Skessuhorn


Skessuhorn - 05.09.2012, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 05.09.2012, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2012 Að al fund ur Sam taka sveit ar fé­ laga á Vest ur landi fór fram dag­ ana 31. á gúst og 1. sept em ber á Hót el Stykk is hólmi. Fund inn sátu sveit ar stjórn end ur, kjörn ir full trú­ ar og emb ætt is menn, og aðr ir gest­ ir á borð við al þing is menn og full­ trúa stjórn valda. Fjöl mörg mál voru rædd á fund in um. Hæst bar um ræða um sókn ar á ætl un 20/20 um auk­ ið hlut verk lands hluta sam taka í út­ deil ingu fjár muna til marg vís legra verk efna. Fleiri mál efni voru einnig kynnt og rædd á fund in um á borð við sam göngu mál, mál efni fatl aðra, sí mennt un, at vinnu mál, orku mál o.fl. Tek ið skal fram að staða mál­ efna fatl aðra, sem rædd var á fund in­ um, verði kynnt síð ar í Skessu horni. Þá á vörp uðu nokkr ir gest ir fund inn og svör uðu fyr ir spurn um. Skýrsla stjórn ar kynnt Í upp hafi að al fund ar ins kynnti Sveinn Krist ins son frá far andi for­ mað ur stjórn ar SSV skýrslu stjórn­ ar, en Sveinn lét á fund in um af for­ mennsku sinni og vék einnig úr stjórn sam tak anna. Við for mennsku tók Gunn ar Sig urðs son frá Akra­ nesi. Í skýrslu stjórn ar kenn ir ým­ issa grasa. Þar kem ur m.a. fram að fyr ir til stilli Vaxt ar samn ings Vest ur­ lands hafa 46 verk efni feng ið stuðn­ ing allt frá strand bla kvelli í Búð ar­ dal til námu vinnslu í Presta hnjúk­ um og gagna vers á Grund ar tanga. Styrkupp hæð ir nema sam tals 65 millj ón um króna. Sveinn taldi mjög mik il vægt að for ræði yfir verk færi eins og Vaxt ar samn ing ur inn verði á fram á hendi heima manna og því mun SSV sækj ast eft ir end ur nýj un samn ings ins þeg ar nú ver andi tíma­ bil renn ur út árið 2014. Í mál efn­ um fatl aðra bar helst til tíð inda að starfs hóp ur á veg um SSV um mála­ flokk inn vannst ekki tími til að ljúka á fanga skýrslu fyr ir að al fund inn. Von ir standa til að skýrsl unni verði lok ið á næst unni en stefnu mót un fer þar fram í mála flokkn um. Sveinn vék nokkrum orð um að stoð kerfi at vinnu lífs ins sem er á for­ ræði SSV; sí mennt un og at vinnu ráð­ gjöf. Fram kom að mik il eft ir spurn hafi ver ið eft ir þjón ustu at vinnu ráð­ gjaf ar á liðnu ári vegna verk efna af ýms um toga. Hann benti á að vegna þess hvern ig at vinnu ráð gjöf og sí­ mennt un á veg um SSV er úr garði gerð er lands hlut inn bet ur í stakk bú inn að mæta kröf um stjórn valda um ein föld un og sam þætt ingu stoð­ kerf is ins. Þetta þurfa sveit ar stjórn­ end ur að hafa í huga í þeim breyt­ ing um sem framund an eru t.d. sam­ fara vinnu við sókn ar á ætl un lands­ hluta. Rík ið standi við sitt Með al þeirra sem fluttu er indi var Karl Björns son, fram kvæmda­ stjóri Sam bands ís lenskra sveit ar fé­ laga. Karl fór yfir hvað væri á döf­ inni í starfi sam bands ins og kom víða við. Í máli hans stóð upp úr gagn­ rýni á sam skipt um sam bands ins við rík is vald ið, m.a. í mál efn um tón list­ ar skóla. Rík ið hafi ekki stað ið við gerða samn inga við sveit ar fé lög in í mála flokkn um. Taldi Karl brýnt að mál efni tón list ar skóla kæmust í nýj­ an far veg. Einnig ræddi Karl mál efni leik skóla. Vönt un væri á fag mennt­ uð um leik skóla kenn ur um og þyrfti að ráða bót á því. Þá stæði yfir end­ ur skoð un á tekju stofn um sveit ar fé­ laga og er unn ið að ýms um út færsl­ um þar að lút andi. Sam band ið ynni til dæm is að því að sveit ar fé lög fái aukna hlut deild í gjöld um af um ferð í þétt býli, fái rétt láta hlut deild í skatt­ lagn ingu fyr ir tækja og arð greiðsl um til eig enda þeirra. Einnig er mark­ mið sam bands ins að há marks út­ svar hækki um 0,25% pró sentu stig á næsta ári og 0,25% árið 2014, enda lækki tekju skatt ur rík is ins sam svar­ andi. Loks sæk ir sam band ið eft ir því að sér stakt 1.200 m.kr. fram lag rík­ is ins til Jöfn un ar sjóðs verði fest var­ an lega í stað auka fram lags sem semja þarf um á hverju ári. Slík ráð stöf un myndi auð velda sam skipti rík is og sam bands ins veru lega. Sveit ar fé lög eflist með sam vinnu Ög mund ur Jón as son inn an rík is­ ráð herra á varp aði fund inn. Ráð­ herr ann ræddi með al ann ars um sam ein ing ar mál. Hann taldi hyggi­ legra að sveit ar fé lög in ynnu sam an að ýms um verk efn um t.d. á grunni