Skessuhorn - 03.01.2014, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2014
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á
þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega.
Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.480 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar
greiða kr. 2.150. Verð í lausasölu er 600 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is
Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is
Heiðar Lind Hansson, blaðamaður hlh@skessuhorn.is
Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is
Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is
Umbrot:
Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Þegar land tók aftur að rísa
Leiðari
Á tímamótum sem þessum, þegar nýtt ár heilsar og það gamla kveður, er
ágætt að staldra við og meta stöðuna. Ef eitthvað vit væri í manni ætti að
nýta það sem aflaga fór á liðnu ári til að bæta um betur á því nýja. Sumir
kjósa að kalla slíkt áramótaheit en aðrir hafa enga trú á loforðum af því tagi
sem reynslan sýnir að flestir svíkja sjálfa sig um, gjarnan áður en janúar er
liðinn. Hvað sem því líður ætla ég persónulega að stefna á að verða betri en
ég var. Einhver myndi segja að það væri ekki háleitt markmið, en stefnu
mótun er það engu að síður. Ég hef lofað sjálfum mér því að nú muni ég
endanlega hætta að reykja, hreyfa mig meira og borða hollari mat. Reynd
ar hef ég lofað sjálfum mér þessu öllu einhvern tímann áður, en nú hef ég
séð að annað hvort er að duga – eða drepast.
En hvað um það. Í Skessuhorni í dag er rætt við nokkra valinkunna íbúa
á Vesturlandi og þeir beðnir að meta hvernig árið 2013 hafi reynst þeim,
hvað standi uppúr og hvernig það nýja leggist í þá. Eðli málsins samkvæmt
voru svörin nokkuð misjöfn. Flestir nefna að uppúr standi háleit kosninga
loforð stjórnmálaflokkanna síðasta vor sem varð til þess að þjóðin valdi nýja
stjórn. Reyndar hafa sumir á að orði að seint og illa gangi að uppfylla þessi
loforð. Aðrir nefna hluti okkur nær svo sem síldardauðann í Kolgrafafirði,
veðráttuna á nýliðnu ári eða persónleg mál. Ánægjulegast er að flestir kjósa
að trúa því að nýbyrjað ár verði betra en það liðna. Ég er í hópi þeirra. Fyr
ir þá atvinnurekendur sem stunda innlend viðskipti án beinnar snerting
ar við útlönd, var liðið árið erfitt. Kaupmáttaraukning var hverfandi á síð
asta ári enda hafa stjórnmálamenn lítið viljað um þá hagstærð tala að und
anförnu. Í mínum huga var árið 2013 það annað erfiðasta á þessari öld í af
komu og rekstrarumhverfi fyrirtækja sem ekki starfa í ferðaþjónustu, sjáv
arútvegi eða öðrum gjaldeyrisaflandi greinum. Þess vegna meðal annars
kýs ég að trúa því að nýbyrjað ár verði betra því einmitt þessar greinar eru
framtíðar burðarásar í atvinnulífi okkar og gjaldeyrissköpun. Í þeim felast
tækifæri okkar.
