Skessuhorn


Skessuhorn - 11.09.2013, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 11.09.2013, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2013 Steinar Agnarsson og Krist- ín Hjálmarsdóttir eiginkona hans ásamt Agnari Baldri syni þeirra hafa unnið að því undanfarna mánuði að breyta báti sem þau eiga. Báturinn var upphaflega smíðaður í Noregi árið 1981, svokallaður Benco bátur. Var hann lengdur úr 7,20 metrum í 9,80 metra og sett á hann nýtt stýr- ishús. Einnig var húsið fært fram og hækkað til að fá aukið dekkpláss og betra útsýni. Byrjað var á verkinu 9. maí og lokið við það 26. ágúst sl. Þá voru vinnustundirnar orðnar 2.546 að sögn Steinars. Bátinn breikkuðu þau í 2,80 metra og settu lest fyr- ir sex 660 lítra kör að framan og tvær lestar að aftan fyrir fjögur 660 lítra kör eða sem netalestar. Vél- in er 6 cylindra Ford vél, 143 hest- öfl ásamt vökvagír. Rafmagn er allt nýtt ásamt nýju olíukerfi og lensi- dælum. Öll tæki í bátnum eru ný frá Sónar. Fyrir breytingar mældist bátur- inn 3,86 tonn en 7,96 tonn eftir þær. Steinar segir bátinn gríðarlega vel heppnaðan og hörkugott sjó- skip. Hreyfist lítið og mesti gang- hraði sé 10,5 mílur og vinnuhrað- inn 8 – 9 mílur. Báturinn fékk nafn- ið Darri SH 79 og verður gerður út frá Rifi af fjölskyldunni á makríl- veiðar. Makrílbúnaðurinn er hann- aður af fjölskyldunni og smíðaður úr trefjaplasti. þa Síðastliðinn laugardag fóru fram úrslit í hönnunarkeppni í Naut- hólsvík. Tilefnið var að hanna átti sjósundsfatnað úr ull fyrir ástralska grínistans Anh Do sem væntanleg- ur er til landsins. Anh Do ætlar að taka þátt í sjósundi með hópi Ís- lendinga í dag, miðvikudaginn 11. september. Gerði hann að kröfu að fá að synda í ullarsundfatnaði. Anh Do fylgir áströlsk sjónvarps- stöð sem ætlar að taka upp afrek- ið. Til að fá handa grínistanum umræddan sundfatnað, var blásið til áður nefndrar hönnunarkeppni. 28. ágúst síðastliðnum. Hannan- ir sem bárust voru sýndar fulltrú- um Áströlsku sjónvarpsstöðvar- innar til að velja úr handa Anh Do. Skemmst er frá því að segja að hönnun Skagakonurnar Sigríðar Helgu Einarsdóttur varð fyrir val- inu og mun Anh Do synda í sund- bolnum hennar. Forsaga þess að Sigríður Helga tók þátt í keppninni er að í sum- ar kom á Akranes maður að nafni Benedikt Hjartarson og var með kynningu á sjósundi í HVER - endurhæfingarhúsi. Fór fræðsl- an fram á Langasandi. Sigríður Helga fylgdist með kynningunni. „Benedikt virkaði svo traustvekj- andi á mig að ég ákvað að láta slag standa og skella mér í sjóinn,“ segir hún í samtali við Skessuhorn. Þarf ekki að orðlengja það; sjósund- ið heillaði Sigríði Helgu og hefur hún stundað það síðan. Í framhaldi af því komst hún í sambandi við Sjósunds- og sjóbaðsfélag Reykja- víkur sem stóð fyrir áður nefndri keppni. Sigríður Helga er mikil prjónakona og þegar óskað var eft- ir ullarsundfötum fyrir keppnina, dró hún fram prjónanna. Hann- aði hún þennan líka fína sjósund- sbol, sem hún nefnir Þórdísi, eft- ir látinni móður sinni. Í keppninni voru veitt fimm verðlaun fyrir mis- munandi þætti og var sundbolur Sigríðar Helgu valinn þjóðlegasti sundbolurinn, en auk þess voru veitt verðlaun fyrir besta sundbol- inn, fallegasta settið, flottustu lita- samsetninguna og bestu úrtökuna. Aðspurð segir Sigríður Helga það hafa verið virkilega spenn- andi og skemmtilegt verkefni að taka þátt í og kveðst stolt af því að sundbolurinn hennar skuli hafa orðið fyrir valinu. kf Tólf manna hópur úr Snæfellsbæ er á leið til Þýskalands til að vera viðstaddur opnum málverkasýning- ar sem listamaðurinn Peter Lang opnar í bænum Regensburg. Lang var staddur í Snæfellsbæ í talsverð- an tíma fyrir skemmstu til að mála myndir, eins og glöggir lesend- ur Skessuhorns muna, en rætt var við hann í blaðinu á síðasta ári. Í Regensburg sýnir Peter 40 mál- verk og þar af voru 35 þeirra mál- uð í Snæfellsbæ. Úr þessum hópi sem fer utan eru Huldubörn; Erla og Sigurður Höskuldsson, en Sig- urður er nú að gefa út sinn þriðja geisladisk sem hann fær í hendurn- ar í Þýskalandi. Diskurinn er press- aður í Tékklandi og ber nafnið Um sumarmál. Sigurður samdi öll lög á diskinum en textar eru eftir Braga Jónsson sem ber listamannsnafn- ið ,,Refur bóndi.