lands hlut sam tak anna, frek ar en að sam ein ing þeirra væri þvinguð. Nefndi hann sem dæmi sam vinnu sveit ar fé laga í mál efn um fatl aðra svo og sam starf þeirra í sam göngu­ mál um, sam vinnu sem reyn ist vel. Minnti Ög mund ur á að ný leg könn­ un með al stjórn mála manna sýndi að þeim hugn að ist frek ar sam vinna sveit ar fé laga um sér stök verk efni frek ar en sam ein ing ar með stjórn­ valds að gerð um. Í ræðu sinni kynnti Ög mund ur vinnu starfs hóps um raf ræna stjórn sýslu. Í vinnu hóps­ ins hef ur kom ið fram að marg vís­ leg ur sparn að ur felist í því að gera stjórn sýsl una raf rænni en nú er t.d. í ein föld um hlut um á borð við það að koma öll um rit uð um sam skipt­ um hins op in bera í tölvu póst. Spara mætti millj ón ir króna. Að auki væri horft til að þess að kosn ing ar yrðu gerð ar raf ræn ar og fælust mörg tæki færi til að efla lýð ræð is þátt töku al menn ings með nýrri tækni. Þá lýsti Ög mund ur á nægju sinni með nýtt fyr ir komu lag í al menn ings­ sam göng um í lands hlut an um sem tók gildi á sunnu dag inn var. Einnig kynnti hann fyr ir fund ar mönn um að unn ið væri að mót un nýrr ar inn­ an rík is stefnu í ráðu neyt inu. Vest ur land er eft ir bát ur ann arra svæða Einnig hélt er indi Magn ús Freyr Ó lafs son, for mað ur stjórn ar Mark­ aðs stofu Vest ur lands. Fram kom í máli hans að stærsti hluti þeirra ferða manna sem kæmu til Vest­ ur lands væru þar á eig in veg um. Minna væri um skipu lagð ar rútu­ ferð ir frá Reykja vík, mið að við það sem gengi og ger ist á öðr um svæð­ um, stað reynd sem veki upp á leitn­ ar spurn ing ar. Magn ús taldi mik il­ vægt að halda á fram upp bygg ingu grunn inn viða við nátt úruperl ur á Vest ur landi. Bæta þurfi að gengi að stöð um, byggja upp sal ern is að­ stöðu, setja upp upp lýs inga skilti og leggja bíla stæði, ekki síst vegna vernd un ar­ og varð veislu sjón ar­ miða. Í máli Magn ús ar kom einnig fram sú skoð un að Vest lend ing­ ar eigi sitt hvað eft ir í upp bygg ingu ferða þjón ustu. Taka þyrfti fast ar á mál um í kynn ingu, auka sam starf að ila í grein inni og gera hlut ina öðru vísi en nú er gert. Stað reynd væri að Vest lend ing ar væru eft ir­ bát ar ann arra svæða í þess um efn­ um t.d. Suð ur lands sem fleiri ferða­ menn sækja. Tal aði Magn ús um að Vest ur land væri nokkrum árum á eft ir í sinni vinnu. Margt þyrfti að vinna bet ur, t.d. þyrftu skil á gistin­ átta skýrsl um til Hag stof unn ar að verða betri frá gisti stöð um í lands­ hlut an um svo bet ur mætti greina gest komu á Vest ur land. Sókn ar á ætl un í brennid epli Meg in verk efni fund ar ins var að gera til lög ur að næstu skref um í verk­ efn inu sókn ar á ætl un 20/20. Í þeim á fanga verk efn is ins sem nú er unn­ ið að, svoköll uð um rauð um mála­ flokki, má finna at vinnu mál og ný­ sköp un, menn ing ar mál, fræðslu mál (full orð ins fræðslu) og mark aðs mál. Fyr ir hönd verk efn is stjórn ar sókn­ ar á ætl ana héldu er indi þau Hólm­ fríð ur Sveins dótt ir verk efn is stjóri stýrinets ráðu neyt anna og Héð inn Unn steins son stefnu mót un ar sér­ fræð ing ur í for sæt is ráðu neyt inu. En til fróð leiks má geta þess að þau eru bæði Borg nes ing ar. Hólm fríð ur fór m.a. yfir mark mið sókn ar á ætl ana lands hluta. Meg in mark mið stjórn­ valda með verk efn inu er að efla sveit ar stjórn ar stig ið í land inu með því að færa völd í á kveðn um mála­ flokk um til þeirra á vett vang lands­ hluta sam taka. Einnig er mark mið­ ið að sam skipti rík is og sveit ar fé laga verði ein föld uð og þá er ætl un in að auka sam ráð inn an stjórn ar ráðs ins. Að al fund ur Sam taka sveit ar fé laga á Vest ur landi var hald inn í Stykk is hólmi Sókn ar á ætl un lands hlut ans í eld lín unni Sveinn Krist ins son, frá far andi for mað ur SSV flyt ur skýrslu stjórn ar. Fund ar menn vinna að stefnu mót un í hópa vinnu. Karl Björns son í ræðu stól. Lauf ey Jó hanns dótt ir sveit ar stjóri Hval fjarð ar sveit ar og Björn Stein ar Pálma son bæj ar stjóri í Grund ar firði ræða mál in. Magn ús Freyr Ó lafs son for mað ur stjórn ar Mark aðs stofu Vest ur lands. Mar grét Björk Björns dótt ir og Anna Stein sen starfs menn SSV unnu öt ul­ lega að rit un fund ar gerða. Héð inn Unn steins son, stefnu mót un ar­ fræð ing ur kynn ir 20/20.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.