Skessuhorn - 03.01.2014, Page 7
7FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2014
Skaginn hf. á Akranesi er leiðandi fyrirtæki í þróun, hönnun og smíði á búnaði fyrir matvælaiðnaðinn.
Fyrirtækið óskar eftir að ráða starfsmenn í eftirfarandi stöður vegna góðrar verkefnastöðu.
Málmiðnaðarmenn
• Rennismiði sem eru vanir að vinna við tölvustýrð tæki.
• Málmiðnaðarmenn sem eru vanir að vinna úr ryðfríu stáli.
• Aðstoðarmenn sem eru vanir að vinna úr ryðfríu stáli.
Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við Svein R. Ingason
verkstjóra í síma 896-0182 eða í netfangið svenni@skaginn.is.
3D - hönnuður
• 3D - hönnuð sem hefur reynslu af 3D hönnun í Inventor. Starfið
felst í hönnun á búnaði úr ryðfríu stáli fyrir matvælaiðnaðinn.
Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við Ingólf Árnason
framkvæmdastjóra í síma 897-1403 eða í netfangið ingolfur@skaginn.is.
Skaginn hf. | Bakkatúni 26, 300 Akranes | Sími: 430-2000 | www.skaginn.is
Hjúkrunarforstjóri
Laust er til umsóknar starf hjúkrunarforstjóra
hjúkrunarheimilisins Fellsenda.
Fellsendi er hjúkrunarheimili fyrir 28 heimilismenn.
Húsnæði hjúkrunarheimilisins var tekið í notkun árið
2006 og er vandað að allri gerð.
Fellsendi er 20 km. fyrir sunnan Búðardal og í 130 km.
fjarlægð frá Reykjavík. Sjá nánar fellsendi.is.
Hjúkrunarforstjóri ber ábyrgð á hjúkrun, fjárhags-
legum rekstri og stjórnun að öðru leyti. Hjúkrunar-
forstjóri er ábyrgur gagnvart stjórn Fellsenda.
Leitað er að hjúkrunarfræðingi; menntun og reynsla í
geðhjúkrun er æskileg.
Farsæl reynsla af stjórnun, rekstri og samskiptum er
nauðsynleg.
Umsóknir, þar sem gerð er grein fyrir menntun og starfs-
ferli, berist stjórn hjúkrunarheimilisis merkt:
Ólafur K. Ólafsson, Borgarbraut 2, 340 Stykkishólmi eða
á netfangið oko@syslumenn.is fyrir 10. janúar 2014.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu
hefur verið tekin.
Upplýsingar veitir Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður og
formaður stjórnar, í síma 430 4100.
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
4
Húsaleigubætur -
endurnýjun umsókna
Athygli er vakin á því að endurnýja þarf allar umsóknir um
húsaleigubætur á árinu 2014, fyrir 17. janúar n.k.
Húsaleigubætur eru greiddar eftir á fyrir hvern mánuð eins og lög
nr. 168/2000 gera ráð fyrir.
Umsóknareyðublöð má nálgast í þjónustuveri
Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 1. hæð og á www.akranes.is.
Umsóknum ásamt fylgigögnum skal síðan skila í
þjónustuver Akraneskaupstaðar.
Allar nánari upplýsingar eru gefnar í síma 433 1000.
Golfklúbbur Borgarness stóð fyr
ir árlegu Áramóti sínu á Gamlárs
dag þar sem golfárið var kvatt á
léttu nótunum. Mótið fór að þessu
sinni fram í inniaðstöðu klúbbsins
og Félags eldri borgara í Borgar
nesi og nágrenni í fyrir kjötsal á 2.
hæð gamla sláturhúss Kaupfélags
Borgfirðinga í Brákarey. Um 50
manns lögðu leið sína í inniaðstöð
una þennan dag til að skoða hana
og taka þátt í Áramótinu sem var
36 holu púttkeppni. Sigurvegari
varð Jóhannes Ármannsson fram
kvæmdastjóri GB á 54 púttum,
en fast á hæla hans komu þeir Jón
Georg Ragnarsson á 55 púttum og
Ómar Örn Ragnarsson á 59 pútt
um.
Að sögn Björgvins Óskars
Bjarnasonar varaformanns GB
kemur nýja aðstaðan til að um
bylta æfingaaðstöðu kylfinga í
Borgarnesi og nágrenni. Gestir
Áramótsins gerðu góðan róm að
henni en mótið var hugsað til að
prófa aðstöðuna. Gólfflötur henn
ar eru tæpir 300 fermetrar og loft
hæð allt að fimm metrar. Þar er
því gott rými til að sveifla kylfum
og fyrirtaks aðstaða til bæta golf
kunnáttuna yfir vetrarmánuðina.
Aðstaðan skiptist í 18 holu pútt
flöt, með einni leiðréttingarpútt
braut, og þrjá sláttubása, þar af
einn með rými fyrir golfkennara
að fóta sig. Einnig er góða setu
stofu að finna í salnum með sófum
og stólum – svokallað „monthorn“
eins og nokkrir kylfingar höfðu
á orði í Áramótinu. Þá er ónot
að rými í norðurhluta salarins sem
draumurinn er að nota undir vipp
aðstöðu eða golfhermi, ef áhugi er
fyrir. Einnig er þar anddyri með
fatahengi og salernum.
Byrjað var að endurinnrétta kjöt
salinn gamla í upphafi síðasta árs.
Stærstur hluti framkvæmdanna fór
hins vegar fram í haust og hafa fé
lagar í GB og Félagi eldri borgara
lagt hönd á plóg í sjálfboðvinnu.
Einnig hafa starfsmenn GB kom
ið að verkinu. Framkvæmdum er
ekki lokið en stefnt er á að þeim
ljúki á næstu vikum að sögn Björg
vins Óskars. Ekki er komið nafn á
aðstöðuna ennþá en auglýst verð
ur eftir nafni fljótlega. Nafnið og
opnunartími verður síðan kunn
gert við formlega vígslu aðstöð
unnar.
hlh
Menn hafa ekki dáið ráðalausir við endurinnréttingarnar. Þak sláturhússins lekur
í votviðri og því var brugðið á það ráð að smíða innanhúss þakrennur í salnum
með tengingu við niðurfall.
Ný inniaðstaða kylfinga
í Brákarey prófuð
Góð mæting var á Áramótið sem fram fór í inniaðstöðunni í gamla kjötsalnum þar
sem áður voru fláningslínur og kæliaðstaða fyrir lambakjöt.
Hér sést kjötiðnaðarmaðurinn Bergsveinn Símonarson pútta en hann starfaði í
mörg ár í sláturhúsinu í Brákarey. Jóhannes Ármannsson og Jón Georg Ragnars-
son fylgjast með.