Skessuhorn - 03.01.2014, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2014
Hjónin og bændurnir Bjarni Sig
urbjörnsson og Guðrún Lilja Arn
órsdóttir að Eiði í Kolgrafafirði á
Snæfellsnesi eru Vestlendingar árs
ins 2013. Ekki hefur farið framhjá
lesendum Skessuhorns hversu um
fangsmikill síldardauðinn mikli í
Kolgrafafirði var síðasta vetur þeg
ar talið var að um 52 þúsund tonn
af síld hafi drepist í firðinum. Síld
ina rak ýmist á fjörur í haugum við
Eiði eða sökk til botns til rotnunar
með neikvæðum afleiðingum fyrir
lífríkið í heild. Útlit var fyrir mikla
umhverfismengun. Grútarváin var
allt um lykjandi. Hamförunum tók
heimilisfólkið á Eiði hins vegar af
hógværð og festu svo eftir var tekið
í samfélaginu. Bændur eru öðrum
þræði útverðir byggðarinnar í land
inu gagnvart ríki náttúrunnar. Þær
náttúruhamfarir sem birtust í síld
ardauðanum í Kolgrafafirði hafa
sýnt að hjónin á Eiði valda því hlut
verki einkar vel. Þau eru að mati
blaðsins og lesenda öðrum til fyr
irmyndar hvað það snertir. Fyrir
það fá þau nafnbótina Vestlending
ar ársins. Blaðamaður Skessuhorns
heimsótti Bjarna og Guðrúnu á
milli jóla og nýárs og ræddi við þau
um atburði síðasta árs.
Takast á við verkefnin í
sameiningu
Hjónin á Eiði tóku vel á móti blaða
manni þegar hann bankaði upp
á Eiði eftir akstur um vetrarrík
ið á Snæfellsnesi. Þar skartaði Kol
grafafjörður sínu fegursta. Kyrrlátt
veður var í lofti og ógrynni fugla
á eyrunum við þverun fjarðarins
vafalaust saddir eftir síldarát. Eftir
stutta viðkynningu var blaðamanni
fylgt til eldhúss þar sem hans beið
kaffi og úrval af jólabakstri hús
freyjunnar. Áður en langt um leið
voru hafnar hrókasamræður.
Það er Guðrún sem á ættir sínar
að rekja að Eiði. Faðir hennar, Arn
ór Páll Kristjánsson, er fæddur og
uppalinn á bænum. Hann hóf bú
skap þar ásamt Auði Jónasdóttur,
móður Guðrúnar, árið 1958. Arn
ór og Auður búa nú á bænum að
Eiði 2. Þau fögnuðu 55 ára brúð
kaupsafmæli sínu í nóvember síð
astliðnum. „Á Eiði hafa ættmenni
mín búið lengi. Hér var stundað
ur sjálfsþurftarbúskapur áður en
mamma og pabbi tóku við búinu.
Fyrri ábúendur sóttu einnig sjó
inn til að draga björg í bú. Mamma
og pabbi hófu hins vegar að byggja
upp það bú sem nú er, á þeirra bú
skapartíma. Við Bjarni tókum síðan
við þeim upp úr síðustu aldamót
um,“ segir Guðrún.
Bjarni er hins vegar Reykvíking
ur. Að eigin sögn er hann þó fædd
ur sem hreinræktaður dreifbýlis
maður. „Mér hefur alltaf liðið best
í sveit. Þar á ég einhvern veginn
heima. Ég byrjaði snemma að fara
í sveit á sumrin. Þá var ég á bæjun
um Brennu í Lundarreykjardal og í
Svignaskarði í Borgarhreppi. Einn
ig var ég á bænum Hjalla í Kjós þar
sem ég hafði vetursetu sem barn
og gekk í skóla í Félagsgarði. Mér
leið best í sveitinni. Þar vil ég vera,“
segir hann.
Leiðir Bjarna og Guðrúnar lágu
saman snemma. Þau hafa verið gift
í yfir 25 ár. Bjarni er fæddur árið
1962 og Guðrún 1964. Saman eiga
þau tvö börn, Lilju Björk 22 ára
og Sigurbjörn 18 ára. „Við eigum
ágætlega vel saman og höfum tek
ist á við verkefnin í lífinu í góðri
samvinnu og sátt. Þau hafa verið
fjölbreytt – auðveld og erfið eins
og gengur,“ segir Bjarni og minn
ir á síldardauðann. „Við erum hins
vegar alltaf viljug að leysa verkefnin
sem upp koma og reynum eftir
fremsta megni að nálgast lausn með
jákvæðum og opnum huga. Hérna
kemur lífsreynsla okkar beggja að
góðum notum,“ bætir hann við.
Ráðsmenn í Viðey
Áður en Bjarni og Guðrún fluttu
að Eiði voru þau ráðsmenn á ein
um sögufrægasta stað Íslendinga,
í Viðey við Reykjavík. Aðdragandi
Viðeyjarára var skammur að þeirra
sögn og um leið nokkuð óvænt
ur. „Við vorum eiginlega ráðin að
okkur óforspurðum. Við vorum
að skoða uppbygginguna í eyjunni
með Jóni Á. Péturssyni. Hann var
þá verkstjóri framkvæmdanna þar
og réði hann okkur hálfpartinn á
staðnum. Þá vorum við búsett á
Vopnafirði. Síðan fluttum við í eyj
una árið 1988 er Viðeyjarstofa var
vígð,“ segir Guðrún. „Við vorum
ráðsmenn í Viðey þangað til að við
fluttum hingað vestur árið 1998.
