Skessuhorn - 11.09.2013, Side 31
31MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 2013
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is
eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar
frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á
augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt
leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín
kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.
auðveldar smásendingar
Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA
SMÆRRI SENDINGAR
������� ���������
� e���.��
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
Skagamaðurinn Eyleifur
Jóhannesson hefur starf-
að sem sundþjálfari í Dan-
mörku sl. sex ár og ver-
ið farsæll sem slíkur. Nú
um helgina var Eyleif-
ur, eða Leifi eins og Dan-
ir kalla hann, kosinn sund-
þjálfari ársins í Danmörku
2012/13. Hann var til-
nefndur fyrir árangur sinn
við þjálfun Viktor Bromers
silfurverðlaunahafa frá Evr-
ópuleikunum en einnig
fyrir að gera sundlið Ála-
borgar að næstsigursælasta sund-
liði Danmerkur á árinu. Áður hefur
Leifi meðal annars verið valinn ald-
ursflokkaþjálfari 2010 í Danmörku
og besti unglingaþjálfarinn 2011 og
2012. Þá hefur hann áður þjálfað
afreksfólk í fremstu röð ytra.
mm
Grundarfjörður tók á móti Kára
í sannkölluðum Vesturlandsslag
fimmtudaginn 5. september sl.
Bæði liðin þurftu mikið á stigun-
um að halda en fyrir leikinn voru
heimamenn í 6. sæti þriðju deildar
með 19 stig en Kári sat í því níunda
með 16 stig. Það var ljóst að mik-
ið var undir þegar leikurinn byrjaði
en mikil barátta einkenndi hann.
Heimamenn byrjuðu af krafti en
gestirnir unnu sig hægt og bítandi
inn í leikinn. Það var svo á 38. mín-
útu að gestirnir fengu aukaspyrnu
við hliðarlínuna. Boltinn var sendur
inn í vítateig þar sem að hann berst
að lokum til Bjarka Sigmundssonar
sem að skoraði gott mark og kom
Kára í 1-0 forystu. Þannig var stað-
an í leikhléi. Í síðari hálfleik sóttu
heimamenn í sig veðrið og töldu
sig hafa jafnað metin skömmu eft-
ir leikhlé þegar boltinn endaði í neti
gestanna en línuvörðurinn flaggaði
rangstöðu. Sóknarþungi heima-
manna jókst jafnt og þétt og það var
svo á 58. mínútu að Dalibor Lazic
fékk góða sendingu inn fyrir vörn
Kára sem hann nýtti vel og jafn-
aði leikinn 1-1. Eftir jöfnunarmark-
ið skiptust liðin á um að sækja og
áttu heimamenn til að mynda skalla
í þverslá á marki gestanna. En hvor-
ugu liðinu tókst þó að knýja fram
sigur og því varð jafntefli niður-
staðan.
Með stiginu náðu Grundfirðingar
að tryggja sæti sitt í deildinni. Jafnt-
eflið dugði hins vegar Kára ekki,
þar sem bæði Magni og Leiknir frá
Fáskrúðsfirði unnu sína leiki um
helgina. Kári og Augnablik falla því
niður um deild. Síðustu deildarleik-
ir Vesturlandsliðanna þetta sumar-
ið verða leikur Grundarfjarðar gegn
Víði í Garði og Kári tekur á móti
KFR í Akraneshöllinni. Báðir leik-
irnir fara fram laugardaginn 14.
september. tfk
Grétar Ingi Erlendsson hefur geng-
ið til liðs við úrvalsdeildarlið Skalla-
gríms í Borgarnesi frá Þór Þorláks-
höfn, þar sem hann hefur leikið síð-
ustu ár. Grétar, sem er 2 metrar á
hæð, skoraði 9,5 stig að meðaltali
í leik á síðustu leiktíð með Þórsur-
um og tók 5,6 fráköst að meðaltali í
leik. Samningur Grétars við Skalla-
grím er til eins árs með möguleika
á framlengingu. Að sögn Björns
Bjarka Þorsteinssonar, formanns
körfuknattleiksdeildar Skallagríms,
er tilkoma Grétars mjög góð viðbót
við annars öflugan hóp leikmanna
Skallagríms sem kemur vel undan
sumri. Reiknað er með að Grétar
verði í leikmannahópi Skallagríms
í kvöld þegar liðið sækir Stjörnuna
heim í Garðabæ, en hann fékk leik-
heimild með liðinu í gærmorgun.
