Skessuhorn - 03.01.2014, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2014
Dæmd
fyrir manndráp
af gáleysi
AKRANES: Héraðsdóm
ur Vesturlands dæmdi í vik
unni fyrir jól rúmlega fer
tuga konu á Akranesi í tólf
mánaða fangelsi fyrir mann
dráp af gáleysi, þar af níu
mánuði skilorðsbundna. Um
er að ræða dóm vegna slyss
sem varð á Akrafjallsvegi á
liðnu vori þegar ung stúlka
beið bana. Konan sem dóm
inn hlaut ók undir áhrif
um áfengis, of hratt og yfir
á rangan vegarhelming á bíl
sem kom úr gagnstæðri átt.
Vínandamagn í blóði öku
manns mældist allt að 2,7
prómill. Stúlka sem ók bíln
um sem ekið var á lést sam
stundis. Við ákvörðun refs
ingar leit Héraðsdómur
Vesturlands til þess að kon
an játaði brot sitt skýlaust og
hafði ekki áður gerst brot
leg við lög. Konan var auk
fangelsisdómsins svipt öku
réttindum í fjögur ár og gert
að greiða tæpa eina og hálfa
milljón króna í málskostnað.
–þá
Nýskráðum
hlutafélögum
fjölgar
LANDIÐ: Í nóvembermán
uði voru nýskráð 153 einka
hlutafélög hér á landi til sam
anburðar við 132 í nóvember
2012. Nýskráningar voru
flestar í fasteignaviðskiptum.
Fyrstu ellefu mánuði ársins
var fjöldi nýskráninga 1.766,
en það er 10% aukning frá
sama tíma í fyrra þegar 1.605
fyrirtæki voru skráð. Þá var
71 fyrirtæki tekið til gjald
þrotaskipta í nóvembermán
uði. Fyrstu ellefu mánuði
ársins var fjöldi gjaldþrota
858, en það er 12,2% fækkun
frá sama tímabili í fyrra þeg
ar 977 fyrirtæki voru tekin til
gjaldþrotaskipta. Flest gjald
þrot það sem af er árinu er í
flokknum byggingastarfsemi
og mannvirkjagerð, samtals
171.
–mm
Söfnuðu yfir
hálfri milljón
AKRANES: Eins og fram
kom í Skessuhorni fyrir jól
stóðu nemendur og starfs
fólk Grundaskóla á Akranesi
fyrir söfnun handa bágstödd
um í Malaví. Afrakstur jóla
söfnunarinnar hefur nú ver
ið millifærður inn á reikning
Rauða kross Íslands. Sam
tals söfnuðust 556.688 kr. að
þessu sinni. Alls hafa nem
endur, foreldrar og starfs
menn lagt frá 2007 rúm
ar tvær milljónir króna til
hjálparstarfs RKÍ í Malaví.
–mm
Auka enn meira
við greiðslumarkið
LANDIÐ: Atvinnuvegaráðu
neytið hefur gefið út breytingu
á reglugerð um greiðslumark
í mjólk og eykst það um tvær
milljónir lítra strax á næsta ári.
Greiðslumarkið verður því 125
milljónir lítra. Fyrr í vetur gaf
ráðherra út reglugerð sem hækk
aði greiðslumarkið um sjö millj
ónir lítra. Samtök afurðastöðva í
mjólkuriðnaði komust að þeirri
niðurstöðu skömmu fyrir jól að
þessi aukning væri ekki nægjan
leg og sendi ósk til ráðherra um
að hækka greiðslumarkið um tvær
milljónir lítra til viðbótar. Eng
in dæmi eru um að greiðslumark
hafi verið aukið um níu milljónir
lítra milli ára. Ástæðan fyrir þessu
er mikil aukning á neyslu mjólk
urafurða. Aukið greiðslumark
hefur engin áhrif á útgjöld ríkis
sjóðs. -mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
14. – 31. des.
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes 7 bátar.
Heildarlöndun: 20.972 kg.
Mestur afli: Signý HU: 6.074
kg í tveimur löndunum.
Arnarstapi 8 bátar.
Heildarlöndun: 87.791 kg.
Mestur afli: Kvika SH: 28.047
kg í sex löndunum.
Grundarfjörður 9 bátar.
Heildarlöndun: 213.096 kg.
Mestur afli: Hringur SH:
42.706 kg í einni löndun.
Ólafsvík 17 bátar.
Heildarlöndun: 171.822 kg.
Mestur afli: Ólafur Bjarnason
SH: 38.199 kg í fimm löndun
um.
Rif 16 bátar.
Heildarlöndun: 385.963 kg.
Mestur afli: Saxhamar SH:
70.022 kg í tveimur löndunum.
Stykkishólmur 25 bátar.
Heildarlöndun: 200.751 kg.
Mestur afli: Þórsnes SH: 61.449
kg í einni löndun.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Saxhamar SH – RIF:
69.566 kg. 17. des.
2. Þórsnes SH – STH:
61.449 kg. 16. des.
3. Tjaldur SH – RIF:
50.603 kg. 17. des.
4. Örvar SH – RIF:
46.172 kg. 16. des.
5. Hringur SH – GRU:
42.706 kg. 17. des.
-mþh
Daginn fyrir gamlársdag fékk
starfsfólk Markaðsstofu Vestur
lands ánægjuleg tíðindi, en því
hafði öllu verið sagt upp miðað við
áramót vegna skipulagsbreytinga.
