Skessuhorn - 11.09.2013, Síða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2013
Skagakonur luku keppnistíma-
bilinu stoltar sl. laugardag þeg-
ar þær töpuðu 1:2 fyrir Fylki í úr-
slitaleik 1. deildar Íslandsmótsins.
Leikurinn fór fram í Lautinni í Ár-
bænum á heimavelli Fylkis. Bæði
lið buðu upp á ágætan fótbolta-
leik og spiluðu vel þótt aðstæðurn-
ar væru nokkuð erfiðar. Vindurinn
sem fylgdi lægðinni sem þá var að
ganga yfir landið jókst þegar leið á
leikinn, en leikmenn sluppu samt
við rigninguna.
Fjöldi stuðningsmanna fylgdi
Skagakonum á leikinn og var guli
liturinn allsráðandi í stúkunni.
ÍA liðið byrjaði af krafti en Fylk-
ir hefur líka sterku liði á að skipa
og náði að skora strax á 12. mín-
útu. Var markadrottning 1. deild-
ar Anna Björg Björnsdóttir þar að
verki eftir að Skagavörnin hafði
opnast. Áfram var leikurinn opinn
og skemmtilegur þótt ekki væri í
sjálfu sér mikið að gerast upp við
mörkin. Þetta eina mark skildi lið-
in af í hálfleik, en í upphafi þess síð-
ari fengu Skagakonur sitt besta færi
í leiknum. Guðrún Karitas Sigurð-
ardóttir, helsta ógn ÍA í framlín-
unni, komst þá á auðan sjó inn við
vítateigshornið en skot hennar fór
framhjá markinu. Lítið var síðan
að gerast sem líklegt var að leiddi
til marka fyrr en á 76. mínútu þeg-
ar Fylkismenn bættu við marki eft-
ir góða sókn, þar sem Guðrún Val-
dís í markinu missti boltann frá sér.
Leikurinn virtist ætla að fjara út án
þess að Skagakonum myndi takast
að klóra í bakkann, en það var síðan
bráðefnilegur varamaður ÍA, Bryn-
dís Rún Þórólfsdóttir, sem skoraði
af miklu harðfylgi í viðbótartíma.
Kornungt kvennalið ÍA getur
borið höfuðið hátt eftir frammi-
stöðuna í sumar. Ári eldri, eft-
ir góðan undirbúning næsta vet-
ur, ætti það með svolítilli styrkingu
að hafa fullt erindi í Pepsídeild-
ina. Trúlega bíða margir spenntir
að fylgjast með gengi liðsins næsta
sumar.
þá
Meistaraflokkslið kvenna hjá ÍA
náði í síðustu viku að tryggja sér sæti
í Pepsídeild kvenna á næsta ári þeg-
ar liðið spilaði síðari undanúrslita-
leik sinn við KR í Vesturbænum í
Reykjavík. Síðari viðureign liðanna
fór 2:0 fyrir KR en það dugði þeim
röndóttu ekki til þar sem Skaga-
konur unnu fyrri leik liðanna 3:0,
og því samanlagt 3:2. ÍA leikur því
í Pepsídeildinni næsta sumar. Í hin-
um úrslitaleiknum áttust við Fylk-
ir og Grindavík og voru það Fylk-
iskonur sem höfðu betur, en þær
unnu síðari leikinn 3:2 á heimavelli
en samtals 6:3. Það var því ÍA og
Fylkir sem mættust í hreinum úr-
slitaleik um Íslandsmeistaratitilinn
í 1. deild kvenna. Liðin léku í sama
riðli í sumar og mættust alls þrisvar.
Fyrsti leikur þeirra, sem fram fór á
Akranesi, endaði með jafntefli 1:1,
en sá síðari í Árbænum endaði með
stórsigri Fylkiskvenna, 7:1. Skaga-
konur áttu því harma að hefna í úr-
slitaleiknum, en urðu að játa sig
sigraðar 1:2 á laugardaginn. Engu
að síður er sæti í deild þeirra bestu
á næsta ári staðreynd.
Fengu einstakan
stuðning í sumar
Magnea Guðlaugsdóttir þjálfari
meistaraflokks kvenna hjá ÍA seg-
ir að tímabilið í sumar hafi geng-
ið afar vel hjá liðinu sem tapaði ein-
ungis þremur leikjum og gerði eitt
jafntefli. „Við gerðum jafntefli við
Fylki og töpuðum svo fyrir þeim og
Frömurunum. Þetta voru ekki allt-
af fallegir leikir sem við unnum, en
við gerðum alltaf það sem til þurfti.