Auk Grétars gengu tveir aðrir
leikmenn til liðs við Skallagrím á
dögunum, bakverðirnir Valur Sig-
urðsson, sem lék síðast með Grét-
ari Inga í Þór Þorlákshöfn 2010, og
Borgnesingurinn Sigursteinn Orri
Hálfdánarson sem var á mála hjá ÍA
á síðustu leiktíð. Leikmannahóp-
ur Skallagríms mun síðan styrkjast
frekar á næstunni því búist er við
að tilkynnt verði um nýjan erlend-
an leikmann áður en langt um líð-
ur.
hlh
Kvennalið Snæfells
átti í litlum vandræð-
um með andstæðinga
sína í fyrsta leik sín-
um á tímabilinu þeg-
ar lið Fjölnis var andstæðingur-
inn. Leikurinn var spilaður í Graf-
arvogi á miðvikudaginn í liðinni
viku. Þetta var fyrsta umferð B-rið-
ils Lengjubikars kvenna í körfu-
bolta. Lokatölur urðu 49:89. Frem-
ur jafnt var með liðunum framan af
leiknum en þegar nær dró hálfleik
sigu Hólmarar fram úr og leiddu
í hálfleik 45:26. Forysta gestanna
var aldrei í hættu í síðari hálfleik og
lönduðu Snæfellskonur því örugg-
um sigri. Stigahæst Snæfellskvenna
í leiknum var Hildur Sigurðar-
dóttir með 25 stig en næst á eft-
ir henni kom Guðrún Gróa Þor-
steinsdóttir með 18 stig. Þá skor-
uðu Eva Margrét Kristjánsdóttir 12
stig, Chynna Brown 11, Aníta Sæ-
þórsdóttir 6, Edda Bára Árnadóttir
6, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 4,
Hugrún Eva Valdimarsdóttir 4 og
Rebekka Rán Karlsdóttir 3.
Næsti leikur Snæfells í Lengju-
bikarnum fer fram þriðjudaginn 17.
september í Stykkishólmi og verða
stúlkurnar í KR andstæðingarnir.
hlh
Styrktarmót Valdísar Þóru Jóns-
dóttur var haldið á Garðavelli sl.
sunnudag. Mótið fór fram við ágæt-
ar aðstæður og var þátttaka góð.
Golfklúbburinn Leynir, Valdís Þóra
og aðstandendur hennar þakka öll-
um kylfingum og fyrirtækjum sem
styrktu hana með einum eða öðr-
um hætti vegna mótsins, en eins og
fram hefur komið í blaðinu stefnir
Valdís Þóra á að komast í Evrópu-
mótaröðina á næsta ári og fer í úr-
tökumót til Marokkó í desember
nk. Vegleg verðlaun voru á styrkt-
armótinu og helstu úrslit urðu
þessi:
Punktakeppni 0-9
1. Hannes Marinó Ellertsson GL
35
2. Viktor Elvar Viktorsson GL 35
3. Hermann Geir Þórsson GVG
34.
Punktakeppni 9,1-24
1. Lárus Hjaltested GL 38
2. Ingi Freyr Rafnsson GÁS 37
3. Gunnar Viðar GO 37.
Punktakeppni konur
1. Svava Hjartardóttir GKG 36
2. Jóhanna Halldórsdóttir GKG
34
3. Eygló Grímsdóttir GR 34.
Höggleikur karlar
1. Rafn Stefán Rafnsson GB 70
2. Bjarki Pétursson GB 78
3. Guðlaugur Rafnsson GJO 79.
Höggleikur konur
1. Anna María Reynisdóttir GVG
88
2. Sigurbjörg J. Sigurðardóttir GL
95
3. María B. Sveinsdóttir GL 96.
Nándarverðlaun
3. braut: Þórður Jónsson GR
2,08m
8. braut: Bragi Bragason GO 2,32
m
14. braut: Björn H Björnsson GR
3,78 m
18. braut: Þórður Emil Ólafsson
GL 0,77m
Lengsta teighögg á 17. braut:
Karlar: Snorri Páll Ólafsson GR
Konur: Hildur Magnúsdóttir GL
þá
Vel heppnað styrktarmót
Valdísar Þóru
Stórsigur Snæfellskvenna
í Grafarvoginum
Jafntefli í Vesturlandsslag
Grundarfjarðar og Kára
Skallagrímur semur
við Grétar Inga
Björn Bjarki Þorsteinsson, formaður kkd. Skallagríms, handsalar samning við
Grétar Inga Erlendsson, nýjan leikmann Skallagríms.
Eyleifur valinn besti
danski þjálfarinn