Skessuhorn - 03.01.2014, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2014
Þótt komið sé nýtt ár og lands-
menn að mestu búnir að fagna
með tilheyrandi flugeldaskotum
og blysum er enn ástæða til að
biðja fólk að fara varlega, því eftir
er að kveðja jólin á þrettándanum.
Spáð er stífri norðan- og austanátt
á landinu næstu daga. Úrkomulít-
ið verður sunnan til, af og til snjó-
koma eða slydda á Vestfjörðum og
fyrir norðan og austan en rigning
með ströndum. Hiti verði yfirleitt
í kringum frostmarkið, en aðeins
fyrir ofan það syðra. Á miðvikudag
er útlit fyrir minnkandi norðaust-
anátt. Dálítil él á Norður- og Aust-
urlandi, annars víða bjart veður.
Víða vægt frost.
Spurningin fyrir jól og yfir hátíð-
irnar á vef Skessuhorns var: „Hvert
er áramótaheitið?“ Flestir þeirra
sem það strengja ætla samkvæmt
svörunum að verða betri mann-
eskjur, eða 12,42%. „Auka lík-
amsrækt“ kom næst með 9,84%,
„borða hollari mat“ 8,87%, „vinna
minna“ 4,52%, „vinna meira“
3,39% og „hætta löstum“ 3,23%.
Fleiri en einn af þessum valmögu-
leikum svöruðu 11,13% og „ekkert
af þessu“ sögðu 4,52%. Stór hluti
sagðist ekki strengja áramótaheit,
eða 42,1% þeirra sem þátt tóku í
könnuninni.
Í þessari viku er spurt:
Verður árið 2014 betra eða
verra fyrir þig?
Framleiðendur áramótaskaupsins,
hvaðan sem þeir koma af land-
inu, eru menn vikunnar að mati
Skessuhorns.
Til minnis
Veðurhorfur
Spurning
vikunnar
Vestlendingur
vikunnar
Árbók
Akurnesinga
2013
AKRANES: Bókaútgáfan Upp
heimar sendi frá sér rétt fyr
ir áramótin Árbók Akurnesinga
2013. Þetta er tíunda árið í röð
sem Árbókin kemur út. Ritstjóri
hennar er Sigurður Sverris
son. Í Árbókinni kennir ýmissa
grasa. Þar eru fastir liðir á borð
við annála frétta og íþróttavið
burða 2012 og yfirlit um látna
Akurnesinga sama ár. Einnig er
að finna í bókinni ýmsan sögu
legan fróðleik, viðtöl og ferða
sögur.
-mþh
Kona meiddist
við fall af hestbaki
LBD: Kona á fimmtugsaldri
meiddist rétt fyrir áramótin er
hún féll af hestbaki á sveitabæ
í Hvalfjarðarsveit. Ástæða
óhappsins var að hesturinn
fældist. Var konan flutt á sjúkra
húsið á Akranesi til skoðun
ar og meðferðar. Hún kvartaði
yfir verkjum í baki og mjöðm að
sögn lögreglu.
–þá
224 börn fæddust
á árinu
AKRANES: Á fæðingadeild
Heilbrigðisstofnunar Vestur
lands á Akranesi fæddust 224
börn á nýliðnu ári. Börnin eru
heldur færri en árið áður, þá
fæddist 281 barn. Síðasti Vest
lendingur liðins árs kom í
heiminn á gamlársdag og eru
foreldrarnir úr Reykjanesbæ.
Reiknað var með að barnið yrði
fyrsta barn ársins 2014 en því lá
á að komast í heiminn og fædd
ist seinni partinn á gamlársdag.
Fyrsta barn ársins 2014 á Vest
urlandi var því enn ófætt í gær,
þegar Skessuhorn var sent í
prentun. –grþ
Róleg áramót
AKRANES/SNÆF: Jól og
áramót voru til þess að gera ró
leg hjá lögreglunni á Akranesi.
Tveir ökumenn voru þó grip
nir, grunaðir um akstur und
ir áhrifum fíkniefna. Reyndist
annar þeirra vera með fíkniefni
í fórum sínum. Þá er einn öku
maður til viðbótar grunaður um
ölvun við akstur. Lögreglumenn
sem voru að sinna verkefni í
heimahúsi fundu kannabislykt
frá einu herbergi. Í framhaldinu
framvísaði húsráðandi grammi
af kannabis. Þá kviknaði eld
ur í íbúðarhúsnæði þar sem
pottur hafði gleymst á eldavél.
Húsráðandi slökkti eldinn með
slökkvitæki og kom slökkvilið á
staðinn til að reykræsta. Sömu
sögu er að segja frá Snæfellsnesi
og Akranesi. Lögreglan á Snæ
fellsnesi segir að allt hafi verið
með ró og spekt þar. –þá
Samkvæmt samantekt Jónas
ar Ragnarssonar eru nú við árslok
þrír af fjórum elstu Íslendingunum
fæddir á Vesturlandi. Sex af tíu elstu
eru af Vesturlandi eða Vestfjörðum.
Á Facebooksíðu sem Jónas heldur
úti um langlífi kemur fram að Guð
ríður Guðbrandsdóttir í Reykjavík
er elsta konan, 107 ára síðan í maí,
en hún er fædd í Laxárdal í Dala
sýslu. Í öðru sæti er Guðrún Jóns
dóttir í Hafnarfirði, einnig 107
ára, fædd í VesturÍsafjarðarsýslu. Í
þriðja sæti er Guðný Ásbjörnsdótt
ir í Reykjavík, 106 ára, fædd á Hell
issandi. Georg Ólafsson í Stykkis
hólmi er elstur karla, 104 ára síðan
í mars. Hann er fæddur í Akureyj
um á Gilsfirði í Dalasýslu.
