Skessuhorn - 11.09.2013, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2013
Grænfáninn í
Lillulund
DALIR: Á morgun, fimmtu-
daginn 12. september kl.
17:15, bjóða Ungmenna- og
tómstundabúðirnar Dala-
mönnum og öðrum áhuga-
sömum að koma og fagna með
þeim afhendingu Grænfánans
og vígslu Lillulundar að Laug-
um í Sælingsdal. „Ungmenna-
og tómstundabúðirnar hafa
verið skóli á grænni grein síð-
an í nóvember 2010 og núna
höfum við stigið „skrefin sjö“
og því unnið til alþjóðlegr-
ar viðurkenningar, Grænfán-
ans, sem staðfestingu á góð-
um ásetningi og virku í um-
hverfisverndarstarfi,“ segir í
tilkynningu vegna viðburðar-
ins á Laugum. –þá
Óhöpp án telj-
andi meiðsla
LBD: Átta voru kærðir fyr-
ir of hraðan akstur í umdæmi
lögreglunnar í Borgarfirði
og Dölum í liðinni viku. Þrjú
umferðaróhöpp urðu og einn-
ig var tilkynnt um slys þar sem
maður hafði fallið úr nokk-
urri hæð. Öll voru óhöppin
án teljandi meiðsla á fólki, að
sögn lögreglu. Fimm tilkynn-
ingar bárust um að ekið hafði
verið á búfé, en ökumenn eru
beðnir að sýna sérstaka varúð
á vegum nú í haust vegna árs-
tíðabundinna fjárrekstra. –þá
Hækka hluta
Brúartorgs
BORGARNES: Innan fárra
daga er ráðgert að fram-
kvæmdir hefjist við hækk-
un hluta Brúartorgs í Borgar-
nesi, frá gatnamótum götunn-
ar og hringvegarins að gatna-
mótunum við Digranesgötu.
Að sögn Jökuls Helgasonar,
forstöðumanns framkvæmda-
sviðs Borgarbyggðar, stendur
til að hækka götuna um 60 sm
til að jafna hæð hennar betur
við lóðir Stöðvarinnar og N1.
Það er Borgarverk sem annast
framkvæmdirnar sem eru um
það bil að hefjast. –hlh
Forsetinn
við opnun
Norðursalts
REYKHÓLAR: Saltverk-
smiðjan Norðursalt við Reyk-
hólahöfn verður formlega
opnuð þriðjudaginn 17. sept-
ember nk. Af því tilefni mun
Ólafur Ragnar Grímsson, for-
seti Íslands, fara í heimsókn í
Reykhólahrepp. Auk þess að
vera viðstaddur vígsluna mun
forsetinn verða með mót-
töku og hádegisverð í Bjarka-
lundi. Á Reykhólum heim-
sækir forsetinn grunnskólann,
Hjúkrunar- og dvalarheimilið
Barmahlíð og skoðar Báta- og
hlunnindasýninguna. –mm
Vöruskipti
hagstæð
LANDIÐ: Samkvæmt bráða-
birgðatölum Hagstofunnar
fyrir ágúst 2013 var útflutn-
ingur frá landinu 44,2 millj-
arðar króna og innflutningur
41,2 milljarðar króna á FOB
verði. Vöruskiptin í ágúst
voru því hagstæð um tæpa þrjá
milljarða króna samkvæmt
bráðabirgðatölum. -mm
Tilnefningar
til menningar-
verðlauna
AKRANES: Á fundi menn-
ingarmálanefndar Akraness sl.
þriðjudag var m.a. fjallað um
þema fyrir menningarhátíðina
Vökudaga sem orðin er árviss
hátíð og jafnan haldin í byrj-
un vetrar. Nokkrar hugmynd-
ir voru ræddar en ákveðið að
þema Vökudaga að þessu sinni
verði „Milli fjalls og fjöru“. Á
fundinum var jafnframt fjallað
um verklag við val væntanlegs
handhafa menningarverðlauna
Akraneskaupstaðar, sem til-
kynnt verður um á Vökudög-
um. Á fundinum var ákveð-
ið að opna fyrir tilnefningar-
glugga á vef Akraneskaupstað-
ar. Tekið verður á móti tillög-
um til 10. október. Menning-
armálanefndin hvetur bæjar-
búa til að nota tækifærið að til-
nefna einstaklinga og/eða hópa
til verðlaunanna.
–þá
Ljóðalestur
á degi íslenskrar
náttúru
SNÆFELLSNES: Á degi ís-
lenskrar náttúru, mánudag-
inn 16. september, býður þjóð-
garðurinn Snæfellsjökull upp
á ljóðalestur í þjóðgarðin-
um. Farið verður með rútu
um þjóðgarðinn, lesin ljóð og
áð á nokkrum stöðum þar sem
skilti með ljóðum hafa verið
sett upp. Mæting er við gesta-
stofu þjóðgarðsins á Hellnum
kl. 14:30 og endar ferðin þar,
rúmum tveimur tímum síðar.
Allir eru velkomnir. Ferðin er
lokapunktur á verkefninu Ljóð
í náttúru sem er samstarfs-
verkefni þjóðgarðsins og sjáv-
arrannsóknarsetursins Varar.
