Skessuhorn - 03.01.2014, Side 11
11FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2014
Þjóðlenda er skilgreind í þjóð
lendulögum sem „landsvæði utan
eignarlanda þó að einstakling
ar eða lögaðilar kunni að eiga þar
takmörkuð eignarréttindi.“ Eign
arland er hins vegar „landssvæði
sem er háð einkaeignarrétti þann
ig að eigandi landsins fer með
öll venjuleg eignarráð þess innan
þeirra marka sem lög segja til um
á hverjum tíma.“ Þessi samantekt
er að mestu unnin úr upplýsing
um á heimasíðu Óbyggðanefndar
(www.obyggdanefnd.is).
Fram að gildistöku þjóðlendu
laga 1. júlí 1998 voru til lands
svæði á Íslandi sem enginn eigandi
var að. Með lögunum er íslenska
ríkið lýst eigandi þessara svæða
auk þeirra landsréttinda og hlunn
inda þar sem aðrir eiga ekki. Þessi
landssvæði eru nefnd þjóðlendur.
Undir það hugtak falla landssvæði
sem nefnd hafa verið nöfnum eins
og hálendi, óbyggðir, afréttir og
almenningar, allt að því tilskildu
að utan eignarlanda sé. Tilgang
ur stjórnvalda með setningu þjóð
lendulaganna var að leysa úr þeirri
óvissu sem lengi hefur verið uppi
um eignarhald á ýmsum hálendis
svæðum landsins.
Nákvæmlega hvaða landssvæði
urðu þjóðlendur við gildistöku
þjóðlendulaganna skýrist eftir því
sem verki óbyggðanefndar miðar
áfram. Deilur hafa staðið um ein
mitt þetta þar sem landeigendur
telja sig eiga tilkall til svæða sem
ríkið hefur viljað skilgreina sem
þjóðlendur.
Í þjóðlendulögum er ekki að
finna sérstakar reglur um það
hvernig Óbyggðanefnd skuli leysa
úr málum, þ.e. hvaða land skuli
teljast eignarland og hvað þjóð
lenda. Niðurstaðan ræðst af al
mennum sönnunarreglum og
þeim réttarheimildum sem færðar
eru fram í hverju einstöku tilviki.
Það eru því grundvallarreglur ís
lensks eignarréttar sem gilda.
Enda þótt land í þjóðlendum sé
eign ríkisins getur verið að einstak
lingar, sveitarfélög eða aðrir lög
aðilar, eigi þar svokölluð takmörk
uð eignarréttindi. Þjóðlendulög
eiga ekki að raska slíkum réttind
um. Þeir sem hafa nýtt land innan
þjóðlendna sem afrétt fyrir búfén
að eða haft þar önnur hefðbundin
not sem afréttareign fylgja halda
þeim rétti í samræmi við ákvæði
laga þar um. Afréttur er landsvæði
utan byggðar sem að staðaldri hef
ur verið notað til sumarbeitar fyr
ir búfé. Hið sama gildir um önn
ur réttindi sem menn færa sönnur
á að þeir eigi.
Þjóðlendulög veita ekki heim
ild til að svipta menn eign sinni,
hvorki eignarlöndum né öðrum
réttindum. Lögin lýsa íslenska
ríkið einvörðungu eiganda lands
svæða utan eignarlanda og þeirra
réttinda á þessum svæðum sem
ekki eru háð einkaeignarrétti.
Vandinn liggur hins vegar í því
að skilgreina hvað menn eigi, þ.e.
hvar viðurkenndar eignarheim
ildir séu fyrir hendi og hvar þeim
sleppi. Það er einmitt verkefni
Óbyggðanefndar að greina þarna
á milli. Úrlausnir óbyggðanefndar
geta valdið deilum þar sem land
eigendur telja gengið á sinn eign
arrétt. Í þeim tilvikum kjósa að
ilar oft að láta reyna á málin fyr
ir dómstólum og leggja málsað
ilar þá fram sannanir og rök máli
sínu til stuðnings. Þar er oft vís
að í fornar heimildir, jafnvel sjálfa
Landnámu sem er elsta skriflega
heimild um landnám Íslands og
talin rituð á fyrri hluta 12. ald
ar. Þegar hafa um 60 hæstaréttar
dómar verið kveðnir upp í þjóð
lendumálum síðan Óbyggðanefnd
hóf að leggja fram kröfugerðir af
hálfu ríkisvaldsins. mþh
Afréttarlönd vill ríkið víða gera að þjóðlendum. Hér er rekið af afrétti Borg-
hreppinga. Ljósm. es.
