Skessuhorn


Skessuhorn - 05.09.2012, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 05.09.2012, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2012 Nú líð ur að form legri vígslu nýs húss björg un ar sveit ar inn ar Lífs­ bjarg ar í Snæ fells bæ og er ver­ ið að leggja loka hönd á hús ið. Að sögn Dav íðs Óla Ax els son ar for­ manns Lífs bjarg ar hef ur dag setn­ ing vígsl unn ar ekki ver ið á kveð­ in né nafn ið á hús ið, en það verð­ ur til kynnt fljót lega hvenær vígsl an fer fram. Enn streyma gjaf ir inn til Lífs bjarg ar og komu ung ir dreng ir í nýja hús ið í lið inni viku og færðu Lífs björg að gjöf 7.867 krón ur sem pilt arn ir höfðu safn að með tombólu sem þeir héldu fyr ir utan sjopp una á Sandi, eins og þeir orð uðu það í sam tali við Skessu horn. Á mynd inni eru pilt arn ir Ant on Erik Ant ons son, Hreinn Ingi Hall­ dórs son og Vig fús Krist inn Vig fús­ son á samt Dav íð Óla Ax els syni og Guð bjarti Þor varð ar syni. Var kátt á hjalla hjá drengj un um og björg un­ ar sveit ar mönn un um. af Þess ar ungu, dug legu döm ur, Berg hild ur Ösp og Ás gerð ur Ólöf komu fær andi hendi ný­ ver ið og gáfu Rauða kross in um í Borg ar firði 5.614 krón ur sem þær höfðu safn að og er á góði af tombólu sem þær héldu í á gúst. „ Rauði kross inn í Borg ar firði þakk ar þess um ungu döm um kær lega fyr ir fram tak ið.“ mm Lífs björg fær gjöf Söfn uðu fyr ir Borg ar fjarð ar deild RKÍ Það þurfti ekki mik ið til að end ur vekja á hug ann Rætt við Guð mund Stein ar Jó hanns son bog fimi mann Guð mund ur Stein ar Jó hanns­ son er frá bæn um Stein um í Staf­ holtstung um en býr á Akra nesi. Hann hef ur stund að bog fimi með lang boga í þó nokkurn tíma. „Ég er bú inn að stunda þetta í sjö eða átta ár núna. Ég var á vík inga há tíð í Hafn ar firði og þar voru Dani og Svíi sem höfðu kynnt bog fimi fyr ir nokkrum fé lög um mín um áður og þarna kynntu þeir lang bog ana fyr­ ir mér. Sem krakki var mað ur alltaf með boga úr raf magns röri, eins og marg ir aðr ir, og einu sinni fékk ég boga úr bambus sem búið var að kljúfa í tvennt. Það þurfti ekki mik­ ið til að end ur vekja þenn an á huga,“ seg ir Guð mund ur. Ný ver ið hélt Guð mund ur bog­ fimi mót á Stein um sem vík inga fé­ lag ið Hring horni frá Akra nesi stóð fyr ir. Fé lag ið stend ur oft ast fyr ir tveim ur mót um á ári. „Við vor um níu sem tóku þátt. Mót ið var þannig að kepp end um var skipt nið ur í hópa sem gengu á milli skot marka, skutu og tóku sam an stig in sín. Það var skot ið frá mis mun andi vega­ lengd um á þrí vídd ar skot mörk með eft ir lík ing um af dýr um. Við still um t.d. upp dá dýr um, gæs um, ref um og björn um. Einnig voru lang skot sem ganga út á að láta ör ina lenda sem næst flaggi. Við höld um yf ir­ leitt tvö mót á ári og á öðru mót­ inu kepp um við fé lag ar í vík inga fé­ lög un um. Á hinu mót inu bjóð um við með okk ur fólki úr Í þrótta fé­ lag ið fatl aðra og öðr um sem keppa í nú tíma bog fimi, eða FITA. Það eru nokkr ir þar sem hafa smit ast af lang bogafim inni og þeir sem hafa próf að þetta með okk ur spyrja yf ir­ leitt: „ Hvenær ger um við þetta aft­ ur?