Þegar fjórir leikir voru eftir vorum
við búnar að tryggja okkur sæti í
úrslitunum. Þetta var glæsilega gert
hjá okkur.“
Sumarið 2012 var ÍA hársbreidd
frá því að komast upp um deild en
að mati Magneu munaði um í sumar
að liðið náði að sigra í lélegu leikj-
unum sínum. „Þessir lélegu leikir
töpuðust í fyrra eða duttu í jafntefli,
sem var sárt. Við unnum þá leiki í
sumar og það þarf stundum heppni
með efstu liðin. Þó er ég ekki að
segja að það hafi verið heppni hjá
okkur að komast upp. Mér fannst
nokkrir leikir vera þannig að við
gerðum það sem til þurfti en ekkert
meira en það,“ segir Magnea.
Á undan áætlun
Magnea segir að stemningin í liði
ÍA hafi verið mjög góð í sumar.
„Þessar stelpur þekkjast vel og vita
kosti og galla hverrar annarrar. Þær
eru í mjög góðu jafnvægi og eru
mjög samheldinn hópur. Ef stemn-
ingin væri léleg þegar svona geng-
ur hefði maður ekki gaman af fót-
bolta. Stelpurnar hafa haft mjög
gaman af þessu.“ Kjarni liðsins er sá
sami og frá því að uppbyggingará-
tak var sett af stað þar sem mark-
miðið var að komast í efstu deild
2014. „Þegar farið var að spá í það
fyrir alvöru að gera þetta lið að úr-
valsdeildarliði fyrir fimm árum, átti
að fara upp með hóp sem virkilega
væri tilbúinn. Margar af stelpunum
eru úr þeim hópi sem ætlað var að
klára þetta alla leið. Að halda þess-
um hópi saman hefur verið virkileg
barátta, en það hjálpar mjög mikið
að hafa hóp sem þekkist vel. Einn-
ig er það einstakt að við séum með
hreinræktað Skagalið. Í liðinu eru
bara stelpur frá Akranesi og var það
eina liðið í úrslitadeildinni sem ein-
göngu var skipað heimamönnum.“
Magnea segir markmiðið að vera
í efstu deild til margra ára. „Ef við
hefðum ekki farið upp yrðum við
í svakalegum vandræðum með að
halda hópnum saman. Það er þó
eins gott að við höldum hópnum
saman því við ætlum okkur ekki að
vera í efstu deild í eitt ár. Við ætlum
að vera þarna í mörg ár og það ger-
ist bara ef við náum að halda fólk-
inu okkar.“
Hefði getað grátið
Magnea telur að styrkja þurfi liðið
fyrir næsta tímabil því mikið bil sé á
milli deilda. „Fyrst og fremst þurf-
um við að halda hópnum og byggja
liðið upp í kringum þær. Stuðning-
urinn sem liðið hlaut í sumar hjálp-
aði einnig mikið til.“ Sá stuðningur
sem við fengum í sumar og sérstak-
lega í þessum tveimur leikjum var
með ólíkindum. Ég var ekki bara
klökk heldur hefði ég getað farið
að hágrenja. Í seinni leiknum gegn
KR áttum við stúkuna í Frostaskjóli
og okkar fólk söng mun hærra en
KR-ingarnir. Það er ekki spurn-
ing að stuðningurinn hefur hjálp-
að til, sérstaklega í heimaleikn-
um því þá rúlluðum við yfir þær
og áttu þær ekki séns. Stelpurn-
ar eiga eftir að lifa á þessu þangað
til þær verða gamlar og með flétt-
ur,“ segir Magnea og bætir að lok-
um við: „Það er alveg einstakt hvað
við fengum góðan stuðning og ég
elska alla Skagamenn.“
Ungur og
samheldinn hópur
Fyrirliði liðsins, Guðrún Þór-
björg Sturlaugsdóttir, segði í sam-
Góð frammistaða Skagakvenna í Árbænum
Guðrún Karitas umkringd þremur
varnarmönnum Fylkis.
Skagakonur þakka áhorfendum stuðninginn að leik loknum.
Stuðningsfólk ÍA var allsráðandi í
áhorfendastúkunni.