Nú eru á lífi 38 Íslendingar sem
eru hundrað ára eða eldri, 31 kona
og 7 karlar. Fyrir aldarfjórðungi
voru 18 á lífi hundrað ára og eldri
en aðeins fimm fyrir hálfri öld.
mm
Eins og kunnugt er heimilaði at
vinnuvegaráðuneytið með reglu
gerð frá 22. nóvember 2013 veið
ar smábáta á síld innan brúar í Kol
grafafriði, allt að 1.300 lestum.
Fyrir þeirri ákvörðun voru fyrst og
fremst þau rök að veiðarnar gætu
bjargað verðmætum enda þá um
talsverðar líkur taldar á að ákveðinn
hluti síldar innan brúar væri dauð
vona sbr. reynslu sl. vetrar. Nú hef
ur ráðuneytið að fenginni umsögn
Hafró ákveðið að úthluta ekki frek
ari leyfum til síldveiða innan brú
ar í Kolgrafafirði. Tilkynning ráðu
neytisins er svohljóðandi:
„Nú er komið fram að Hafrann
sóknastofnun telur að hvorki súr
efnisstaða né magn síldar innan
brúar í Kolgrafafirði kalli á sérstak
ar aðgerðir og telur því eðlilegast að
veiðar úr stofninum lúti almennri
fiskveiðistjórnun þar sem tekið er
mið af ráðgjöf. Stofnunin mun eftir
sem áður fylgjast náið með súrefnis
mettun í firðinum og mun auk þess
fara til síldarmælinga í janúar 2014,
þannig að ný gögn um stofnstærð
og dreifingu síldar liggi þá fyrir.
Jafnframt er síldin komin í vetrar
dvala og allt óþarfa skark í stofnin
um veldur því að síldin þarf sífellt
að eyða meiri orku en ella sem get
ur haft áhrif á möguleika hennar
að lifa af veturinn. Með hliðsjón af
framangreindri ráðleggingu Haf
rannsóknastofnunar hefur ráðu
neytið ákveðið að stöðva frekari út
hlutun á síld í samræmi við ákvæði
reglugerðar 1036/2013 frá og með
31. desember 2013 að telja. Tekið
skal skýrt fram að þeim aflaheim
ildum í síld sem þegar hefur verið
úthlutað fram að þessu skv. 2. gr.
a reglug. nr. 1036/2013 og kunna
að vera ónýttar, halda gildi sínu og
verður hægt að nýta þó nýjum út
hlutunum sé hætt.“ mm
Kvenfataverslunin Litla búðin, sem
rekin hefur verið um árabil á Akra
nesi, hætti störfum á hádegi á gaml
ársdag. Þar með lauk sögu verslunar
sem hófst árið 1998 á tólf fermetra
gólfrými við Esjubraut á Akranesi.
Árið 2000 fluttu eigendur versl
unarinnar, hjónin Elínborg Lárus
dóttir og Birgir Snæfeld Björnsson,
síðar reksturinn í fyrrum bílskúr
við heimili þeirra á Vesturgötu.
Fimm árum síðar opnaði verslun
in í eigin húsnæði við Akratorg.
Þaðan flutti hún síðastliðið haust í
verslunarhúsnæði á Kirkjubraut 54
sem er þekktast fyrir að hafa hýst
Bókaverslun Andrésar Níelssonar
um áratugaskeið. Litla búðin hef
ur einnig á starfstíma sínum stund
að verslunarrekstur í Grundarfirði
og á Eskifirði.
„Það er fyrst og fremst af heilsu
farsástæðum hjá mér að verslun
inni var nú lokað. Ég er með gigt
og læknirinn sagði að ég yrði að
draga úr vinnu og sinna heilsunni.
Þessi ákvörðun var tekin núna 10.
desember og við hófum lokaút
sölu þann fimmtánda. Það er búin
að vera hálfgerð Þorláksmessu
stemning hérna síðan,“ sagði Elín
borg þar sem hún sinnti störfum í
versluninni daginn fyrir gamlárs
dag. Hún kveðst hætta rekstrinum
með söknuði. „Ég vildi svo gjarn
an halda áfram en þetta er mikil
vinna. Dagarnir hafa oft verið lang
ir því kvöldin og helgar hafa oft far
ið í pappírsvinnu, að ganga frá inn
kaupalistum og þess háttar sem
fellur utan hefðbundins afgreiðslu
tíma.“
Rekstur Litlu búðarinnar var
auglýstur til sölu á liðnu hausti. El
ínborg segir engan hafa sýnt áhuga
á að taka við þannig að nú var ekk
ert annað að gera en loka hinsta
sinni. mþh
Ráðuneytið stöðvar frekari úthlutun
síldarkvóta í Kolgrafafirði
Litla búðin hætt rekstri
Elínborg Lárusdóttir eigandi Litlu búðarinnar og Valgerður Sigurðardóttir voru
kampakátar við afgreiðslustörf á næstsíðasta opnunardegi verslunarinnar 30.
desember sl.
Þau eru elst þeirra
sem fæddust á
Vesturlandi. Heimild:
Jónas Ragnarsson 31.
desember 2013. Þess
má geta að ellefta
í röðinni er Ragney
Eggertsdóttir í Borgar-
nesi, fædd 13. júní
1911.
Langlífir Vestlendingar