Skessuhorn


Skessuhorn - 11.09.2013, Page 13

Skessuhorn - 11.09.2013, Page 13
13MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2013 ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI Eiríkur J. Ingólfsson ehf. Sólbakka 8 • Borgarnesi • ejiehf@simnet.is Eiríkur 894 5151 • Ingólfur 892 8610 Sumarhús • Gluggar • Hurðir • Fög S ke ss uh or n 20 13 FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Stykkishólmur 2013 Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu Dekk & smur, Nesvegi 5 Mánudaginn 16. sept. kl. 10.00 – 18.00 Þriðjudaginn 17. sept. kl. 08.00 – 16.00 Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Allar stærðir ökutækja skoðaðar Tímapantanir í síma 438 – 1385 S K E S S U H O R N 2 01 3 Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur St. 38-58 Í tilefni af 70 ára afmæli mínu þann 19. september verður opið hús í Hjálmakletti, húsi Menntaskóla Borgarfjarðar, laugardaginn 21. september frá klukkan 19:00. Gaman þætti mér og fjölskyldu minni að sjá ykkur sem flest. Allar gjafir eru afþakkaðar en það verður baukur á staðnum merktur MS félagi Íslands. Gísli V. Halldórsson. Afmæli Um þessar mundir er að hefjast um- fangsmikil vinna við mótun nýrr- ar mannréttindastefnu hjá Akra- neskaupstað. Verkefnið er sam- starfsverkefni Akraneskaupstaðar og Rauða kross Íslands. Gunnhild- ur Björnsdóttir er formaður starfs- hóps um mótun jafnréttisstefnu sem heldur utan um verkefnið fyr- ir hönd Akraneskaupstaðar. Einnig kemur Anna Leif Elídóttir að mál- um. Verkefnisstjórn er hins vegar í höndum Rauða krossins og vinn- ur Anna Lára Steindal með starfs- hópnum fyrir hönd RKÍ. „Mark- miðið er að fá sem flesta að borð- inu við mótun stefnunnar og við erum þessa dagana að hafa sam- band við mann og annan og aug- lýsa eftir tillögum og sjónarmið- um,“ segir Anna Lára. Verkefnið er styrkt um tæpar sjö milljónir króna af Progress áætlun ESB og ráð- gert að hafa mismununartilskipan- ir ESB til grundvallar. Áætlað er að verkefni þessu verði lokið í júní á næsta ári. mm Komin er til starfa við Garða- prestakall á Akranesi sr. Ursula Árnadóttir, sem mun leysa sr. Eð- varð Ingólfsson af aðra hverja helgi frá miðjum fimmtudegi til mánu- dagsmorguns. Um hálfa prests- stöðu er að ræða. Ursula kemur ekki ókunnug til starfa í Akranes- kirkju, söng í kirkjukór Akranes- kirkju í nokkur ár og er innfædd- ur Akurnesingur, eða Skagamað- ur eins og hún sjálf vill kalla sig, ættuð frá Teigi og Melaleiti. Hún hefur lengst af starfað á Akranesi við verslunar- og bankastörf, en síðustu fimm árin verið sóknar- prestur í Skagastrandarprestakalli. Sr. Bryndís Valbjarnardóttir mun leysa hana af fyrir norðan á með- an. ,,Ég var mjög glöð og þakklát þegar biskupsritari hringdi í mig og bauð mér að starfa hér í hluta- starfi í vetur og mig hlakkar mik- ið til að þjóna bæjarbúum og fá að sinna helgri þjónustu í minni heimakirkju.