„Ætla sér að vera í efstu deild í mörg ár“
tali við Skessuhorn vera himinlif-
andi yfir árangrinum og það hafi
verið kærkomið að upplifa fagnað-
arlætin þegar flautað var til leiks-
loka á þriðjudaginn. „Við þurft-
um að fá þessa útrás enda búnar
að dreyma um það lengi að kom-
ast í úrvalsdeildina. Í fyrra vorum
við einu stigi frá því að komast í úr-
slitakeppnina sem var frekar ömur-
legt og því var það frábær og lang-
þráð stund þegar seinni leikurinn
kláraðist á móti KR. Við erum all-
ar sem ein búnar að vera að stefna
á að komast upp um deild í sumar
og því var mjög gaman að ná þessu
markmiði,“ segir Guðrún sem var
einnig gríðarlega ánægð með þann
stuðning sem liðið fékk á KR vell-
inum. „Þegar ég leit yfir stúkuna
sá ég að það voru sennilega fleiri
Skagamenn á vellinum en KR-
ingar. Þessi stuðningur skipti okk-
ur miklu máli, en örugglega hefur
reynt á taugar margra stuðnings-
manna okkar undir lok leiksins,“
bætir hún við kímin í bragði.
Guðrún segir að frábær liðsandi
sé búinn að vera í hópnum í sum-
ar og sé hann mjög samheldinn.
„Við erum allar uppaldar Skaga-
stelpur og höfum spilað saman upp
yngri flokkana. Því þekkjumst við
mjög vel og það veitir okkur styrk.
Liðið er afar ungt, en sem dæmi er
bara þrjár eldri en tvítugt í liðinu;
ég, Ingunn og Helga Sjöfn. Restin
er yngri en tvítugt.“ Guðrún dreg-
ur ekkert undan þegar talið berst
að keppni í efstu deild og segir til-
hlökkun ríkja í hópnum að takast
á við það verkefni. „Helga og Ing-
unn eru þær einu af okkur sem leik-
ið hafa í efstu deild, þannig að flest-
ar okkar vita ekki hvernig það er að
leika þar. Það breytir því þó ekki að
við erum tilbúnar í slaginn á næsta
ári.“
Misstum aldrei trúna
Ingunn Dögg Eiríksdóttir hefur
verið fastamaður í liði Skagakvenna
í sumar en hún, ásamt Helgu Sjöfn
Jóhannesdóttur, eru einu leikmenn
liðsins sem léku með því þegar það
lék í úrvalsdeild síðast árið 2005.
„Það er frábært að ná þessum ár-
angri og ríkir mikil gleði í hópn-
um. Við erum með mjög ungt lið
og finnst mér árangurinn enn betri
í því ljósi. Allar erum við uppald-
ar á Akranesi og erum til dæm-
is eina liðið í úrslitakeppninni sem
ekki er með erlendan leikmann
innan sinna raða. Þetta sýnir styrk
kvennaknattspyrnunnar á Skagan-
um,“ segir Ingunn sem lofar þjálf-
arateymi liðsins. „Þjálfararnir hafa
náð að halda huga okkar við efnið
í sumar og það hefur gert það að
verkum að við misstum aldrei trúna
á það að við myndum ná að klára
verkefnið.“
Ingunn segir ljóst að langtíma-
plan ÍA við að móta meistaraflokks-
lið á grunni þess kjarna leikmanna
sem nú myndar það. „Við snérum
aftur til leiks í fyrra eftir tveggja ára
hlé og vorum þá hársbreidd frá því
að komast í úrslitakeppnina. Mark-
miðið var alltaf að tryggja sér sæti í
úrvalsdeild 2014 og sýnir liðið því
sterkan karakter að ná því mark-
miði. Í hópnum eru afar efnilegir
leikmenn sem eiga eftir að bæta sig
enn frekar á næstu árum, sérstak-
lega þegar við munum nú kljást við
bestu liðin á Íslandi á næsta tíma-
bili. Það að eiga lið í efstu deild
mun líka hvetja enn frekar þær
stelpur sem eru að banka á dyrn-
ar í meistaraflokki. Framtíðin er
því björt í kvennaknattspyrnunni á
Akranesi.“
hlh/sko
Skagakonur fagna úrvalsdeildarsætinu eftir leikinn.
Guðrún Þórbjörg Sturlaugsdóttir
fyrirliði.
Ingunn Dögg Eiríksdóttir.
Þjálfarateymi liðsins, f.v. Margrét Ákadóttir aðstoðarþjálfari, Magnea Guðlaugs-
dóttir þjálfari og Steindóra Steinsdóttir markmannsþjálfari.