Um hvað snúast þjóðlendumálin?
Norðlingafljót skammt frá Helluvaði á Arnarvatnsheiði. Ljósm. mm.
Óðinn Sigþórsson í Einarsnesi við
Borgarfjörð þekkir mjög vel til
þjóðlendumálanna. Hann hafði það
starf um þriggja ára skeið í kringum
2010 á vegum sveitarfélaga á Vest
urlandi og Búnaðarsamtaka Vest
urlands að undirbúa landeigendur
á Vesturlandi og Vestfjörðum und
ir kröfugerð ríkisins um þjóðlend
ur. Meðal annars vann hann við að
afla gagna og undirbúa hnitsetn
ingu landamerkja. Starf Óðins fólst
einnig í því að greina og skýra að
öðru leyti stöðu landeigenda gagn
vart hugsanlegum þjóðlendukröf
um ríkisins svo menn gætu frekar
áttað sig á því hvers væri að vænta í
þessum efnum.
Kemur á óvart hve
langt er gengið
Nú þegar kröfurnar hafa verið lagð
ar fram segir Óðinn að það komi á
óvart að sjá hve langt þær eru látnar
ganga. „Nokkrar jarðir verða fyrir
því að það eru gerðar kröfur innan
ótvíræðra eignarlanda. Það er hið
versta mál. Eftir það sem á undan
var gengið í dómsmálum mátti ætla
að menn myndu láta staðar numið
við það að virða þinglýst eignarlönd
bænda. Einhver breyting virðist
hins vegar hafa orðið á slíkum sjón
armiðum því fulltrúar ríkisvaldsins
ganga nú lengra en að lýsa einvörð
ungu kröfum í afrétti og beitarlönd.
Mér sýnist að Óbyggðanefnd gangi
mun lengra í kröfum til þjóðlendna
hér í Mýra og Borgarfjarðarsýslum
en gert var til dæmis í Húnavatns
sýslum,“ segir Óðinn í samtali við
Skessuhorn.
Landeigendur í Mýra og Borg
arfjarðarsýslu hafa notað hátíðarn
ar til að kynna sér kröfugerðina sem
Óbyggðanefnd kynnti 20. desemb
er síðastliðinn. Óðinn segir að rök
stuðningur fyrir þjóðlendukröfum
ráðherra fyrir hönd ríkisins sé víða
bæði fátæklegur og óljós. „Til dæm
is eru gerðar þjóðlendukröfur í efri
hluta Kjarrár. Þar eru miklir hags
munir undir í verðmætum veiði
rétti. Samt vitum við ekki hvort
þjóðlendukröfur ríkisins þarna snú
ist bara um botnréttindi eða hvort
veiðirétturinn sé líka innifalinn í
kröfunum. Það er líka óljóst og til
efni til undrunar hvernig menn hafa
metið hinar ýmsu heimildir og jafn
vel nýlega hæstaréttardóma, svo
sem ótvíræða eignarréttardóma sem
snerta Arnarvatnsheiði og lönd sem
liggja að Reyðarvatni.“
Landeigendur undirbúa
málaferli
Að sögn Óðins er þegar ljóst að
það verði tekist á fyrir dómstól
um um töluverðan hluta þjóð
lendukrafna á Vesturlandi. „Það er
ekki síst vegna þess að það er auð
séð innbyrðis ósamræmi milli þess
hvernig fulltrúar ríkisvaldins leggja
mat á landssvæðin. Í sumum tilvik
um er ákveðið misræmi í því hvort
ríkið telji að landssvæði liggi inn
an þjóðlendu eða ekki. Sem dæmi
má nefna Fornahvammslandið. Það
liggur mjög hátt og upp í kamb. Sá
hluti Fornahvamms sem var seld
ur frá jörðinni á sínum tíma er nú
viðurkenndur sem eignarland. Síð
an erum við með Þorvaldsstaði sem
stendur mjög líkt á um. Þar er á
hinn bóginn gerð krafa um þjóð
lendur í það land sem selt var úr
þeirri jörð til upprekstrarfélags eða
sveitarfélaganna á sínum tíma.“
Aðspurður frekar nefnir Óðinn
nokkrar jarðir sem fyrirsjáanlega
muni verða tilefni deilumála við rík
isvaldið. Meðal þeirra séu Kalman
stunga, Húsafell og Örnólfsdalur.