“ Sigurður og Erla munu ásamt Sigurði Gísla- syni gítarleikar halda útgáfutón- leika í heimabæ Peter Lang, Gleis- senberg. Peter heldur opnunarsýn- inguna sína næsta sunnudagskvöld þar sem Huldubörn munu syngja af nýju plötunni. Einnig munu Huldubörn í þessari ferð koma fram í bænum Blackenav þar sem þau spila og syngja í gömlu klaustri, í stórum sal í rokkókós- tíl. Sigurður var spurður um að- draganda þess að hann fer nú utan í þessa ferð. Hann sagði að Pet- er Lang hefði beðið sig að spila á kveðjusýningu sinni sem haldin var í Átthagastofunni í janúar á þessu ári. Segir Sigurður að eitt kvöldið hafi Peter boðið sér í heimsókn og þegar hann kom hafi listamaðurinn verið að mála stóra landslagsmynd. Hafi hann spilað sama lagið aft- ur og aftur af síðasta diski Sigurð- ar meðan hann málaði. Peter bauð þá Sigurði að mynd af málverkinu sem hann var að gera mætti prýða næsta disk sem hann gæfi út. Sig- urður þáði það með þökkum. Sigfús Almarsson verður farar- stjóri hópsins í Þýskalandsförinni. Hann segir í samtali við Skessu- horn að Peter Lang sé mikill aðdá- andi Sigurðar Höskuldssonar og segi lög hans koma frá hjart- anu. Þá finnist Peter aðdáunarvert hversu miklu Sigurður komi í verk þar sem hann er einnig matsveinn á báti. Sigfús segir ennfremur að þessi ferð verði mikil kynning fyrir Snæfellbæ og verður íslenskur mat- ur í boði við opnun sýningar Peter Lang, svo sem harðfiskur, hvalkjöt, plokkfiskur og fleira góðmeti. Sig- urður segir að nýi diskurinn sé allur tekinn upp í bílskúrnum heima hjá sér og var Aðalsteinn Kristófersson upptökustjóri. Örn Arnarson sá um hljómborðsleik, Helgi E. Krist- jánsson spilaði á bassa og gítar og Sigurður Gíslason á gítar. af Rafmagn fór af Saurbæjarlínu í Dölum sl. miðvikudagskvöld eft- ir að bilun kom upp á línunni. Að sögn Baldurs Gíslasonar hjá rekstr- arsviði Rariks á Vesturlandi var um röð bilana að ræða. Fyrst hafi spennir skemmst á línunni, síð- an svokölluð var-halda og loks afl- rofi í aðveitustöð. Rafmagnið fór af um hálf átta leytið en rétt fyr- ir ellefu náðist að koma því aft- ur í dreifingu á Fellsströnd. Önn- ur svæði Saurbæjarlínu fengu loks rafmagn um klukkan þrjú um nótt- ina. Ekki er vitað um að mikið tjón hafi orðið af völdum rafmagnsleys- isins, utan þess að tölvukerfi sjálf- virks mjaltaþjóns á bænum Lyng- brekku á Fellsströnd bilaði. Bilunin varð þó ekki langvinn því eftir við- gerð um morguninn náðist að koma kerfinu í samt lag og þakkaði Bára H. Sigurðardóttir bóndi í Lyng- brekku nýrri vararafstöð á bænum að ekki varð rekstrartjón. Um síð- ustu áramót hafði rafmagn farið af Fellsströndinni í óveðri með þeim afleiðingum að tölva mjaltaþjóns- ins eyðilagðist og var þá brugðið á það ráð að koma vararafstöð fyr- ir. Sú ráðstöfun reyndist því Lyng- brekkubúinu vel. hlh Þríþætt bilun í Saurbæjar- línu olli rafmagnsleysi Tólf manns á leið utan til að heiðra Peter Lang Umslagið á nýja hljómdiskinum prýðir mynd eftir Peter Lang. Erla Höskuldsdóttir, Sigurður Höskuldsson og Sigfús Almarsson en þau eru í hópnum sem fer utan síðar í vikunni. Huldubörn Um sumarmál 1. Um sumarmál 3:11 mín. 2. Á fornum slóðum 3:02 mín. 3. Barn 3:46 mín. 4. Að leiðarlokum 3:31 mín. 5. Kominn heim 2:49 mín. 6. Í Hveragerði 2:40 mín. 7. Kvöldljóð 3:41 mín. 8. Kveðja 3:39 mín. 9. Lækurinn 2:54 mín. 10. Sumri hallar 3:53 mín. 11. Sannleikur 3:08 mín. 12. Í örmum svefnsins 3:31 mín. 13. Andvaka 2:47 mín. 14. Vindurinn blæs 2:55 mín. Gjörbreyttu bátnum og stækkuðu hann Sigríður Helga situr hér fyrir á Langasandi í nýja ullar-sjósundsbolnum Skagakona hannaði þjóðlegasta ullarsundbolinn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.