“ Ég hef líka heyrt út und an mér að nokkr ir hjá ÍFR ætli sér að fara að smíða lang boga,“ seg ir Guð­ mund ur. Mik ið fjöl skyldu sport Guð mund ur seg ir lagaum hverfi á Ís landi vera ó þægi legt fyr ir iðk end­ ur lang bogafimi og að um alla Evr­ ópu sé í þrótt in iðk uð af fjöl skyld­ um. „ Þessi í þrótt hljóm ar erf ið og hættu leg fyr ir marga sem vita ekki um hvað þetta snýst. Þá er lagaum­ hverf ið á Ís landi frem ur ön ugt og í þrótt in sett á svo lít ið grátt svæði. Það er samt ekki eins og mað ur sé að skjóta eitt hvað út í loft ið. Þetta er í þrótt þar sem bog ar og örv ar eru tæki til iðk un ar. Það mætti fara að horfa meira á þetta sem í þrótt, eins og gert er víða í Evr ópu. Hér á landi eru t.d. eng ir for dóm ar gagn­ vart loft byssu skot fimi. Bog fimi er hins veg ar mik ið fjöl skyldu sport og sums stað ar eru börn sem byrja að æfa bog fimi þeg ar þau eru fimm ára. Það er mik ið um að fjöl skyld­ ur fari sam an á æf inga svæði og æfi sig sam an. Ein hvers stað ar las ég að það séu fleiri sem skjóta af boga og örv um í Evr ópu held ur en stunda fót bolta,“ seg ir Guð mund ur. Mót um hverja helgi Það get ur ver ið mik ið sjón ar spil að fara á bog fimi mót í Evr ópu þar sem stór hóp ur bog manna still ir sér upp og all ir skjóta örv um sín um á sama tíma. Með lim ir Hring horna eru dug leg ir við að fara á mót víðs­ veg ar um Evr ópu. „Við fór um einu sinni; ég, Sig ur rós kærast an mín og sjö aðr ir með lim ir úr Hring horna á Opna danska meist ara mót ið í vík­ inga bog fimi. Við reyn um að vera dug leg að fara út á mót. Ég hef far­ ið á fjög ur mót í Sví þjóð, tvö mót í Dan mörku, tvö í Bret landi og eitt í Hollandi og svo er ég að fara aft ur á mót í Sví þjóð í byrj un sept em ber. Ég fór eitt sinn á mót í Hollandi og þar voru rúm lega 200 manns að keppa og vissi ég af tveim ur fjöl menn ari mót um þar í landi. Í Hollandi eru mót um hverja helgi frá mars og út sum ar ið og það eru mót í gangi svo gott sem allt árið. Á einu móti í Englandi sem ég fór á voru menn að skjóta af 180 metra færi og mark mið ið var að skjóta í 70 cm breið an hring. Um 30 menn stilltu sér upp í línu og skutu hr inu eft ir hr inu, alls 36 örv um. Nokkr­ ir þeirra náðu að setja fjór ar eða fimm örv ar inn an 70 cm hrings ins og flest ar inn ar 140 cm frá flaggi. Á því móti var fólk alls stað ar úr Evr­ ópu,“ seg ir Guð mund ur. Góð úti vist Að spurð ur hvort hann sé góð ur í bog fimi svar ar Guð mund ur: „Nei, nei, ég verð á nægð ur þeg ar ég enda ná lægt miðj unni í skori.“ Hann seg­ ist ekki taka bog ann nóg upp og að skort ur sé á æf inga svæði hér á Vest­ ur landi. „Það er í raun ekk ert æf­ inga svæði fyr ir okk ur hérna sem vilj­ um æfa, en það er held ur ekk ert mik­ ið sem við höf um gert í að bæta úr því. Við höf um feng ið inni í í þrótta­ sal á Akra nesi, en það væri gam an að geta far ið í þetta á betri tím um. Við höf um sjö sinn um feng ið að vera í skóg rækt inni í Fanna hlíð með mót. Það er æð is legt að ganga um svæð­ ið þar, hvort sem þú sért með boga eða ekki og við þökk um skóg rækt ar­ fé lag inu fyr ir að hafa leyft okk ur að vera þar. Ég hef alltaf lit ið á að það sé ver ið að gera skóg rækt ar svæði til að fólk geti not ið þeirra í úti vist, en bog fimi er einmitt mjög góð úti vist. Ég gríp í bog ann þeg ar ég er heima á Stein um og hef lít ið að gera. Ann­ ars geri ég það allt of sjald an,“ seg ir Guð mund ur að end ingu. sko/Ljósm. Simon Ver hoef. Unn in mynd af Guð mundi þar sem hann er bú inn að spenna bog ann. Guð mund ur Stein ar er hér að und ir búa skot úr boga sín um. Hér er Guð mund ur á samt öðr um kepp end um á bog fimi mót inu sem ný lega var hald ið að Stein um. Skot mörk in eru þrí vídd ar lík ön í rétt um hlut föll um af dýr um.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.