Verkefnið var styrkt af Menn-
ingarráði Vesturlands. Nánari
upplýsingar veitir þjóðgarður-
inn Snæfellsjökull í síma 436
6860, 591 2000.
–fréttatilk.
„Vegna fjölda áskorana, mik-
ils þrýstings, góðrar hvatningar
og sennilega almennar sturl-
unar hef ég ákveðið að halda
Sauðamessu í Borgarnesi þann
5 október næstkomandi. Mik-
il vinna hefur verið lögð í þessa
hátíð undanfarin ár og vel tek-
ist til. Fyrir það frumkvæði ber
að þakka sem og það traust
sem yfirsauðir síðustu ára, þeir
Bjarki og Gísli, sýna mér með
því að treysta mér fyrir þessu
fjöreggi,“ segir í yfirlýsingu
frá Hlédísi Sveinsdóttur fram-
kvæmdastjóra Sauðamessu 2013.
„Ég er ekki alveg ókunnug verk-
efninu, því ég hef undanfarin ár
verið með þeim félögum í þessu.
En svona hátíð er ekki haldin nema
að allir leggi hönd á plóg og meira
og minna allt sveitarfélagið taki
þátt. Ég er bara lítið peð í þessu
sem rembist við að púsla þessum
bitum á rétta staði svo að úr verði
skemmtilegur dagur fyrir stóra
sem smáa. Ég er byrjuð að hringja
í mann og annan - og ömmu þeirra
og ennþá gengur vel, en þetta er
auðvitað með fyrirvara um að allir
þættir gangi upp. Dagskráin verð-
ur metnaðarfull að vanda; fjár-
rekstur, tónlist, dans, töframað-
ur, hátíðarræða, kjötsúpa, mark-
aður og fleira og fleira í Skalla-
grímsgarði. Það verða verðlaun
fyrir frumlegasta sauðadressið
og flottustu fjárhúfuna svo fólki
er óhætt að fara að fitja uppá,
ekki seinna en strax. Í lokin vil
ég óska eftir þátttakendum í hið
árlega lærakappát, seljendum á
markaði og í raun öllum þeim
sem vilja taka þátt í Sauðamess-
unni 2013 með einum eða öðrum
hætti. Við munum að sjálfsögðu
loka deginum með Sauðamessu-
balli í reiðhöllinni um kvöldið,“
segir Hlédís.
mm
Lögfræðidagur Háskólans á Bif-
röst var haldinn sl. föstudag á Bif-
röst. Þar komu saman núverandi
og útskrifaðir nemendur úr við-
skiptalögfræði ásamt kennurum
á lögfræðisviði skólans. Dagskrá-
in var fjölbreytt þar sem fræði-
leg erindi voru í bland við hug-
arflugsfundi um námið og tengsl
eftir útskrift. Þau sem héldu er-
indi voru m.a. Einar Karl Hall-
varðsson ríkislögmaður og dós-
ent við Háskólann á Bifröst, Þor-
björg Inga Jónsdóttir hæstaréttar-
lögmaður og stundakennari á Bif-
röst ásamt Runólfi Ágústssyni fyrr-
verandi rektor. „Það sem kom helst
fram á fundinum meðal þátttak-
enda var að viðskiptalögfræðin sem
námsgrein hefur sannað sig á þeim
12 árum sem boðið hefur verið upp
á það nám á Bifröst. Viðskiptalög-
fræðingar útskrifaðir frá skólanum
starfa víða í atvinnulífinu og sinna
fjölbreyttum störfum. Voru þátt-
takendur sammála um að sú blanda
af lögfræðifögum og viðskipta-
fögum sé ákjósanleg sérhæfing í
störfum lögfræðinga í dag. Þær
kennsluaðferðir sem viðhafðar eru
á Bifröst eru á margan hátt óhefð-
bundnar og ólíkar kennsluháttum í
öðrum háskólum hérlendis,“ segir í
tilkynningu frá skólanum.
Þá segir að mikil samstaða hafi
verið í hópnum um gæði námsins
og hversu vel kennsluaðferðirn-
ar nýtist við störf lögfræðinga þeg-
ar út á vinnumarkaðinn er komið.
Þá var einróma álit þátttakenda að
halda í þá sérstöðu sem viðskipta-
lögfræðin á Bifröst hefur skapað og
bjóða þannig upp á annað lögfræði-
nám en hið hefðbundna. „Háskól-
inn á Bifröst er eini háskólinn á Ís-
landi sem býður upp á þetta nám
hérlendis en margir skólar erlendis
bjóða upp á svipað nám. Þá má geta
þess að Háskólinn á Bifröst var val-
inn í alþjóðlegan hóp háskóla til
að bregðast við breyttri stöðu lög-
fræðinga á atvinnumarkaði í heim-
inum.“ mm
Þórdís Sif Sigurðardóttir, Unnar Steinn Bjarndal, Þorbjörg Inga Jónsdóttir,
Ástráður Haraldsson og Einar Karl Hallvarðsson eru öll kennarar á lögfræðisviði
Háskólans á Bifröst.
Viðskiptalögfræðin á Bifröst
þykir hafa sannað gildi sitt
Sauðamessa verður
í Borgarnesi 5. október
Svipmynd frá Sauðamessu.