“ Stofnsetti Grundaval Í samtali við Skessuhorn sagði Ur- sula að hún hafi kunnað mjög vel við sig á Skagaströnd. „Þar er gott samfélag og frábært fólk sem tók mér mjög vel. En það er óneitan- lega auðveldara að starfa í samfé- lagi þar sem maður þekkir fólk og aðstæður. Hér liggja rætur mín- ar, það var gott að alast hér upp. Þorpið mitt ól mig upp, enda var kaupstaðurinn ekki stærri en svo þegar ég man fyrst eftir mér, rétt upp úr 1960, að maður tók með sér nesti upp að Görðum, það þótti þó nokkuð langur göngutúr,“ seg- ir Ursula. Aðspurð segist hún hafa tekið verslunarpróf frá Verslunar- skóla Íslands að loknu landsprófi á sínum tíma. „Svo fór ég í tækni- teiknun og vann á Verkfræði- og teiknistofunni hér á Akranesi um tíma, en kláraði svo stúdentspróf- ið í FVA.“ Ursula segir allt sem snéri að þjónustu og mannlegum samskipt- um hafi átt í henni ítök og þeg- ar Grundahverfið fór að byggj- ast upp byggði hún verslunina Grundaval, núverandi Samkaup- Strax. Sú verslun byrjaði reyndar í litlum verslunarskúr sem Skaga- versmenn áttu fyrst, en árið 1989 keyptu Ursula og Loftur Sigvalda- son skúrinn af Marianne Ellings- en. Það var síðan árið 1995 sem hún byggði núverandi verslun- arhús en þá var Loftur farinn til annarra starfa. Fékk sterka köllun Leiðin lá úr verslunarrekstrin- um í bankann og hjá Íslandsbanka starfaði Ursula í nokkur ár, síðasta sem skrifstofustjóri. – En hvernig stóð á því að henni datt í hug að fara í guðfræðina? „Ég hafði lengi haft þetta nám í sigtinu, hef senni- lega alltaf verið leitandi í andleg- um málum og vildi vita meira um guðdóminn. Sú þrá lét mig ekki í friði og kallaði stöðugt á mig. Svo kom að því, þótt ég væri í ágæt- is stöðu í bankanum, þá varð ég að sinna þessari köllun. Ég ákvað haustið 2000 að skella mér í guð- fræðideild Háskóla Íslands, þótt ég myndi svo sem ekkert frekar gera með þá menntun og stefnan var ekkert í upphafi að taka prests- vígslu. Sú hugmynd að sækjast eft- ir að starfa á þessum vettvangi kom ekki fyrr en á seinni hluta námsins um leið og trú mín óx og styrkt- ist. Ég útskrifaðist sem cand.the- ol. í febrúar 2006. Þá réði ég mig til starfa hjá Norðuráli á Grund- artanga og var bara að vinna með strákunum í kerfóðrun. Við vor- um reyndar fleiri konur á besta aldri sem réðum okkur í álverið á þessum tíma og sumar þeirra eru þar ennþá og hafa reynst vel. Ég var hjá Norðuráli í átta mánuði, fékk þá starf skrifstofustjóra Nes- kirkju í Reykjavík og starfaði þar þangað til ég var vígð í Hóladóm- kirkju sem sóknarprestur Skaga- strandarprestakalls þann 14. des- ember 2008.“ Ursula segir að sér hafi því mið- ur ekki tekist að ná eiginmanni sínum Guðmundi Ágústi Gunn- arssyni bónda og vélvirkja með sér norður á Skagaströnd. Hann sé sveitamaður og vilji búa útí sveit, eigi litla jörð inni í Hval- firði. Saman eiga þau þrjár dæt- ur frá 21-27 ára og tvö barnabörn. „Hér á Skaganum er öll fjölskyld- an mín og öldruð móðir mín á dvalarheimilinu Höfða, þannig að það er líka að því leyti sem er gott að vera komin á Skagann aftur þó aðeins tímabundið sé. Ég vil nota tækifærið og þakka sr. Eðvarði fyr- ir að kalla mig hingað og traustið sem hann sýnir mér,“ sagði Úrsúla að endingu. þá Anna Lára Steindal. Unnið að gerð mannréttinda- stefnu hjá Akraneskaupstað Ursula Árnadóttir mun þjóna í hálfu starfi við Garðaprestakall næstu níu mánuði. Hlakkar til að þjóna bæjarbúum á Akranesi

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.