Árið 2014 er ár tækifæranna kjósi menn að líta á sóknarfærin sem hvar
vetna má eygja í okkar litla landi. Úrtölufólk getur náttúrlega sökkt sér ofan
í neikvæðni, en það stoðar ekkert. Nefna má að jákvæð teikn eru til dæm
is á lofti í ferðaþjónustu og væntanlega mun góð afkoma í sjávarútvegi færa
okkur öllum betri tíð með blóm í haga, en ekki einvörðungu útgerðarfyr
irtækjum eins og sumir kjósi að halda fram. Ef áliðnaðurinn, þriðja stærsta
útflutningsgreinin, byggi við góðar söluhorfur mætti hreinlega segja að
útlitið væri mjög bjart fyrir okkur Íslendinga þrátt fyrir mikla skuldsetn
ingu ríkis og sveitarfélaga. Birgðasöfnun á áli á heimsvísu er engu að síður
staðreynd og meðan meira er framleitt en not er fyrir mun verðið tæpast
hækka. En jarðarbúar munu áfram borða fisk og þeir munu ferðast. Þess
ar tvær atvinnugreinar munu, ásamt þrautseigju landans, leiða til þess að
árið 2014 verður árið þegar Íslendingar fóru á ný að sjá til sólar. Fyrir okk
ur Vestlendinga er fjölgun ferðamanna gleðiefni. Við munum á þessu ári
upplifa að landshlutinn mun fá fleiri ferðamenn vegna þess að svæði okk
ar er hið náttúrulega yfirfall þegar Suðurland, Reykjanes og höfuðborgar
svæðið er orðið mettað. Við Íslendingar erum farnir að selja tugþúsundum
ferðamanna myrkrið til að skoða norðurjósin. Það er loksins að takast það
sem Einar Ben hugðist gera forðum. Við eigum gríðarleg tækifæri í nátt
úrutengdri þjónustu og landið heillar flesta sem hingað koma. Ekki kæmi
mér t.d. á óvart að jákvæð umsögn Ben Stillers um land og þjóð á eftir að
hafa langtímaáhrif í líkingu við gosið í Eyjafjallajökli. Sjáum allavega til
með það. Þessi brotna þjóð þarf að taka aftur upp trú á því að hér séu tæki
færin. Ef við nýtum þau vel, þá muni allt fara á besta veg.
Gleðilegt ár!
Magnús Magnússon
Næstkomandi laugardag, þann 4.
janúar, verða 110 ár liðin frá stofn
un Kaupfélags Borgfirðinga. Í til
efni dagsins verður boðið upp á kaffi
og afmælistertu í verslun félagsins
við Egilsholt í Borgarnesi á milli
klukkan 11 og 15 á afmælisdaginn.
Að sögn Guðsteins Einarssonar
kaupfélagsstjóra er síðan áformað
síðar á þessu ári að minnast tíma
mótanna með veglegri hætti.
mm
Kvikmyndin „Leynilíf Walters
Mitty“ (The Secret Life of Wal
ter Mitty) sem tekin var að stórum
hluta upp í Stykkishólmi og víðar
um Vesturland, verður frumsýnd á
Íslandi föstudaginn 3. janúar. Mik
ið verður lagt í sýningu myndar
innar, ekki síst á landsbyggðinni.
Þennan dag verður hún frumsýnd á
Akranesi, í Reykjanesbæ, á Selfossi,
Akureyri, Sauðárkrók og Ísafirði.
Auk þessa verða frumsýningar í
Smárabíói, Laugarásbíói, Kringlu
bíói og Háskólabíói á höfuðborgar
svæðinu. „Íslandstengingin í mynd
inni er mjög sterk. Hún gerist hér
að stórum hluta. Fjöldi Íslendinga
leika í henni eða koma að henni
með öðrum hætti. Ólafur Darri
Ólafsson er til að mynda áttundi
leikarinn á svokölluðum kreditlista
myndarinnar. Það segir hve veiga
mikið hlutverk hans er í myndinni.
Hljómsveitin Of Monsters And
Men á lag í kvikmyndinni. Íslenskt
umhverfi skipar stóran sess og er
auðþekkjanlegt. Þetta er frumleg
og nýstárleg mynd. Persónulega
þá finnst mér hún mjög góð,“ seg
ir Guðmundur Breiðfjörð hjá Senu
í samtali við Skessuhorn, en fyrir
tækið er umboðsaðili myndarinnar
hér á landi.66
Kvikmyndin var frumsýnd í
Bandaríkjunum og Bretlandi á
jóladag. Dómar gagnrýnenda eru
blendnir, allt frá því að sumir lýsa
mikilli hrifningu á kvikmynd
inni yfir til þess að hún fær dræma
dóma. Skoða má yfirlit yfir dóm
ana á vefsíðunni www.metacritic.