Okkar hlutverk var að gæta eigna
borgarinnar í eyjunni, sjá um við
hald, gæslu, þrif og annað sem féll
til. Yfirmaður okkar á þessum tíma
var sr. Þórir Stephensen fyrrv. dóm
kirkjuprestur en hann gegndi em
bætti staðarhaldara í Viðey. Ég veit
ekki hvað margir gera sér grein fyr
ir því hversu mikið var lagt í endur
uppbygginguna í eyjunni. Þarna var
framkvæmt fyrir marga tugi millj
óna. Því þótti ráðlegt að hafa fólk í
henni allt árið. Við höfðum sérstak
an bát til umráða og fórum á hon
um milli lands og eyjar yfir Viðeyj
arsund,“ bætir Guðrún við. Hún
segir árin í Viðey hafa verið mjög
minnisstæð fyrir fjölskylduna.
„Reykjavíkurborg fékk húsin í
Viðey, það er Viðeyjarstofu og Við
eyjarkirkju, gefins frá ríkinu árið
1986 í tilefni af 200 ára afmæli
borgarinnar,“ heldur Bjarni áfram.
„Borgaryfirvöld ákváðu í framhald
inu að láta gera þau upp. Einnig var
byggð upp aðstaða í eyjunni til að
taka á móti gestum. Það má kannski
segja að það hafi verið fyrir til
stilli Davíðs Oddssonar sem þá var
borgarstjóri að ráðist var í þessar
stórhuga framkvæmdir. Markmið
ið var að varðveita söguna. Upphaf
Reykjavíkur er einmitt tengt hús
unum í eyjunni.“
Bjarni segir þennan áhrifa
mesta stjórnmálamann síðari tíma
á Íslandi hafa staðið eins og klett
á bakvið uppbygginguna. „Davíð
var mjög ákveðinn í að fylgja eft
ir áformunum. Hann var skjót
ur að taka ákvarðanir um ýmis mál
sem snertu framkvæmdirnar. Við
vorum oft í samskiptum við hann
vegna starfs okkar. Hann var mjög
mannlegur og góður í samskipt
um, skemmtilegur karakter og eft
irminnilegur. Sagt var að hann vildi
ekki vera minni maður en Skúli
Magnússon landfógeti sem hóf
uppbygginguna í Viðey 1751 á tím
um Innréttinganna. Davíð lagði
mikla áherslu á að framkvæmd
ir tækju ekki lengri tíma en gerð
ust á 18. öld. Það stóð, jafnvel þótt
að hann hafi ákveðið einn góðan
veðurdag í eyjunni þegar hann var
að kanna gang framkvæmda að láta
líka gera upp kirkjuna.“ Á árun
um sem Bjarni og Guðrún bjuggu
í Viðey eignuðust þau Lilju og Sig
urbjörn. Börn þeirra eru því fædd
ir Viðeyingar.
Bú og hestöfl
Árið 1998 lá leið þeirri hjóna heim
að Eiði. Þar hafa þau búið síðan.
„Það var komið fararsnið á okkur
þegar komið var fram á árið 1998.
Við fundum að það var ekki sami
áhuginn hjá nýjum meirihluta í
Reykjavík varðandi Viðey. Því varð
úr að við fluttum vestur. Fyrstu árin
tókum við þátt í búrekstri num með
foreldrum Guðrúnar eftir mætti,
aðallega þó Guðrún. Sjálfur fékk
ég vinnu sem fangavörður á Kvía
bryggju. Með tíð og tíma tókum við
loks við búskapnum á bænum. Þeg
ar búið gaf nægjanlega af sér fyrir
okkur bæði hóf ég að starfa meira
við það með Guðrúnu og hætti
fangavörslunni,“ segir Bjarni. Í dag
er á Eiði rekið blandað bú með um
90 nautgripum. Þar af eru 28 ár
skýr. Mjólkurkvóti búsins er 145
þúsund lítrar. Einnig eru 100 kind
ur á Eiðisbúinu.
Ekki eru þau með hesta á bæn
um. Þess í stað skipar áhugi á hest
öflum nokkurn sess. „Ég er með
mikla bíladellu og er sérstakur
áhugamaður um Chevroletbifreið
ar. Sjálfur á ég Chevrolet Corvette,
árgerð 1979. Ég nýt þess að aka bíl
num á tyllidögum. Vegna bílaáhug
ans höfum við hjónin staðið fyrir
verkfæra og bílasýningu við bæinn
í upphafi sumars í nokkur ár. Sindri
ehf. hefur þar kynnt nýjustu verk
færin. Mætingin hefur verið góð
og vaxandi. Þarna mæta menn á
nýbónuðum köggum af amerískri
gerð. Bílarnir eru hver öðrum fal
legri.“
Hugrekki þarf til að
taka ákvarðanir
Samtalið leiðist loks á braut síld
arinnar – „silfurs hafsins“ eins
og Íslendingar hafa gjarnan kall
að þennan kviklynda fisk. Vegna
síldardauðans er óhætt að segja að
Bjarni og Guðrún Lilja að Eiði eru Vestlendingar ársins 2013
Íslendingum farnast best þegar þeir
í sameiningu takast á við hlutina
Guðrún Lilja Arnórsdóttir og Bjarni Sigurbjörnsson að Eiði með viðurkenningar sínar, áletraðan kristalsvasa og blóm frá
Skessuhorni. Ljósm. hlh.
Kolgrafafjörður fyrir og eftir hreinsun.
Þykkt lag af grúti lá yfir fjörunni við Eiði.