Einnig jarðir á borð við Gilsbakka,
Síðumúla, Sámsstaði og Sleggjulæk
sem eiga mikilla hagsmuna að gæta
vegna veiðiréttar í Kjarrá.
Telja Landnámu túlkaða
eftir hentisemi ríkisins
Óðinn segir að landeigendur í
Mýra og Borgarfjarðarsýslu telji
að mjög margt sé ámælisvert við
þjóðlendukröfur ríkisvaldsins. „Eitt
af því sem fer mjög illa í menn er að
hingað til hafa ógreinilegar land
námslýsingar í Landnámu meðal
annars verið notaðar til þess að rök
styðja það að land hafi ekki verið
numið og eigi því að teljast til þjóð
lendna. Nú er það svo að lands
námslýsingar hér í sýslunum eru
mjög glöggar og nákvæmar sam
anborið við mörg önnur héruð á
landinu. Í röksemdum fyrir kröfu
línum nú hér hjá okkur er þó gert
lítið úr landnámslýsingum. Jafnvel
er gengið svo langt að telja að land
hafi í öndverðu ekki verið numið
til fullrar eignar heldur til óbeinn
ar eignar svo sem til beitarréttar
og þess háttar. Það er seinni tíma
uppfinning að túlka mál með þeim
hætti. Það er augljóslega mjög mik
ið misræmi eftir landshlutum á því
hvernig fjallað er um heimildir í
Landnámu. Þetta kemur verulega á
óvart. Bæði þetta og annað í rök
stuðningnum sem fylgir kröfunum
bendir til þess að menn fari með
heimildir með þeim hætti að það er
ekki hægt að fallast á það.“
Fundur verður boðaður
í byrjun janúar
Óðinn Sigþórsson segir að allir
þeir sem hagsmuna eiga að gæta í
þjóðlendumálum Mýra og Borg
arfjarðarsýslu verði nú kvaddir
saman á fund í byrjun janúar. Þar
verði farið sameiginlega yfir stöð
una í ljósi kröfugerðarinnar. Línur
verði lagðar um hvernig hátta beri
lögfræðilegum vörnum. „Það gild
ir bæði um einstaklinga og sjálfs
eignarstofnanir, til dæmis þær sem
komið hefur verið á fót varðandi
Arnarvatnsheiði, Geitland og Ok.
Ríkið greiðir kostnað vegna varna
fyrir Óbyggðanefnd. Síðan er það
undir dómstólum komið hvernig
þeir úrskurða málskostnað í þeim
tilvikum þar sem málin fara fyr
ir þá. Það getur farið eftir niður
stöðum eins og gengur. Þjóðlendu
lögin gera þó ráð fyrir því að þeir
sem taki til varna fái sinn kostnað
greiddan af kröfuaðilanum sem er
ríkið,“ útskýrir hann.
„Nú þurfa menn að bregðast
hratt við. Frestur til að lýsa gagn
kröfum rennur út 20. mars 2014.
Það er þremur mánuðum eftir að
Óbyggðanefnd birti sínar þjóð
lendukröfur. Mikil vinna er fram
undan. Meðal annars liggur fyrir að
Þjóðskjalasafn hefur ekki enn lok
ið sinni vinnu varðandi þessi mál.
Hlutverk þess var og er að afla allra
gagna varðandi eignarréttinn. Á
þessari stundu vitum við að miðað
við þau gögn sem vitað er að séu til,
og það sem kemur fram í kröfugerð
Óbyggðanefndar, þá vantar þó
nokkur skjöl sem geta skipt megin
máli. Þar á ég við gamla kaupsamn
inga á landi og annað slíkt. Það er
eitt af því sem er mjög sérstakt við
þessa kröfugerð, að hún komi fram
á sama tíma og ríkisvaldinu og öðr
um er fulljóst að öll gögn málsins
eru enn ekki tiltæk. Sveitarfélagið
hefur forystu í að bregðast við í
þjóðlendumálum fyrir hönd land
eigenda. Eftir því sem ég heyri á
forsvarsmönnum Borgarbyggðar
þá ætla þeir að taka mjög ákveðið
til varna í þessu,“ segir Óðinn Sig
þórsson í Einarsnesi. wmþh
Landeigendur búast til varna í þjóðlendumálum
Landeigendur búast til varna gegn kröfum ríkisins.
Ljósm. úr safni Skessuhorns af Óðni Sigþórssyni tengist þó ekki beint því efni sem hér um ræðir.