com. Heildareinkunn myndarinnar
er 54 af 100 mögulegum í eins kon
ar meðaltali sem byggir á áliti 36
gagnrýnenda. Almenningur virð
ist þó taka myndinni miklu betur
en gagnrýnendurnir því heildarein
kunn þeirra á þessari vefsíðu er 8
af 10 mögulegum. Svipaða sögu er
að segja af vefnum www.imdb.com
þar sem almenningur gefur mynd
inni 7,6 í einkunn. Góð aðsókn var
að kvikmyndinni vestra á jóladag
og annan í jólum. Hún var önnur
aðsóknarmesta kvikmyndin af þeim
tæplega tíu kvikmyndum sem frum
sýndar voru ytra á jóladag.
Fyrirtæki innan ferðaþjónustu
hér á landi telja kvikmyndina mikla
landkynningu, enda hefur Ben Still
er leikstjóri hennar, sem einnig er í
aðalhlutverki, tjáð sig mjög lofsam
lega um Ísland í fjölmiðlum vestra.
Nú stendur til að bjóða ferðamönn
um upp á sérstakar Walter Mitty
ferðir hér á landi. Í þeim gefst fólki
kostur á að heimsækja þá staði sem
koma fyrir í kvikmyndinni. Þar er
um að ræða Vesturland með Snæ
fellsnesi, Borgarnesi og austur suð
urströndina að Jökulsárlóni. Ferð
irnar kosta frá 754 evrum, eða rúm
lega 120 þúsund krónur og taka
sex daga. Inni í því er meðal ann
ars innifalinn bílaleigubíll, bátsferð
á Breiðafirði ef farið er á tímabilinu
11. maí til 15. september en annars
hvalaskoðun í Faxaflóa og fleira.
mþh
Sveitarstjórn Dalabyggðar sam
þykkti á fundi sínum þriðjudag 17.
desember sl. að rifta samningi við
rekstraraðila Leifsbúðar. Rekstrar
samningurinn gilti fyrir árin 2013
2015 en í Leifsbúð hefur auk kaffi
húss verið starfrækt upplýsingamið
stöð fyrir ferðamenn. Samningnum
var rift frá og með 20. desember og
rekstraraðila, Freyju Ólafsdóttur,
gert skylt að skila húsinu fyrir ára
mót. Sveitarstjórn taldi að ekki væri
staðið við samninginn að því leyti
að opnunartími utan hefðbund
ins ferðamannatíma væri skemmri
en samningurinn fæli í sér. Á næst
síðasta fundi sveitarstjórnar var
byggðarráði falið að funda með
rekstaraðila Leifsbúðar áður en
sveitarstjórn tæki afstöðu til tillögu
byggðarráðs um að samning num
yrði rift. Á fundi byggðarráðs með
rekstaraðila kom fram að hann vildi
losna undan samningnum og myndi
senda sveitarstjóra hugmyndir sín
ar um lúkningu sam ningsins. Fyr
ir fundinn 17. desember höfðu
ekki borist ákveðnar hugmyndir frá
rekstraraðila og byggðarráð vísaði
málinu því aftur til sveitarstjórnar
sem samþykkti eins og áður segir
að rifta samningnum. Sveitarstjóra
og formanni byggðarráðs var falið
að ganga frá peningalegu uppgjöri
við rekstraraðila. þá
Skjáskot úr kvikmyndinni „Leynilíf Walters Mitty“ þar sem atriði er tekið upp í
Stykkishólmi. Hún verður frumsýnd á Íslandi föstudaginn 3. janúar. Þá um kvöldið
verður frumsýningin á Vesturlandi í Bíóhöllinni á Akranesi.
Kvikmyndin um líf Walters
Mitty fær ágætar viðtökur
Svipmynd frá verslunarhúsi KB á hausthátíð í ágúst sl.
Kaupfélag Borgfirðinga er 110 ára
Leifsbúð í Búðardal.
Rekstrarsamningi um Leifsbúð rift