súkkulað­ isnúð ar biðu þeirra. Við tók her­ bergja kvöld þar sem hvert her bergi var með dag skrá í sínu her bergi og kenndi þar ým issa grasa; diskó tek, söng at riði, spá kona og drauga hús. Á laug ar deg in um var fjöl breytt dag skrá fönd ur, spil og veiði­ mennska og pósta leik ur með ýms­ um þraut um eins og fjár sjóðs leit, rúna skrift og skot fimi með heima­ gerðri teygju byssu. Að sjálf sögðu voru fast ir lið ir skáta úti leg unn ar til stað ar eins og skála skoð un, kvöld­ vaka, göngutúr og að ó gleymdri vígslu fimm nýrra fálka skáta. Í öllu sem skát arn ir tóku sér fyr ir hend­ ur í úti leg unni þá var allt til fyr ir­ mynd ar og þeir all ir héldu í heiðri aðra grein skáta lag anna: Skáti er glað vær. Það eru for rétt indi að fá að um gang ast svona flott ungt fólk, seg ir séra Að al steinn Þor valds son. ákj Arn ar hræ fannst á dög un um í fjör unni í Krossa vík við Hell issand á Snæ fells nesi. Ró bert Arn ar Stef­ áns son for stöðu mað ur Nátt úru­ stofu Vest ur lands seg ir hræ ið vera af unga úr hreiðri við inn an verð an Breiða fjörð sem hafi lík lega dott ið úr hreiðri sínu í sjó inn og rek ið upp í fjör una þar sem það fannst. Seg ir Ró bert eng in um merki vera á hræ­ inu sem bendi til þess að ung inn hafi drep ist með ó eðli leg um hætti. Arn ar varp gekk von um fram ar í sum ar þrátt fyr ir kulda tíð í byrj un sum ars, hreið ur eru færri en und­ an far in ár en ung ar fleiri í hverju hreiðri. Ró bert seg ir á stand arn ar­ stofns ins í góðu jafn vægi. Varppör­ um hafi fjölg að frá ár inu 1970 og fram yfir alda mót en stað ið í stað und an far in ár. Fjöldi unga í ár gefi þó fyr ir heit um að varppör um muni fjölga að nýju í ná inni fram tíð. ksb Lít ið var eft ir af arn ar hræ inu þeg ar það fannst í fjör unni í Krossa vík, en hólk ar á klóm hræs ins sýna að ung inn er úr hreiðri við inn an verð an Breiða fjörð. Arn ar hræ fannst við Hell issand Sveit ar úti lega fálka- skáta úr Grund ar firði

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.