„Við fengum góða heimsókn frá
fulltrúum Sambands sveitarfélaga á
Vesturlandi. Á þeim fundi var okk
ur starfsfólkinu á markaðsstofunni
tilkynnt að SSV tæki við rekstri
markaðsstofunnar frá og með þess
um áramótum. Jafnframt var samið
við okkur um að halda áfram störf
um okkar hér sem við samþykktum
öll,“ sagði Rósa Björk Halldórs
dóttir framkvæmdastjóri. „Okkur
starfsfólkinu á Markaðsstofu Vest
urlands langar að þakka öllum þeim
sem studdu okkur á þeim óvissu
tímum sem við höfum nú gengið í
gegnum og stuðningi við markaðs
stofuna okkar allra. Áfram Vestur
land,“ segir Rósa Björk, en ásamt
henni á skrifstofunni starfa Krist
ján Guðmundsson og Sonja Nat
halie Hille að markaðsmálum Vest
urlands. mm
Söfnun Þjóðkirkjunnar til stuðn
ings kaupum á línuhraðli á Land
spítalann er nú lokið. Alls söfn
uðust 15.360.000 krónur. Agnes
M. Sigurðardóttir biskup hitti Pál
Matthíasson forstjóra Landspítal
ans í liðinni viku og afhenti hon
um söfnunarféð. Í bréfi sem bisk
up sendi þjóðkirkjufólki sama dag
þakkaði hún fyrir bænir og fram
lag til þessa málefnis. Hún tilkynnti
jafnframt að ákveðið hefur verið að
helga einn sunnudag kirkjuársins
heilbrigðisþjónustunni í landinu.
Það verður 19. október á næsta ári.
Jafnframt þakkar biskup fram
lag almennings og kirkjunnar til
þessa mikilvæga málefnis. „Þið
hafið sannað að hugmyndaauðgi
og mannauður er mikill í kirkj
unni. Fjöldi söfnunarviðburða var
á dagskrá í á þriðja tug prestakalla
á landinu öllu undanfarna mán
uði. Ég fagna því nú um áramót að
nýr Línuhraðall hefur verið tekinn
í notkun á Landspítalanum. Margir
komu að því verkefni og lögðu gott
til málanna. Krabbameinsfélagið
Framför, félagið Blái naglinn og
Kvenfélagasambandið ásamt fjölda
fyrirtækja, líknarfélaga og einstak
linga sem hafa stutt Landspítalann
með beinum hætti,“ sagði biskup
meðal annars í þakkarbréfi til al
mennings af þessu tilefni.
mm
Nítján verkefni fengu nýverið út
hlutað samtals 33,5 milljónum
króna úr Þróunarsjóði ferðamála.
Að sjóðnum standa Landsbankinn
og atvinnuvegaráðuneytið og var
hann stofnaður í tengslum við verk
efnið Ísland allt árið. Markmið
ið með starfrækslu hans er að efla
starfsemi fyrirtækja í ferðaþjónustu
utan háannartíma og auka arðsemi
þeirra. Þetta er í þriðja sinn sem út
hlutað er úr sjóðnum og barst hon
um 61 umsókn að þessu sinni. Þró
unarsjóðnum er ætlað að styðja við
samstarfsverkefni fyrirtækja á til
teknum svæðum eða afbragðsverk
efni stakra fyrirtækja undir sömu
formerkjum. Þá er hvatt til sam
starfs skapandi greina við fyrirtæki
í ferðaþjónustu. Sjóðurinn styrk
ir einkum verkefnisstjórn, grein
ingarvinnu, undirbúning verkefna,
kaup á ráðgjöf og þróun hugmynda
en einnig önnur verkefni sem stuðl
að geta að lengingu ferðamanna
tímans. Styrkir sjóðsins geta að há
marki numið 50% af heildarkostn
aði verkefnis.
Til verkefna á Vesturlandi runnu
tveir styrkir. Skagaferðir ehf. – Tas
teIceland, fékk eina milljón króna
til að skipuleggja ferðir um Akranes
og nærsveitir fyrir erlenda ferða
menn til að kynna atvinnuhætti
og menningu heimamanna með
áherslu á matarmenningu. Þá hlaut
Sigrún Birna Einarsdóttir einn
ig eina milljón króna í styrk vegna
verkefnisins Upplifun á söguslóð.
Það miðar að því að virkja þann
fjársjóð sem felst í sérstöðu Vest
urlands í náttúru, alþýðumenningu
og ekki síst sögulegri arfleifð með
áherslu á Borgarfjörð. mm
Rósa Björk Halldórsdóttir og Björn Páll Fálki Valsson fráfarandi formaður stjórnar
Markaðsstofu Vesturlands.
Starfsfólk Markaðsstofunnar ráðið til SSV
Nokkrir styrkþegar ásamt þeim Ragnheiði Elínu Árnadóttur ráðherra ferðamála
og nýsköpunar og Steinþóri Pálssyni bankastjóra Landsbankans.
Þróunarsjóður veitir styrki til
verkefna í ferðaþjónustu
Agnes M. Sigurðardóttir og Páll Matthíasson þegar þjóðkirkjan afhenti féð sem
safnaðist.
Þjóðkirkjan afhenti söfnunarfé
vegna línuhraðals